Morgunblaðið - 08.01.2005, Side 2

Morgunblaðið - 08.01.2005, Side 2
2 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 250 MILLJÓNIR Fjárframlög Íslendinga til hjálp- arstarfsins á flóðasvæðunum við Indlandshaf eru nú komin í um 250 milljónir króna. Ríkisstjórnin sam- þykkti alls 150 milljóna króna fram- lag á fundi sínum í gær. Af þeirri upphæð fer helmingur til þróunar- og hjálparstarfs á Sri Lanka. 95 milljónir hafa safnast hjá Rauða krossinum og um fimm milljónir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Ólýsanleg eyðilegging Mannréttindahreyfingar vöruðu í gær við því að átök milli indónesíska stjórnarhersins og uppreisnar- manna í Aceh-héraði gætu hindrað hjálparstarfið þar eftir nátt- úruhamfarirnar annan dag jóla. Er tala látinna í hamförunum komin eitthvað yfir 150.000 og yfir 100.000 fórust í Aceh-héraði einu. Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að tortímingin í Aceh væri skelfilegri en orð fengju lýst. Boðið hátt í lóðir í Garðabæ Frjálsi fjárfestingarbankinn átti tvö hæstu tilboð í byggingarrétt á tveimur lóðum undir 30 íbúðir við Bjarkarás í Garðabæ eða upp á 175 og 200 milljónir króna. Miðað við lægra tilboðið jafngildir það rúmum 5,8 milljónum kr. á hverja íbúð, en bankinn hefur fallið frá hærra til- boðinu. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að þetta sé umtalsvert hærra lóðaverð en búist hafi verið við. Alls bárust 49 tilboð. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 31/34 Viðskipti 16/17 Bréf 34 Erlent 18/19 Messur 34/35 Suðurnes 23 Kirkjustarf 35 Akureyri 24 Minningar 36/45 Landið 24 Myndasögur 52 Árborg 25 Dagbók 52/54 Listir 26 Leikhús 56 Daglegt líf 27 Fólk 58/61 Höfuðborgin 28 Bíó 58/61 Ferðalög 28/29 Ljósvakamiðlar 62 Úr Vesturheimi 30 Staksteinar 63 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir Skólablað janúar 2005. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #          $         %&' ( )***                          MEISTARAMÓT reykvískra sundmanna fer fram í nýrri og glæsilegri innilaug í Laugardal um helgina. Sundmenn kvöddu Sundhöll Reykja- víkur við Barónsstíg og starfsfólk hennar með virktum í gærkvöldi, en laugin hefur þjónað þeim dyggilega um áratuga skeið. Auk þess sóttu þeir vatn í brúsa í gömlu laugina og fluttu með sér í þá nýju til að tryggja að keppnisandinn fylgdi þeim á nýjar slóðir. Morgunblaðið/Árni Torfason Keppnisandinn fluttur á brúsum GRUNNLAUN um 63% fé- lagsmanna í Sambandi íslenskra bankamanna hækka með kjara- samningi sambandsins um 18,91%. Til viðbótar fá bankamenn aukinn rétt í fæðingarorlofsmálum og styrktar- og menntunarmálum. Starfsgreinasambandið (SGS) samdi um 11,46% hækkun á grunn- launum, en sá samningur var til skemmri tíma en samningur banka- manna. Fjallað er um kjarasamning bankamanna í nýjasta fréttabréfi SÍB. Samningurinn var undirritað- ur í byrjun desember en hann gildir engu að síður frá 1. október sl. Frið- bert Traustason, formaður SÍB, segir í grein í fréttabréfinu jákvætt að gildistíminn sé frá 1. október. Upphafshækkunin nái meðal annars til 13. mánaðarins sem bankamenn fá greiddan í árslok. Hækkanir bankamanna eru held- ur meiri í upphafi samnings en hjá öðrum. Þannig hækka grunnlaun í samningi SGS um samtals 8,75% fram til 1. janúar 2006, en um 9– 12,4% hjá bankamönnum. Friðbert segist alltaf hafa lagt áherslu á að láta þær hækkanir sem samið sé um koma til framkvæmda sem fyrst. Það sé ótvírætt hagstæðara fyrir fé- lagsmenn. Bankamenn fengu samkvæmt samningnum 5,25% hækkun 1. októ- ber. Þeir sem eru með laun undir 250 þúsund krónum á mánuði fengu til viðbótar 3,4% hækkun um ára- mót. Þetta nær til 2.400 banka- manna eða um 63% félagsmanna. Heildarhækkun dagvinnulauna þessa hóps er 18,91% á samnings- tímanum, en þeir sem hærri launin hafa fá 15% hækkun. Til viðbótar hækkun grunnlauna felur samningur bankamanna í sér breytingar á launatöflu, orlofsfram- lag sem greitt er í júní hækkar um rúmlega 5.000 kr. og verður 110.000 krónur frá og með þessu sumri og framlög í styrktar- og menningar- sjóð eru aukin verulega frá því sem var í fyrri samningi. Bankarnir munu greiða 15 millj- ónir í sjóðinn 2005 og 20 milljónir 2006. Bankamenn fá greidd 100% laun í fæðingarorlofi Þá var einnig samið um aukin fæðingarorlofsréttindi. Bankarnir hafa greitt bankamönnum í fæðing- arorlofi full laun til viðbótar því sem fæðingarorlofssjóður greiðir, en hann greiðir 80% launa. Í nýja samningnum var samið um að bank- arnir myndu einnig greiða öll starfstengd réttindi í fæðingarorlof- inu, en þar vegur lífeyrisiðgjaldið langþyngst. Meðaldagvinnulaun bankamanna 1. apríl sl. voru 245 þúsund krónur á mánuði, en heildarlaun voru um 290 þúsund krónur. Bankamenn sömdu um meiri hækkanir en SGS Grunnlaun flestra hækka um tæp 19% Verðmunur lyfja 30–60% MUNUR á hæsta og lægsta verði lyfja er á bilinu 30–60% í könnun sem Neytendasamtökin gerðu á verkjalyfjum í lyfjabúðum í Reykja- vík og á Akureyri. Rimaapótek var oftast með lægsta verðið eða sex sinnum og Laug- arnesapótek var oftast með hæsta verðið eða tíu sinnum. Ef allar þrett- án vörutegundirnar, sem kannaðar voru, eru teknar saman er munur á hæstu og lægstu körfu tæp 34%. Að mati Neytendasamtakanna bendir þessi mikli verðmunur á einstaka tegundum til virkrar samkeppni. Flest apótekin bjóða upp á afslátt á lausasölulyfjum fyrir ellilífeyr- isþega og öryrkja. Árbæjarapótek býður mestan afslátt eða 15%, Garðs Apótek og Laugarnesapótek bjóða upp á 10% afslátt, Lyfjaval býður 6% afslátt, Apótekarinn og Lyf & heilsa 5%. Enginn afsláttur er í Apótekinu Grafarvogi, Rimaapóteki, Lyfjum & heilsu og Lyfju. Aldrei fleiri komið í Kvennaathvarfið KONUR leituðu meira til Kvenna- athvarfsins í fyrra en nokkurn tíma fyrr en skráðar komur voru 531. Hafa þær ekki verið fleiri frá því at- hvarfið tók til starfa árið 1982 en ár- ið 2003 voru skráðar komur 388. 88 konur dvöldu í húsinu á síðasta ári og 52 börn en dvalardagar voru samtals 1.568. Hringt var 1.612 sinn- um í neyðarsíma athvarfsins. Hver koma í athvarfið er skráð þannig að sama konan getur hafa komið oftar en einu sinni. Í fréttatilkynningu segir að ástæðu fyrir fjölgun í Kvenna- athvarfinu sé ekki endilega að leita í auknu ofbeldi. Fjölmiðlar hafi verið mjög duglegir að vekja athygli á starfseminni og afleiðingum ofbeldis karla gegn konum og geti það hafa ýtt við einhverjum að leita þangað. AÐ lágmarki munar mörgum tug- um þúsunda á launum starfsmanns hjá hinu opinbera og á launum fyr- ir sambærilegt starf á almennum vinnumarkaði. Á það meðal annars við um háskólamenntaða sérfræð- inga. Þetta kemur meðal annars fram í grein eftir Gísla Tryggvason, framkvæmdastjóra Bandalags há- skólamanna, á vef samtakanna, þar sem hann fjallar um útreikning sem Samtök atvinnulífsins hafa gert á mismunandi lífeyrisréttind- um opinberra starfsmanna og starfsfólks á almennum vinnu- markaði. „Þær forsendur sem Samtök at- vinnulífsins gefa sér við útreikning á áhrifum betri lífeyrisréttar op- inberra starfsmanna standast eng- an veginn. Opinber starfsmaður í sambærilegu starfi, með samsvar- andi ábyrgð og sömu menntun, er alla starfsævina á mun lægri laun- um en jafningi hans á almenna markaðinum og betri lífeyrisréttur nær engan veginn að jafna mis- muninn í ævitekjum,“ segir Gísli einnig. BHM um útreikning SA á lífeyrisréttindum Forsendur standast ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.