24 stundir - 31.05.2008, Page 20
20 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir
Geir H. Haarde forsætisráðherra og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík-
isráðherra komu á Selfoss um miðjan
dag í gær. Þar sátu þau fund með al-
mannavarnarnefnd og öðrum sem hafa
tekið þátt í hjálparstarfi á Suðurlandi.
Geir sagði ljóst að mikið tjón hefði
orðið í skjálftanum. „Hér hefur verið
unnið þrekvirki í hjálparstarfi. Við-
lagatryggingasjóður mun nú fara af
stað með hraði til að bæta fólki tjón.“
Ingibjörg tók í sama streng og sagði
mikla mildi að ekki skyldu verða al-
varleg meiðsli á fólki. „Þetta hefur ver-
ið gríðarsterkur skjálfti og mikið tjón
orðið. Fólki hér á svæðinu verður
komið til aðstoðar og allir eru tilbúnir
til þess, bæði ríkisstjórnin, sveit-
arfélögin og viðlagatrygging og allir
þeir sem koma að þessum málum.“
Farsímakerfi voru óvirk meira og
minna í fyrradag og ljóst að þau stóð-
ust alls ekki álagið sem varð. Geir
sagði ljóst að ríkisstjórnin myndi fara
yfir þau mál. „Tetra-fjarskiptakerfið
fór ekki úr sambandi og það verður
tryggt að heilbrigðisstofnanir komist
inn á það kerfi. Það er mjög mik-
ilvægt.“
freyr@24stundir.is
Forsætisráðherra og utanríkisráherra komu á vettvang skjálftans
Þrekvirki unnið í hjálparstafi
24 stundir/Frikki
24stundir/Frikki
Fallinn Þetta auglýsingaskilti í útjaðri Selfoss var illskiljanlegt í gær enda
hafði helmingur þess fallið til jarðar í jarðskjálftanum.
Á vettvangi Ráðherrarnir komu á fund almannavarnarnefndar á lögreglustöðinni á Selfossi í gærdag. Þar voru þeir fræddir um
stöðu mála á svæðinu. Þeir upplýstu jafnframt um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar til hjálpar íbúum á Suðurlandi.
„Ég var stálheppinn að stórslas-
ast ekki. Hér inni voru svona fimm
manns og það er eiginlega krafta-
verk að enginn skyldi slasast,“ segir
Sævar Pétursson, verslunarstjóri í
Vínbúðinni í Hveragerði.
Eins og skriða færi af stað
„Við bara rétt sluppum út. Þetta
var ótrúlega snarpur skjálfti og mér
fannst hann líka standa lengi yfir.
Ég var að raða hér upp í hillur og
það var eins og það færi skriða af
stað. Ef mér hefði skrikað fótur
hefði ég hreinlega grafist undir
flöskunum og þá er bara alveg óvíst
hvar ég væri í dag.“
Aðkoman í Vínbúðinni var
verulega ljót í gærmorgun og mikið
verk var framundan hjá starfs-
mönnum. Meðan blaðamaður 24
stunda staldraði við í versluninni
kom snarpur eftirskjálfti og mátti
heyra gler brotna þegar vínflöskur
ultu úr hillum.
Sævar, sem er búsettur á Stokks-
eyri, dvaldi í Reykjavík í nótt með
syni sínum. „Ég vildi ekki taka
neina áhættu.“ freyr@24stundir.is
Verslunarstjóri Vínbúðarinnar í Hveragerði átti fótum fjör að launa
Stálheppinn að stórslasast ekki
24 stundir/Frikki
Skriða Allt var á tjá og tundri í Vínbúðinni í Hveragerði í gær.
SKJÁLFTINN
frettir@24stundir.is