Eintak - 16.06.1994, Page 48
Rúnar Kristinsson, fyririiði KR, í baráttu við Frammara í gærkvöld. KR-ingar börðust miklu meira í
leiknum og myndin er kannski táknræn fyrir baráttu þeirra.
Betriá öllum siriðum
KR valtaði yfir slappa Frammara
WorldCup JSA94
ALLT UM HM ‘94
Kolumbía:
Fótbotti og
fíkniefni 42
eru
spumingamerki 43
Þjódveijar hefja
titilvömina
n
ivíu
Noregur - Mexíkó:
Norðrið mætir
suðrinu 45
Einn af stórleikjum
keppninnar 44
„Þetta var það sem ég vildi sjá til
liðsins. Menn léku að mínu mati
allir vel, ekki bara sumir, eins og
var á móti FH,“ sagði Guðjón
Þórðarson, þjálfari KR, sigurreif-
ur eftir sannfærandi sigur KR-inga
á afar döprum Frömmurum á
Laugardalsvellinum í gærkvöldi.
„Nú gerðist það að menn gáfu sig
alla í þetta, allir sem einn,“ sagði
Guðjón ennfremur. Marteinn
Geirsson, þjálfari Fram, var ekki
hrifinn: „Það var eins og menn
hefðu ekki trú á þessu. Þetta var af-
skaplega lélegt og var eins og þeir
bæru virðingu fyrir KR-ingunum,
sem spiluðu mjög vel og unnu
sanngjarnt."
Leikur KR og Fram í gærkvöldi
var að mörgu leyti eins og leikur
kattarins að músinni. Strax í upp-
hafi virtist ljóst að KR-ingarnir
hefðu viljann til að vinna, sóknirn-
ar voru beittari, menn hlupu á eftir
boltanum og gáfu sig í baráttuna.
Frammarar virtust eins og slegnir
út af laginu strax í byrjun og leikur-
inn líktist leik Fram og Vals á dög-
unum að mörgu leyti nema því að
Fra m - KR
0:3
Izudin Daði Dervic, Salih Heimir
Porca, Tryggvi Guðmundsson.
Fram: Birkir Kristinsson -
ySU Ágúst Ólafsson, Ómar
raSð Sigtryggsson, Pétur Mar-
teinsson - Gauti Laxdal (-
Helgi Björgvinsson 68.),
Hólmsteinn Jónasson (Guðmundur
Steinsson 64.), Kristinn Hafliðason,
Steinar Guðgeirsson, Anton Markús-
son - Ríkharður Daðason, Helgi Sig-
urðsson.
KR: Kristján Finnbogason -
Þormóður Egilsson, Izudin
Daði Dervic (Vilhjálmur Vil-
hjálmsson 77.), Heimir
Guðjónsson - James Bett, Salih
Heimir Porca, Rúnar Kristinsson, Ein-
ar Þór Daníelsson, Hilmar Björnsson
- Tómas Ingi Tómasson, Tryggvi
Guðmundsson.
Áminningar:
Rúnar, Heimir og Porca, KR.
Maður leiksins:
Heimir Guðjónsson, KR.
nú voru Frammarar í hinu hlut-
verkinu.
Það voru ekki liðnar margar
mínútur af leiknum þegar KR-ing-
ar fengu sitt fyrsta færi. Strax á
þriðju rnínútu tókst Tómasi Inga
Tómassyni að losa sig við tvo
varnarmenn innan við vítateigslín-
una en á síðustu stundu tókst
Frömmurum að bægja hættunni
frá. Tómas Ingi var aftur á ferðinni
skömmu síðar en var þá of seinn að
gefa knöttinn og
sóknin rann út í
sandinn og
mætti Tómas
vera aðeins fljót-
ari að skila bolt-
anum frá sér,
óþarfa dútl gerir
ekkert gagn og
spillir bara fyrir.
Fyrsta mark
leiksins kom síð-
an á markamín-
útunni frægu, 43.
mínútu. Þá átti
Einar Þór
Daníelsson
sannkallað
hörkuskot að
marki Fram sem Birkir Kristins-
son gerði vel í að verja í horn. Upp
úr hornspyrnunni sem Hilmar
Björnsson tók, skoraði Izudin
Daði Fervic úr þvögu í markteign-
um. Staðan orðin 1:0 fyrir KR og
skömmu síðar var flautað til leik-
hlés.
í seinni hálfleik tóku KR-ingar
strax öll völd á vellinum. Frammar-
ar virtust alveg vera búnir að gefast
upp og framherjar KR, svo og kant-
mennirnir, hreinlega tættu Fram-
vörninai sig hyað eftir annað. Ein-
ar Þór fór alveg á kostum á kantin-
um en kann sér stundum ekki hóf
og má vera sneggri að koma knett-
inum frá sér. Bett virkaði þungur
en skilar þó frá sér mjög góðum
sendingum og virkar yfirvegaður á
miðjunni. Eftir góðar sendingar
miðjumanna kornu tvö seinni
mörk KR, fyrst þrumuskot Porca
eftir frábæra sendingu Tómasar
Inga og síðan glæsilegt langskot
Tryggva Guðmundssonar. „Ég
sá að Birkir var illa staðsettur og því
var ekki annað að gera en að negla í
fjærhornið,“ sagði Tryggvi ánægð-
ur eftir leikinn.
Framliðið var langt í frá sannfær-
andi í þessum leik og ljóst er að
mikið meira býr í liðinu. Leikirnir í
Reykjavíkurmótinu þar sem KR
saltaði Fram í tveimur leikjum sátu
kannski eitthvað í mönnum en bet-
ur má ef duga skal. 0
l.deild I
Staðan
IA 5 8:2 13
KR 6 11:3 10
FH 5 3:1 10
ÍBK 5 7:3 7
Fram 6 9:10 6
ÍBV 5 2:3 6
Valur 5 3:6 5
UBK 5 4:12 4
Þór 5 4:6 3
Stjarnan 5 1:6 3
Markahæstir:
Óli Þór Magnússon: 4
Tómas Ingi Tómasson: 4
Mihajlo Bibercic: 3
1 Ríkharður Daðason: 3
Reykjavflc
larair ætila að
ræðaá HM 46
Mai
9i
Verður Kolumbía lið
kepnninnar? 45
Svíar æstir í að sýna
betri leik en í HM ‘90
45
Margir bestu knatt-
spymumenn sam-
fímans á áhorfenda-
bekkjunum 46
Sigurður Jónsson verður frá í tvær vikur
Mikil blóðtaka fyrir Skagamenn
Nú er endan-
lega ljóst að
Skagamaðurinn
sterki, Sigurður
Jónsson, verð-
ur að fara í að-
gerð vegna kvið-
slitsins sem hefur
þjáð hann undanfarna daga. Að
sögn Harðar Helgasonar veltur
allt á því hvenær læknirinn, sem sér
um spegilskurðaðgerðir, er tilbúinn
en eftir aðgerð mun líða allt að
tveimur vikum þar til Sigurður
verður leikfær aftur.
Sigurður mun því missa af leikn-
um gegn Blikum í kvöld, leiknum
við KR 24. júní, bikarleiknum 29.
júní og ef allt fer á versta veg, leikn-
um við Keflvíkinga 7. júlí. Þó er lík-
legt að Sigurður verði orðinn klár í
þann leik.
Það er ljóst að þetta er mikii
blóðtaka fyrir Skagaliðið, sem er
eitt efst á toppi deildarinnar með
þrettán stig. Olafur Þórðarson er
nýstiginn upp úr meiðslum og er
athyglisvert að skoða árangur liðs-
ins sé haft í huga að enn hefur ekki
verið hægt að stilla Sigurði og Ólafi
saman í byrjunarliði. 0