24 stundir


24 stundir - 31.05.2008, Qupperneq 4

24 stundir - 31.05.2008, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir Viltu bjarga mannslífum í Reykjavík, New York eða Kampala? Komdu þá í hjúkrunarfræði. Framúrskarandi menntun með mikla atvinnumöguleika. Hjúkrunarfræðideild HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ www.hjukrun.hi.is » Umsóknarfrestur er til 5. júní 2008 » Rafræn umsókn er á www.hjukrun.hi.is » Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarfræðideildar í síma 525 4960 „Við fögnum því að ríkisstjórnin hafi tekið þá ákvörðun að siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyja- hafnar hefjist 1. júlí 2010,“ segir El- liði Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyja, en smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju hefur tafist nokkuð vegna útboðsmála. „Við óttumst auðvitað að þessi seinagangur verði til þess að tíma- setningar standist ekki en við von- um að ríkisstjórnin standi við sitt. Við vitum ekki hversu stórt skip þeir hafa í hyggju, en krafa okkar gerir ráð fyrir 400 farþegum og 68 bílum, sem er þónokkuð minna skip en Herjólfur,“ sagði Elliði. Hann taldi þó ekki að nýtt Grímseyjarferjuklúður væri í upp- siglingu, því vítin væru til þess að varast þau. ts Ríkið mun sjá um smíði Vestmannaeyjaferju Vonast til að tíma- setningar standist Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Sjávarútvegsráðherra hefur ekki lesið það sem stendur í áliti mann- réttindanefndarinnar, eða ekki skilið það,“ segir Örn Snævar Sveinsson stýrimaður, sem ásamt Erlingi Sveini Haraldssyni höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu á þeim forsendum að fiskveiðistjórn- unarkerfið mismuni landsmönn- um. Í ræðu á Alþingi á fimmtudag sagði Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráherra að það væri mat ríkisins að ekki væru forsendur til að greiða áðurnefndum kærendum skaðabætur. Í áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna máls- ins, sem kunngert var í byrjun árs, kemur fram að nefndin telur fisk- veiðistjórnunarkerfið brjóta í bága við sáttmála SÞ. Nefndin álítur að íslenska ríkinu beri að veita þeim Erni og Erlingi fullar bætur og gera viðeigandi breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Örn segir ummæli sjávarútvegs- ráðherra ekki valda sér vonbrigð- um. „Ég bjóst aldrei við miklu frá honum.“ Hann segist eiga eftir að hugsa næst skref. „En það verður eitthvað gert.“ Ekki standa efni til bóta Sjávarútvegsráðherra bendir á að íslensk dómsyfirvöld hafi fjallað um sambærileg mál, svo sem í Vatnseyrarmálinu svokallaða, og komist að niðurstöðu andstæðri þeirri sem mannréttindanefndin komst að. „Þess vegna tel ég að samkvæmt íslenskum landsrétti standi ekki efni til neinna slíkra skaðabóta.“ Í alþingisræðunni sagði sjávar- útvegsráðherra einnig að íslenska ríkið muni huga að áætlun um endurskoðun á íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfinu eða aðlögun í átt að áliti mannréttindanefndarinnar. Slíkt sé þó langtímaverkefni. Sjávarútvegsráðherra segir álit mannréttindanefndarinnar vera af- skaplega óljóst. „Hér er ekki um að ræða dóms- orð sem hægt er að byggja á. Ég legg áherslu á að stigið verði var- lega til jarðar. Þær breytingar sem gerðar verða á fiskveiðistjórnunar- kerfinu eiga að vera þróun en ekki kollsteypa.“ Spurður að því hvort hér kveði ekki við nýjan tón segir hann: „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að skipa skuli nefnd til að fara yfir reynsluna af aflamarks- kerfinu, og ég tel að þessi vinna sé innan þess ramma.“ Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir sjávarút- vegsráðherra verða að skýra orð sín betur og útskýra til hvaða aðgerða verði gripið. Hann segir óvissuna í þessu vera slæma, þar sem málið snerti einstaklinga sem hafi fjárfest fyrir háar upphæðir í veiðiheim- ildum, tækjum og tólum. Sjómennirnir fá ekki bætur  Hugað að breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu, segir ráðherra  Segir ráðherra ekki hafa lesið eða misskilja álit nefndarinnar ➤ Sjávarútvegsráðherra sagði áAlþingi að hugað yrði að áætlun um langtímaend- urskoðun á fiskveiðistjórn- unarkerfinu. ➤ Hann sagði ekki forsendur tilþess að greiða bætur til sjó- mannanna sem álit mannrétt- indnefndar SÞ snerist um. KERFIÐ ENDURSKOÐAÐ 24stundir/Kristinn Að veiðum Mannréttindanefnd SÞ álítur fiskveiðistjórnunarkerfið brjóta gegn sáttmála SÞ. Orlofshúsin í Ölfusborgum austan við Hveragerði eru mjög illa farin eftir jarð- skjálftann á fimmtudag að sögn Kristjáns Finnssonar, forstöðumanns Ölfusborga. „Það er allt lauslegt í rúst inni í bústöðunum og svo fóru náttúrlega í sundur vatnsleiðslur,“ segir hann. Kristján segir ekki komið í ljós hvort vatnstjón hefur orðið í bústöðunum þar sem hann hafi lokað fyrir vatn inn í hverfið við skjálftann til að koma í veg fyrir skemmdir. „En þetta er alveg feiki- legt tjón. Þjónustuhúsin eru mjög mikið skemmd og hérna niður frá þar sem er íbúð fyrir fatlaða eru alveg rosalegar skemmdir. Við höfum grun um að frárennsli og slíkt sé líka illa farið. Flestir voru úti við þeg- ar skjálftinn varð en fátt var í húsunum. aak Leiðslur líklega illa farnar Hópur fólks kom saman við Ráð- herrabústaðinn um hádegi í gær til þess að mótmæla komu Condoleezzu Rice hingað til lands. Á Austurvelli mótmæltu svo Samtök hernaðarandstæðinga pyntingum Bandaríkjahers. Þau stóðu fyrir því sem þau köll- uðu sýnikennslu með vatns- pyntingabekk og buðu Condo- leezzu Rice sérstaklega velkomna til að kynna sér eðli þessarar um- deildu píningaraðferðar. aak Buðust til að pynta Rice „Venjulega eru klefarnir lokaðir klukkan 10 en þeir voru hafðir opnir í nótt og í staðinn var aukin gæsla, þeim fannst það ákveðið öryggi,“ segir Mar- grét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni, en fang- elsið var rýmt um tíma vegna jarð- skjálftans á fimmtudag. Hún segir starfsmenn hafa staðið sig mjög vel enda margir kallaðir út sem ekki áttu að vera á vakt. „Þeir komu jafnvel þótt þeir væru að fara frá heimilum þar sem allt var í rúst. Fangarnir voru sem einn maður og það komu engin vandamál upp,“ segir hún. aak Klefarnir hafðir opnir yfir nóttina Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu verð á Finish Powerball 5 in 1 uppþvottatöflum (30 stk.). Verðmunur er 37,9% sem er 409 króna munur á hæsta og lægsta verði. Lægsta verðið var í Hagkaup og það hæsta í 10-11. Vert er að taka það fram að könnunin er ekki tæmandi. Óheimilt er að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 38% munur á þvottatöflum Jóhannes Gunnarsson NEYTENDAVAKTIN Finish Powerball-uppþvottatöflur (30 stk.) Verslun Verð Verðmunur Hagkaup 1.080 Spar Bæjarlind 1.145 6,0 % Krónan 1.149 6,4 % Fjarðarkaup 1.190 10,2 % Melabúðin 1.198 10,9 % 10-11 1.489 37,9 %
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.