24 stundir - 31.05.2008, Side 30
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008ATVINNA30 stundir
Auglýsingasíminn er
510 3728 og 510 3726
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Starfsmannasvið,
Álfabakka 16, 109 Reykjavík www.heilsugaeslan.is
Reykjavík 1. júní 2008.
Hjúkrunarfræðingur við Heilsugæsluna Seltjarnarnesi
Leitað er að hjúkrunarfræðingi til starfa á Heilsugæsluna Seltjarnarnesi. Um er að ræða starf hjúkrunarfræðings þar sem
starfssviðið er m.a. í ung- og smábarnavernd, skólaheilsugæslu, heilsuvernd eldri borgara og almennri móttöku. Viðkomandi
þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall getur verið samkomulagsatriði. Æskilegt er
að umsækjendur hafi sérfræðimenntun í heilsugæsluhjúkrun eða búi yfir góðri reynslu í hjúkrun.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til starfsmannasviðs
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík, fyrir 16. júní 2008.
Ljósmóðir við Heilsugæsluna Miðbæ
Ljósmóðir óskast til starfa við Heilsugæsluna Miðbæ sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 90% starf
sem skiptist í mæðravernd og ungbarnavernd. Leitað er eftir ljósmóður sem hefur einnig lokið hjúkrunarfræðimenntun
og býr yfir klíniskri reynslu. Krafist er sjálfstæðra vinnubragða.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
auglýsir laus störf:
Nánari upplýsingar um stöðurnar veitir Emilía P. Jóhannsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Heilsugæslunnar Seltjarnarnesi í síma
561-2070 eða netfangi:emilia.p.johannsdottir@seltj.hg.is.
Ljósmóðir við Heilsugæsluna Seltjarnarnesi
Ljósmóðir óskast til starfa við Heilsugæsluna Seltjarnarnesi sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða starf
við mæðravernd og foreldrafræðslu. Leitað er eftir ljósmóður sem hefur einnig lokið hjúkrunarfræðimenntun og býr yfir
klíniskri reynslu. Krafist er sjálfstæðra vinnubragða.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Magnúsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Heilsugæslunnar Miðbæ í síma 525-2600 eða á
netfangi: margret.magnusdottir@mid.hg.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.
Mýrdalshreppur er um 500 manna sveitarfélag. Í Vík er öll almenn þjónusta svo sem grunn- leik- og tónskóli, heilsugæsla, dvalar- og hjúkrunarheimili,
íþróttahús og sundlaug. Mikil áhersla er lögð á æskulýðs- og íþróttamál.
Náttúrufegurð er rómuð í Vík og nágrenni og margir möguleikar til útivistar.
Vík er í um 2 klst. fjarlægð frá Reykjavík og samgöngur eru greiðar árið um kring.
Ferðaþjónusta er öflug og vaxandi í sveitarfélaginu og fjölbreyttir möguleikar eru fyrir fólk með ferskar hugmyndir.
Sveitarfélagið og stofnanir þess eru þátttakendur í verkefni Lýðheilsustöðvar Allt hefur áhrif einkum við sjálf og umhverfisverkefninu Green Globe 21.
Tónskólakennari - organisti
Kennara vantar að Tónskóla Mýrdælinga og organista að Víkur- og Skeiðflatarkirkjum.
Æskilegar kennslugreinar eru píanó, blásturshljóðfæri og tónfræði.
Nánari upplýsingar veita:
Kristinn Níelsson skólastjóri s:487 1485, ton_vik@ismennt.is
Sveinn Pálsson sveitarstjóri s: 487 1210, sveitarstjori@vik.is
Helga Halldórsdóttir, form. sóknarnefndar s: 487 1210, helga.halldorsdottir@vik.is
Umsóknarfrestur er til 13. júní
Grunnskólakennarar
Við Grunnskóla Mýrdalshrepps eru lausar til umsóknar tvær stöður umsjónarkennara.
• Umsjónarkennari fyrir 7.-8. bekk. Æskilegar kennslugreinar, stærðfræði, náttúrufræði og íslenska
• Umsjónarkennari fyrir 9.-10. bekk. Æskilegar kennslugreinar stærðfræði og náttúrufræði
Aðrar kennslugreinar eða námshópar koma til greina.
Nánari upplýsingar veitir: Kolbrún Hjörleifsdóttir skólastjóri s: 866 7580, 895 3936,
kolbrun@ismennt.is
Umsóknarfrestur er til 13. júní
Grunnskóli Mýrdalshrepps er
fámennur samkennsluskóli.
Við skólann starfar öflugur og
samhentur hópur starfsfólks
sem tekur nýju starfsfólki
fagnandi.
http://gsm.ismennt.is
Mýrdalshreppur
www.vik.is
Leikskólastjóri
Staða leikskólastjóra við leikskólann Suður-Vík er laus til umsóknar.
Nánari upplýsingar veita:
Sveinn Pálsson sveitarstjóri s: 487 1210, sveitarstjori@vik.is
Björgvin Jóhannesson form. fræðslunefndar s: 861 2299
Umsóknarfrestur er til 13. júní
Vík í Mýrdal - fjölskylduvænt samfélag í fallegu umhverfi Jákvæð samskipti
á vinnustað eru
lykilatriði
Flest verjum við stærstum hluta dagsins á
vinnustaðnum. Hefðbundinn vinnudagur er átta
klukkustunda langur og flestir fara að sofa 5-6
klukkustundum eftir að heim er komið. Það er því
augljóslega mikilvægt að við séum ánægð í vinnunni.
Góð samskipti á milli undirmanna og yfirmanna eru
lykilatriði ef samstarfið á að ganga vel. Það kann til
dæmis ekki góðri lukku að stýra ef undirmaður óttast
yfirmanninn og telur sig ekki geta leitað til hans ef
eitthvað er óskýrt eða jafnvel með öllu óskiljanlegt.
Slíkt mun óhjákvæmilega leiða til þess að
starfsmaðurinn skilar verki sem ekki uppfyllir kröfur
yfirmannsins. Þetta mætti að sjálfsögðu forðast ef
yfirmaðurinn sæi sér fært að fræða starfsmanninn
nægilega í upphafi og benda honum nákvæmlega
á til hvers er ætlast af honum. Óttaslegni
starfsmaðurinn þarf þá líklega ekki að leita jafnoft til
yfirmannsins. Verstu mögulegu starfsaðstæðurnar
eru þegar undirmaður vinnur með yfirmanni sem
veitir hvorki fræðslu né tækifæri til þess að nálgast
hann með spurningar. Þá getur það orðið óbærileg
kvöl fyrir starfsmanninn að mæta í vinnuna og næsta
víst að verkefni hans munu bera þess skýr merki.
Erfitt getur verið að leysa þetta mál en starfsmaður
getur til dæmis prófað að leita til einhvers sem er
hærra settur en sá sem erfiðleikunum veldur. Ef slíkt
er ekki í boði og starfsmaður telur sig ekki geta leitað
lausna gæti verið kominn tími til að leita að öðru
starfi.