Eintak - 16.06.1994, Side 11
kktur af
uneytinu“
kynni við í þessum málum er fólk
sem býr við bágar fjárhagsaðstæð-
ur. Þá vaknar sú spurning hvort
þessir sjúkdómar séu bundnir við
þá hópa sem eiga við fjárhagsörð-
ugleika að stríða. Mér finnst mjög
vafasamt að álykta að svo sé, heldur
sýnir það að hér er um að ræða fólk
sem á mjög erfitt með að verja rétt
sinn.
Áfengissýki og geðræn vandamál
geta verið tímabundnir sjúkdómar.
Sú tilhögun að senda börn í fóstur
til 16 ára aldurs er bundin við Is-
land. í úrlausnum Mannréttinda-
dómstólsins er byggt á því að end-
ursameina fjölskylduna. Mér þætti
eðlilegri málstilhögun að aðstoða
fólk tímabundið ef það á við vanda
að stríða. Ef það tekst ekki þá er
hægt að grípa til tímabundins fóst-
urs barnanna. Þegar erfiðleikarnir
eru afstaðnir mætti koma börnun-
um aftur til foreldra sinna. Þetta
gildir ekki hér. Að vísu er komið
núna endurupptökuákvæði í nýju
barnaverndarlögunum en það á
eftir að koma í ljós hvernig það
reynist. Forsjárúrskurðir hafa hing-
að til verið túlkaðir samkvæmt ein-
hverjum stöðugleikakenningum
varðandi uppeldi barnsins. Þetta
held ég að sé grundvallarvandamál-
ið í sambandi við barnaverndar-
málin sem slík.“
Sálfræðingar og félagsfrœðingar
eru menntaðir í uppeldisfræðum. Er
ekki út í hött að halda því fram að
þetta fólk setji ekki hagsmuni barna
ofar öllu öðru?
„Þetta eru fyrst og fremst opin-
berir starfsmenn sem hafa engin til-
finninga- eða kærleikstengsl við
börnin sem slik, heldur eru að
gegna sínum skyldum sem embætt-
ismenn. Hagsmunir þeirra eru fyrst
og fremst að fá störf. Það er ljóst að
félagsráðgjöfum, félagsfræðingum,
sálfræðingum, uppeldisfræðingum,
atferlisfræðingum og fleirum sem
tengjast þessum málum fer fjölg-
andi. Allir þessir aðilar vinna hjá
stofnunum sem eru starfræktar á
vegum sveitarfélaganna eða ríkis-
ins. Þeir hafa auðvitað hagsmuni af
því að sem mest umstang sé í
barnaverndarmálum og vilja ekki
að neinn hafi afskipti af störfum
sínum. Nýlega skrifuðu til dæmis
félagsfræðinemar grein í Morgun-
blaðið um hvað barnaverndaryfir-
völd störfuðu vel þótt þeir hafi
sjálfsagt engin kynni af þeirri starf-
semi. Þeir eru náttúrlega að hugsa
um framtíðar atvinnuhagsmuni
sína og að kerfið njóti virðingar í
þessum málum. Ef sett er fram for-
gangsröð í sambandi við hagsmuni
þeirra sem viðkoma barnaverndar-
málum þá er kerfið í fyrsta sæti og
þeir sem starfa innan þess. Konur
og þá sérstaklega menntakonur
koma númer tvö. Ófaglærðar kon-
ur eru númer þrjú, börnin númer
fjögur og karlmenn eru síðan al-
gjörlega afskiptir. Það virðist vera
mjög lítill skilningur á tengslum
þeirra við börn sín.“
Rannsóknarstörf og
framkvæmdavald a
sömu hendi
Af hverju hefur þú svona mikinn
áhuga á barnaverndarmálum?
„Það var eiginlega fyrir tilviljun
að ég kynntist þeim á sínum tíma
en ég varð fyrir nokkurs konar kúl-
túrsjokki við það. Mér fannst með-
ferðin á þessu fólki slík að ég átti
bágt með að trúa henni. Sjálfur
hafði hvorki ég né nokkur í minni
fjölskyldu kynnst þessu. Það komu
nokkur svona mál upp á borð hjá
mér og í gegnum afskipti mín af
þeim fóru æ fleiri að leita til mín og
það varð til þess að ég skrifaði bók-
ina Utan marka réttlætis sem kom
út um síðustu jól. Þar fjalla ég um
sjö mál og greini frá hvernig var
Dían Valur Dervtchev á lýðveldisafmælinu
Hungurverkfallsmaðurinn
mætir á mannréttindaum-
ræðuna á Þingvöllum
Hungurverkfall íslenska formlega mótmælaaðgerð að reiknar með að allt að 80.000
Búlgarans Díans Vals Dentc- ræða af hans hálfu heldur vill manns munu taka þátt í hátíð-
hevs hefur nú staðið í þrjátíu hann kynna sér það sem þing- arhöldunum.
og fimm daga. Hann telur yfir- menn hafa að segja um þetta Síðastliðin ár hafa þeir aðilar
völd hafa brotið mannréttindi málefni í tilefni lýðveldisaf- sem sjá um málefni barna-
sín i skilnaðardeilu og forsjár- mælisins. Dían Valur er mátt- verndar ítrekað verið gagn-
máli og krefst þess að mál sitt lítill og rúmfastur en félagar rýndir af fóiki sem telur að sér
og fyrrum eiginkonu sinnar, hans hyggjast hjálpa honum að hafi verið mismunað af stofn-
Hönnu Ragnarsdóttur, verði komast á staðinn. unum félagsmálakerfísins. Fólk
endurskoðað. Dían Valur Forseti Islands, Vigdís Finn- sem á í forræðisdeilum hefur
hyggst hlýða á þingmenn tala bogadóttir, og þjóðhöfðingjar jafnvel skotið úrskurðum hér-
um mannréttindi á hátíðar- víða úr heimi munu vera við- lendra yfirvalda til Mannrétt-
fundi sínum á Þingvöllum á staddir fundinn eins og kunn- indadómstólsins í Strass-
morgun. Ekki verður um ugt er en þjóðhátíðarnefnd burg. O
tekið á þeim en það er hvers og eins
að meta þá umfjöllun."
Ertu ekki bara að espafólk upp svo
þú getir haft afþví peninga?
„Fjárhagsstaða skjólstæðinga
minna er yfirleitt slík að hér er ekki
um að ræða neina tekjuuppsprettu.
Svona bókaútgáfa hefur ekkert
nema kostnað í för með sér en ég sé
enga ástæðu til að útskýra hvers
vegna menn séu að berjast fyrir
mannréttindum. Mér finnst sjálf-
sagt að menn geri það og ég lít ekki
svo á að verið sé að grafa undan rík-
isvaldinu með því, heldur sýnir
þetta bara að við erum að stefna að
betra þjóðfélagi."
Hvernig hefur þér gengið í barátt-
unni við kerfið í forsjármálum?
„Ég mundi nú ekki orða það
þannig að ég sé að berjast við kerf-
ið. Þetta eru nokkuð mörg mál sem
ég hef komið nálægt og kynnst
þessu frá ýmsumum hliðum. Eg hef
ráðlagt fólki í sambandi við réttindi
þess, og að mörgu leyti hefur það
gengið mjög vel þrátt fyrir að erfitt
sé að eiga við þessi mál.“
Þú segir í bók þinni að barna-
verndarkerfið sé meingallað bœði
varðandi skipulag og starfshætti, get-
ur þú rökstutt þá skoðun þína?
„Við fórum áðan yfir gagnrýni
mína á skipulagið en varðandi
starfshættina þá held ég að ríkis-
valdið eigi mjög erfitt með að fást
við þessi persónulegu mál. Starfs-
hættirnir eru þannig að félagsráð-
gjafarnir vinna tvíþætt hlutverk.
Þeir eiga að veita stuðning og safna
gögnum sem notuð eru í sambandi
við forsjársviptingar. Það er náttúr-
lega erfitt fyrir skjólstæðinga þeirra
að treysta þeim sem stuðningsaðil-
um ef þeir eru einnig rannsóknar-
aðilar í málinu. Þeir hafa oft úrslit á
hvernig mál fara hjá barnaverndar-
nefndum og svo eru þeir einnig
framkvæmdaaðilar. Ég tel þetta
mjög óeðlilega skipan mála. Ég get
líka tekið sem dæmi um starfshætti
að eitt af þeim gögnum sem eru
notuð til úrskurðar eru sálfræði-
skýrslur sem teknar eru af fólkinu.
Það eru engar reglur í lögum um
hvernig beita megi viðkvæmum að-
ferðum eins og að gera sálfræðilega
rannsókn. Það hefur oft komið fyr-
ir, ef fengnir eru aðrir aðilar til
rannsókna, að niðurstöðum hefur
ekki borið sam-
an. Áreiðanleiki
slíkra skýrslna er
því mjög umdeil-
anlegur. Ég veit
að þetta fólk
gengur undir
persónuleika- og
greindarpróf og
mér er kunnugt
um að í mörgum
fylkjum Banda-
ríkjanna eru þau
próf sem beitt er
hérlendis bönn-
uð. Sem dæmi
um slík próf eru
svokölluð MMPI
sálfræðipróf og
Rorschach-próf
sem beinist að
dulvitundinni. I
því prófi er próf-
taki beðinn að
lesa úr og lýsa
einhverjum
klessumyndum.
Ég er ekki að gera lítið úr þessum
prófum. Þau geta verið ákveðið
hjálpartæki. Hins vegar er ljóst að
setja verður einhverjar reglur um
beitingu þessara prófa. Ef svona
prófi er beitt af aðstoðarfélagsmála-
stjóra, en ekki rannsóknaraðila út í
bæ, getur slíkt haft afdrifarík áhrif
fyrir foreldri.“
Hvernig er hægt að breyta barna-
verndarlögum og meðferð forræðis-
mála þannig að hægt sé að tryggja
sanngirni og réttlæti?
Skandinavísk
forræðishyggja
„Ég tel að félagsmálayfirvöld eigi
fyrst og fremst að aðstoða fólk í
þessum málum. Raunar tel ég að
best væri að frjáls samtök einstak-
linga, eins og starfandi mannúðar-
samtök, sæju um það. Ef grípa
verður til róttækra aðgerða og
svipta foreldri forsjá ætti það vera í
höndum óháðs úrskurðaraðila,
dómstóls sem mundi skera úr um
það strax, en ekki barnaverndar-
nefndar og síðan barnaverndar-
ráðs. Þessir aðilar væru ekki tengdir
félagsmálabatteríinu, eins og þetta
er í dag að meira eða minna leyti.“
Er eitthvað land til fyrirmyndar í
þessu sambandi?
„Það er ákveðin forræðishyggja
ríkjandi í Skandinavíu. Á Norður-
löndunum hefur velferðarhugsjón-
in verið nokkurs konar trúarbrögð
og menn hafa verið tregir til að
gagnrýna þau sjónarmið sem koma
þar fram. Oft er ruglað saman hug-
tökunum „velferð“ og „réttlæti“.
Það er ljóst að ekki verður komið á
fullkomnu kerfi er þetta varðar og
það er hætt við að eftir því sem af-
skipti hins opinbera aukast af fíöl-
skylduhagsmunum að meiri átök
verði á þessu sviði. Ég held að ríkis-
valdið eigi ekki að vera að blanda
sér í fjölskyldumál nema um mjög
alvarleg mál sé að ræða og einungis
þá að styðja fjölskylduna eftir því
sem það best getur.
Áður fyrr var það kirkjan sem lét
sig fjölskyldumál varða og þá voru
ákveðin tengsl milli presta og
kirkju, og uppeldis og fjölskyld-
unnar. 1 dag er samfélagið orðið
ópersónulegra og köld hönd ríkis-
ins ræður þessu meira. Ég mundi
segja að í þeim löndum sem afskipti
ríkisins af fjölskylduhögum eru
mikil, sé meira um mannréttinda-
brot. Enda eru mannréttindabrot
fyrst og fremst brot ríkisins gegn
hagsmunum einstaklinga. Ég held
að í þeim ríkjum þar sem kirkjan og
frjáls félagasamtök sinna málefnum
fjölskyldunnar í auknum mæli sé
hægt að leysa þau með einföldum
hætti. Mín reynsla er sú að mál sem
oft væri hægt að leysa á frumstigi
þvælast og úlfaldi er gerður úr mý-
flugu.“
Finnst þér ekki einum of dramat-
ískt þegar menn fara í hungurverk-
fall til að berjast fyrir forrœði barna
sinna? Eru þeir sem gera slíkt ekki
vanheilir á geði?
„Þú átt kannski við mann sem
heitir Dian Valur Dentchev og er
frá Búlgaríu en er íslenskur ríkis-
borgari. Vandamálið hjá okkur Is-
lendingum er að við virðumst hafa
lítinn áhuga á mannréttindum.
Menn virðast sætta sig við afskipti
ríkisvaldsins án þess að gera nokk-
uð í málinu. Dían varð fyrir því að
vera blekktur af háttsettum emb-
ættismanni í dómsmálaráðuneyt-
inu til að undirrita skjal sem leiddi
til þess að hann var lögskilinn.
Hann barðist gegn skilnaðinum og
þeim skilmálum sem settir voru þar
fram. Hann vill ekki sætta sig við
það og auk þess fær hann ekki að
koma á eðlilegum samskiptum við
son sinn. Mér er fullkunnugt um að
hann ætlar að halda þessu hungur-
verkfalli til streitu og hann telur sig
ekki hafa neina aðra raunhæfa leið
til að berjast fyrir mannréttindum
sínum. Flann er ekki að skaða
neinn annan en sjálfan sig og þetta
er síðasta úrræði hans. I þrjú ár hef-
ur hann leitað allra raunhæfra úr-
ræða í þessu máli án árangurs og ég
styð hann siðferðislega í afstöðu
hans til málsins.“
Þú heldur ekki að hann sé andlega
vanheilbrigður?
„Hann er það alls ekki, enda kom
hvergi fram þegar umgengnismálið
hans var til meðferðar hjá barna-
verndaryfirvöldum að hann ætti
við geðræn vandamál að stríða. Ef
svo hefði verið, hefði það sannar-
lega verið notað gegn honum.“ ©
Pétur Gunnlaugsson
„Afgreiðsla þessara mála í Sviþjóð er í grundvallaratriðum sú sama og hér á landi og
hún er talin brjóta íbága við 8. grein sáttmálans sem kveður á um friðhelgi einkalífs-
ins.“
j- FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994
11