Eintak - 16.06.1994, Qupperneq 46
WorldCup 94 V EE
Þrátt fyrir að ekki verði séð að neinn skortur verði á stjörnum á HM verða margir af bestu
knattspyrnumönnum samtímans fjarri góðu gamni.
Súpeisljömur á
áhorfendabe
unum
Hver verður knattspyrnumaður
heimsmeistarakeppninnar í Banda-
ríkjunum; Roberto Baggio frá
Italíu, Faustino Asprilla frá Kol-
umbíu, Lothar Matthaus frá
Þýskalandi, Redondo frá Argent-
ínu, Romario frá Brasilíu eða
Dennis Bergkamp frá Holiandi?
Eða jafnvel Martin Dahlin frá Sví-
þjóð, Hristo Stoitchkov frá Búlg-
aríu eða Rune Bratseth frá Nor-
egi? Eða einhver ailt annar?
En hver svo sem fær þennan titil
þá verður það ekki Ruud Gullit
sem gekk út af æfingu hjá hollenska
landsliðinu fyrir tveimur vikum og
stimplaði sig þar með út úr keppn-
inni. Og þar sem Frökkum tókst
ekki að tryggja sér sæti í úrslita-
keppninni verður það ekki heldur
Eric Cantona, knattspyrnumaður
ársins í Englandi og þriðji besti
knattspyrnumaður Evrópu á eftir
þeim Roberto Baggio og Dennis
Bergkamp. Og þannig verður það
með fleiri af bestu knattspyrnu-
mönnum samtímans. Ef þeir koma
við sögu í keppninni verður það á
áhorfendapöllunum.
Aðdáendur ensku knattspyrn-
unnar mun eflaust sakna margra af
uppáhaldsleikmönnum sínum. Al-
an Shearer, Mark Huges, David
Platt, Paul Ince, Gary McAllister
og Ryan Giggs verða allir fjarri
góðu gamni eftir að Englendingar
misstu af úrslitakeppninni eftir
ósanngjarnt tap gegn Hoilending-
um í Rotterdam.
En fjarvera enska landsliðsins er
ekki eina áfallið fyrir aðdáendur
enska boltans og þá sérstaklega
fylgjendur Manchester United.
Eins og áður sagði verður Eric Can-
tona ekki með, Peter Schmeichel
verður líka heima eins oe aðrir
Eric Cantona Ruud Gullit
Knattspyrnumaður Englands horfir á heimsmeistarakeppnina í sjón- Hann tók pokann sinn eftir landsliðsæfingu fyrir tveimur vikum og
varpinu eins og við hin. Ekki vegna þess að Englendingar komust lofaði þvíað segja okkur hvers vegna, þegar hollenska liðið hefði
ekki í úrslit heldur vegna þess að Frakkar gerðu það ekki heldur. lokið keppni.
landsliðsnefndarinnar og lögðu
blátt bann við að Marco van Bas-
ten, þrefaldur knattspyrnumaður
ársins í Evrópu, fengi að leika með
því vegna þrálátra meiðsla.
Van Basten er ekki eini leikmað-
urinn í heimsklassa sem situr
heima vegna meiðsla. Svíinn Par
Zetterberg er meiddur, þýsku
miðjumennirnir Christian Ziege
og Thomas Doll, Búlgarinn Liu-
boslav Penev, Rúmaninn loan
Sabau, Hollendingurinn Erwin
Koeman, ítalski miðjumaðurinn
Steano Eranio, brasilíski varnar-
maðurinn Mozer, Norðmaðurinn
Tore Pedersen og írski senterinn
Niall Quinn.
Annar hópur leikmanna á
heimsmælikvarða tókst óvænt ekki
að vinna sér sæti í hópi landa sinna
sem fara á HM. Má þar nefna
markvörð Inter Milan Walter
Zenga og Attilio Lombardo frá
Sampdoria. Tveir ítalskir leikmenn
eru nýkomnir af sjúkralista og tókst
ekki að komast í nægjanlega góða
leikþjálfun; Gianluca Vialli frá Ju-
ventus og Gianluigi Lentini frá AC
Milan. Tvær brasilískar stjörnur úr
franska boltanum, Valdo úr París
Saint-German og Anderson úr
Marseille, eru elcki með sínu liði.
Tveir gamalreyndir Svíar drógu sig
í hlé fyrir keppnina; Johnny
Ekström og Stefan Pattersson
og fjóreykið úr Real Madrid; Mich-
ei, Butragueno, Sanchis og
Martin Vazques fengu ekki náð
fyrir augum spánska einvaldsins
Javier Clemente. Fleiri af bestu
leikmönnum Real Madrid sitja
heima; Prosinecki frá Króatíu,
Dubrovsky frá Slóvakíu og Za-
morano frá Chile sitja allir heima
þar sem landslið þeirra unnu sér
ekki rétt til þátttöku.
Danir og Kanchelskí er einn af
þeim sex Rússum sem neituðu að
spila með landsliði sínu vegna
ósættis við Pavel Sadyrin þjálfara.
Aðeins tveir af leikmönnum Manc-
hester United, sem unnu tvöfalt
síðasta vetur, verða með á HM. Það
eru írarnir Roy Keane og Denis
Irwin.
Englendingar eru annað af
tveimur liðum sem hafa unnið
heimsmeistaratitilinn sem ekki
verða með í Bandaríkjunum, en
fyrir fjórum árum voru öll sex sig-
urliðin með. Nú vantar Uruguay
auk Englands. Og þar með verða
leikmenn á borð við Ruben Sosa
frá Inter Milan og Daniel Fonseca
frá Napólí utan vallar. Það er full
ástæða til að sakna þessara tveggja
þar sem þeir voru markahæstir
allra útlendinga í ítölsku deildinni í
vetur. Af öðrum leikmönnum í
ítölsku deildinni sem verða ekki
með á HM má nefna sóknarmann
Cagliari, Luis Oliveira, sem á sama
hátt og Gullit talaði sig út úr belg-
íska landsliðinu. Félagi hans í
Cagliari, Julio Cesar Dely Vald-
es, tókst ekki að tryggja sér þátt-
töku með Panama-mönnum.
Af þeim sextíu útlendu leik-
mönnum sem léku með ítölskum
liðum síðastliðinn vetur mun að-
eins einn þriðji af hópnum leika í
Bandaríkjunum. Sem dæmi má
netna at sjö útlenaum íeiKmonnum
AC Milan mun aðeins Rúmeníu-
maðurinn Florin Raducioiu spila
á HM. Allir þrír útlendingarnar
sem tóku þátt í stórsigri AC Milan á
Barcelona í vor sitja heima. Dejan
Savicevic er frá Svartfjallalandi og
hefur ekki fengið að leika með
landsliði í tvö ár og sömu sögu er
að segja af fyrrum félaga hans með
júgóslavneska liðinu, Króatanum
Zvonimie Boban. Marcel Desa-
£Mi.m «« lílrrt. c.iÁ Á oftir forcprUinJim
lliy lllctlll ÍIAU OJCl a Cllll iui
til Bandaríkjanna þegar Búlgarar
slógu Frakka út óvænt í París. Je-
an-Pierre Papin situr einnig
heima með franska landsliðinu
(eins og hann hefúr reyndar setið á
bekknum á Milan). Það sama gildir
um Brian Laudrup úr danska
landsliðinu. Hollenska liðið tryggði
sér sæti í úrslitakeppninni en for-
ráðamenn AC Milan létu hins veg-
ar ekki undan þrábeiðni hollensku
Fíns no áður sasði hætti Manc-
hester United-maðurinn Kanchel-
skí í rússneska liðinu vegna
óánægju með ráðningu Pavel Sa-
dyrin sem landsliðseinvalds. Og
sama gerðu fimm aðrir rússneskir
leikmenn sem spila í Vestur-Evr-
ópu; Shalimov, Kolyvanov,
Kulkov, Dobrovolski og Kiry-
akov. Það má því segja að rúss-
neska liðið í keppninni sé hálfgert
B-lið.
f
MHlÉÍMÍite
K'W \ wwrv iltl
jéíil ííóiwik- 09 mymtocstefc «0 oto hæfi, hvorl sem vontpr vM tei' í s
íorpsherbergið, th iM í svefnherbergié, ó
,aupa
yma
Fótboltafíklar búa sig nú óðum
undir þjóðhátíðardaginn. Ekki til
að hlusta á Fjallkonuna, heldur til
að fylgjast með fýrsta leiknum, milli
Þýskalands og Bólivíu í riðlakeppni
heimsmeistarakeppninnar. En það
eru fleiri sem hugsa sér gott til glóð-
Nýtt sjónvarp
Eins og oft áður þegar stórvið-
burðir eiga sér stað í sjónvarpinu,
rjúka nú margir til og nota tækifær-
ið til að endurnýja sjónvarpstækin
sín. Síðustu vikurnar hafa verslanir
hamrað á veglegum tilboðum á
sjónvarpstækjum og að sögn versl-
unarmanna í bransanum hafa þau
runnið út eins og heitar lummur.
Videotækin seijast einnig vel og fyr-
ir þá sem sjá vilja hvern einasta leik,
eru nú í gangi tilboð á myndbönd-
um til að taka upp leikina sem þeir
missa af í beinni.
Stór bjór og stærri
skermar
Þeir sjónvarpslausu og hinir sem
eiga bara þetta gamla svarthvíta (og
ætla sér ekki að endurnýja), þurfa
heldur ekki að örvænta, því fyrir
þeim verður einnig séð. Ýmsir vin-
veitingastaðir bjóða upp á sjónvarp
fyrir gesti sína, þar sem útsendingar
frá HM verða sýndar á risaskjám.
Fleira en fótbolti verður á boðstól-
um; bjórinn verður seldur á vægu
verði og sums staðar geta spark-
fræðingar veðjað um úrslitin í von
um að vinna pottinn. Flatböku-
meistarar búast einnig við auknum
viðskiptum þegar fótboltinn fer í
gang og á einum flatbökustaðnum
sem EINTAK hafði samband við,
geta kúnnarnír keppst um að eign-
ast fótbolta, áritaðan af sjálfum
Pelé.
HM-MM
Bókaútgáfur láta heldur ekki sitt
eftir liggja í fótboltafárinu. Mál og
menning gaf í síðustu viku út bók
um þessa göfugu íþrótt, og þar
fylgja límmiðar og yfirlit yfir leikina
í heimsmeistarakeppninni, svipað
eins og dagblöðin gera fyrir kosn-
ingar - eða Eurovision. Handbók
um keppnina er einnig nýkomin út,
en þar leiðir hinn valinkunni
íþróttafréttamaður, Arnar Björns-
son, okkur í allan sannleika um lið-
in, leikmenn og leyndardóma
knattspyrnunnar.
Með eigin augum
En þeim allra áhugasömustu
nægir ekki að sjá fótboltann í nýju
sjónvarpi, eða á risaskjá með bjór-
glas í hendi. Rúmlega tugur Islend-
inga er nú staddur, eða er á leiðinni
til Bandaríkjanna til að sjá nokkra
leiki með eigin augum. Ferðaskrif-
stofan Ratvís seldi þessar pakka-
ferðir og að sögn fólks þar á bæ, var
þetta spurning um að leggja út
rúmar hundrað þúsund krónur
fyrir flug, gistingu og miða á tvo
leiki í undankeppninni og 16 liða
úrslitum. Það er hins vegar aðeins
dýrara að fara á völlinn þar vestra
en hér, því miðarnir kosta á bilinu
170 til 250 dollara. Og þá er ekki ver- }
ið að tala um úrslit, heldur undan- V1
keppni.
Heima við
Flestir áhugamenn um fótbolta
láta sér hins vegar nægja að sitja
heima við og sjá leikina í gegnum
augu sjónvarpsmyndavélanna -
sumir jafnvel í óþökk annarra
heimilismeðlima. Þegar úrslitaleik-
urinn hefur verið flautaður af á
Rósarvellinum í Los Angeles, þann
17. júlí, hefur sá sem fylgdist með
hverjum einasta leik, eytt um 78
klukkustundum fyrir framan sjón-
varpið, eða rúmum þremur og hálf-
um sólarhring samtals. En, þetta er
jú bara á fjögurra ára fresti. ©
46
Sport
Eins og áður sagði var Eric Can-
tona þriðji í valinu um knatt-
spyrnumann Evrópu en þarf eftir
sem aour ao Diia i patrsuia
horfa á HM í sjónvarpinu eins og
við hin. Sömu sögu er að segja af
þeim sem urðu í fjórða og fimmta
sæti í þessu vali; Alen Boksic, Kró-
atanum í liði Lazio, og Michael
Laudrup, Dananum hjá Barcelona.
Knattspyrnumenn Asíu og Afríku
eru einnig fjarverandi; japanski
sóknarmaðurinn Kazuyoshi Mi-
ura og miðjumaðurinn Abedi
Pele frá Ghana. I afríska valinu
kom landi Pele og leikmaður
Frankfurt, Anthony Yeboah, sem
var einn markahæsti maður Bund-
eslígunnar. Hann situr heima eins
og markahæsti maður hollensku
deildarinnar; Finninn Jari Lit-
manen, sóknarmaður í Ajax.
Og í lokin á þessari upptalningu
má spyrja hvað orðið hafi um alla
þá sem vöktu hvað mesta athygli á
Italíu fyrir fjórum árum; Schillaci,
Lineker, Gascoigne, Careca,
Stojkovic ög Skuhravy? Enginn
þeirra verður með í Bandaríkjun-
um — ekki nema þá á áhorfenda-
pöllunum. ©
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994