24 stundir - 31.05.2008, Page 8
8 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir
Taflhúsið á Hólmavík
Rifið vegna
vegaviðgerðar
Sveitarstjórn Strandabyggðar
hefur ákveðið að rífa Taflhúsið
á Hólmavík, fimmtíu ára gam-
alt hús sem sumir telja fyrsta
húsið sem byggt er gagngert
til að tefla í. Hefur húsið stað-
ið ónotað síðustu ár og hefði
þurft að rífa það fljótlega
vegna viðgerða á Bröttugötu,
sem það stendur við, að sögn
Ásdísar Leifsdóttur sveit-
arstjóra. Vonast hún til þess
að búið verði að rífa húsið fyr-
ir hamingjudagana, sem eru í
júnílok. þkþ
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
„Það er mikið réttlætis- og sann-
girnismál að hjálpa einhleypum
konum sem ekki geta eignast
barn,“ segir Guðmundur Arason
kvensjúkdómalæknir.
Hann fagnar því að á síðasta degi
fyrir sumarfrí Alþingis var sam-
þykkt frumvarp Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar heilbrigðisráðherra,
sem meðal annars felur í sér að ein-
hleypum konum verður heimilt að
gangast undir tæknifrjóvgun.
Fá tæknifrjóvgun erlendis
Guðmundur segist hafa þurft að
neita mörgum einhleypum konum
um tæknifrjóvgun. „Þær hafa
margar hverjar farið til útlanda og
fengið þar meðferð,“ segir Guð-
mundur, en samkvæmt t.d. finnsk-
um og dönskum lögum mega ein-
hleypar konur gangast undir
tæknifrjóvgun. „Þess vegna er auð-
vitað sorglegt að geta ekki með-
höndlað þær nær heimilum sín-
um.“
Í athugasemdum við frumvarpið
segir að ljóst sé að miklar breyt-
ingar hafi orðið á fjölskyldu-
mynstri á undanförnum áratugum
og einstæðum foreldrum fjölgað
mjög. „Samfara fjölgun einstæðra
foreldra og jafnari stöðu kynjanna
má almennt segja að sátt hafi skap-
ast um þetta fjöldskylduform í
þjóðfélaginu. Er eðlilegt að litið sé
til þessa þegar lagt er mat á það
hvort rétt sé að heimila einhleyp-
um konum að gangast undir
tæknifrjóvgunarmeðferð.“
Mega staðfesta samvist
Meðal annarra af fjölmörgum
frumvörpum sem samþykkt voru á
síðasta degi þingsins má nefna
frumvarp forsætisráðherra um
breytingar á lögum um staðfesta
samvist. Breytingin hefur í för með
sér að trúfélögum er veitt heimild
til að staðfesta samvist samkyn-
hneigðra.
Frosti Jónsson, formaður Sam-
takanna ’78, segir breytinguna vera
skref í rétta átt. „Við áttum von á
að þetta yrði samþykkt núna og
teljum þetta vera skref í þá átt að
sameina hjúskaparlöggjöfina í
eina.“
Hefur mikla þýðingu
Hann segir um réttlætismál vera
að ræða, sem hafi mikla þýðingu
fyrir mörg samkynhneigð pör.
Í athugasemdum með frumvarpi
forsætisráðherra er bent á að á
kirkjuþingi á síðasta ári var sam-
þykkt ályktun þess efnis að kirkju-
þing styðji að prestum þjóðkirkj-
unnar verði heimilt að staðfesta
samvist, verði lögum breytt í þá átt.
„Samkvæmt því hefur náðst sátt
innan þjóðkirkjunnar og því betri
forsendur til að lögfesta heimild
þessa,“ segir þar ennfremur.
Áréttað er í frumvarpinu að ekki
sé um skyldu að ræða, heldur beri
að virða frelsi presta og forstöðu-
manna trúfélaga til að ákveða hvort
þeir staðfesta samvist.
„Réttlætismál“ sam-
þykkt á síðasta degi
Einhleypar konur geta gengist undir tæknifrjóvgun, samkvæmt nýsamþykktu frum-
varpi á Alþingi Trúfélögum veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra
➤ Alþingi samþykkti á síðastadegi þingsins breytingar sem
heimila einhleypum konum
að gangast undir tækni-
frjóvgun.
➤ Einnig var samþykkt breytingsem felur í sér að trúfélögum
er veitt heimild til að stað-
festa samvist samkyn-
hneigðra.
BREYTINGARNAR
24stundir/Brynjar Gauti
Í frí Alþingi samþykkti fjölmörg frumvörp á síðasta degi fyrir sumarfrí.
Björgunarfélag Ísafjarðar vígir
nýjan björgunarbát sinn í dag
þegar Ísfirðingar halda upp á
sjómannadaginn.
Báturinn kemur frá Bretlandi
og er smíðaður 1992. Fær hann
sama nafn og forverinn, Gunn-
ar Friðriksson.
„Þetta er nýrri bátur, kraft-
meiri og að öllu leyti betri,“
segir Guðmundur Þór Ki-
stjánsson, umsjónarmaður
björgunarbáta félagsins. Ýmis
björgunarverkefni bíða bátsins
enda sinnti gamli báturinn að
meðaltali einu útkalli á mán-
uði, að sögn Guðmundar. þkþ
Nýrri bátur