Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞESSI málatilbúnaður dæmir sig
sjálfur. Að bera við ósannindum
er fyrir neðan virðingu manns,
sem hefur verið trúað fyrir mikl-
um völdum í stjórnsýslunni,“ seg-
ir Gísli Baldur Garðarsson,
stjórnarformaður Olíuverzlunar
Íslands, um yfirlýsingu Ásgeirs
Einarssonar sem birt er hér á
síðunni.
„Það liggur fyrir að við vorum
tveir frá Olíuverzlun Íslands sem
sátum umræddan fund með Ás-
geiri Einarssyni og okkur ber al-
gjörlega saman um hvað þar fór
fram.
Sams konar loforð voru einnig
gefin fyrirsvarsmönnum Essó á
leynifundum sem haldnir voru á
hóteli úti í bæ eins og fram hefur
komið. Það er því ljóst að ekki er
nóg með að annar einstaklingur
staðfesti frásögn mína, heldur
hefur verið staðfest að slík loforð
voru einnig gefin öðrum,“ segir
Gísli Baldur.
Málflutningur á mánudag
Málflutningur fyrir áfrýj-
unarnefnd samkeppnismála í máli
olíufélaganna hefst næstkomandi
mánudag, 10. janúar, en þá verð-
ur tekin fyrir kæra félaganna
vegna ákvörðunar samkeppn-
isráðs frá 28. október sl.
Gísli Baldur Garð-
arsson, stjórnar-
formaður Olís
Málatilbún-
aðurinn
dæmir sig
sjálfur
STARFSMÖNNUM Samkeppn-
isstofnunar er ekki treystandi að
mati Kristjáns Loftssonar, stjórn-
arformanns Olíufélagsins, og segir
hann starfsmann stofnunarinnar
fara vísvitandi með rangt mál þeg-
ar hann segir að Olíufélaginu hafi
ekki verið lofað einu né neinu á
óformlegum trúnaðarfundi 1. mars
2002.
Kristján segir að eftir fund sem
hann og varaformaður stjórnar Ol-
íufélagsins, auk lögmanns félags-
ins, áttu með Guðmundi Sigurðs-
syni, starfsmanni
Samkeppnisstofnunar, hafi það ver-
ið skýrt í sínum huga að loforð hafi
verið gefið á þeim fundi um það
m.a. að ekki yrði farið með þetta
mál að fyrra bragði til lögregl-
unnar.
Í yfirlýsingu Guðmundar til
áfrýjunarnefndar samkeppnismála,
dagsettri 15. desember sl., segir
hann engin fyrirheit hafa verið gef-
in á fundinum, enda ekki á sínu færi
að gefa slík fyrirheit.
„Áður en við fórum og hittum
hann voru menn að ræða það hvort
menn ættu að gera þetta eða ekki,
og leita álits [á því]. Við vorum var-
aðir við að hafa samstarf við þessa
starfsmenn Samkeppnisstofnunar
vegna þess að það væri ekkert að
marka þá,“ segir Kristján. Hann
segir að ekki hafi verið lagður trún-
aður á þessar skoðanir, en nú hafi
menn lært það af reynslunni að ekki
sé hægt að treysta starfsmönnum
Samkeppnisstofnunar.
Kristján varar menn við því í
framtíðinni að hafa samstarf við
stofnuninna, enda sé það sín reynsla
að slíkt borgi sig ekki. Hann segir
ljóst að ekki hefði verið farið fram á
það við starfsmenn Olíufélagsins að
þeir hjálpuðu til við rannsóknina ef
loforð um að ekki yrði farið að
fyrra bragði til lögreglu hefði ekki
legið fyrir. Sú vinna hafi sparað
Samkeppnisstofnun tíma og vinnu
við að rannsaka gögn og flýtt rann-
sókninni.
Löbbuðu til ríkislögreglustjóra
„Ég held að það sé flestum ljóst sem
kynna sér svona mál að það dettur
engum í hug að fara fram á slíkt við
starfsmenn eða fyrrverandi starfs-
menn, þá hefðu þeir [starfsmenn
Samkeppnisstofnunar] orðið að
sitja yfir þessu sjálfir og finna eitt-
hvað út úr því upp á eigin spýtur.
[...] Þetta var, eins og fram hefur
komið, eitt af þeim skilyrðum sem
við óskuðum eftir, og við fórum af
þessum fundi með það að skilyrðin
yrðu þessi, og heyrðum ekki af því
meira. Svo sá maður bara í sjón-
varpinu að þeir löbbuðu til ríkislög-
reglustjóra,“ segir Kristján.
Hann segir það ljóst í sínum huga
að Guðmundur hafi haft umboð til
þess að veita slíkt loforð, og því
ekki fengið það sérstaklega staðfest
hjá forstjóra Samkeppnisstofnunar,
Georg Ólafssyni. Hann segir Guð-
mund hafa stjórnað rannsókninni
og mætt á fundinn í umboði stofn-
unarinnar, og því engin ástæða til
að ætla að hann hafi ekki haft um-
boð til að semja um slík skilyrði.
Kristinn Hallgrímsson, lögmaður
Olíufélagsins, vildi ekki tjá sig um
málið þegar eftir því var leitað í
gær. Ekki náðist í Ólaf Ólafsson,
varaformann stjórnar Olíufélags-
ins, við vinnslu fréttarinnar.
Segir starfsmönnum Samkeppnisstofnunar ekki treystandi
Skýrt að loforð var gefið um að
ekki yrði farið til lögreglu
Morgunblaðið/Þorkell
ÁSGEIR Einarsson, lögfræðingur
Samkeppnisstofnunar, heldur því
fram í yfirlýsingu sem Morgunblað-
ið hefur undir höndum og birt er
hér á eftir, að lýsing í kæru Olíu-
verzlunar Íslands til áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála, á því sem
fram fór á fundi fulltrúa félagsins
með honum, séu að öllu leyti röng.
Þá segir Guðmundur Sigurðsson,
yfirmaður samkeppnissviðs Sam-
keppnisstofnunar, í yfirlýsingu sem
blaðið hefur undir höndum, um
fund hans með forsvarsmönnum
Kers hf. 1. mars árið 2001 á Grand
hóteli, að hann hafi engin fyrirheit
gefið á þeim fundi.
Yfirlýsingar Ásgeirs og Guð-
mundar fara hér á eftir í heild
sinni:
„Yfirlýsing Guðmundar Sigurðs-
sonar til áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála vegna fundar hans
með fyrirsvarsmönnum Kers hf. 1.
mars 2001 á Grand hóteli í Reykja-
vík.
Síðasta dag febrúarmánuðar árið
2002 óskaði Olíufélagið hf. eftir því
að eiga óformlegan trúnaðarfund,
sem ekki yrði síðar vísað til, með
Samkeppnisstofnun að Grand hóteli
í Reykjavík þann 1. mars. Olíufé-
lagið kallar fundinn „non meeting“ í
kæru sinni til áfrýjunarnefndar.
Markmið félagsins með því að óska
eftir umræddum fundi var að ræða
um hugsanlegt samstarf Olíufélags-
ins við Samkeppnisstofnun um að
upplýsa brot félagsins á samkeppn-
islögum gegn því að mögulegar
sektir félagsins yrðu lækkaðar.
Til fundarins, sem haldinn var
snemma morguns, mætti undirrit-
aður starfsmaður Samkeppnisstofn-
unar og formaður og varaformaður
stjórnar Olíufélagsins, ásamt lög-
manni félagsins. Fyrirsvarsmenn
Olíufélagsins upplýstu það í upphafi
fundarins að við yfirferð á þeim
gögnum sem Samkeppnisstofnun
hafði lagt hald á í húsrannsókn hjá
félaginu 18. desember 2001 hefðu
þeir orðið þess áskynja að félagið
hefði gerst brotlegt við samkeppn-
islög í samskiptum sínum við hin ol-
íufélögin. Þeir sögðu félagið
reiðubúið til samstarfs við Sam-
keppnisstofnun um að upplýsa brot
þess enda leiddi það til lækkunar
hugsanlegra sekta. Upplýst var að
stjórnarfundur Olíufélagsins yrði
haldinn síðar þennan dag og þar
yrði tekin afstaða til hugsanlegs
samstarfs. Undirritaður benti á
ákvæði 52. gr. samkeppnislaga og
reglna EES/EB um niðurfellingu
eða lækkun sekta vegna samkeppn-
islagabrota. Í samræmi við þær
reglur gæti afsláttur frá álögðum
sektum numið allt að 50% ef við-
komandi fyrirtæki uppfylltu öll skil-
yrði. Þá lýstu fyrirsvarsmenn Olíu-
félagsins yfir því í þessu samhengi
að þeir legðu áherslu á að halda
eignarhlut félagsins í Olíuverzlun
Íslands hf. óbreyttum. Þeir lögðu
jafnframt áherslu á að starfsemi Ol-
íudreifingar ehf. fengi að haldast
óbreytt og sömuleiðis sameiginleg
eldsneytisinnkaup Olíufélagsins og
Olíuverzlunar Íslands. Loks lögðu
fyrirsvarsmenn Olíufélagsins
áherslu á að starfsmenn félagsins
yrðu ekki sóttir til saka vegna
hugsanlegra brota þeirra á sam-
keppnislögum.
Undiritaður kvaðst mundu upp-
lýsa forstjóra Samkeppnisstofnunar
um það sem fram hefði komið í máli
fyrirsvarsmanna Olíufélagsins.
Engin fyrirheit voru gefin á fund-
inum af hálfu undirritaðs enda ekki
á hans færi að gefa fyrirheit varð-
andi þau atriði sem Olíufélagið
lagði áherslu á.
Reykjavík 15. desember 2004
Guðmundur Sigurðsson.“
„Yfirlýsing
Í kæru Olíuverzlunar Íslands hf.
til áfrýjunarnefndar samkeppnis-
mála, dags. 29. nóvember 2004, er
að finna eftirfarandi ummæli á bls.
11–12:
„Áður en til skýrslugjafar starfs-
manna kom fór fram nokkur um-
ræða um réttarstöðu starfsmanna
og félagsins við slíka skýrslugjöf.
Gísli Baldur Garðarsson og Einar
Benediktsson ræddu þau mál við
Ásgeir Einarsson. Í þessum um-
ræðum kom fram, að forsvarsmenn
Olíuverzlunar Íslands töldu, að ef
beita ætti starfsmenn refsiviðurlög-
um, hlyti að koma til atbeina lög-
regluyfirvalda. Þess vegna væri úti-
lokað fyrir starfsmenn að gefa
skýrslu hjá Samkeppnisstofnun
nema fyrir lægi, að málið færi ekki
til meðferðar hjá lögreglu. Fyrir-
svarsmaður stofnunarinnar sam-
þykkti þessi sjónarmið, en sagði
jafnframt, að ef menn féllust á að
gefa skýrslur hjá Samkeppnisstofn-
un, þá þýddi það að málið yrði með-
höndlað í heild af Samkeppnisstofn-
un, eins og reyndar væri til ætlast
með mál af þessu tagi. Samkeppn-
isstofnun myndi þannig ekki óska
eftir lögreglurannsókn á málinu ef
starfsmenn féllust á að gefa
skýrslur. Hins vegar gæti hann
auðvitað ekki bundið hendur lög-
reglu ef lögregluyfirvöld tækju upp
á því af sjálfsdáðum að rannsaka
málið.
Í þessum samræðum kom fram,
að fulltrúar Essó hefðu fengið sams
konar vilyrði. Jafnframt var stað-
fest að auk þess hefði Essó fengið
vilyrði um að ekki yrði gerð krafa
um að starfsemi Olíudreifingar yrði
breytt, og að Essó fengi afslátt af
væntanlegum sektarákvörðunum.
Staðfesti starfsmaðurinn, að Olíu-
verzlun Íslands fengi einnig afslátt,
sem þó yrði minni en afsláttur
Essó, þar sem það félag hafi verið
fyrst til að lýsa yfir vilja til sam-
starfs. Því var mótmælt, og bent á
að lögmenn allra olíufélaganna hafi
komið á fund með Samkeppnis-
stofnun, á svokallaðan „Non meet-
ing“ daginn eftir húsrannsóknina
og lýst yfir vilja til samstarfs.“
Undirritaður lýsir því yfir að
ofangreind ummæli eru að öllu leyti
röng. Undirritaður ræddi aldrei
þessi málefni við Gísla Baldur
Garðarson og Einar Benediktsson.
Reykjavík, 15. desember 2004
Ásgeir Einarsson.“
Yfirlýsingar starfsmanna
Samkeppnisstofnunar
MORGUNBLAÐINU barst í gær eft-
irfarandi fréttatilkynning frá
Kristni Bjarnasyni hrl., lögmanni
fyrrverandi starfsmanna SÍF hf.,
vegna fréttaflutnings af starfs-
lokum þeirra:
„Í fréttum í gær og í dag hefur
verið birt yfirlýsing fyrirsvars-
manna SÍF sem felur í sér alvar-
legar ásakanir á hendur nokkrum
fyrrverandi starfsmönnum félags-
ins.
Mótmælt er aðdróttunum, rang-
færslum og ósannindum sem þar
koma fram. Undir hótunum fyrrver-
andi vinnuveitenda okkar um lög-
reglurannsókn og lögbannsaðgerðir
munum við ekki tjá okkur frekar
um efnisatriði að svo stöddu.“
Mótmæla
aðdróttunum og
rangfærslum
BORIST hefur yfirlýsing frá lög-
manni Birgis Sævars Jóhanns-
sonar, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra SÍF í Frakklandi, vegna
fréttar Ríkisútvarpsins um þátt
Birgis í stofnun Seafood Union.
Í yfirlýsingunni stendur meðal
annars að frétt Ríkisútvarpsins um
að Birgir Sævar tengist félaginu sé
röng. Hann sé hvorki eigandi né
starfsmaður félagsins. Í frétt Rík-
isútvarpsins kemur einnig fram að
samkvæmt ákvæðum í starfsloka-
samningi Birgis Sævars sé honum
ekki heimilt að taka þátt í starfsemi
sem er í samkeppni við SÍF. Í yf-
irlýsingunni er þetta borið til baka
og vísað til ákvæðis í samningnum
er segir að Birgi Sævari sé frjálst
að starfa innan fyrirtækja sem
starfa innan sama sviðs og SÍF.
Einnig er því mótmælt að Birgir
Sævar hafi „verið látinn taka pok-
ann sinn“ eins og sagði í fréttinni.
Samkvæmt yfirlýsingunni sagði
Birgir Sævar starfi sínu lausu og er
vísað til skýrslu stjórnarformanns
SÍF frá 27. október 2004.
Yfirlýsing vegna
fréttar RÚV
ÁRLEG flugeldasýning KR verður
haldin í kvöld, 8. janúar, kl. 18, á
mótum Ægisíðu og Sörlaskjóls. Sýn-
ingin er á nýjum stað frá fyrri árum.
Flugeldasýning
í Vesturbænum
VERKLAGI gjafsóknarnefndar
hefur verið breytt, og gætir dóms-
og kirkjumálaráðuneytið nú sér-
staklega að rökstuðningi nefnd-
arinnar þegar hún kemst að þeirri
niðurstöðu að ekki séu heimildir til
þess að mæla með veitingu gjaf-
sóknarleyfis.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu sem send var frá dóms-
málaráðuneytinu í tilefni af áliti
umboðsmanns Alþingis frá 30. des-
ember vegna kvartana sem honum
bárust sl. sumar frá þremur ein-
staklingum sem hafði ekki verið
veitt gjafsókn. Þar sem gjafsókn-
arnefnd hafnaði kröfu um gjafsókn
átti ráðuneytið ekki annars kost en
að fara að því áliti.
Í tilkynningunni segir að rök-
stuðningur nefndarinnar í þessum
tilvikum hafi verið skýr og ákveð-
inn, en síðar hafi það orðið sameig-
inleg niðurstaða nefndarinnar og
ráðuneytisins að rökstuðningurinn
hafi mátt vera ýtarlegri. Því var
ákveðið að breyta verklagsreglum
nefndarinnar.
Gjafsóknarnefnd er lögbundin,
sjálfstæð nefnd, sem hefur það hlut-
verk að fara yfir og gefa álit á gjaf-
sóknarbeiðnum, og er dóms-
málaráðuneytinu óheimilt að veita
gjafsókn nema nefndin mæli með
því. Hún er skipuð þremur mönn-
um, hæstaréttardómara, héraðs-
dómara og sýslumanni, sem allir
hafa mikla reynslu.
Verklagi
gjafsóknar-
nefndar breytt