Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 10
Mest fer til hjálparstarfs á Sri Lanka FRAMLAG stjórnvalda, sem samþykkt var í gær, skiptist þannig:  5 milljónir króna til Rauða kross Íslands sem lagð- ar voru fram strax í kjölfar náttúruhamfaranna.  35 milljónir króna í hjálparflug til Taílands í byrj- un árs þar sem slasaðir Svíar voru fluttir til síns heima.  25 milljónir króna í þróunaraðstoð við Sri Lanka sem þegar hafði verið ákveðið að Þróunarsam- vinnustofnun Íslands hefji á árinu.  50 milljónir króna sem aukaframlag í þróun- araðstoð og enduruppbyggingarstarf á Sri Lanka.  10 milljónir króna til Matvælaáætlunar Samein- uðu þjóðanna.  10 milljónir króna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.  6 milljóna króna aukaframlag til Rauða kross Ís- lands.  4 milljónir króna til Barnaheilla á Íslandi.  5 milljónir króna til Hjálparstarfs kirkjunnar. 10 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TAÍLENSKA dagblaðið The Nation, sem gefið er út á ensku, fjallaði nýlega um erlenda aðstoð sem Taílendingum hafði borist vegna nátt- úruhamfaranna á annan dag jóla. Meðal annars er rætt við Poul Weber, ræðismann Íslands í Taílandi, og sagt frá því að Íslendingar hafi sent flugvél með neyðargögn til Phuket, dúka í skýli og vatn til þeirra sem urðu fyrir skaða af völdum hafnarbylgjunnar. Þá var sagt frá flugi Íslendinga með 200 sænska ferðamenn og sjúkraflugi með 38 slasaða og sjúka Svía. Anurak Chureemas, ráðherra menningar- mála í Taílandi, hefur lagt til að lögreglu- varðbátur, sem barst með flóðbylgjunni um 1 km inn í landið, verði gerður að minnismerki um þennan atburð. Hann vill að safnað verði ljósmyndum og öðrum heimildum um hamfar- irnar sem ollu að minnsta kosti fimm þúsund manns bana í Taílandi. Þá verði einnig safnað upplýsingum um hafnarbylgjur og aðrar flóð- bylgjur svo Taílendingar geti betur brugðist við slíkum fyrirbærum í framtíðinni. Morgunblaðið/Sverrir Lík sem fannst á Khao Lak-ströndinni borið til greiningarstöðvar. Í baksýn er varðbáturinn sem taí- lenskur ráðherra vill gera að minnismerki. Báturinn barst um 1 km inn í landið með flóðbylgjunni. Sagt frá aðstoð Íslendinga RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að framlag Íslands til hjálparstarfa á flóðasvæðunum í S-Asíu yrði alls 150 milljónir króna, jafn- virði 2,5 milljóna dollara. Mest fer til hjálpar- og þróunar- starfs á Sri Lanka. Jafnframt var samþykkt tillaga utanrík- isráðherra að hækka framlag Íslands til Alþjóðaframfara- stofnunarinnar (IDA) um 30% þannig að framlagið á árunum 2006–2008 verður samtals 616 milljónir króna. Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra og Davíð Odds- son utanríkisráðherra segjast í samtali við Morgunblaðið vera afar ánægðir með þann sam- hug og stuðning sem Íslend- ingar hafa sýnt í verki vegna hamfaranna á flóðasvæðunum. Halldór sagði að hér væri um miklar náttúruhamfarir að ræða og mikilvægt að Íslend- ingar sýndu því fullan skilning. „Við ákváðum að byrja á þróunaraðstoð á Sri Lanka. Í áætlun Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands var gert ráð fyrir 25 milljónum en nú höfum við bætt 50 milljónum við og farið upp í 75 milljónir. Síðan er önnur neyðaraðstoð aukin,“ sagði Halldór. Sem fyrr segir lagði utanrík- isráðherra til aukið framlag Ís- lands til Alþjóðaframfarastofn- unarinnar, IDA. Halldór sagði þessa ákvörðun mikilvæga en stofnunin veitir fátækustu ríkj- um heims styrki og vaxtalaus lán og mun gegna stóru hlut- verki í aðstoð á því svæði þar sem náttúruhamfarirnar áttu sér stað. Minnti Halldór á að Ísland og önnur Norðurlönd hefðu gegnt forystuhlutverki við stofnun IDA á sínum tíma. Vel heppnað sjúkraflug Spurður hve fljótt fjármunir Íslendinga mundu skila sér í hjálparstarfið sagði Halldór að það ætti að gerast á næstu vik- um og mánuðum. „Mér finnst stórkostlegt að sjá hve einstaklingar og fyr- irtæki hafa komið vel inn í þennan stuðning. Það er mik- ilvægt að halda áfram á þeirri braut, að þetta sé ekki ein- göngu ríkið heldur við öll sem eitthvað getum látið af hendi rakna. Þetta hefur lengi verið okkar aðalsmerki, Íslendinga,“ sagði Halldór. Hann hitti að máli þann hóp lækna og hjúkrunarfólks sem flaug með slasaða Svía heim frá Taílandi. Ljóst væri að það flug hefði heppnast mjög vel og vakið athygli hvernig flug- vélin var útbúin. Íslendingar væru nú færir um að útbúa neyðarmóttöku í flugvél á mjög stuttum tíma. Halldór sagði Svía vera mjög þakkláta fyrir þessa aðstoð Íslendinga. „Í öllum þessum málum hefur komið fram hin norræna sam- hygð og samstaða, sem mik- ilvægt er að varðveita.“ Hvort íslensk stjórnvöld ætluðu að leggja fram frekari fjármuni til hjálparstarfsins þegar liði á árið sagði Halldór það liggja ljóst fyrir að starfið við Indlandshaf tæki mörg ár. Nú væru Íslendingar til dæmis að hefja starf sitt á Sri Lanka og þörf fyrir frekari aðstoð ætti eftir að koma í ljós. Reynslan hefði sýnt að fjár- framlög dygðu ekki ein og sér. Miklu skipti að peningum væri vel ráðstafað en „því miður hefur það stundum gerst að ýmislegt hefur gufað upp í svona hjálparstarfi. Það má ekki gerast,“ sagði Halldór Ás- grímsson. Hjálpin vonandi varanleg Davíð Oddsson sagði aðstoð- ina í raun tvíþætta, annars vegar í garð Svía og þeirra hörmunga sem yfir þá dundu, og hins vegar til þeirra fátæku þjóða sem upplifa nú hrikaleg- ar afleiðingar náttúruhamfar- anna. „Með þessum aðgerðum telj- um við okkur hafa fyllt bæri- lega þann hóp þjóða sem mest leggja til. Við vonumst til að með stuðningi til hjálparsam- taka og þróunarstarfs okkar þá komist hjálpin til skila, verði varanleg og komist að gagni. Hluti af þessu gerist sem fyrst og annað ætti að verða viðvarandi bót, einkum það sem Þróunarsamvinnu- stofnunin tekur að sér á Sri Lanka,“ sagði Davíð. Davíð tók undir með Hall- dóri að ánægjulegt væri að finna hve Íslendingar hefðu tekið vel við sér í stuðningi við hjálparstarfið. „Fólk er bersýnilega mjög snortið yfir því sem gerðist og það er mikið fagnaðarefni hvað menn eru vakandi fyrir því að rétta fólki aðstoð í þessari neyð. Hún hefur verið að birt- ast okkur smátt og smátt,“ sagði Davíð og benti á að ís- lensk stjórnvöld hefðu í upp- hafi verið meðal fyrstu þjóða sem ákváðu aðstoð. Þá hefðu menn talið atburðinn afar smá- an miðað við hver raunin hefur orðið. „Ég tel okkur hafa gert þetta með skynsamlegum hætti. Ekki bara hér, heldur annars staðar í veröldinni, þá eru safnanir stærri og meiri en dæmi eru um. Margvísleg neyð hefur birst mönnum af völdum styrjalda, þurrka og sjúkdóma en þetta er með þeim hætti að það slær alla mjög sterkt. Það er mjög gott að sjá hvað Ís- lendingar ætla að leggja af mörkum. Sem betur fer erum við efnuð þjóð og það er við- eigandi að við látum eitthvað til okkar taka þegar svona at- burðir gerast,“ sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Ríkisstjórnin samþykkir framlög upp á 150 milljónir króna til hjálparstarfa á flóðasvæðunum Ráðherrar ánægðir með samhug Íslendinga Davíð Oddsson Halldór Ásgrímsson Aðstoð ÞSSÍ gjörbreytist VEGNA flóðanna við Indlandshaf er ljóst að áður ákveðin þróunaraðstoð Íslendinga á Sri Lanka mun breytast verulega. Nú hefur ríkisstjórnin hækkað framlag Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) upp í 75 milljónir króna og segir í tilkynningu frá stofnuninni að fljótlega muni fulltrúi hennar fara til Sri Lanka til viðræðna við þarlend stjórnvöld. Í fyrstu var ætlunin að aðstoð Íslendinga sneri að sjávarútveginum en ljóst er að átta af hverjum tíu vélbátum á Sri Lanka eyðilögðust eða löskuðust í flóðunum. Fátæk fiskimannasamfélög urðu einna verst úti í hamförunum. Tala látinna er komin yfir 30 þúsund, um 3 þúsund manns er enn saknað, 100 þúsund hús eru ýmist skemmd eða ónýt og hátt í ein milljón manna er heimilislaus og hefst við í neyð- arskýlum. Vatnsból eru víða menguð og matur er af skornum skammti. Fyrir náttúruhamfarirnar voru um 27 þúsund bátar til í landinu sem notaðir voru til fiskveiða, þar af var um helmingur vélbátar. Lítið sem ekkert er eftir af tíu af 15 fiskihöfnum og gerir ÞSSÍ ráð fyrir að bátasmiðjur og fiskvinnslustöðvar við ströndina hafi orðið fyrir skemmdum. Um 250 þúsund manns komu beint eða óbeint að sjávarútvegi á Sri Lanka og um ein milljón manna hafði lifibrauð af fisk- veiðum, segir í tilkynningu Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands. Alls var tilkynnt um 227 Íslendinga ALLIR Íslendingar sem voru á flóðasvæðunum í S.- Asíu þegar flóðin urðu á annan dag jóla hafa látið vita af sér og er því ljóst að enginn Íslendingur fórst í hamförunum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að alls hafi verið tilkynnt um 227 Íslendinga sem talið var að gætu verið á svæðinu. „Ráðuneytið var í sambandi við ræðismenn Ís- lands í Taílandi, Indlandi og Sri Lanka, ferðaskrif- stofur sem hugsanlega væru með hópa á sínum veg- um á þessum slóðum, Icelandair, ræðismann Taílands á Íslandi, dönsku utanríkisþjónustuna o.fl. Reglulega voru sendir uppfærðir listar til ræð- ismanna, haft samband við þá sem höfðu tilkynnt um þá sem saknað var og einnig til margra Íslendinga sem staddir voru eða búsettir á umræddum svæðum. Listinn styttist hratt fyrstu tvo dagana og þann 29. desember var hann kominn niður í 10 manns og vís- bendingar um að þeir væru allir á svæðum þar sem ekki hafði orðið mannfall vegna flóðanna. Ákveðið var í samráði við aðstandendur þeirra sem saknað var að gefa ekki upp nöfn þeirra, enda nokkuð ljóst að þeir væru ekki á hættusvæði. Þann 5. janúar bár- ust þær fregnir að sá síðasti sem var á listanum hefði haft samband við ættingja sína og var þá heill á húfi,“ segir í tilkynningunni. STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri kom í húsakynni Rauða kross Íslands við Efstaleiti í gær og afhenti samtökunum 10 milljónir króna, framlag Reykjavíkurborgar til neyðarhjálpar vegna flóðanna við Indlandshaf. Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri RKÍ, veitti hinum veglega styrk viðtöku. Morgunblaðið/RAX Tíu milljónir frá borginni Alþjóðablak- sambandið veitir þriggja milljóna dollara styrk VEGNA hinna hræðilegu atburða er fylgdu í kjölfar jarðskjálftanna í Indlandshafi hefur Alþjóðablak- sambandið (FIVB) ákveðið að láta af hendi rakna 3 milljónir Banda- ríkjadala til hjálpar- og uppbygg- ingarstarfsins í Asíu. Markmiðið með framlagi FIVB er að stuðla að endurbyggingu skóla og íþróttaaðstöðu í þeim ríkjum sem urðu hvað verst úti. Forseti FIVB, dr. Rubén Acosta, sagði af þessu tilefni að þessar hörmungar hefðu snert hann djúpt, sem og æðstu stjórn sambandsins. FIVB hefur 218 að- ildarþjóðir innan sinna vébanda og er stærsta einstaka al- þjóðasérsambandið og veitir yfir 550 milljónum manna íþróttalega forystu. Alþjóðablaksambandið hefur á undanförnum áratugum unnið mikið með alþjóðastofnunum eins og UNICEF, UNHCR og WHO að einstökum verkefnum, jafnt á átakasvæðum sem í flótta- mannabúðum. FIVB hefur alltaf litið á það sem hluta af alþjóðlegum skyld- um og ábyrgð, að sinna mann- úðarstörfum um heim allan, segir í fréttatilkynningu. FIVB rekur árlega þróunarstarf þar sem íþróttin er kennd markvisst í mörgum af vanþróuðum ríkjum heimsins. „Það er von okkar að fram- lagið verði til þess að börn og fullorðnir fái aftur trú á það sem framtíðin ber í skauti sér og lífs- vilja til þess að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem framundan eru,“ segir í tilkynningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.