Eintak

Issue

Eintak - 16.06.1994, Page 12

Eintak - 16.06.1994, Page 12
EINTAK Gefið út af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Hafsteinn Egilsson Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson Dreifingastjóri: Trausti Hafsteinsson HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Bjarni Hinriksson, Björn Ingi Hrafnsson, Björn Malmquist, Bonni, Davíð Alexander, Friðrik Indriðason, Gauti Bergþóruson Eggertsson, Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason, Hilmar Örn Hilmarsson, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Jón Magnússon, Júlíus Kemp, Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurjón Kjartansson, Steingrímur Eyfjörð, Þorri Hringsson og Þór- arinn Leifsson. Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósenta afslátt. Ritskoðun á forræðismálum EINTAK hefur birt fréttir af máli Dían Vals Dantchev undanfarnar vikur. Hann hefur nú verið í hungurverkfalli í 35 daga til að leggja áherslu á kröfur sínar um að forræð- ismál hans og fyrrum eiginkonu hans, vegna sonar þeirra, verði tekið upp. Þessi aðgerð hans hefur ekki leitt til neinna viðbragða af hálfu dómsmálayfirvalda. Á sama hátt hafa aðrar tilraunir hans til þess að fá leiðréttingu sinna mála reynst gagnlausar. EINTAK hefur nokkuð fjallað um forræðismál að und- anförnu og fleiri en það sem Dían Valur stendur í. Sem kunnugt er þá eru þessi mál vandmeðfarin. Þau hafa tvær hliðar og jafnvel fleiri eins og öll mál. Og þau fjalla oft um persónuleg málefni; persónuleika fólks og persónusögu. Þetta hefur leitt til þess að flestir fjölmiðlar hafa tekið þá ákvörðun að fjalla ekki um þessi mál. Alþingi hefur af sömu ástæðum sett sérstök ákvæði í lög sem takmarka alla umfjöllun um þessi mál. Nú kann einhverjum að þykja þetta skynsamlegt. Að sökum þess að mál séu erfið viðfangs og geti valdið fólki sárindum sé réttast að sleppa því alfarið að minnast á þau. Láta eins og þau séu ekki til. Það fólk sem telur sig hafa verið beitt misrétti í forræðis- málum getur hins vegar aldrei sætt sig við slíkt. Hverjar svo sem ástæður og rök barnaverndaryfirvalda eru, þá stendur þetta fólk frammi fyrir því að vera neitað um að umgangast þá sem því þykir vænst um. Og niðurstaðan þar um er í raun vantraustsyfirlýsing gagnvart því sem manneskjum. Efvið erum ekki fær um að umgangast börn okkar — og ríkisvaldinu er beitt til þess að hindra okkur í því — þá er ekki mikið eftir af sjálfsvirðingu okkar. Með því að takmarka almenna umfjöllun um mál þessa fólks, annars vegar með starfsreglum fjölmiðla og hins vegar með lagaboði, er verið að svipta þetta fólk tækifæri til að berjast fyrir því að endurheimta sjálfsvirðingu sína og réttinn til að hitta og/eða umgangast þá sem því þykir vænst um. Það er þung refsing til viðbótar dómi barna- verndaryfirvalda. En þessi ráðstöfun hefur aðra hættu í för með sér. Eitt af þeim tækjum sem við höfum til að veita þeim, sem við fel- um vald til að ráðskast með líf okkar, er að tryggja að við getum fylgst með störfum þeirra. Þess vegna eru réttar- höld opin nema sérstakar ástæður séu til annars. Fundir barnaverndarnefnda eru lokaðir og þess vegna getum við í raun lítinn dóm lagt á hvernig þær inna starf sitt af hendi — ekki nema þau okkar sem hafa þurft að mæta fyrir þess- ar nefndir. Það er því sérkennilegt ef það á í ofan á lag að banna okkur að ræða úrskurði þeirra eftir að þær hafa fellt hann. Þrátt fyrir að slíkt fírri eitthvert fólk sárindum þá hlýtur sú ráðstöfun að teljast í hæsta máta varasöm. Eins og áður sagði er Dían Valur búinn að svelta sig í 35 daga. Einsog fram kemur í EINTAKI1 dag er hann orðinn æði máttfarinn og langt leiddur. Það er von blaðsins að dómsmálayfirvöld leggi eyru við umkvörtunum hans -sem sannanlega virðast eðlilegar. 0 Ritstjórn og skrifstofur Vesturgata 2, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. Misiafnar söluhorfur á síldarafurðum Ekki samið um nýtingu norsk-íslenska stofnsins Eftir gleði og fortíðarglampa sem kom í augu manna, þegar fréttist af endurkomu norsk-íslenska síldar- stofnsins á fslandsmið, eru fram- leiðendur farnir að hugsa um hvernig eigi að koma síldarmjöli og lýsi í verð á heimsmarkaði. Horfur á sölu lýsis þykja fremur slæmar, en verð á mjöli hefur verið ágætt und- anfarið og ekki er búist við að það lækki á næstunni. íslensk yfirvöld hafa lengi óskað eftir samningum við Norðmenn og Rússa vegna norsk-íslenska síldar- stofnsins en í ljósi nýjustu atburða við Svalbarða má búast við því að þær viðræður dragist enn á lang- inn. f gær voru um 18 skip á sildar- miðunum og búist er við að fleiri bætist í hópinn á næstu dögum. Hólmaborgin frá Eskifirði kom til Neskaupstaðar á þriðjudaginn með einn stærsta síldarfarm sem sögur fara af, rúm 1500 tonn, og í gær var Börkur NK að landa um 1200 tonn- um á Seyðisfirði en þar opnaði SR- mjöl verksmiðju sína á þriðjudags- kvöld. Lýsisverð lágt en mjöl viðunandi Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR-mjöls, segir að tilkoma síldar- innar og vinnsla hér á landi muni sennilega hafa lítið að segja um verð á heimsmarkaði fyrir mjöl og lýsi. „Ég get auðvitað ekki sagt fyrir um hversu mikið magn verður framleitt, en það er hins vegar ljóst að við þurfúm að veiða yfir 50 þús- und tonn ef þessi framleiðsla á að hafa áhrif á afkomu verksmiðj- anna.“ Sólveig Samúelsdóttir, jnark- aðsstjóri hjá SR-mjöli, segir að söluhorfur fyrir lýsi séu ekki góðar en það líti hins vegar betur út með sölu á mjöli. „í rauninni sækist enginn eftir lýsi núna, því kaup- endur eru vel birgir. Perúmenn hafa verið að framleiða mikið und- anfarið og hafa þurft að losa sig við lýsið á mjög lágu verði. Lýsistonnið hefur verið á 325 til 330 dollara, en ef við framleiðum mikið í sumar, gæti það fallið niður í 310 dollara. Það lítur hins vegar betur út með mjölið,“ segir Sólveig. „Perúmenn hafa einnig framleitt mikið af því, en þeir selja það mestallt til Asíu, þannig að verðið á Evrópumarkaði, þangað sem við seljum, hefur ekki fallið eins og raunin er með lýsi. Eftirspurnin er þess vegna meiri og kaupendur eiga elcki miklar birgðir. Nú fer mjölið á 315 til 320 pund tonnið og við erum þegar búin að gera nokkra samninga um sölu á þessu verði.“ Hún vill hins vegar ekki gefa upp umfang þessara samninga. „Ég vil hins vegar vara við of mikilli bjartsýni varðandi þessa vertíð,“ segir Sólveig. „Veið- arnar eru rétt að byrja og það er einfaldlega of snemmt að spá ein- hverju um útkomuna.“ Ekki sami gróðavegurinn „Málið er einfaldlega það að þessi iðnaður er ekki sá gróðavegur sem hann einu sinni var,“ segir Þórður. „Heimsmarkaðsverð hefur fallið, og raunverulegar tekjur af bræðslu eru kannski þriðjungur þess sem þær voru fyrir þremur áratugum," segir Þórður. En þá blasir við að spyrja hvers vegna síldarverksmiðjurnar séu að Frakkinn Bernard Granotier sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í hálfan annan mánuð hefur fengið svar frá Mannréttindadómstóli Evrópu við bréfi sem hann sendi dómstólnum i síðasta mánuði. I bréfi sínu óskaði Bernard eftir upp- lýsingum um hvernig hann gæti sent mál sitt til dómstólsins. Sem kunnugt er af fréttum er Bernard sakaður um að hafa kveikt í sam- komuhúsi Bahái-safnaðarins í Reykjavík. I dag verður væntanlega lagt fram sakhæfisvottorð í máli Frakkans en um hálfur mánuður er síðan rannsóknarlögreglan sendi mál hans frá sér til ríkissaksóknara. I svarbréfi Mannréttindadóm- taka á móti síldinni ef hagnaður af þessu er takmarkaður? „Þessi viðbót sem felst í síldinni hefur það auðvitað í för með sér að vinnslutíminn í verksmiðjunum lengist,“ segir Þórður. „Það borgar sig að vinna þennan fisk og öll við- bót er til góða því þá nýtum við fjárfestingar okkar betur. Við erum ekki í þessu til að tapa peningum.“ Síldarsamningar ekki ræddir Undanfarin ár hafa íslendingar óskað eftir samningum við Norð- menn og Rússa varðandi norsk-ís- lenska síldarstofninn en þessar þjóðir hafa stýrt veiðum á síldinni. Eftir að stofninn tók að rétta við fyrir nokkrum árum, hefur það verið fyrirséð að hann myndi leita á íslandsmið eftir átu, eins og Hjálm- ar Vilhjálmsson sagði í sámtali við EINTAK á mánudaginn. Rússar og Norðmenn hafa skipt með sér ár- legum kvóta og veiða Norðmenn tæplega 90 prósent af því magni sem árlega er veitt úr þessum stofni. Síðan síldveiðar hófust hér í síðustu viku hafa engar viðræður farið fram milli þjóðanna og eftir stólsins er að finna leiðbeiningar um hvernig Frakkinn geti snúið sér til dómstólsins telji hann að brotið hafi verið gegn mannréttindum sínum á íslandi. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort Bernard ætli sér að kæra málsmeðferð sína hérlendis til dómstólsins. Þegar sakhæfivottorðið liggur fyrir verður hægt að leggja fram ákæru í málinu og verður ákæran væntanlega í hlutfalli við sakhæfi Frakkans. Gæsluvarðhaldsúrskurð- ur sem kveðinn var upp í síðasta mánuði gildir til 1. júlí næstkom- andi. Þegar Bernard var vísað frá Nor- egi á sínum tíma var það á grund- nýjustu atburði við Svalbarða má búast við að þessar viðræður drag- ist enn á langinn. „Þegar ég hóf störf hér í sjávarút- vegsráðuneytinu var búið að óska eftir viðræðum við Norðmenn,“ segir Árni Kolbeinsson, ráðuneyt- isstjóri. „Við höfum hvatt til þess að þjóðir sem eiga aðild að þessum stofni settust niður og töluðu sam- an, en hingað til hafa Norðmenn ekki talið það tímabært. Islending- ar hafa einnig fylgst með ástandi stofnsins og hvatt til skynsamlegrar nýtingar á honum og ég tel að það starf hafi borið árangur,“ segir Árni. Munu yfirvöld nota síldveiðar ís- lendinga sem skiptimynt þegar kem- ur að því að semja við Norðmenn utn veiðiréttindin sem nú er deilt utn? „Ég tel að það sé mikilvægast að ná heildarsamkomulagi um nýt- ingu á sameiginlegum fiskistofn- um. Að mínu áliti væri það ekki rétt að nota einn stofn sem einhvers konar skiptimynt, heldur verður að ná samkomuiagi um sanngjarna nýtingu hvers stofns fyrir sig,“ sagði Árni Kolbeinsson. 0 velli þess að hann væri ósakhæfur. I Noregi fékkst Bernard ekki til að ræða við geðlækni en hérlendis ræddi hann við geðlækni í hálfan annan tíma. Bruninn í samkomuhúsi Baháía kom upp aðfararnótt laugardagsins 23. apríl. Mikil leit var gerð að Bernard í kjölfar brunans og fannst hann viku síðar í bústað við Elliða- vatn. Hann var úrskurðaður i gæsluvarðhald meðan á rannsókn stóð og gert að sæta geðrannsókn. Rannsókn RLR lauk fyrir hálfurn mánuði og niðurstöður geðrann- sóknar liggja líklega fyrir á morg- un. © Sakhæfivottorð Bernards Granotier liggur fyrir í dag Mannréttindadómstóllinn svarar bréfi Frakkans FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ1994

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.