24 stundir - 31.05.2008, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir
Lyf skipta sköpum!
„Heilbrigð efri ár -
mikilvægt hagsmunamál!“
„Miklar breytingar hafa átt sér stað á almennri lýðheilsu Íslendinga síðustu
áratugi. Ber þá ekki síst að þakka eftirliti með hjarta- og æðasjúkdómum,
m.a. með mælingum á blóðþrýstingi og blóðfitu og viðeigandi með-
ferðarúrræðum. Aukin þekking, almenn heilsuefling og það að fylgst er
mun fyrr með almennu heilsufari fólks, hefur leitt til þess að hægt hefur
verið að koma í veg fyrir eða seinka ýmsum alvarlegum áföllum.
Slíkar forvarnir stuðla ekki einungis að auknu heilbrigði á efri árum
heldur einnig meiri lífsgæðum. Meiri þekking, árvekni og fjölbreytilegar
meðferðarlausnir gera okkur því kleift að horfa björtum augum til langrar
framtíðar án óþarfa kvilla og verkja.“
Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarfræðingur.
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
Myndir hafa náðst af alveg ein-
angruðum ættbálki indíána í frum-
skógum Amazon í Brasilíu, nærri
landamærunum að Perú. Fulltrúar
brasilískra yfirvalda náðu myndun-
um á flugi yfir Acre-hérað, að sögn
til að sanna tilvist ættbálksins svo
að hægt verði að vernda land hans.
Á myndunum sjást meðal ann-
ars menn málaðir með appelsínu-
gulum lit sem beina vopnum sín-
um að flugvélinni, þaðan sem
myndirnar voru teknar.
Einangraðir
Ættbálkurinn er meðal þeirra
síðustu á jörðinni sem hafa ekki átt
í neinum samskiptum við um-
heiminn. Talið er að helminginn af
þeim um hundrað ættbálkum sem
lifa einangraðir frá heiminum sé að
finna á þessum slóðum, það er í
frumskógum Brasilíu og Perú.
„Hætta er á að allir þessir ætt-
bálkar verði reknir af landi sínu,
drepnir eða deyi út vegna sjúk-
dóma,“ segir Stephen Corry, for-
maður Survival International,
samtaka sem berjast fyrir rétti ein-
angraðra ættbálka. Verði land
þeirra ekki verndað muni hópar
sem þessir brátt líða undir lok.
Hætta á átökum
Jose Meirelles, talsmaður yfir-
valda, segir að þessi ættbálkur búi í
sex litlum og nálægum samfélög-
um, hvert með um fimm kofa.
Á vef Telegraph segir að einangr-
aðir ættbálkar í Perú eigi nú veru-
lega undir högg að sækja vegna
ólöglegs skógarhöggs og að þeir
neyðist til að flytja heimkynni sín
yfir til Brasilíu. Margir óttast að
flutningarnar komi til með að leiða
til innbyrðis átaka komist ættbálk-
arnir í tæri hverjir við aðra.
Fulltrúar brasilískra yfirvalda flugu yfir frumskóga Amazon til að sanna tilvist ættbálks
Náðu myndum af einangruðum ættbálki indíána
➤ Myndirnar voru teknar á flugiyfir svæðið um síðustu mán-
aðamót.
➤ Brasilísk yfirvöld hafa fundiðfjóra einangraða ættbálka í
Amazon síðustu 20 árin.
ÆTTBÁLKAR
Einangraðir Fólkið
beindi vopnum sínum að
flugvélinni sem flaug yfir
kofa þess.
Stjórnandi byggingarkrana lést
og tveir slösuðust er krani féll af
þaki húss á Manhattan í New York í
gær.
Kraninn rakst á hús hinum meg-
in við götuna og olli miklum
skemmdum eftir að hafa fallið
margar hæðir til jarðar. Slysið varð
á horni 91. þvergötu og fyrsta
breiðstrætis í hinu fína Upper East
Side hverfi borgarinnar.
Þetta er annar kraninn sem veld-
ur manntjóni á árinu en sjö manns
létust og fimm byggingar skemmd-
ust mikið þegar krani hrundi á
svipuðum slóðum í mars síðast-
liðnum. Formaður byggingarsviðs
New York-borgar sagði af sér í kjöl-
farið vegna tíðra slysa við bygging-
arframkvæmdir í borginni. aí
Manntjón í New York
Byggingarkrani féll
Mótmæli gegn háu eldsneytis-
verði hafa breiðst út til fleiri landa í
álfunni og hafa fleiri þúsundir sjó-
manna nú lagt niður vinnu. Mót-
mæli spænskra sjómanna leiddu til
þess að allur sjávarútvegurinn lá
niðri í gær.
Franskir sjómenn hafa staðið
fyrir mótmælum svo vikum skiptir
og hafa starfsbræður þeirra í
Portúgal, Belgíu og Ítalíu slegist í
hópinn að undanförnu. Auk þess
hafa vörubílstjórar í Bretlandi og
Hollandi mótmælt hækkandi elds-
neytisverði með því að trufla um-
ferð.
Verkalýðsfélög segja hið háa ol-
íuverð nú standa viðskiptum fyrir
þrifum, en verð á hráolíu hefur
þrefaldast á síðustu fimm árum.
Sjómenn hafa víða lokað höfn-
um með bátum sínum og lokað
vegum að olíubirgðastöðvum.
Í Frakklandi hafa yfirvöld boðið
sjómönnum 100 milljónir evra í
styrk og hefur nokkur fjöldi þeirra
snúið aftur til sjós. atlii@24stundir.is
Evrópubúar óánægðir með hátt olíuverð
Mótmæli breiðast út
Hæstiréttur í Texas-ríki í
Bandaríkjunum hefur úr-
skurðað að börnum, sem voru
fjarlægð af búgarði sér-
trúarsafnaðar í apríl, skuli
skilað aftur til foreldra sinna.
Rétturinn taldi barnavernd-
aryfirvöld hafa farið út fyrir
sín lagalegu mörk þegar þau
tóku börnin, og að ekki væri
hægt að sanna að börnin 460
hafi verið í hættu.
Börnin voru fjarlægð vegna
gruns um að stúlkur undir
lögaldri væru neyddar til sam-
ræðis og hjónabands. mbl.is
Söfnuðurinn í Texas
Börn verði af-
hent foreldrum
Kínversk yfirvöld hafa fyr-
irskipað 1,3 milljónum manna
að yfirgefa svæði nærri stífl-
um af ótta við að þær bresti.
Sérstaklega er fylgst með þró-
um mála við Tangjiashan þar
sem stórt stöðuvatn mynd-
aðist eftir aurskriður. aí
Skjálftasvæðin í Kína
1,3 milljónir
fluttar á brott