Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 250 MILLJÓNIR Fjárframlög Íslendinga til hjálp- arstarfsins á flóðasvæðunum við Indlandshaf eru nú komin í um 250 milljónir króna. Ríkisstjórnin sam- þykkti alls 150 milljóna króna fram- lag á fundi sínum í gær. Af þeirri upphæð fer helmingur til þróunar- og hjálparstarfs á Sri Lanka. 95 milljónir hafa safnast hjá Rauða krossinum og um fimm milljónir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Ólýsanleg eyðilegging Mannréttindahreyfingar vöruðu í gær við því að átök milli indónesíska stjórnarhersins og uppreisnar- manna í Aceh-héraði gætu hindrað hjálparstarfið þar eftir nátt- úruhamfarirnar annan dag jóla. Er tala látinna í hamförunum komin eitthvað yfir 150.000 og yfir 100.000 fórust í Aceh-héraði einu. Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að tortímingin í Aceh væri skelfilegri en orð fengju lýst. Boðið hátt í lóðir í Garðabæ Frjálsi fjárfestingarbankinn átti tvö hæstu tilboð í byggingarrétt á tveimur lóðum undir 30 íbúðir við Bjarkarás í Garðabæ eða upp á 175 og 200 milljónir króna. Miðað við lægra tilboðið jafngildir það rúmum 5,8 milljónum kr. á hverja íbúð, en bankinn hefur fallið frá hærra til- boðinu. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að þetta sé umtalsvert hærra lóðaverð en búist hafi verið við. Alls bárust 49 tilboð. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 31/34 Viðskipti 16/17 Bréf 34 Erlent 18/19 Messur 34/35 Suðurnes 23 Kirkjustarf 35 Akureyri 24 Minningar 36/45 Landið 24 Myndasögur 52 Árborg 25 Dagbók 52/54 Listir 26 Leikhús 56 Daglegt líf 27 Fólk 58/61 Höfuðborgin 28 Bíó 58/61 Ferðalög 28/29 Ljósvakamiðlar 62 Úr Vesturheimi 30 Staksteinar 63 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir Skólablað janúar 2005. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #          $         %&' ( )***                          MEISTARAMÓT reykvískra sundmanna fer fram í nýrri og glæsilegri innilaug í Laugardal um helgina. Sundmenn kvöddu Sundhöll Reykja- víkur við Barónsstíg og starfsfólk hennar með virktum í gærkvöldi, en laugin hefur þjónað þeim dyggilega um áratuga skeið. Auk þess sóttu þeir vatn í brúsa í gömlu laugina og fluttu með sér í þá nýju til að tryggja að keppnisandinn fylgdi þeim á nýjar slóðir. Morgunblaðið/Árni Torfason Keppnisandinn fluttur á brúsum GRUNNLAUN um 63% fé- lagsmanna í Sambandi íslenskra bankamanna hækka með kjara- samningi sambandsins um 18,91%. Til viðbótar fá bankamenn aukinn rétt í fæðingarorlofsmálum og styrktar- og menntunarmálum. Starfsgreinasambandið (SGS) samdi um 11,46% hækkun á grunn- launum, en sá samningur var til skemmri tíma en samningur banka- manna. Fjallað er um kjarasamning bankamanna í nýjasta fréttabréfi SÍB. Samningurinn var undirritað- ur í byrjun desember en hann gildir engu að síður frá 1. október sl. Frið- bert Traustason, formaður SÍB, segir í grein í fréttabréfinu jákvætt að gildistíminn sé frá 1. október. Upphafshækkunin nái meðal annars til 13. mánaðarins sem bankamenn fá greiddan í árslok. Hækkanir bankamanna eru held- ur meiri í upphafi samnings en hjá öðrum. Þannig hækka grunnlaun í samningi SGS um samtals 8,75% fram til 1. janúar 2006, en um 9– 12,4% hjá bankamönnum. Friðbert segist alltaf hafa lagt áherslu á að láta þær hækkanir sem samið sé um koma til framkvæmda sem fyrst. Það sé ótvírætt hagstæðara fyrir fé- lagsmenn. Bankamenn fengu samkvæmt samningnum 5,25% hækkun 1. októ- ber. Þeir sem eru með laun undir 250 þúsund krónum á mánuði fengu til viðbótar 3,4% hækkun um ára- mót. Þetta nær til 2.400 banka- manna eða um 63% félagsmanna. Heildarhækkun dagvinnulauna þessa hóps er 18,91% á samnings- tímanum, en þeir sem hærri launin hafa fá 15% hækkun. Til viðbótar hækkun grunnlauna felur samningur bankamanna í sér breytingar á launatöflu, orlofsfram- lag sem greitt er í júní hækkar um rúmlega 5.000 kr. og verður 110.000 krónur frá og með þessu sumri og framlög í styrktar- og menningar- sjóð eru aukin verulega frá því sem var í fyrri samningi. Bankarnir munu greiða 15 millj- ónir í sjóðinn 2005 og 20 milljónir 2006. Bankamenn fá greidd 100% laun í fæðingarorlofi Þá var einnig samið um aukin fæðingarorlofsréttindi. Bankarnir hafa greitt bankamönnum í fæðing- arorlofi full laun til viðbótar því sem fæðingarorlofssjóður greiðir, en hann greiðir 80% launa. Í nýja samningnum var samið um að bank- arnir myndu einnig greiða öll starfstengd réttindi í fæðingarorlof- inu, en þar vegur lífeyrisiðgjaldið langþyngst. Meðaldagvinnulaun bankamanna 1. apríl sl. voru 245 þúsund krónur á mánuði, en heildarlaun voru um 290 þúsund krónur. Bankamenn sömdu um meiri hækkanir en SGS Grunnlaun flestra hækka um tæp 19% Verðmunur lyfja 30–60% MUNUR á hæsta og lægsta verði lyfja er á bilinu 30–60% í könnun sem Neytendasamtökin gerðu á verkjalyfjum í lyfjabúðum í Reykja- vík og á Akureyri. Rimaapótek var oftast með lægsta verðið eða sex sinnum og Laug- arnesapótek var oftast með hæsta verðið eða tíu sinnum. Ef allar þrett- án vörutegundirnar, sem kannaðar voru, eru teknar saman er munur á hæstu og lægstu körfu tæp 34%. Að mati Neytendasamtakanna bendir þessi mikli verðmunur á einstaka tegundum til virkrar samkeppni. Flest apótekin bjóða upp á afslátt á lausasölulyfjum fyrir ellilífeyr- isþega og öryrkja. Árbæjarapótek býður mestan afslátt eða 15%, Garðs Apótek og Laugarnesapótek bjóða upp á 10% afslátt, Lyfjaval býður 6% afslátt, Apótekarinn og Lyf & heilsa 5%. Enginn afsláttur er í Apótekinu Grafarvogi, Rimaapóteki, Lyfjum & heilsu og Lyfju. Aldrei fleiri komið í Kvennaathvarfið KONUR leituðu meira til Kvenna- athvarfsins í fyrra en nokkurn tíma fyrr en skráðar komur voru 531. Hafa þær ekki verið fleiri frá því at- hvarfið tók til starfa árið 1982 en ár- ið 2003 voru skráðar komur 388. 88 konur dvöldu í húsinu á síðasta ári og 52 börn en dvalardagar voru samtals 1.568. Hringt var 1.612 sinn- um í neyðarsíma athvarfsins. Hver koma í athvarfið er skráð þannig að sama konan getur hafa komið oftar en einu sinni. Í fréttatilkynningu segir að ástæðu fyrir fjölgun í Kvenna- athvarfinu sé ekki endilega að leita í auknu ofbeldi. Fjölmiðlar hafi verið mjög duglegir að vekja athygli á starfseminni og afleiðingum ofbeldis karla gegn konum og geti það hafa ýtt við einhverjum að leita þangað. AÐ lágmarki munar mörgum tug- um þúsunda á launum starfsmanns hjá hinu opinbera og á launum fyr- ir sambærilegt starf á almennum vinnumarkaði. Á það meðal annars við um háskólamenntaða sérfræð- inga. Þetta kemur meðal annars fram í grein eftir Gísla Tryggvason, framkvæmdastjóra Bandalags há- skólamanna, á vef samtakanna, þar sem hann fjallar um útreikning sem Samtök atvinnulífsins hafa gert á mismunandi lífeyrisréttind- um opinberra starfsmanna og starfsfólks á almennum vinnu- markaði. „Þær forsendur sem Samtök at- vinnulífsins gefa sér við útreikning á áhrifum betri lífeyrisréttar op- inberra starfsmanna standast eng- an veginn. Opinber starfsmaður í sambærilegu starfi, með samsvar- andi ábyrgð og sömu menntun, er alla starfsævina á mun lægri laun- um en jafningi hans á almenna markaðinum og betri lífeyrisréttur nær engan veginn að jafna mis- muninn í ævitekjum,“ segir Gísli einnig. BHM um útreikning SA á lífeyrisréttindum Forsendur standast ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.