Eintak - 16.06.1994, Síða 45
WortdCup 94 .VÆ El "94
NOREGUR - MEXIKO
Martin Dahlin
er 26 ára gamall og var
kjörinn knattspyrnumaður
Svíþjóðar í fyrra. Sjö mörk
hans í níu leikjum með
landsliðinu áttu ekki lítinn
þátt íþvíkjöri. Dahlin sem
leikur með Borussia
Mönchengladbach. og
Thomas Brolin sem leikur
með Parma á ítaliu munu
eflaust verða vörn
Kamerún skeinuhættir.Q
SVÍÞJOÐ -
KAMERÚN
Svíar æstir í að sýna
betri leik en á HM ‘90
Hæpið að Kamerún endurtaki leikinn frá Ítalíu.
HM á Ítalíu '90 var mar-
tröð fyrir Svíþjóð en þá
tapaði liðið öllum þrem
WorhlCiip 94
* *
»v
ur leikjunum sem það lék. Þó Svíar
hafi lent í erfiðasta riðli keppninnar
að þessu sinni, með Kamerún,
Rússum og Brasilíu, eru möguleik-
ar þeirra ágætir. Sænska liðið hefur
bætt sig verulega frá því fyrir fjór-
um árum og fyrirfram geta frændur
okkar, Svíar, gert sér ágætar vonir
um gengi sinna manna, ekki síst
þegar Evrópukeppnin fyrir tveimur
árum er höfð í huga en þá náði
sænska liðið í undanúrslit. Sóknar-
dúett Svía er ekki af verri endanum,
Thomas Brolin sem leikur með
Parma á Ítalíu og Martin Dahlin
sem leikur með Borussia Mönc-
hengladbach. Það þekkja sjálfsagt
flestir Brolin úr ítalska boltanum
en færri Dahlin, þar sem leikir úr
þýsku knattspyrnunni eru ekki oft
sýndir hér. Dahlin er 26 ára gamall
og var kjörinn knattspyrnumaður
Svíþjóðar í fyrra. Sjö mörk hans í
níu leikjum með landsliðinu áttu
ekki lítinn þátt í því kjöri. Þegar
þessir sóknarmenn hafa síðan leik-
menn eins og Jonas Thern og
Stefan Schwarz til að mata sig af
sendingum getur voðinn verið vís
íyrii anusiæoingana.
Að þessu sinni eru það Kame-
rúnmenn sem slógu í gegn í sömu
keppni og Svíum gekk svo hörmu-
lega. Það er lítil von unt að Kame-
rún endurtaki leikinn frá Italíu.
Liðið hefur svo til ekkert fengið af
nýjum leikmönnum og það er
dæmigert að öldungurinn Roger
Milla, sem vann hug og hjörtu
knattspyrnuunnenda fyrir fjórum
árum, er í hópnum núna, orðinn 42
ára gamall. Það mun þó hjálpa
mikið að þjálfari liðsins, Frakkinn
Henri Michael er ekki af verri
endanum, en það var hann sem
stýrði ffanska liðinu í þriðja sætið á
HM í Mexíkó ‘86. Q
Norðrið mætir
suðrinu
Hvemig standa Norðmenn sig í hitanum
á móti svækjuvönum Mexíkómönnum?
Noregur og Mexíkó mæt-
ast á sunnudag í Wash-
ington en þá verða liðin
WoddCup
.'SSs
fimmtíu og sex ár síðan Norðmenn
hafa tekið þátt í úrslitakeppni HM.
Síðast voru þeir með í Frakklandi
1948.
Norðmenn koma geysisterkir til
leiks í Bandaríkjunum. Þeir unnu
sinn riðil í undankeppninni og þar
skutu þeir ekki minni þjóðum en
Hollendingum og Englendingum
ref fyrir rass. Þeir sigruðu bæði
þessi lið í Osló og gerðu jafntefli i
útileikjunum, en það er meira en að
segja það að fara heim með annað
stigið frá Wembley.
Norska liðið leikur kannski ekki
áferðarfallegustu knattspyrnu í
heimi en hún hefúr svo sannarlega
verið árangursrík. Þennan góða ár-
angur má fyrst og fremst þakka ein-
um manni, Agli Olsen sem tók við
þjálfun norska landsliðsins 1990.
FÍann er orðinn þjóðhetja í Noregi
og eru miklar væntingar gerðar til
liðsins. Egill leggur mikla áherslu á
traustan varnarleik og sterkt miðju-
spil og þar sem norska liðið leikur
venjulega aðeins með einn fram-
herja mæðir mikið á miðjumönn-
unum sem verða að fylgja vel með í
sóknina. Fremsti maður liðsins er
Jan Age Fjortoft sem íslenskir
knattspyrnuunnendur þekkja vel
úr ensku knattspyrnunni þar sem
hann leikur með Swindon.
Erfiðasti mótherji Norðmanna í
keppninni gæti orðið hitinn. Leik-
imir fara flestir fram síðdegis þegar
sólin er enn á lofti og hitinn getur
farið allt upp í 35-40 gráður á celsí-
us.
Mótherjar Norðmanna á sunnu-
daginn, Mexíkómenn, eru hins
vegar vanir svækjunni og getur það
reynst þeim drjúgt í leikjunum við
Evrópuþjóðirnar þrjár sem eru
með þeim í riðli.
Mexókó leikur „aggresíva“ sókn-
arknattspyrnu með þrjá leikmenn í
fremstu víglínu. Þessi Ieikaðferð
hefur skilað liðinu mörgum góðum
sigrum síðasta árið og það fellur að
sjálfsögðu hinum blóðheitu áhang-
endum liðsins ákaflega vel. Þjálfari
Mexíkó er Miguel Mejia Baron
en eins og Egill, hinn norski kollegi
hans, er Baron orðinn þjóðhetja í
heimalandi sínu.
I undankeppninni skoraði Mexí-
kó að meðaltali 3 mörk í leik og
ættu knattspyrnuunnendur að
fylgjast vel með liðinu sem hefur
marga skrautlega leikmenn innan-
borðs. Ef liðið gleymir sér ekki al-
gjörlega í sókninni hefur það alla
burði til þess að ná langt en vissu-
lega er við ramman reip að draga
því E-riðillinn, þar sem Italía og ír-
land eru einnig, er gífurlega erfið-
ur.©
Ketill Rekdal 25 ára miðvallarleikmaður. Aflstöð norsku
miðjunnar, geysilega líkamlega sterkur og trúrþeirri stefnu þjálf-
ara síns að leika fast og hlífa ekki andstæðingunum. Það er
dæmigert fyrir leikstíl Noregs að miðjumaðurinn Ketill var marka-
hæsti maður liðsins í undankeppninni. Hann er mjög skotviss og
hikarekki við að láta vaða aflöngu færi. Ketill lék síðasta keppn-
istímabil með Lierse í Belgíu. Q
-RIÐILL
ÍTALÍA
ÍRLAND
Noregur
Mexíkó
Fvrstu leikir:
18/6 kl, 20:05
Ítalía - írland
19/6 kl. 20:05
Noregur - Mexíkó
I / r SI I 1—31 ■ «. «« m. - -
rvJi-UiviDiM - MUMtNIA
Vérður Kólumbía lið keppninnar?
Þriðji leikurinn á laugar-
daginn verður síðan við-
ureign Kólumbíumanna
og Rúmena.
Báðar þjóðirnar tóku þátt í úr-
slitakeppninni fyrir fjórum árum
og þá stóðu Rúmenar sig betur. Nú
er hins vegar talið líklegt að Kól-
umbíumenn standi sig vel, sumir
ganga svo langt að tala um lið
keppninnar.
5:0 burst Kólumbíumanna á
Argentínumönnum úr undan-
keppninni sýnir svo ekki verður
um villst að þetta er lið sem ber að
taka alvarlega. Sigurinn gulltryggði
þeim ekki einungis farmiðann til
Bandaríkjanna heldur gerði hann
einnig lýðum ljóst að hér er komið
lið sem á möguleika á að fara alla
leið og vinna sjálfan titillinn.
Fyrir þjóð sem aldrei hefúr náð
neinum árangri í keppninni áður,
að komast í aðra umferðina á Italíu
árið 1990 var þeirra besti árangur til
þessa, eru þetta auðvitað mikil tíð-
indi. Það er hins vegar alveg ljóst að
liðið hefur mikla getu, þjálfarinn
Francisco Maturana hefur úr
frábærum hóp að velja og stjörnur
eins og Valderama, Herrera og
Asprilla komast í hvaða lið sem er.
Spurningin er sú hvort Kólumbíu-
menn með alla þessa snilld og
tækni geta fengið stálið til sín líka,
baráttan verður einnig að vera fyrir
hendi til að ná árangri.
Rúmenska liðið er tiltölulega
óskrifað blað fyrir keppnina. Þeir
eru hins vegar staðráðnir í að bæta
árangurinn á HM á Italíu þegar
þeir voru óheppnir að vera slegnir
út í YÍtaspymukeppni við fra f sex-
tán liða úrslitum. Anghel loarde-
nescu þjálfari er bjartsýnn og telur
að leikmenn eins og Florín
Raducioiu, sem leikur með AC
Milan eigi eftir að slá í gegn. Florin
þessi er frábær ffamherji
sem lítið hefur fengið að
spreyta sig með AC.
Leikstjórnandinn Ghe-
orghe Hagi er maður-
inn sem traust manna er
sett á. Hann er 29 ára
gamall og er talinn besti
knattspyrnumaður sinn-
ar kynsióðar í Rúmeníu.
Hann hefur undanfarin
tvö ár leikið með ítalska
liðinu Brescia eftir eitt ár
mikilla vonbrigða hjá
spænska liðinu Real
Madrid. ©
Gheorghe Hagi,
er maðurínn sem
Rúmenar setja traust
sitt á. Hann er talinn
besti knattspymu-
maður sinnar kynslóð-
ar iRúmeniu.
Jorge Campos, 27 ára markvörður. Mjög litrikur og
skemmtilegur leikmaður. Aðdáendur mexíkóska liðsins hafa
ósjaldan sopið djúpar hveljuryfir tilþrifum Camposar, ekki bara á
milli stanganna heldur líka úti á velli. Campos á það nefnilega til
að bregða sér með í sóknina og minnir á köflum all óþyrmilega á
annan latneskan markvörð, René Higuita sem eitt sinn varði
mark Kólumbíu. Það er spurning hvort knattspyrnuaðdáendur
séu reiðubúnir fyrir annan geggjaðan markmann. Campos hefur
sér til afsökunar að hafa einu sinni verið sóknarmaður og þörfin
fyrir að sóla á það til að brjótast upp í honum.
Ef Campos hefur stjórn á þeirri þörf má þekkja hann á öðru
eink&nni’ <zkær-nnnn nraannm hi'irtirtnm irn ozam honn oþorfar iafn-
an á vellinum. Q
4-5-1
Noregur
4-3
Pi
1 Erik Thorstved
2 Gunnar Halle
4 Rune Bratseth
5 Stig Inge Bjorneby
u Josíen río
7 Erik Mykland
9 Jan Age Fjortoft
10 Kjetil Rekdal
11 Jahn Ivar Jakobsen
20 Henning Berg
22 Lars Bohinen
Þjálfari: Egil Olsen
Mexíkó
1 Jorge Campos
2 Claudio Suarez
3 Juan Ramirez Perales
4 Ignacio Ambriz
5 Ramon Ramirez
6 Marcelino Bemal
7 Carlos Hermosillio
8 Alberto Garcia Aspe
10 LuisGarcia
11 Zague
21 Raul Gutierrez
Þjálfari: Miguel Mejia Baron
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994