Eintak - 16.06.1994, Síða 10
Dian Valur Dentchev
„Likamsstarfssemi min verður hægari
með hverjum deginum en það hefur
ekki áhrif á mig tilfinningalega.
Ég mun berjast fyrir rétti sonar
míns á meðan ég dreg andann. “
Dagbók hungur-
verkfallsmanns
„Dían var Mel
domsmálaráð
Efhann væri geðveikur hefði það sannarlega verið notað gegn honum.
9. júní Tuttugsti og ní-
undidagur
I dag var fallegur og sólríkur dag-
ur. Sumarið er sá árstími sem feg-
urð landsins nýtur sín best. Ég not-
aði daginn til að vinna að bréfa-
skriftum og notaði síðustu kraftana
til að ganga niður á Laugaveg og
kaupa gjafir handa vinum mínum
og nágrönnum. Það tekur langan
tíma að byggja upp vináttu en að-
eins sekúndubrot að slíta vinskap.
Ég er því þeirrar skoðunar að rækta
beri vináttuna eins vel og okkur er
unnt. Þetta var ánægjuleg inn-
kaupaferð þrátt fyrir að ég færi
hægt yfir og þyrfti oft að hvíla mig.
Ég skil ég ekki af hverju ég fæ engin
svör frá dómsmálaráðuneytinu því
embættismenn þess hafa fengið frá
mér fjölda bréfa á meðan ég hef
verið í hungurverkfallinu og örugg-
lega lesið um það í blöðunum. Það
sýnir einungis sekt þeirra og hvaða
virðingu ráðuneytið ber fyrir
mannréttindum.
10. júní
Þrítugasti dagur
Ég fór niður á pósthús og sendi
síðasta bréfið mitt til Búlgaríu. Ég
færði vinum minum sem voru að
gifta sig brúðkaupsgjöf en þau eru
virkilega yndislegt fólk og kannski
það besta sem ég hef hitt fýrir á Is-
landi. Þau hafa sýnt mér allan þann
stuðning sem þau hafa getað og
hjálpað mér á margvíslegan hátt.
Mig hryggir að ég get ekki staðið
uppréttur við giftinguna þeirra, en
ég lít á giftingar sem einn af falleg-
ustu og ábyrgustu atburðum lífsins.
Það sem eftir lifði dags var ég rúm-
fastur því mér reynist sífellt erfiðara
að hreyfa mig. Ég held áfram að
léttast og er kominn niður í 51 kg og
líkaminn er orðinn uppþornaður.
Varir mínar eru farnar að sogast
inn og það er jafnvel orðið erfitt að
tala. Sonur minn er stöðugt í huga
mér og minningarnar um samvistir
okkar streyma um hugann. Hjarta
mitt er þrungið reiði vegna þess ór-
étlætis sem við höfum verið beittir
og þögn þeirra sem bera ábyrgðina
er einfaldlega ótrúleg. Ég tek samt
þá áhættu að halda áfram hungur-
verkfallinu og vona að sonur minn
muni skilja þegar fram í sækir hvað
ég var að reyna að gera með þessari
mótmælaaðgerð.
11. júní Þrítugasti og
fyrsti dagur
I dag hélt ég mig innandyra og
eyddi mestum hluta dagsins í rúm-
inu. Með því að hreyfa mig ekki
spara ég orkuna og get allavega
hugsað og talað eðlilega. Húseig-
andinn kom og heimsótti mig en
hann hefur miklar áhyggjur af mér.
Hann bað mig að hætta hungur-
verkfallinu og fara varlega. Nokkrir
vina minna komu einnig í heim-
sókn en sumir þeirra eiga í sömu
baráttu og ég sjálfur. Þeir sögðu
mér að veita fyrrum eiginkonu
minni ekki þá ánægju að sjá mig
deyja og ég yrði að lifa fýrir Davfð.
Ég sagði þeim að þótt ég líti svo á að
hún gangi ekki heil til skógar þá er
hún ekki vandamálið heldur dóms-
valdið í landinu. Kannski get ég
ekki áfellst þá einstaklinga sem
vinna innan kerfisins því þeir eru
bara að vinna sitt starf.
12. júní Þrítugasti og
annardagur
Dagurinn í dag var mjög kyrrlát-
ur. Veðrið hefur breyst og það er
skýjað en samt fallegur dagur. Ég
kann vel að meta hvað sumrin eru
mild á Islandi. Ég fór ekkert út og
fékk vini í heimsókn. Það er sunnu-
dagur og ég get því ekki annað en
beðið til morguns til að sjá hvort ég
fái eitthvað svar frá dómsmála-
ráðuneytinu. Það er erfitt að vera
einangraður útlendingur í landi
sem maður hefur þó ríkisborgara-
rétt í og þótt vinir mínir séu mér
góðir hafa þeir ekki vald til að berj-
ast fyrir réttlætinu. Það sem vekur
mesta furðu mína er að maður þarf
að berjast fýrir rétti sínum sem for-
eldri. Ef fólk skilur eða slítur sam-
vistum eru skilmálarnir einfaldir og
úrskurði dómstóla á að virða. Og ef
annað foreldrið brýtur gegn úr-
skurðinum ber að taka á því með
festu, en á íslandi virðist það ekki
vera uppi á teningnum.
13. iúní Þrítugasti og
þríðjidagur
Enn einn dagurinn hefur liðið án
nokkurs svars frá dómsmálaráðu-
neytinu. Ég fékk mér smá þrúgu-
sykur til að öðlast kraft til að hreyfa
mig aðeins. Ég er farinn að þjást af
beinverkjum eftir að hafa legið
svona mikið í rúminu. Það gleður
mig þegar vinir mínir koma í heim-
sókn og þeir veita mér hlýju. Ég skil
ekki ennþá hvernig hægt er að veita
öðru foreldrinu forsjárréttinn og
það getur brotið umgengnisrétt
hins foreldrisins og komist upp
með það í skjóli yfirvalda. Er það
ekki hræsni af þjóðfélaginu að státa
sig af jafnrétti, mannréttindum og
lýðræði og veita öðru foreldri for-
sjárrétt yfir afkvæmi og hitt þarf að
berjast fýrir að fá að njóta eðlilegrar
umgengni við barnið? Foreldri sem
berst fyrir eðlilegum umgengnis-
rétti þarf að berjast við allt kerfið,
ráðfæra sig við Iögfræðinga tímun-
um saman og það er einnig mjög
kostnaðarsamt, og lifa lífi sínu i
martröð árum saman. Dómsvald-
inu finnst ekkert athugavert við
þetta en sem útlendingur fæ ég
þetta ekki skilið.
14. júní Þrítugastiog
fjomi dagur
I dag var fallegur dagur. Til að
byrja með var skýjað en sólin
braust síðan í gegnum skýin. Eftir
að hafa verið þrjátíu og þrjá daga í
hungurverkfalli hefur líkami minn
og starfsemi hans orðið fýrir mikl-
um breytingum. Ég þarf að gæta
þess betur og betur að spara kraft-
ana. Líkaminn verður þurrari og
þurrari með hverjum deginum og
það er sífellt erfiðara fyrir mig að
tala. í kvöld var ég að tala við ís-
lenskan vin minn um mannréttindi
á íslandi og hann sagði að dóms-
málaráðuneytið viðurkenndi aldrei
á sig mistök. Það eru engin dæmi
þess að ráðherra eða háttsettir
embættismenn segi af sér á íslandi
fýrir misgjörðir sínar. Hvernig eiga
þeir að geta starfað allt sitt líf án
mistaka? Þetta minnir óneitanlega
á kommúnistaríkin fýrrverandi.
15. júní Þrítugasti og
finmmti dagur
Þessi dagur var hverjum öðrum
líkur og ég lá í rúminu og skipti
reglulega um hlið til að liggja á.
Vinir komu og fóru og það veitir
mér mikinn stuðning. Hjartsláttur-
inn er kominn niður í fimmtíu slög
á mínútu en fer í fimmtíu og fimm
slög ef ég hreyfi mig.Enn hefur
ekkert svar borist við bréfum mín-
um til dómsmálaráðuneytisins. ©
Um síðustu jól kom út bókin
„Utan marka réttlætis" eftir Pétur
Gunnlaugsson lögfræðing. Þar
rekur hann nokkur forræðismái og
gagnrýnir harðlega barnaverndar-
kerfið á íslandi og segir skipulag
þess og starfshætti meingallaða.
Hér segir hann frá skoðunum sín-
um umbúðalaust en hann telur ís-
lenska búlgarann Dían Val Dentc-
hev hafa verið blekktan með skipu-
lögðum hætti til að undirrita skjöl
af háttsettum starfsmanni dóms-
málaráðuneytisins.
Þekkirþú dxrni þess oð mannrétt-
indi foreldra í forsjdrdeilum hafi ver-
ið hrotin hér d landi?
„Þegar talað er um forsjármál er
um tvenns konar mál að ræða.
Annars vegar svokölluð bárna-
verndarmál og málefni foreldra
sem taldir eru óhæfir til forsjár
barna sinna, og hins vegar forræð-
isdeilur foreldra sem eru taldir hæf-
ir til að sjá um uppeldi barna sinna.
Það er augljóst að samkvæmt
gömlu lögunum voru mannréttindi
brotin, því málsaðilum var hafnað
aðgangi að öllum gögnum mála
sinna. Við þær kringumstæður var
mjög erfitt fyrir fólk að verja mál-
stað sinn. Þessu var breytt með nýj-
um ákvæðum í barnaverndarlög-
um árið 1992 en ennþá getur samt
verið erfitt að fá aðgang að öllum
gögnum sem snerta viðkomandi
mál. Það er til dæmis hægt að úr-
skurða að samkvæmt hagsmunum
barnsins megi ekki láta öll gögn af
hendi. Nú eru komin stjórnsýslulög
sem rýmka þetta ennþá meira,
þannig að því leytinu hefur orðið
ákveðin framþróun í mannréttind-
um varðandi þessi mál. Það eru
hins vegar mörg önnur atriði sem
skipta mildu máli.
Ef við tölum um umgengnisrétt-
inn sem er mikið deilumál þá voru
sett lög um umgengnisrétt árið 1981
en hans var ekki getið formlega í
barnaverndarlögum. Þegar búið
var að svipta foreldri forsjá áttu þau
engan lögfestan umgengnisrétt. Nú
er búið að gera það en það er mjög
takmarkaður réttur. Foreldrar sem
hafa verið sviptir forsjá mega hitta
börn sín einu sinni til tvisvar á ári
undir eftirliti félagsráðgjafa en þó
eru til undantekningar frá því.
Mannréttindadómstóllinn í
Strassbourg hefur kveðið upp
dóma í umgengnisréttarmálum,
sérstaklega frá Svíþjóð, og þar kem-
ur skýrt fram að umgengnin skuli
leiða til endursameiningar íjöl-
skyldunnar. Afgreiðsla þessara
mála í Svíþjóð er í grundvallarat-
riðum sú sama og hér á landi og
hún er talin brjóta í bága við 8.
grein sáttmálans sem kveður á um
friðhelgi einkalífsins.
Síðan stendur spurningin um al-
menna skipan barnaverndarmála
hérlendis. Reglan er sú að barna-
verndarnefndir úrskurða í svona
málum og úrskurðinum er síðan
skotið til barnaverndarráðs sem er
nokkurs konar fullnaðarúrskurðar-
aðili í málunum. Það þýðir að ekki
er hægt að bera undir dómstóla
framkvæmd barnaverndaryfirvalda
nema að um sé að ræða skýrt laga-
brot á formlegum reglum. Matið á
því hvort foreldri sé óhæft til for-
ræðis er alveg í höndum barna-
verndaryfirvalda. Það er því einnig
spurning hvort þesi skipan mála
brjóti ekki í bága við 6. grein mann-
réttindasáttmálans um að það eigi
að vera óvilhallir og óháðir aðilar
sem úrskurða í þessum málum.
Jafnvel þótt menn fari með þetta til
dómstólanna tekur það langan
tíma og þá er barnið búið að vera í
fóstri í lengri og skemmri tíma og
illmögulegt fyrir dómstólana að
endurskoða það.
Það er einmitt til dómur varð-
andi þetta þar sem ekki þótti rétt að
láta kynforeldra fá barnið sitt aftur,
því barnið var farið að festa rætur
annars staðar. Seinagangur í þess-
um málum er út af fyrir sig mann-
réttindabrot og ef engin raunhæf
leið er til að fá úrlausn sinna mála
með skjótum hætti þá festir barnið
rætur á nýjum stað. Þetta eru dæmi
um mannréttindabrot í barna-
verndarmálum en það eru ýmis
önnur atriði sem mætti tiltaka."
Engin kærleikstengsl
viobörnin
Þeir sem fialla um barnaverndar-
mál segja gjarnan aðfólk sem svipt er
forsjá barna sinna beiti öllum tiltœk-
um ráðum til að náfram vilja sínum
og vilji hefna sín á úrskurðaraðilum.
Er það ekki rétt?
„Maður heyrir oft það sjónarmið
frá þessum aðilum að það sé aðeins
í undantekningartilfellum sem for-
eldrar eru sviptir forsjá. Auðvitað
er auðvelt að staðhæfa eitthvað slíkt
en það sannar engan veginn að
málum sé svona farið. Staðreyndin
er sú að aðalástæðan fyrir að for-
eldrar eru taldir óhæfir til forsjár er
annars vegar sú að þeir eigi við
áfengisvanda eða geðræn vandamál
að stríða. Nú er það svo að allur
þorri þeirra sem ég hef komist í
10 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994