Eintak

Eksemplar

Eintak - 16.06.1994, Side 41

Eintak - 16.06.1994, Side 41
H VER? Gauti Gunnarsson er ungur mað- ur sem tekur lífinu af mikilli ró. Hann eyðir deginum í Húsdýra- garðinum þar sem hann starfar sem dýrahirðir og hefur meðal annars á sinni könnu að mjólka kýrnar og gefa grísunum. Gauti er menntaður búfræðingur og það má kannski orða það sem svo að hann sé síðasti bóndinn í dalnum, Laugardalnum. H VAÐAN? Gauti er úr Flóanum. Hann ólst upp í sveit og tók alltaf virkan þátt í sveitastörfunum. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi úr Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fór hann í byggingarvinnu. Eftir að hafa starf- að við það um tíma ákvað hann að snúa við blaðinu og fara í Bænda- skólann á Hvanneyri. „Ég ákvað að það væri í lagi að leyfa að minnsta kosti einum draumi að rætast og dreif mig því í Bændaskólann." Hv ERT? Að starfa sem dýrahirðir í Húsdýra- garðinum í Reykjavík er mjög ólíkt því að vera bóndi á eigin jörð í Fló- anum. Þrátt fyrir að Gauta leiðist ekki í garðinum stefnir hann á í fyllingu tímans að kaupa sér jörð. „Það er ekki hlaupið að því að fá jörð en draumurinn var alltaf að verða bóndi úti í sveit og ég er ákveðinn í að láta þann draum ræt- ast.“ H VAÐ? Dýrahirðamir í Húsdýragarðinum eru þrír. Starf þeirra felst fyrst og fremst í því að sinna dýrunum, sjá til þess að þau hafi nóg að éta og líði vel. Þeir sjá einnig um að þrífa húsin, taka á móti gestum og svara spurningum frá forvitnum krökk- um. „Ég held að dýrunum líði mjög vel hjá okkur,“ segir Gauti. Við reyn- um að gera eins vel við þau og við mögulega getum. Einu villtu dýrin sem eru hér eru nokkur hreindýr og selir. Þau eru kannski ekki eins ánægð og aðrir íbúar Húsdýra- garðsins en við reynum að láta þeim líða sem best, gefum þeim fjölbreytt fæði og reynum að gera allar aðstæður sem eðlilegastar fyrir þau.“ Hv 'VERNIG? Húsdýragarðinum er skipt í þrjú svæði og sér hver dýrahirðir um eitt svæði í hverri viku. í þessari viku Nafn: Gauti Gunnarsson Fæðingardagur: 1. desember 1969 Hæð: 182 cm Þyngd:78 kg Sérkenni: Er áberandi sérvitur. sér Gauti um kýrnar og svínin. Meðal þeirra starfa sem hann þarf að sinna í fjósinu er að mjólka kýrnar. Gestir Húsdýragarðsins fylgjast með Gauta þegar hann þríf- ur spenana og festir mjólkunarvél- ina á þá. Krakkahópurinn sem safnast í kringum hann lætur spurningarnar dynja á dýrahirðin- um. Hann svarar öllu greiðlega á meðan hann gefur svínunum spen- volga mjólk úr kúnum. Þeir hrína í kór við krakkana sem hlæja og vilja líka fá að smakka. Mjólkin úr kún- um er einnig notuð út í kaffið hjá starfsfólkinu og það er Gauti sem þarf að sjá um að koma henni á rétta staði. Gauti þarf líka að sinna kálfunum sem eru aðeins þriggja daga gamlir. Hann var í fríi þegar þeir komu í heiminn og missti því af fæðing- unni en þegar nýir íbúar bætast við í Húsdýragarðinum eru það dýra- hirðarnir sem bregða sér í ljósmóð- urhlutverkið. fTVERS VEGNA? Gauta dreymdi alltaf um að verða bóndi. Hann fór í Bændaskólann á Hvanneyri og hefur síðan unnið ýmis störf er snúa að búfræðinni. Hann hefur til að mynda unnið í sauðfjársláturhúsi og við rúningar. Síðasta sumar eignaðist hann barn og starfaði sem húsfaðir fram að áramótum. Þá sá hann starfið í Húsdýragarðinum auglýst og sótti um. Hann hefur unnið sem dýra- hirðir og líkar vel þrátt fyrir að starfið sé gjörólíkt því sem hann sá fyrir sér í sveitinni. „Ég held mest upp á kýrnar. Þær hafa mjög góð og róandi áhrif á mig. Það eru fáir sem trúa því að þær séu skemmtilegar en þær hafa vissulega hver sinn persónuleika. Svo launa þær vel ef maður gerir vel við þær. Það eru alveg hreinar lín- ur.“ © EINAR MED OLLUM leiðinni í sturtu hitti ég hann Braga. Óttalegt var að sjá hann með þennan lubba og þjóðhátíð á morgun! Hann æmti og skræmti, í sárum trega vegna hármissisins. Óhljóðin drógu að hersingu banda- rískra kvikmyndatökumanna sem þótti þetta undarleg uppákoma, þangað til það var útskýrt að svona nýtti landinn hádegisverðarhlé sitt. Framhald FIMMTUDAGUR 16. JÚNl 1994 41

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.