Eintak

Eksemplar

Eintak - 16.06.1994, Side 14

Eintak - 16.06.1994, Side 14
Eru Vestur-íslendingar alvöru íslendingar eða Kanadamenn sem þjást af fortíðarást? Hér á landi er staddur Tom Oleson ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu. Loftur Atli Eiríksson talaði við hann og komst að því hver munurinn er á Vestur-íslendingi og Heima-íslendingi. Vestur-íslendingur snýr heim Reiknað er með að á þriðja hundrað Vestur-íslendingar munu sækja landið heim í tilefhi lýðveldi- safmælisins. Fyrsti hópurinn sem telur um 70 manns kont til landsins á mánudag en hinir koma um næstu mánaðamót. Tom Oleson, ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu er einn þeirra sem hyggst vera á Þing- völlum 17. júní en hann hefur rit- stýrt þessu málgagni Vestur-Islend- inga undanfarin tvö ár. Flestir Vestur-íslendingar búa í héruðunum Manitoba og Bresku Kólumbíu í Kanada. Winnipeg er stærsta borg Manitoba en íslenski bærinn Gimli er um 100 mífur norður af borginni. íslendingar byrjuðu að flytjast til Kanada upp úr 1870, og fram að fýrri heimsstyrjöld- inni fluttust 14.000 Islendingar vest- ur um haf. Tom segir að erfitt sé að fullyrða fjölda Vestur-íslendinga en giskar á að þeir séu á milli 20.000 og 30.000. Margir þeirra hafa gifst öðr- um íslendingum en það er misjafnt hvað fólk leggur mikið upp úr upp- runa sínurn. Gimli er fyrst og fremst sumardvalarstaður sem stendur við Winnipegvatn en íbúar bæjarins eru einhvers staðar á bilinu fimm til tíu þúsund talsins. Við notuðum tækifærið og hitt- umst í garði Einars Jónssonar á dögunum þegar sólargeislarnir brutust í gegnum skýin um stund. Hver eru helstu einketmi landslags- ittsþar sem Vestur-Islendingar búa? „Þar er meginlandsloftslag, þar sem hitinn fer oft upp í 30 stig á sumrin og niður í 30 gráðu ffost á veturna. Landið er flatt í Manitoba og mikið af vötnum. Stærstu vötnin eru Winnipegvatn og Manitoba- vatn. íslendingar búa aðallega á svæðinu á milli þessara vatna. Þetta landssvæði er ekki sérlega frjósamt til akuryrkju enda kunnu Islending- ar ekki að rækta korn þegar þeir fluttu þangað. Þeir völdu hins vegar svæðið því það hentar vel til kvikfjárræktar og fisk- veiða eins og þeir þekktu af fyrri reynslu. Á þessunt stað var lýðveldið Nýja Island stofnað en það lifði í fimm ár áður en það varð hluti af Manitoba-héraði. Það er ennþá mikið af smábæjum þarna sem eru mjög íslenskir. Þegar forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, kom í heimsókn árið 1989 kom hún við á bóndabæ á Heklu-eyju í Winnipeg- vatni og ég tók viðtal við hana á eft- ir. Hún sagði að þetta hefði verið al- veg eins og að heimsækja íslenskan bóndabæ. Fólkið talaði sömu ís- lensku og var töluð á Islandi á 19. öld og allt var með sama móti og á íslenskum sveitabæ að því er hún sagði. Hugmyndin var að Vigdís staldraði við í 20 mínútur en hún fór ekki fýrr en eftir einn og hálfan tíma því hún kunni svo vel við sig. Reykjavík - tvær borgir Hvað œtlar þú að gera á Islandi fyrir utan að mœta á lýðveldishátíð- ina? „Ég er ritstjóri Lögbergs-Heitns- kringlu en það er sjálfboðavinna. Fyrir utan það starfa ég sem dálka- höfundur við Free Winnipeg Press og ætla að reyna að verða mér úti um efni fýrir bæði blöðin í ferðinni. Aðalmálið fyrir Lögberg-Heims- kringlu er lýðveldishátíðin en hún er ekki eins mikið atriði fýrir Free Witmipeg Press. Þeir hafa meiri áhuga á sérkennileika landsins. Menn velta því fýrir sér í Kanada hvernig lýðveldið Island geti verið til á eyju í Norður-Atlantshafi með að- eins 260.000 íbúum. Nýfundnaland er stöðug plága fyrir efnahagslíf Kanada en það er stærri eyja með fleiri íbúum sem býr yfir meiri nátt- úrulegum auðæfum en Island. Þeir geta ekki látið eigin efnahag ganga upp og það er athyglisverður sam- anburður. Það eru ekki margir í Winnipeg sem vita mikið um ísland svo það er eiginlega sama hvað maður skrifar um landið, það er allt fréttir fýrir þetta fólk.“ Erþað almenn skoðun Kanada- manna að ísland sé sérkennilegt land? „Ég meinti það ekki á heikvæðan hátt. Fólk ; verður hissa á hvað er ^lítið um glæpi á Is- ' landi en það er ^vandamál sem er mikið í um- ræðunni í Kan- ada. Það vekur einnig furðu fólks að íslenskur efhahagur er að f mestu byggður á einni at- : vinnugrein, það er sjávarút- vegi, en samt sem áður blómgast hann vel. Mér finnst verðlagið á íslandi ótrúlega hátt en engu að síður eru búðir og veitingastaðir fiillir af fólki þannig að Is- . lendingar hljóta að hafa það gott.“ Ætlar þú að skoða landið í þessariferð? „Ef ég hef tíma til þess þá langar mig til að gera það en ég fer aftur til Kanada á sunnudaginn. Ég mundi hafa gaman af að skoða Ásbyrgi og Dettifoss en ég heimsótti þá staði þegar ég var hér árið 1962. Þetta eru þau náttúruundur sem ég man mest eftir frá heimsókn minni þá.“ Finnst þér Reykjavík hafa HttKI ■ breyst mikiðfrá þvíþú varst hérna síðast? „Já hún hefur gert það. Gamli bærinn er að vísu að mörgu leyti svipaður og það er margt sem ég kannast við frá fýrri dvöl minni hér. Það er næstum eins og Reykjavík sé orðin að tveimur borgum. Það er gamli hlutinn og hinn nýi sem hefur verið byggður í kringum hann. Ég kann virkilega að meta eldri hlutann en líst ekki vel á nýju hverfin. Það er ekki í mínu hlutverki að dæma það en mér finnst arkitektúrinn mjög einkennilegur. Það er yndislegt að ganga um götur Reykjavíkur. Mað- ur er látinn í friði og fólkið er vin- gjarnlegt." Finnst ég vera íslending- ur Halda íslendingar hópinn í Man- itoba? „Já, þeir gera það og íslendingafé- lagið ætti að vera stefhumarkandi aðili fýrir þá en tilgangur þess virðist ekki vera nógu skýr, þrátt fýrir að mikið af góðu fólki vinni fyrir félag- ið. Vestur-íslendingar eru mjög meðvitaðir um uppruna sinn. Þegar ég er í Kanada þá finnst mér ég vera íslendingur en það er einungis þegar ég er erlendis sem mér líður eins og Kanadamanni og þetta á við marga sem ég þekki. Foreldrar mínir voru íslenskir og foreldrar þeirra voru innflytjendur frá Islandi. Við systkinin erum fýrsta kynslóð íslendinga í minni fjöl- skyldu til að giftast fólki af öðrum uppruna en íslenskum. Konan mín er þó að fjórðungi til íslendingur og hún er aðstoðarritstjóri Lögbergs- Heimskringlu.“ Fékkst þú aldrei tækifæri til að læra íslensku? „Jú, ég hefði getað gert það í há- skóla en þá ætlaði ég að gerast forn- leifafræðingur og lærði frönsku og þýsku í staðinn. Foreldrar mínir töl- uðu íslensku en þegar þau byrjuðu í skóla kunnu þau ekki ensku. Það tók þau nokkur ár að aðlagast skóla- kerfmu og fýrir vikið voru þau fórn- arlömb ákveðinna fordóma. Það var meðvituð ákvörðun hjá þeim að kenna okkur ekki íslensku og þetta var mjög almennt viðhorf meðal vestur-íslenskra foreldra þegar ég var að alast upp.“ Er tnikið utn fundi og aðrar sam- kotnur hjá íslendingafélaginu í Man- itoba? „Við höldum sömu daga hátíð- lega og gert er á íslandi, eins og sumardaginn fýrsta, 17. júní og fleiri. Aðalhátíðardagurinn er hins vegar Islendingadagurinn sem haldinn er hátíðlegur fýrsta mánudag í ágúst um gjörvalla Norður-Ameríku. Við höldum íslensk jól með 13 jólasvein- um og það er ótrúlegt hvað íslensk menning og menningararfur er sterkur eftir 100 ár í Kanada þrátt fyrir að tungumálið sé á undanhaldi. Einungis gamla fólkið og Islending- ar sem eru nýfluttir til Kanada tala íslensku og halda máiinu lifandi. Við borðum íslenskan mat eins og pönnukökur, rúgbrauð, lifrarpylsu og hangikjöt. Allir smábæir á svæð- inu sem íslendingar búa á eru síðan með eigið þorrablót." Kalliðþiðykkur„Western lceland- ers“ eins og við tölum um Vestur-ís- lendinga hér á landi? „Deilurtiar stóðu um hvort maðurþyrfti að verafœddur á íslandi til að geta kallast Vest- ur-íslendingur eða hvort það dugði að vera afíslenskum œttum. Meirihlutinn óskaði þess að litið vœri á þá sem Vestur-íslendinga en deilum- ar urðu ansi heitar um tíma.“ „Já, það gerum við en miklar deii- ur voru í Lögbergi-Heitnskringlu um hverjir hafi rétt á að kalla sig Vestur- íslendinga. Deilurnar stóðu um hvort maður þyrfti að vera fæddur á íslandi til að geta kallast Vestur-ís- lendingur eða hvort það dugði að vera af íslenskum ættum. Meirihlut- inn óskaði þess að litið væri á þá sem Vestur-íslendinga en deilurnar urðu ansi heitar um tíma.“ Lögberg Heimskríngla Kannski er þetta hluti af íslend- ingseðlinu að standa í svona ritdeil- um. „Já, fólk deilir ekki á þennan hátt í kanadískum blöðum. Lögberg og Heimskringla voru aðskilin blöð og þau börðust á hæi og hnakka í hverri viku. Þau neyddust síðan til að sameinast, og það sem við erum að reyna að gera núna við blaðið er að leggja meiri áherslu á umræðu um dægurmál í stað frétta úr íslend- ingabyggðinni þótt þær verði vissu- lega áfram í blaðinu. Okkur langar að skapa grundvöll þar sem Vestur- Islendingar skiptast á skoðunum um allt mögulegt eins og trúmál, stjórnmál, hvort íslenska sé betur töluð á einum stað innan Islend- ingabyggðarinnar, eða öðrum. Mál- ið er að fá fólk til að segja það sem því býr í brjósti og vekja það til um- hugsunar um hvert það er. Á þenn- an hátt fara börn Vestur-Islendinga að hugsa um hver þau eru en það er mjög þýðingarmikið. Ég hef verið ritstjóri Lögbergs-Hcimskringlu í tvö ár og á þeim tíma hafa mín börn orðið meðvitaðri um uppruna sinn en áður en ég fór í þetta starf.“ Hverttig blað er Lögberg-Heims- kringla? „Lögberg-Heimskringla er elsta blaðið sem gefið er út af þjóðarbroti í Kanada en það kom fýrst út fýrir 108 árum. Blaðið kemur út vikulega og er átta síður, þar af tvær á ís- lensku. Jólablaðið og blaðið, sem kemur út í tengslum við íslendinga- daginn eru 24 - 32 síður, en að auki erum við með ferðablað í sömu stærð fyrir fólk sem er að hugsa um að ferðast til Is- lands og eitt tölublað með blönd- uðu efni. Við höfurn fengið góðan stuðning frá íslenskum fyrirtækjum í formi auglýsinga og Islendingar sem eru með fyrirtæki í Manitoba hafa einnig verið mjög hjálplegir. Is- lensku fyrirtækin hafa meiri hag á að auglýsa því blaðið fer út um alla Ameríku en það hefur ekkert að segja fyrir lítU fyrirtæki í Gimli. Áskrifendur eru um 2.000 en talið er að um 14.000 lesi það reglulega. Það hefur komið mér á óvart að margir hafa kvartað yfir að stærri hluti blaðsins skuli ekki vera á ís- lensku. Kvartanirnar eru aðallega frá fólki sem er að reyna að læra málið og þeim sem lærðu íslensku þegar þeir voru börn og halda henni við með að lesa Lögberg-Heimskringlu.“ Allt er svo hreint og tært Hvaðfinnst þér skrýtnast á íslandi? „Mér finnst ekkert skrýtið á Is- landi. Þegar ég kom hingað með foreldrum mínum, 16 ára að aldri, fannst mér eins og ég væri að koma heim og að mörgu leyti líður mér eins núna. Ég stoppaði eina nótt í New York á leiðinni hingað og það finnst mér skrýtinn staður þótt ég hafi komið þangað miklu oftar en til Islands." Hvað um íslendinga, heldur þú að þeirséu öðruvísi en annaðfólk? „Já, þeir eru það örugglega en ég treysti mér ekki til að segja hvernig þeir eru öðruvísi. Allir sem ég hef hitt á Islandi hafa verið mér einstak- lega góðir og boðið mig velkominn. Það hefur ekki verið komið fram við mig eins og ég sé einhver ókunnug- ur túristi. Ef maður hittir einhvern í Man- itoba finnur út að föðurnafn hans er íslenskt verður tengingin strax miklu sterkari en ella. Ef viðkom- andi er af íslenskum ættum er hann öðruvísi og líkari þér sjálfum en annað fólk. Ég veit ekki hvort það sé eins meðal annarra þjóðarbrota og kannski er þetta sérstaða íslendinga. Fólk . <<? í Manitoba sem er ekki af íslenskum ættum furðar sig á þessum bræðra- böndum.“ Hvað um Vestur-íslendinga og aðra íslendinga, hafa þeirsömu skap- gerðareinkenni? „Mér finnst íslendingar á íslandi mun meira til baka. Vestur-Islend- ingar hafa búið í Kanada í hundrað ár og hafa opnast aðeins meira á þeim tíma. Það tekur lengri tíma að kynnast Heima-lslendingi en Vest- ur-íslendingi.“ Hefur þú hugleitt aðflytja til Is- lands? „Já, ég hef gert það en ég er blaða- maður sem talar ekki íslensku og því væri það vandkvæðum búið. Það sem mig langar virkilega að gera er að koma með yngri börnin mín þrjú til íslands. Ég vona að mér veitist tækifæri til þess á næstu árum og stoppa í einn eða tvo mánuði og leyfa þeim að kynnast uppruna sín- um. Það var mikilvæg reynsla fýrir mig þegar ég var 16 ára gamall." Eru íslensku konurnar jafn fallegar í Kanada og hérlendis? „Já, það er bara ekki eins mikið af þeim. Eg var að tala við vin minn fýrr í dag og ég minntist á við hann hversu mikið af fallegum konum eru á íslandi og jafhvel þær sem eru frekar venjulegar útlits hafa meira aðdráttarafl en konur af öðru þjóð- erni. I Winnipeg er alls konar fólk en maður tekur eftir því með ís- lensku konurnar, þær halda fegurð- inni þegar þær eldast. Þær verða myndarlegar og hafa virðulegt útlit.“ Er eitthvað sem þú vilt segja að lok- um? „Nei, ég held ekki. Kannski bara að mér finnst yndislegt að vera hérna og ganga um og skoða í búð- arglugga þó ég hafi ekki efni á að kaupa neitt. Ég elska landið og loft- ið. Allt er svo hreint og tært.“ O xjmm • 14 FIMMTUDAGUFS 16. JÚNÍ1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.