24 stundir - 31.05.2008, Side 28

24 stundir - 31.05.2008, Side 28
28 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Ég lít upp til svona hundrað persóna. Það eru yfirleitt hinir og þessir þættir sem ég dáist að og reyni að læra af þeim kostum sem þetta fólk hefur. Hver er þín fyrsta minning? Mín fyrsta minning er þegar ég er inni í stofu með kókflösku sem hljóð- nema að syngja Sókrates. Ég rúllaði upp textanum 18 mánaða dansandi á stofugólfinu Hver eru helstu vonbrigðin hingað til? Ég hef sem betur fer ekki upplifað nein stórkostleg vonbrigði. Það er mun algengara að ég eigi dag þar sem öll vonbrigðin sameinast. Hvað í samfélaginu gerir þig dapr- an? Ég hugsa að við lifum í frekar góðu samfélagi og ættum frekar að reyna að vera jákvæð en döpur yfir þáttum þess. Það hefur allt sína kosti og galla en kostirnir við íslenskt samfélag miðað við mörg önnur eru klárlega margir. Leiðinlegasta vinnan? Ég vann einu sinni eitt sumar í Krónunni. Hillurnar þar hafa aldrei verið jafnfullar en ég var ekki samur maður eftir það sumar. Uppáhaldsbókin þín? Ilmurinn – saga af morðingja. Njála er líka mjög góð, allavega glósurnar úr henni. Hvað eldarðu hversdags, ertu góð- ur kokkur? Ég eldaði síðast í matreiðslu í 8. bekk. Þá hnoðaði ég pitsudeig sem endaði fast í loftinu á matreiðslustof- unni. Sjálfur endaði ég á kennarastof- unni. Ég hugsa að ég sé samt fínn kokk- ur. Mamma eldar toppmat og ég er nú einu sinni sonur hennar. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Ef James Dean væri á lífi myndi hann eflaust hafa fengið hlutverkið en það er á hreinu að Robert De Niro myndi leika Víði Leifsson vin minn. Að frátalinni húseign, hvað er það dýrasta sem þú hefur fest kaup á? WW Golf. Ég klessti hann stuttu síð- ar enda hef ég aldrei verið lunkinn við stýrið. Ég held að ég fikti of mikið í út- varpinu. Mesta skammarstrikið? Það voru nokkur góð tekin í síðustu knattspyrnuferð mfl. Selfoss. Gunnar Borgþórsson heitir arkitektinn, ég framkvæmdi þau. Stóra fiskamálið og ,,hvar er klukkan“ voru þau umdeild- ustu ásamt stóra reykelsismálinu. Hvað er hamingja að þínu mati? Hamingjan er leitin að hamingjunni. Hvaða galla hefurðu? Rauðan Pumagalla. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfileikum, hverjir væru þeir? Ég gæti séð fyrir öll úrslit í komandi kappleikjum. Hvernig tilfinning er ástin? Það er frekar einhver ástfanginn sem getur svarað því. Hvað grætir þig? Ég græt ekki. Ég er úr stáli. Hefurðu einhvern tímann lent í lífshættu? Nei aldrei. 7-9-13. Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Ég hugsa að það sé gítarinn minn. Þegar ég keypti mér nýjan leið mér eins og ég væri að hætta með kærustunni minni. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Ég sit og hugsa, borða, fer í sund, spila lag á gítarinn minn. Annars líður mér oftast vel en ef mér líður illa er voða erfitt að breyta því. Hverjir eru styrkleikar þínir? Ég er grannur með krullur. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítill? Löggiltur endurskoðandi. Er gott að búa á Íslandi? Það fer eftir viðmiðinu. Sennilega finnst Íslendingum það best þó svo að einhverjum í Angóla fyndist það ekkert spes þrátt fyrir að hér sé meiri velmeg- un. Það finnst örugglega öllum best að búa nálægt þeim stað það sem þeir ól- ust upp eða í svipuðu umhverfi. Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi einhvers? Nei, aldrei. Ég fékk samt 9 í björg- unarsundi í 10. bekk. Ég hef beðið eftir því að það próf komi að góðum not- um. Hvert er draumastarfið? Að vera frjáls og geta ráðið mér sjálf- ur. Starfið mitt í dag hentar mér virki- lega vel. Hvað ertu að gera núna? Ég er að borða Cheerios, læra undir próf í opinberri stjórnsýslu, senda sms og hugsa um daginn og veginn. 24spurningar Ingólfur Þórarinsson Ingó sló rækilega í gegn þegar hann keppti í Idol stjörnuleit um árið en lítið hafði heyrst til hans síðan. Nú hefur hann snúið aftur hressari en nokkru sinni með sumarsmellinn Baha- mas þar sem hann syngur um ungan mann sem ákveður að lækna brostið hjarta með ferð til Bahama- eyja. Ingó er nú meðlimur í hljómsveitinni Veðurguð- unum en þeir félagar eiga heiðurinn af laginu sem óm- ar nú í hvert sinn sem kveikt er á útvarpstækinu. Við vonum að veðurguð- irnir verði okkur hliðhollir í sumar. a Ég hugsa að við lifum í frekar góðu samfélagi og ættum frekar að reyna að vera jákvæð en döpur yf- ir þáttum þess. Það hefur allt sína kosti og galla en kostirnir við íslenskt sam- félag miðað við mörg önnur eru klárlega margir. 24stundir/Kristinn Ingvarsson Efnalaugin Björg Áratuga reynsla og þekking - í þína þágu .....alltaf í leiðinni Opið: mán-fim 8:00-18:00 • fös 8:00-19:00 • laugardaga 10:00-13:00

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.