24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is „Okkar stefna er sú að innan fjög- urra ára geti fólk nálgast alla þjón- ustu Tryggingastofnunar rafrænt, ef því hentar svo,“ segir Bragi L. Hauksson, verkefnastjóri raf- rænnar stjórnsýslu hjá TR. Trygg- ur, þjónustuvefurinn nýi, mun bjóða upp á þann möguleika að hægt verði að senda inn hvers kyns umsóknir og fá mál afgreidd þannig. Einnig á fólk að geta skoðað gögn og stöðu sinna mála á vettvangi TR. Smalar saman gögnum „Tryggur, líkt og traustur fjár- hundur, mun þegar fram líða stundir einnig smala saman öllum gögnum og samskiptum viðkom- andi við TR. Lykilatriðið er þó að fólk hefur val. Áfram verður hægt að fá þjónustu með því að mæta á afgreiðslustaði stofnunarinnar enda þótt rafræn þjónusta ætti að vera besti kosturinn fyrir stærstan hluta viðskiptavina,“ segir Bragi og bætir við að rafræn skilríki muni létta og efla rafræna stjórn- sýslu. Lítil útbreiðsla þeirra hafi þó allt of lengi verið notuð sem afsökun fyrir slælegri frammi- stöðu stofnana við að bjóða við- skiptavinum þjónustu yfir netið. Margt sé hægt að gera án raf- rænna skilríkja og þar sé þjónusta skattkerfisins gleggsta dæmið. „Auðkenning inn á Trygg verð- ur til að mynda í samvinnu við forsætisráðuneytið og vefsetrið island.is og ríkisskattstjóra. Fólk mun geta auðkennt sig með sama veflykli og það nýtir við skattframtal en um leið og al- menn dreifing rafrænna skilríkja á debetkortum hefst verður einnig boðið upp á auðkenningu með þeim hætti. Rafræn undirskrift með rafrænum skilríkjum getur verið mikilvæg í sumum tilvikum en undirritun með veflykli er oft nægjanleg, þótt hún hafi ekki óhrekjanleika undirskriftar með rafrænum skilríkjum.“ Ábendingar og stuðningur TR er með öflugan upplýs- ingavef en möguleikar hans til gagnvirkra samskipta eru litlir. Hægt er að sækja um Evrópska sjúkratryggingakortið á vefnum og apótek hafa um árabil getað sent lyfseðla rafrænt til TR og sjúkraþjálfarar reikninga sína. Nú verður hins vegar gerð bragarbót á sem ætti að geta leyst úr mörgum flækjum. Í dag þurfa lífeyrisþegar til dæmis að senda inn á pappír tekjuáætlanir sem bótagreiðslur þeirra reiknast út frá, séu drög sem send eru út ekki rétt. Nú munu lífeyrisþegar geta sent þess- ar áætlanir beint yfir netið og njóta ábendinga og stuðnings þar. Áætlun og útreikningur strax „Ef viðskiptavinir eru með aukatekjur sem hafa áhrif á greiðslur þá sjá þeir áhrifin strax með bráðabirgðaútreikningi sem hægt er að fá hvenær sem er við útfyllingu tekjuáætlunar,“ segir Bragi og heldur áfram: „Þá getur fólk gert sín plön í samræmi við útreikning og sent nýja áætlun ef aðstæður breytast. Von okkar hjá TR er sú, að þetta geti dregið úr því að greiðslur til viðskiptavina okkar séu of eða van. Sjaldnar komi til þess að fólk fái bakreikninga vegna of- greiðslna. Þá ætti nýr vefur sömu- leiðis að geta dregið úr papp- írsvafstri. Hluti upplýsinga frá heilbrigðisstofnunum sem skipta máli vegna afsláttarkorta berst nú þegar rafrænt til TR og unnið er að því að þétta það enn frekar. Allar upplýsingar um viðkomandi sem streyma til okkar, til dæmis í formi kvittana, verða í framtíð- inni aðgengilegar fyrir við- skiptavini á Trygg. Þjónusta og persónuvernd togast oft á, en það má hugsa sér að viðskiptavinur geti einnig að einhverju marki stýrt aðgangi heilbrigðisstarfs- manna að gögnum um sig. Gögn- in sjálf þurfa ekki endilega að vera á einhverju korti, en gætu verið aðgengileg í krafti rafrænna skil- ríkja yfir netið.“ Barnabörnin hjálpa Tölvuþekking fólks er misjöfn og nýting rafrænnar þjónustu markast vitanlega af því. Bragi Hauksson segir kannanir sýna að tölvulæsi viðskiptavina TR sé nokkru lakara en gengur og gerist, en starfsfólk stofnunarinnar mun standa þétt við bakið á við- skiptavinum og aðstoða þá. Tím- inn vinni sömuleiðis með þróun- inni „Fyrir nokkrum árum hefði ég helst haft áhyggjur af þeim elstu, en reynsla mín úr starfi hjá rík- isskattstjóra segir mér að eldra fólk tileinkar sér tæknina býsna hratt og þá gjarnan með aðstoð til dæmis barnabarnanna og nú skila 90% landsmanna framtali sínu á netinu. Með vel uppbyggðum þjónustuvef TR með góðu að- gengi fyrir fatlaða verður sömu- leiðis mun auðveldara að gera hlutina rafrænt en á pappír og all- ar leiðbeiningar eru skýrari. Auð- vitað munu alltaf einhverjir vilja koma á afgreiðslustað og því fólki höfum við betri tök og tíma til að sinna þegar þeim fjölgar sem nýta sér hin rafrænu þægindi.“ Rafræn stjórnsýsla í þróun hjá TR Tryggur boðar bragarbót ➤ Öll þjónusta rafræn innanfjögurra ára. ➤ Áhrif aukatekna sjáist strax. ➤ Allar upplýsingar aðgengilegar. FRAMTÍÐINMikil þróunarvinna á sviði rafrænnar stjórn- sýslu og gagnvirkra sam- skipta á sér stað hjá Tryggingastofnun rík- isins. Nýr þjónustuvefur fer í loftið á næstunni. Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is Rafræn Reykjavík er einkasvæði íbúa á vef Reykjavíkurborgar (www.reykjavik.is) þar sem hægt er að sækja um þjónustu borgarinnar. Rafræn Reykjavík hefur verið frá árinu 2004 og er nú í fararbroddi varðandi rafræna stjórnsýslu hér á landi. Á vefsvæðinu Rafræn Reykjavík er hægt að sækja um byggingarleyfi, leikskólapláss, ferðastyrk í gegnum Reykjavík Loftbrú og eignaskiptayfirlýsingu, svo nokkrar umsóknir séu nefndar. Fjórar umsóknanna eru algagn- virkar. Það eru umsóknir um grunnskóla, tónlistarskóla, frí- stundaheimili og sumarstörf hjá Vinnumiðlun ungs fólks. 20.000 manns á mínum síðum Íbúar geta skráð sig inn í Raf- rænu Reykjavík, fyllt út umsókn rafrænt og fylgst með afgreiðslu hennar. Með því að fara inn á „mínar síður“ er hægt að sjá stöðu mála og fylgjast með skilaboðum sem eru send út þegar staða um- sóknar breytist. „Í dag eru rúmlega 20.000 borg- arbúar með aðgang að mínum síð- um og fer ört fjölgandi,“ segir Álf- heiður. „Reynsla af Rafrænni Reykjavík er afar góð og greinilegt að fólk er ánægt með þjónustuna því eftirspurn er eftir aukinni vef- þjónustu sem við munum verða við. Við höfum brennandi áhuga á því að halda áfram að efla og bæta rafræna þjónustu því við skiljum hversu mikið hagræði borgarbúar hafa af því. Allir hagnast á sjálfs- afgreiðslu á vef.“ Sterkur vilji „Viljinn er mikill innan borg- arinnar til að vera í fremstu röð hvað varðar sjálfsafgreiðslu íbúa og við höldum áfram að auka fram- boð á slíkri þjónustu,“ segir Álf- heiður og bætir við að auðvitað séu hindranir í veginum sem þurfi að leysa hið snarasta. „Við lítum á öll þessi vandamál sem tækifæri og ætlum okkur að leysa þau til hags- bóta fyrir alla. Við getum til dæmis nefnt að við eigum enga haldbæra lausn til þegar þörf er á fleiri en einni rafrænni undirskrift. Þá þarf að greiða úr ýmiss konar flækjum er varða tengingar og samstarf við fyrirtæki og stofnanir.“ Mörg spennandi verkefni Álfheiður segir verkefnin ótal- mörg, lítil og stór. „Í haust verður til að mynda opnað fyrir fyr- irtækjaaðgang í Rafrænni Reykja- vík sem þýðir að fyrirtæki geta sótt um þjónustu, greitt reikninga og fylgst með afgreiðslu mála er varða þau. Þá er öll fyrirgreiðsla um frí- stundakortin komin á vefsvæðið auk þess sem borgarbúar geta nálgast upplýsingar um fast- eignagjöld og greitt þau. Þá viljum við auka notkun smáskilaboða í tengslum við ýmiss konar þjón- ustu. Við gerðum tilraun með notkun þeirra á einni þjónustu- miðstöðinni hér í borg þar sem minnt var á tímapantanir. Afföllin minnkuðu við það um 30% sem sýnir hagræðið sem skapast af þjónustunni. Þau verkefni sem hér hafa verið nefnd og önnur sem eru í smíðum munu efla Rafræna Reykjavík enn frekar, íbúar borg- arinnar fá aukinn aðgang að þjón- ustu borgarinnar og finna fyrir því að hún sé skilvirk, á sama tíma eykst hagkvæmni í rekstri borg- arinnar,“ segir Álfheiður. Þrenns konar aðgengi Álfheiður segir að Reykjavík- urborg leggi áherslu á að greiða götu viðskiptavina að þjónustu með þrenns konar aðgengi. Í fyrsta lagi með þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar. Í öðru lagi veitir Símaverið 4 11 11 11 upplýs- ingar og gefur samband við öll svið borgarinnar. Þriðja leiðin að þjón- ustu Reykjavíkurborgar er Rafræna Reykjavík og þar er að finna allar helstu umsóknir um þjónustu. „Að sjálfsögðu erum við í stöðugri framþróun,“ bætir Álfheiður við að lokum. Góð reynsla af Rafrænni Reykjavík Í einum smelli „Sérstaða Rafrænnar Reykjavíkur felst í um- fangi þjónustunnar og sí- aukinni áherslu á sjálf- virkni og sjálfsafgreiðslu,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir hjá Reykjavíkurborg. ➤ Á www.reykjavik.is er mestumferð um vefsvæði mennta- og leikskólasviðs og ÍTR. ➤ Þá er mikil umferð um störf íboði á vegum borgarinnar og nýtt vefsvæði 1, 2 og Reykja- vík er töluvert heimsótt. MEST SKOÐAÐ:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.