Eintak

Útgáva

Eintak - 16.06.1994, Síða 17

Eintak - 16.06.1994, Síða 17
í einu landi Ekki síst á lýðveldisári. Eri það eru tveir ólíkir Og það eru tvær ólíkar þjóðir á íslandi. lanasbyggðin. Það ríkir vissuleaa virðing En líka hatur, fyrirlitning og fordómar. Mannskemmandi umhverfi „Það er ég viss um að öll þessi mengun og bílaútblástur hafi skemmandi áhrif á heilabúið," seg- ir bóndi í Mývatnssveit, „það eru reyndar stærstu rökin fyrir því að landsbyggðin hafi rneiri atkvæða- rétt en bæjarskríllinn." „Þetta umhverfi er mann- skemmandi fyrir börnin. Hvað eiga þau að gera annað en að mæla göt- urnar? Iðjuleysi er upphaf flestra ódyggða,“ segir Regína Thorar- ensen. „Ég get ekki stansað lengur en í fjóra daga. Þá fer borgin að hafa þrúgandi áhrif á mig. Það er vegna hraðans. Öllum liggur svo skelfi- lega á. Það sorglegasta er að það veit ekki af hverju," segir Hákon Aðalsteinsson, bóndi í Brekku- gerðishúsi. „Þegar ég er búinn að vera tvo daga í Reykjavík þá veit ég að ég verð endanlega brjálaður á þeim þriðja, jafnvel þótt ég eigi fúllt af skyldmennum í borginni. Borgin og þéttbýlið er eitur í mínum bein- um. Ég þoli það ekki,“ segir Þor- grímur Starri Björgvinsson á Garði. Bæjarsollur og bjórbullur Það verður alltaf einhver hrepparígur til staðar á íslandi. EINTAK leitaði út á Jands- byggðina og bað um álit manna á bæjarsollinum í Reykjavík. Haunar voru allir sammála um að Reykvíkingarværu yndislegtfólk,- en enginn erfullkominn... Ökuníðingarnir „Keyrslan er fýrir neðan allar hellur, það er eins og allir séu að reyna að ana sem hraðast. Svo ef maður ekur á löglegum hraða þá setja menn upp hundshaus og kalla mann sveitó,“ segir Stefán Ja- sonarson í Vorsabæ. Sorabælið „Reykjavík er byggð upp á svik- um og lygi. Fólk er svo gleymið að þegar það lofar einhverju svíkur það yfirleitt orð sín,“ segir Regína Thorarensen fréttaritari á Sel- fossi. „Þessi misheppnaða eftiröpun erlendra stórborga vinnur að því með skipulegum hætti að drepa ís- lenskan landbúnað. Á sama tíma hrúgast þessi óskapnaður upp á Suðvesturhorninu,“ segir Þorgrím- ur Starri Björgvinsson á Garði. „Það sem mér finnst verst er að meðferð áfengis og tóbaks virðist vera í sífelldum vexti í Reykjavík og miðbærinn er um hverja helgi full- ur af fólki undir áhrifum. Bjór og brennivín eru helstu beitur djöfuls- ins. Áfengi er ekkert skárra þótt í litlu magni sé. Þótt smátt sé skammtað í upphafi er það offast aðeins byrjun á einhverju verra: Hófdrykkja er heldurflá hentn er valt að þjóna Hún er bara byrjun á að breyta manni í rónaf segir Árni Helgason úr Stykkishólmi. Menningin „Þetta uppskrúfaða og lapþunna listalíf fer dálítið í taugarnar á mér. Mér eru oft minnisstæð orð Ein- ars Ben í þessu samhengi: Upp- gert fjör í eiturnautnir seilist," segir maður á Stykkishólmi. Letin „Það er svo merkilegt, en það virðist vera miklu lengra fyrir Reykvíkinga að koma til Ákraness en fyrir okkur að fara til þeirra,“ segir Gunnar Sigurðsson, efsti maður á D-listanum á Akranesi. „Reykvíkingar segja oft: Þú getur skroppið til okkar, en ef maður biður þá um að koma hingað er eins og maður sé að fara fram á hnattferð," segir Pétur Böðvars- son á Blönduósi. Matargeröin „Aldeilis fyrir neðan allan þjófa- bálk hvernig maturinn er sem þessi strákagrey, þrælmenntaðir í þokkabót, bera á borð fyrir mann. Það er ekki hægt að panta alvöru ýsu án þess að hún sé kaffærð í rækjurusli eða einhverju káli. Svo er fuglinn matreiddur á einhverja franska vísu, útbíaður í krydddóti sem er auðvitað heilsuskemmandi. Síðan er ekki einu sinni hægt að fá skyr og rjóma í eftirrétt. Þetta er hneyksli," segir rnaður úr Þorláks- höfn. Hrokagikkir „Það er ákveðin lítilsvirðing gagnvart landsbyggðarfólki sem ég verð var við í þeirra fari. Maður fær stundum á tilfinninguna að þeir haldi að vinna við fisk sé eitt- hvað fyrir þræla. Það er eins og þeim finnist það að vinna við grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar vera síðasta sort,“ segir Pétur Óskarsson á Neskaupstað, „svo skil ég ekki hvað þeir hafa að gera við öll þessi veitingahús.“ „Þeir skilja ekki landsbyggðina. Gera sér ekki grein fyrir að öll þeirra afkoma byggist á vinnu landsbyggðarinnar,“ segir Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingis- maður. „Þeir tala um að fara í bæinn þegar þeir fara frá Akureyri til Reykjavíkur," segir bitur Akureyr- ingur. Landsölumennirnir „Árinu eftir að við förguðum lýðveldinu með EES, ætlum við að fara að fagna afmæli lýðveldisins. En að þeir hafi ekki smekk og skuli ekki skammast sín! Það mætti ef til vill halda fallega minningarathöfn, en að standa fyrir hátíðarhöldum er fáránlegt. Svo segja þeir núna í fréttunum að meirihluti þjóðar- innar vilji troða sér í kok Evrópu- sambandsins. Auðvitað kernur allur stuðning- urinn við þessa óhæfu úr Reykjavík og af Suðurnesjum,“ segir Þor- grímur Starri Björgvinsson. Óhófiö „Eitt besta vitnið um óhófið, bruðlið og vitleysuna í Reykjavík er bílaflotinn. Þetta fólk þarfekki annað en hjól í klofið eða stætis- vagnamiða. Svo þekja bílarnir heilu hektarana og eru fæstir í notkun í þokkabót. Þetta alræði einkabílsins er hvergi í heiminum jafn algjört og í Reykjavík. Reykja- vík er óhreinn og óæskilegur stað- ur,“ segir Þorgrímur Starri Björ- vinsson. „Það vill verða ákveðin yfir- borðsmennska hjá þeirn á mölinni. Reykvíkingar draga upp ákveðna glansmynd af sjálfum sér í öllum lífsháttum, sem er harla þunn þeg- ar á reynir,“ segir Ólafur Jónsson á Húsavík. Afæturnar „Menn gera sér ekki grein fyrir hvernig við getum plummað okkur á þessu krummaskeri. Verslun og þjónusta í Reykjavík skapa ekki mikinn auð,“ segir ólafur Jónsson á Húsavík. „Reykjavík er risastór ómagi sem við landsbyggðarfólk þurfurn að bera á bakinu. Auðvitað er fólkið ágætt en það gleymir samt á hverju það byggir afkomu sína. Jafnvel þingmennirnir okkar verða sam- dauna bæjarsollinum á tveimur ár- um. Það er eins og þeir slitni úr sambandi og gleymi öllum loforð- unum. Ég get ekki skýrt það en allt sem að borginni snýr fer í taugarn- ar á mér. Hún inniheldur allt sem mér finnst hraklegt í samfélaginu og þegar því er kreðsað saman er útkoman þessi ómagi. Reykjavík á ekki rétt á sér í landinu. Þar reynir hver að lifa á öðrum án þess að skapa eitt einasta verðmæti,“ segir Þorgrímur Starri Björgvinsson á Garði. FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994 17

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.