Eintak

Issue

Eintak - 16.06.1994, Page 33

Eintak - 16.06.1994, Page 33
við séum einstök og værum ein- stakari ef við hefðum ekki verið svo óheppin í gegnum söguna. Alveg á sama hátt og alkinn getur verið upplitsdjarfur vegna þess að hann veit að margur annar hefði farið ver út úr þeim raunum sem á hann voru lagðar. Þess vegna stöndum við í hnapp og tökum raunum há- tíðardagskrárinnar, eins og til að sanna að við getum staðist hvað sem er. En það er ekki ástæðan fyrir því að ég ætla ekki á Þing- völl. Ég hef nefnilega bitið það í mig að ég sé af sambærilegri kynslóð og þau ungmenni úr sveit- unum sem voru send í kaupstaðinn til náms eða vinnu á sínum tíma, og komust að því að sollurinn var ekki eins illur og af var látið. Hann smakkaðist bara vel. Og alveg eins og þetta fólk stóð uppi á Skaga fyrr á öldinni og mændi til Reykjavíkur, þá stendur mín kynslóð á Hafnar- bakkanum í Reykjavík og mænir út til Evrópu eða Ameríku. Og það er sama hversu gaman mér þykir að búa á íslandi og hversu gaman mér þykir að Islend- ingum, smátt og smátt mun ég gleyma þjóðerniskenndinni sem var troðið í mig í æsku. Og alveg eins og fólkið í sveitunum hangir þar á ástinni á heimahögunum og hatrinu á Reykjavík, þannig mun ég rjúka út um leið og þetta haldreipi slitnar. © FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994 33

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.