24 stundir - 31.05.2008, Page 39

24 stundir - 31.05.2008, Page 39
24stundir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 39 og það er nóg. En þetta er ekki fyrirsögn!“ segir hann hlæjandi. „Þetta gæti nú samt orðið helvíti góð fyrirsögn,“ bætir hann svo við. Hvernig sérðu framtíð Íslensku óperunnar fyrir þér? „Íslenska óperan er ennþá í mótun og þróun. Það er kominn nýr óperustjóri, Stefán Baldurs- son, sem er vanur leikhúsmaður og ég er viss um að hann á eftir að gera þetta að fínu leikhúsi. Óperan er fyrst og fremst leikhús með músík. Ég held að framtíð Óperunnar sé mjög björt. Svo er von á sérstaklega smíðuðu óp- eruhúsi í Kópavogi. Forsendan fyrir því að óperan hefur lifað í öll þessi ár var sú að óperan átti sér heimili.“ Situr þú á fremsta bekk á frum- sýningum? „Já, já! Mér er alltaf boðið á frumsýningar.“ „Eflaust er ég frekur“ Garðar ólst upp í Reykjavík og á unglingsárum var hann sendur í Hlíðardalsskóla sem var rekinn af aðventistum. Það átti eftir að reynast honum heilladrjúgt. „Mömmu og pabba var ráðlagt að senda mig í Hlíðardalsskóla. Ég þótti stefna hraðbyri í að verða hálfgerður vandræðaunglingur, þótt þeim hafi auðvitað ekki fundist það. Ég var bara svona mótorhjólagæi í leðurjakka! En ég fór í Hlíðardalsskóla og fékk þá áhuga á trúmálum. Hlutirnir þró- uðust upp frá því og fjölskyldan mín varð hluti af þeirri kirkju.“ Í Aðventistasöfnuðinum eru um 400 manns og hefur hann verið hér á landi í 100 ár. Er trúin stór hluti af tilverunni hjá ykkur? „Ekki mjög. Já og nei. Kannski stærri en gengur og gerist, ég veit það ekki. Við treystum á almætt- ið, biðjum um hjálp, felum okkur Guði á morgnana og þökkum svo fyrir, vonandi, þegar vel gengur. Ég held við séum ekkert óeðlilegri en aðrir.“ Hvernig mótar trúin líf þitt? „Ég held ekki að hún móti það mikið. Músíkin mótar mig. Það hvert músíkin stefnir og hvert ég beini mér með hana. Ég er minn- ar gæfu smiður en trúi því að mér sé beint í réttar áttir. Ég hefði get- að farið þá leið að verða bara söngvari en ákvað einhverra hluta vegna að búa líka til skóla til að kenna öðrum að verða söngvarar. Sama á við um Óperuna. Allt í einu var ég á réttum stað á réttum tíma og þá varð Íslenska óperan til.“ Hvenær hættirðu að syngja og fórst meira út í stjórnun? „Ég hætti að syngja sem at- vinnusöngvari fyrir tíu árum. Ef gamlir atvinnusöngvarar hætta ekki að syngja af sjálfsdáðum þá er skrattinn laus! Ég hætti vegna þess að mér fannst ég ekki geta verið alvöru söngvari lengur. Ég get samt alveg sungið. Syng ekkert illa, skilurðu,“ segir hann og kím- ir. Var sárt að hætta? „Nei, ég var svo heppinn að ég tók varla eftir því. Ég var að fást við svo margt annað í músík á þeim tíma. En ef ég yrði að hætta að stjórna … það fyndist mér leiðinlegt. Ég er með besta kór sem hægt er að hugsa sér, Óp- erukórinn, sem er búinn að þola mig í öll þessi ár. Það er ótrúlega góður og vel syngjandi hópur.“ Þú segir að kórinn hafi „þolað þig“ í öll þessi ár. Er það erfitt? „Ég veit það ekki. Ég hugsa að ég sé ekki allra. Um helgina var ég að þræla út hópi söngfólks og eft- ir æfinguna kom til mín kona og sagði við mig: „Ég hélt að þú vær- ir svo ofboðslega frekur.“ Þá hafði hún haft einhverjar fyrirfram mótaðar hugmyndir um mig sem mann eða stjórnanda og var svona hissa á því að ég væri ekk- ert svo frekur eftir allt saman! Ef- laust er ég frekur. Sé frekjan ósjálfráð er maður óagaður. En ef a „Eflaust er ég frekur. Sé frekj- an ósjálfráð er maður óagaður. En ef maður er frekur af því að það þarf að ná einhverju fram þá er það tamin og öguð frekja.“ 24stundir/Kristinn Ingvarsson HELGARVIÐTALIÐ Eftir Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur heiddis@24stundir.is

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.