Eintak

Issue

Eintak - 16.06.1994, Page 44

Eintak - 16.06.1994, Page 44
 H M-I' ITALIA - IRLAND: EINN AF STORLEIKJUM HM ‘94 Ekkert gefíð eftir Á laugardaginn, 18 júní, verður leikinn í New York í Bandaríkjunum ieim leikjum sem spark- fræðingar telja hvað líklegastan til að verða minnst í sögunni. Þá mætast, í beinni útsendingu Sjónvarpsins kl. 20:05, Italir og Irar á hinum glæsilega Giants leikvangi í New York, líklega frægasta knatt- spyrnuvelli Bandaríkjanna fyrr og síðar en hann var heimavöllur hins fræga New York Cosmos á byrjun- arárum bandarískrar knattspyrnu. Þá léku á vellinum kappar eins og Beckenbauer, Pelé og Ne- eskens og reyndu að kynna þessa frábæru íþrótt fyrir Bandaríkja- mönnum. Völlurinn, sem byggður var árið 1976, er reyndar þremur metrum þrengri en alþjóðlegar reglur segja til um en þótti samt alitof góður og frægur til að standa ónotaður í keppninni. Byrjunarleikurinn á vellinum, Italía á móti Irlandi, er merkilegur fyrir margra hluta sakir. New York er mikið til byggð innflytjendum, mörgum sem enn muna æskuárin í Evrópu, og því má segja að íbúar írsku og ítölsku hverfanna í borg- inni geri það að verkum að þjóð- irnar leika nánast sem á heimavelli í borginni. Itali er farið að þyrsta í titil eftir mögur ár að afloknum heimsmeist- aratitlinum 1982. Arrigo Sacchi, hinn 48 ára gamli landsliðsþjálfari Itala, er sá maður sem mikið mun mæða á í keppninni. Hann hefur aldrei látið lið sín spila varnarbolta heldur er sóknarbolti hans ær og kýr. Sacchi hefur í undirbúningn- um verið sakaður um of mikla til- raunastarfssemi og ringulreið í mannavali og keppnin verður því endanlegur dómur á verkum hans. Kollegi hans í írska liðinu, Jack Charlton, er hetja á Irlandi og nánast í dýrlingatölu. Þrátt fyrir að hann sé Englendingur segir hann tilfínningar sínar þær sömu og inn- fæddra í garð liðsins og liðið sé honum allt. Irar náði frábærum ár- angri á Ítalíu fýrir fjórum árum, komust þá í fjórðungsúrslit, og verður erfitt fyrir þá að bæta þann árangur nú. © einn af Denis Irwin, 28 ára gamall varnarmaður er ein helsta stjarna ira í keppninni. Einn mikilvægasti (en þó vanmetnasti) hlekkurinn í frábæru liði Manchester United sem vann tvöfalt á Englandi íár og menn gera að því skóna að irwin muni skipa sama sess íliði íra. Irwin er vinstri bakvörður hjá United en hefur venjulega leikið hinum megin hjá Charlton. En hinn efnilegi Gary Kelly er lík- legur til að gera það að verkum að hann flytji sig enn um set í vörninni. Einn helsti kostur Irwins sem leikmanns er jafnvægi hans og hversu auðvelt er að treysta honum. Sumir kalla hann draum þjálfarans, hann liggi ekki á boltanum og sé afar ná- kvæmur í sendingum sinum. Á seinni árum hefur Irwin siðan tek- ið upp á þvíað æða upp völlinn og þruma að marki og eftir glæsilegt mark úr aukaspyrnu fyrir tveimur árum er hann nú sér- legur aukaspyrnusérfræðingur liðsins. © Bandaríkjamenn eru í erfiðum riðli Hafa Kólumbíumenn kraftinn sem þarf? Riðill gestgjafanna, Bandaríkj- anna, er í meira lagi erfíður. Þótt segja megi kannski um flesta riðl- ana í keppninni að allir leikir séu erfiðir og engin stig séu gefin fyrir- fram, er ljóst að lið Bandaríkjanna mun eiga í vandræðum með að komast upp úr riðlinum, nokkuð sem talið er nauðsynlegt eigi knatt- spyrnan að ná fótfestu í landinu. Á laugardaginn verða leiknir tveir leikir í A-riðli og verða þeir báðir sýndir í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Annars vegar er leikur heimamanna gegn öflugu liði Sviss og hins vegar mætast Kólumbíu- menn og Rúmenar. © A-riðill Bandaríkin Kólumbía Sviss Rúmenía Fvrstu leikir: 18/6 kl. 15:35 Bandaríkin - Sviss 18/6 kl. 23:35 Kólumbía - Rúmenía 4-4-1-1 írland 1 Pat Bonner 2 Dennis Irwin 5 Paul McGrath 3 Terry Phelan 8 Ray Houghton 6 Roy Keane 7 Andy Townsend 10 JohnSheridan 11 Steve Stounton 14 Phil Babb 15 Tommy Coyne Þjáifari: Jack Charlton 4-4-2 Italía j I Gianluca Pagliuca 9 Mauro Tassotti 4 Alessandro Costacurta 6 Franco Baresi 5 Paolo Maldini 13 Dino Baggio II Demetrio Albertini 14 Nicola Berti 16 Roberto Donadoni 10 Roberto Baggio 20 Giuseppi Signori Þjálfari: Arrigo Sacchi Enzo Scifo Skærasta stjarna Belga. Noureddine Naybet Traustur Varnarmaður. BELGÍA - MAROKKÓ Leikið í eyði merkurhita Belgía og Marokkó leika opnunarleik F-riðils sem hlýtur að teljast slakasti riðill keppninnar en auk þessara þjóða eru Holland og Saudi-Arabía í riðiinum. Belgar hafa verið með í síðustu þremur HM-keppnum og ávallt sýnt skemmtilega knattspyrnu þó liðið hafi ekki enn uppskorið verð- launasæti. Það er ekki útlit fyrir að Belgum takist að bæta úr málmleysi sínu í Bandaríkjunum. Þó að í lið- inu séu reyndir leikmenn eins og Enzo Scifo, þeirra skærasta stjarna, Michael Preud’Homme ogVan der Elst sem hafa leikið yf- ir fimmtíu landsleiki, er liðið ekki nógu sterkt til að komast mikið lengra en í riðlakeppnina. Belgar gætu þó komið á óvart, sérstaklega ef markahrókurinn Luc Nilis verð- ur í stuði og ekki skemmir það fyrir þeim að nýverið bættist þeim góður liðsstyrkur í Króatanum Josip Weber en hann varð belgískur rík- isborgari all snögglega fyrir stuttu. Weber lék sinn fyrsta leik með landsliðinu um þarsíðustu helgi gegn Zambiu og skoraði þá fimm mörk. Það kemur sér vel fyrir Mar- okkómenn að mæta Belgum í eyði- merkurhitanum í Orlando en það er þó hæpið að hitinn sigri fyrir þá leikinn. Liðið er ekki sérlega sterkt en hefur góða einstaklinga innan- borðs. Efstur á þeim lista er Nour- eddine Naybet sem hefur nýlokið sínu fyrsta tímabili með Nantes í Frakklandi. Hann leikur stöðu aft- asta varnarmanns, er sterkur í loft- inu og einnig traustur vel á velli. Stærsti möguleiki í keppninni Marokkó er leikurinn við Saudi- Arabíu sem væntanlega verður úr- slitaleikurinn um þriðja sætið í riðlinum, en það gefur möguleika á að komast áfram í milliriðil. © port Roberto Baggio, 27 ára gamall sóknarmaður, talinn besti knattspyrnumaður heims. Keppnin í Bandaríkjunum 1994 gæti lyft honum á stall goðsagna á borð við Paolo Rossi og Mar- adona og hann veit afþví. Enginn annar ieikmaður mun þurfa að sitja undir öðrum eins rannsóknum á getu í keppninni og hann og sumir segja að pressan á honum sé nánast óbærileg. Baggio var valinn besti leikmaður Evrópu og síðar heims á síð- asta ári og ítalir setja allt sitt traust á að hann verði í sannkölluðu toppformi á réttum tíma fyrir átökin. Það að lið hans, Juventus, reið ekki feitum hesti á síðustu leiktíð þykir vera honum til tekna, hann hefur haft undanfarna mánuði tii að undirbúa sig andlega undir þessi miklu átök og þessa gríðarlegu ábyrgð. © BANDARÍKIN - SVISS Fáar stiömur [ÍT5S5] Lið Bandaríkjanna mæt'r nlr Lklega til leiks sterkara en nokkru sinni fyrr. Lið Velibor „Bora“ Mjulit- onic er þó eins og áður sagði í afar erfiðum riðli og hver leikur liðsins verður upp á líf og dauða. Bandaríska liðið hefur verið í mótun undanfarin þrjú ár. Það er því afar sorglegt til þess að hugsa ef því tekst ekki að leika meira en átta daga í keppninni. Ólíkt mörgum gestgjöfum undangenginna móta eru taldar litlar líkur á að liðið komist áfram og ef það tekst ekki er það í fyrsta sinn sem gestgjafarnir komast ekki áfram. Bandaríska liðið hefur fáum stjörnum á að skipa. Efenginn leik- manna þess kemst á flug, eins og til dæmis Salvatore Schillaci gerði fyrir Itala 1990, er ljóst að róðurinn verður þungur. Eini plúsinn er sá að þjálfari liðsins er öllum hnútum kunnugur og er vanur því að gera mikið úr litlu; í síðustu keppni kom hann á óvart með liði Costa Rica og þar áður komust Mexíkómenn í fjórðungsúrslit undir hans stjórn. Stjarna liðsins, ef stjörnu skyldi kalla, er Eric Wynalda Hann er 25 ára gamalla framherji og er hvað líklegastur bandarísku leikmann- anna til að verða stjarna í heima- landinu. Hann þykir íþrótta- mannslega vaxinn og ekki spillir fyrir að hann er mjög markhepp- inn. Wynalda var í HM liði Banda- ríkjanna á Italíu fyrir fjórurn árum og hóf atvinnumennsku hjá þýska liðinu Saarbrucken tveimur árum síðar. Hann var hins vegar nýlega seldur til Bochum og mun leika í framlínu þess í úrvalsdeildinni þýsku á næsta tímabili, við hlið Þórðar Guðjónssonar. Svisslendingar eru hins vegar með lið sem gæti komið í keppn- inni, séð og sigrað eins og til dæmis Kamerúnmenn gerðu eftirminni- lega 1990. Enski þjálfarinn Roy Hodgson hefur nánast gert krafta- verk með liðið og er það nú talið með þeim sterkari í heiminum. Liðinu gekk afar vel í undan- keppninni og slógu meðal annars í gegn í leikjunum við ítali. Þetta er fyrsta alvöru úrslitakeppni liðsins síðan 1966 og því er metnaðurinn mikill til afreka. Helsti styrkleiki liðsins er talinn vera mjög beittur sóknarleikur, bæði í formi pressu og skyndisókna. Sá leikmaður sem Svisslendingar reiða sig hvað mest á þegar til kast- anna á að koma heitir Ciriaco Sforza og er 24 ára gamall miðvall- arleikmaður. Sforza er leikstjórn- andi liðsins og þykir einkar laginn við að koma boltanum á samherja auk þess sem skot hans þykja einkar hnitmiðuð. Sforza þykir hafa staðið sig stórkostlega í vetur með þýska liðinu Kaiserlautern en þangað kom hann fyrir ári frá Grasshopp- ers í Sviss þar sem hann lék við hlið Sigurðar Grétarssonar. Það er því alveg ljóst að róðurinn verður þungur fyrir Bandaríkja- menn og að búast má við skemmti- legum leik. © FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.