Eintak

Eksemplar

Eintak - 16.06.1994, Side 32

Eintak - 16.06.1994, Side 32
-r Þegar ég var um daginn að labba yfir það sem heitir víst núna Ing- ólfstorg, vék að mér ungur og glað- beittur Ameríkani, benti á öndveg- issúlurnar tvær sem spýta gufu út í loftið og spurði mig hvað þetta væri. Ég sagðist ekki hafa hugmynd um það. Ég ætlaði ekki að standa þarna á torginu og útskýra að þetta væri tvíbent táknmynd sem annars vegar vísaði til sögunnar af því hvernig öndvegissúlurnar drógu Ingólf til Reykjavíkur og hins vegar til gufunnar sem hann nefndi vík- ina eftir. Arkitektarnir sem fengu þessa hugmynd eða þeir sem keyptu hana af þeim mega reyna að útskýra þetta. Ég ætla ekki að standa í því. Ekki vegna þess að mér sé eitt- hvað illa við sögu Reykjavíkur - - eða Islands ef því er að skipta. Ég hefði alveg viljað segja þessum unga Ameríkana frá Hótel fslandi, þar sem eitt sinn var víst hægt að versla sér vændiskonu fýrir góðan pening. Eða leigubílunum hans Steindórs sem var víst svo mikill svindlari að fólk var hvatt til að taka frekar strætó. Annars þekkti ég hann ekki af neinu svindli. Pabbi vann einu sinni hjá honum og sjálf- ur hafði ég eitt sinn símanúmer sem var svo líkt númerinu á Stein- dóri að ég var iðulega vakinn upp um miðja nótt þegar einhvern vantaði bíl á góðum dekkjum. Ég hefði líka getað bent Ameríkanan- um unga á hvar veggurinn var sem ég ældi á barnungur á mínu fyrsta fýlleríi á Hallærisplaninu. Eða frá ömmunni í Grjótaþorpi sem hafði svo hlýjan faðm að hún gat upprætt iilt innræti barnanna með því að halda utan um þau og hugga. Ég hefði líka getað sagt honum frá kristilegu vídeóleigunni sem Hauk- ur Pankóngur rak einu sinni í Steindórshúsinu og öllum þrautar- göngum Hauks til himna og jafn- tíðum syndaföllum hans niður í botnlausa synd. Eða frá sjoppunni Þöli þar sem maður gat fengið rauðkál á pylsuna sína - - einni sjoppa í allri Reykjavík — og undr- ast yfir því hvernig eigandanum tókst að halda uppi hárinu sem var greitt aftur að framan en upp að aftan. Og sjálfsagt mörgu öðru sem gerst hefur á þessum stað. Mér hefur hins vegar aldrei fundist þetta Hótel íslands-plan, Steindórs-plan og Hallærisplan til- heyra Ingólfi Arnarsyni. Frá því ég man eítir mér hefur hann haldið sig upp á Arnarhól og ég veit ekki bet- ur en hann sé þar ennþá. Og þar á hann heima og skiptir engu hversu margir fornleifafræðingar finna ull- artjuslur undir veggnum hjá Bald- vini Jónssyni á Aðalstöðinni. Ástæðan fýrir því að ég var svona fáskiptinn við unga Ameríkanann var því ekki bara sú að mér þykja hinar móðu öndvegissúlur kjána- legar heldur skil ég ekki hvers vegna þetta torg þarf að heita Ingólfstorg. Af hverju má það ekkí heita Stein- dórsplan, Hallærisplan eða Hótel- Islands-plan? Þetta er ágætt torg að öðru leyti og það eina í Reykjavík sem virðist ekki gert fýrir norðan- garrann. Þar er nefnilega stundum logn. Nafngiítin á þetta torg er ekki eina dæmið um teprulega um- gengni Islendinga við sögu sína. Annað dæmi er Lýðveldisgarður- inn sem einhver sagði mér að væri kominn austan megin við Þjóðleik- húsið og mér fannst ég sjá þegar ég keyrði þar fram hjá um daginn. Ekki veit ég hvað lýð- veldið er að gera þar. Ékki nema ef einhver hafi ætlað að stríða Dön- um með því að stilla því beint fyrir utan gluggana á sendiráðinu þeirra. E! I g hef lengi verið að safna þreki í að stefna mennta- I málaráðherra fyrir hönd allra þeirra kennara sem tróðu mig fullan af hverri þvælunni á fætur annarri á meðan ég var skyldugur samkvæmt lögum að sitja í grunn- skóla. Ég hef sankað að mér sum- um af þeim bókum sem ég var lát- inn lesa og prófaður upp úr. Þær eru ekki allar fallegar og Islands- sögubækurnar síst skástar. Ég held mér veitist létt að sannfæra héraðs- dómara og Hæstarétt að sökum aldurs og þroskaleysis hafi mér ekki verið unnt að greina á milli sann- leikskorna í þessum bókum og hálfsanninda og helbers uppspuna. Og að kennarar mínir hafi nýtt sér það til að ljúga mig fullan gegn betri vitund. Ég mun krefjast bóta íýrir þann tíma sem það hefur tekið mig að skrúfa ofan af vitleysurtni og ná einhverjum áttum í lífmu. Ég ætla ekki að gera mikið úr því þótt ég hafi verið látinn læra brot úr íslendingasögunum eins og þær væru hlutlausar frásagnir af sönn- um atburðum. Það er öllum börn- um hollt að logið sé að þeim ef lyg- in er falleg. Og hvort sem skrifarar íslendingasagna höfðu stundum það sem betur hljómaði í stað þess sem sannara reyndist, þá gerðu þeir það vegna þess að það var á ein- hvern hátt sannara með þeim hætti. Þótt það sé lygi, þá er það samt satt, - eins og einhver sagði. Á sama hátt er hægt að ljúga með því að segja satt. Þótt það sé satt, þá er það samt lygi, - mætti allt eins segja. Það má tína í börn einhverjar sögur af karlálkum sem stálu sér snæri og fengu að súpa seyðið af því. Af kerlingum sem voru gripnar og færðar til Miklagarðs. Af sak- lausu sveitafólki sem varð fyrir árásum enskra sjóara. Af dönskum kaupmönnum sem seldu maðkað mjöl. Af ofríki Haraldar hár- fagra, bellibrögðum Ólafs Tryggvasonar og vélráðum Há- konar gamla. Þetta var meginþemað í þeirri Is- landssögu sem ég var látinn læra í skóla. Hið illa kemur að utan. Allt illt sem hent hefur þessa þjóð er runnið undan rifjum illra útlend- inga. Ég man það til dæmis vel að okkur var sagt frá móðuharðind- unum og einokunarversluninni í sömu kennslustund þannig að við áttum ekki auðvelt með að átta okkur á hvaðan harðindin komu, frá Skaftáreldum eða dönskum kaupmönnum. Og sögubækurnar urðu til lítillar bjargar. En þessa sögu lærðu allir — um hina horfnu gullöld þjóðveldisins, djúpa niðurlægingu þjóðarinnar undir hæl útlendra þjóða og loks tignarlegt ris þjóðarinnar í sjálf- stæðisbaráttu sinni. Og sjálfsagt er ég ekki einn um að efast um að þetta sé falleg lygi og að í henni sé svo mikill sannleikur að hið allra sannasta rnegi liggja milli hluta. Þessi trú Islendinga að allt illt komi að utan liggur djúpt í þjóðarsálinni. íslendingar eru nefnilega dálítið eins og langt leiddir alkar og kenna öðrum um allt sem miður fer. Ef þeir væru ekki misskildir af þeim sem ættu að styðja þá, lítilsvirtir af þeim sem er að hugsa um að bregða mér strax til Brussel ættu að elska þá og hrakyrtir af þeim sem þeir lögðu traust sitt á þá liði þeim svo vel að þeir þyrftu ekki að drekka. Það mætti spyrja sig hvernig þeir ættu að þola þessa illu meðferð edrú án þess að drepa sig. Þessi sjálfsréttlæting kemur glögglega í ljós í æviminningum ís- lenskra sveitamanna sem hefðu brotist til mennta og orðið að stór- mennum efþað hefðu verið til fleiri en sjö bækur í lestrarfélaginu. Og hjá íslenskum bisnessmönnum sem gætu rekið fýrirtæki sín eins og menn ef þessar utanaðkomandi að- stæður væru ekki að þvælast fýrir þeirn. Og hjá íslenskum stjórn- málamönnum sem er aldrei hafnað í kosningum heldur verða fyrir fólskulegum áróðri andstæðing- anna eða fá ekki nógan tíma og pláss í fjölmiðlum til að útskýra nægjanlega hversu ágætir þeir eru. Og hjá íslenskum íþróttamönnum sem væru löngu búnir að stinga annarra þjóða menn af ef ekki væru dómarar, langar rútuferðir eða of margir áhorfendur — eins og Vé- steínn Hafsteinsson, kringlu- kastari í Seoul, sem sagðist ekkert muna eftir sér eftir að hann sté inn á völlinn, sem tók eitthvað á annað hundrað þúsund áhorfendur. Það hafi verið eins og hann væri með- vitundarlaus á meðan hann kastaði. Vésteinn náði kringlunni ekki lengra en eitthvað um fjörutíu metra, eða um helmingi styttra en næsti maður. Þrátt fyrir að Vé- steinn hafi talið ástæðu til að afsaka sig verður þetta að teljast góður ár- angur og er án efa heimsmet í flokki meðvitundarlausra. En ég var áðan að tala um Is- landssöguna og útlendinga. Allan þann tíma sem aðrar þjóðir sáu um okkur beindist þessi sjálfsréttlæting að þeim. I fyrstu hötuðumst við út í Norðmenn sem tældu annars ágæta menn til að svíkja land og þjóð. Það eina sem við munum frá ensku öldinni voru einhverjar rysk- ingar við enska sjóara. Og svo voru það Danirnir; maðkaða mjölið, handritin og allt hitt sem þeir færðu okkur. Þegar ég lærði fýrst að blóta hafði ég eftir móður minni: Djöfullinn danskur. Síðar, eftir að ég kynntist hversu ágæt þjóð Danir eru, ákvað ég að kanna hvers lensk- ir þeir himnafeðgar eru áður en ég færi að knýja dyra hjá þeim. Það er spurning hvort þar sé nokkuð betri vist en hjá danskinum neðra. En hvað um það. Þessi afstaða til útlendinga varð að lokum til þess að Islendingar urðu handvissir að í útlöndum væri ekkert skjól. Flest sem var útlent var hættulegt, kjána- legt eða af einhverjum óútskýran- legum ástæðum einfaldlega ekki fyrir íslendinga. íslenska eldhúsið er besta dæmið um þetta. Þegar ég var einn vetur í heimavistarskóla, fimmtán ára gamall, töldum við saman þá rétti sem Hansi kokkur bar á borð þennan vetur. Þeir voru sautján og þar af fengum við íjóra rétti aðeins einu sinni. Við fengum soðinn fisk og steiktan, fiskibollur og saltfisk, soðnar og steiktar kjötbollur, súpu- kjöt í myrkri og súpukjöt í karrí, kjötbúðing og fiskbúðing og lifur, nýru og hjörtu. Það er farið að fenna yfir þennan matseðil í hausn- um á mér. En á undan þessum að- alréttum fengum við mjólkur- grauta, Vilkó-súpur eða búðings- súpur gerðar úr Royal-búðingum. Ég var í stjórn nemendafélagsins og okkar helsta krafa var að fá græn- meti eða ávexti. En okkur gekk erf- iðlega að fá kröfum okkar fram- gengt. Undir vor lá ég meira og minna í móki og þegar ég kom í bæinn var ég sjúkdómsgreindur með skyrbjúg af næringarskorti. Sjálfsagt hafa einhverjir fengið betra að borða en ég á þessum ár- um en sjálfsagt hafa líka einhverjir átt bágara en ég. Þessi saga segir þó nokkuð um hversu fábreytt ís- lenska lífsstefnan var á tímum sjálf- skipaðrar útlegðar ífá öðrum þjóð- um löngu eftir að lýðveldið var stofnað. Allt þar til brestir komu í hana þegar unga kynslóðin fór að borða hippakássur úr Toro-pökk- um og dregið var úr skömmtun á ferðamannagjaldeyri. Það leiddi síðan til þess að Islendingar kynnt- ust öðrum þjóðum og nenntu ekki þessari vitleysu lengur og leyfðu sér að smakka á sumu af því sem aðrar þjóðir áttu. Samt líður okkur ekki vel inn- an um aðrar þjóðir. Við van- treystum þeim ennþá eins og konan sem var tekin í tollinum í Malaga í lok áttunda áratugarins með fimm tveggja kílóa poka af Braga-kaffi og tuttugu lítra af akur- eysku vatni. Þetta var á þeim tíma þegar íslensku kaffibrennslurnar komust upp með að kaupa svokall- að járnbrautarkaffi ffá Brasilíu, en það var notað til að drýgja kol sem knýja lestirnar áfram. Og við erurn ennþá hrædd um að þeim finnist lítið til okkar koma og finnst við of fá til að mark sé takandi á. Ástæðan íýrir því er að okkur finnst það sjálfum. Alveg eins og alkinn sem er búinn að afsaka sig með því að konan hans skilji hann ekki og yfirmaðurinn taki ekki mark á honum trúir þessu á endan- um, trúum við því að við séum snærisþjófar sem á hverri stundu geti verið gripnir, gyrt niður um og flengdir. Ein birtingamyndin af þessari sjálfsmynd er sú að við verðum af- skaplega uppveðruð á hátíðar- stundu. Það er á þeim hátíðar- stundum sem tengjast sögu lands ogþjóðar. Isíendingar er nefnilega afskap- lega lélegir veislumenn og eiga bágt með að gera stærstu stundir lífs síns eftirminnilegar. Þegar maður situr í íslensku brúðkaupi fær rnaður það til dæmis á tilfinningu að brúð- hjónin ætli bara að tjalda til einnar nætur og vilji helst rumpa því af. Brúðkaup ættu að vera glöð og holdleg en eiga það til að vera álíka kitlandi og fermingarveislur. Þegar kemur hins vegar að af- mælum Háskólans, íslandsbyggðar eða lýðveldisins finnst Islendingum sjaldnast nóg gert fyrr en þeir hafa drekkt sér í þjóðkórum og ávörp- um. Sem öll endurspegla trúna á að 32 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994 =

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.