Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 11
FRÉTTIR
Mörkinni 6, sími 588 5518.
ÚTSALA
50% afsláttur af
ullarkápum og
síðum pelskápum.
Mörg góð tilboð
Opið virka daga frá kl. 10-18
Opið laugardaga frá kl. 10-16
Opið sunnudaga frá kl. 12-17
Útsalan er hafin
40% afsláttur
Laugavegi 51, sími 552 2201
Laugavegi 68 • Sími 551 7015
Útsalan
er hafin
Opið í dag til kl. 17
NEMENDAFÉLAGIÐ Framtíðin í Mennta-
skólanum í Reykjavík (MR) efndi í gær til
söfnunarinnar „Gleði til góðgerða“. Rennur
ágóði hennar í söfnunina Neyðarhjálp úr
norðri, sem fer í gang hér á landi eftir helgina.
Söfnuðu nemendur áheitum í skólanum,
bæði innan sinna raða og meðal kennara, og
efndu til margs konar áskorana í hádeg-
ishléinu í gær. Síðdegis höfðu um 300 þúsund
krónur safnast en enn var von á fleiri áheitum.
Skora MR-ingar á aðra skóla að gera eitthvað
svipað til að leggja hjálparstarfi á flóðasvæð-
unum við Indlandshaf lið.
Meðal þess sem nemendur gerðu til að safna
áheitum var að faðma ráðherrana í ríkisstjórn-
inni. Tókst einum nemanda að faðma um helm-
ing ríkisstjórnarinnar og var uppátækið sýnt á
myndbandi í gær.
Spurningar voru lagðar fyrir keppnislið MR
í Gettu betur, einn nemandi límdi sig fastan við
ræðupúlt í nemendaaðstöðunni, annar kyssti
20 stelpur og heill bekkur tróð sér inn í einn
fólksbíl. Þá létu nokkrir nemendur krúnuraka
sig, einn teygaði heila þrjá lítra af mjólk og
kennurum var „rænt“ út úr kennslustofunum.
Því meira sem nemendur borguðu því lengur
var kennaranum haldið úti.
Spurningunum rigndi yfir piltana í Gettu
betur-liði MR-inga þegar Morgunblaðsmenn
komu við í gær. Þeir Tómas, Hilmar og Ásgeir
virtust hafa í fullu tré við félaga sína og sögðu
þeir áheitasöfnunina vera góðan undirbúning
fyrir fyrstu viðureignina í keppninni á mið-
vikudag. Ásgeir sagði málefnið gott og tóku fé-
lagar hans undir það.
Steindór Grétar Jónsson, formaður Fram-
tíðarinnar, fylgdist vel með í gær og var
ánægður með hve söfnunin gekk vel. „Þetta er
framar okkar björtustu vonum,“ sagði hann.
Spurður hvort nemendafélaginu hefði þótt við-
eigandi að sprella með þessum hætti, í ljósi
hörmunganna í Asíu, sagði Steindór þetta
bestu leiðina til að fá nemendur til að styrkja
gott málefni og skemmta sér um leið. Enginn
tilgangur væri með því að vekja upp sekt-
arkennd meðal nemenda. „Fólk verður örlát-
ara fyrir vikið. Ef við hefðum dreift blöðum
með hvatningu til nemenda um að styðja hjálp-
arstarfið þá hefðum við ekki fengið eins mikla
fjármuni og við fengum,“ sagði Steindór og
vildi ítreka áskorun til annarra skóla að grípa
til svipaðrar góðgerðargleði.
Nemendur Menntaskólans í Reykjavík söfnuðu áheitum fyrir um 300 þúsund krónur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elmar Johnson gekk um sali MR í gær og safnaði áheitum með því að kyssa 20 stúlkur. Var
kossunum misvel tekið, svona eftir á, en flest gert fyrir góðan málstað.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gettu betur-kapparnir Tómas Halldór Pajdak, Hilmar Þorsteinsson og Ásgeir Pétur Þorvalds-
son svöruðu spurningum félaga sinna upp úr Trivial Pursuit.
Ráðherrar faðmaðir og stelpur kysstar
Hafnfirðingar
gefa milljón
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að
leggja fram eina milljón króna til fjársöfnunar Rauða
kross Íslands vegna neyðarhjálpar til handa íbúum
þeirra landa í Suður-Asíu sem nú þjást vegna afleið-
inga þeirra miklu náttúruhamfara sem urðu þann 26.
desember sl., eins og segir í tilkynningu frá Hafn-
arfjarðarbæ.
SAMBAND íslenskra bankamanna (SÍB) hefur ákveðið
að í stað þess að halda veislu í tilefni 70 ára afmælis
sambandsins þá fer andvirði veisluhaldanna til styrktar
hjálparstarfi Rauða krossins á flóðasvæðunum í Asíu.
Voru fjármunirnir afhentir í húsakynnum SÍB í gær.
Hinn 30. janúar næstkomandi verður SÍB 70 ára.
Stjórn sambandsins hafði áform um að fagna þeim tíma-
mótum með því að bjóða félagsmönnum og velunnurum
til afmælisfagnaðar föstudaginn 28. janúar. Til að mæta
kostnaði vegna þessa hafði stjórn SÍB lagt til hliðar
fjármuni undanfarin misseri.
Vegna hörmunganna í Suður-Asíu og hluta Afríku
ákváðu bankamenn hins vegar að verja afmælispening-
unum í hjálparstarfið. Segja þeir hörmungarnar sýna
enn og aftur að ógnarkraftar náttúrunnar geta tekið líf
þúsunda einstaklinga og kollvarpað lífsviðurværi og lífi
þeirra sem lifa hremmingarnar af.
Einnig beinir stjórn SÍB því til velunnara stétt-
arfélagsins að þeir sem hafi hugsað sér að færa því af-
mælisgjafir geri það í formi peninga sem lagðir verða
inn á sérstakan söfnunarreikning vegna flóðanna. Sú
upphæð sem þannig safnast verður afhent Rauða kross-
inum á afmælisdag SÍB hinn 30. janúar nk.
Morgunblaðið/RAX
Friðbert Traustason, formaður SÍB, afhendir Sigrúnu
Árnadóttur frá RKÍ framlag bankamanna.
Bankamenn gefa
andvirði afmælishátíðar
Lionsmenn gefa milljón
LIONSHREYFINGIN á Íslandi hef-
ur ákveðið að leggja eina milljón
króna í alþjóðahjálparstöð Lions
til fyrstu neyðaraðstoðar vegna
náttúruhamfaranna í Suður-Asíu.
Hér á landi eru starfandi hátt í 90
Lionsklúbbar.
Í tilkynningu frá Lions á Íslandi
segir að daglega berist fréttir af
framlögum Lionsfélaga um allan
heim. Þannig hafi danska hreyf-
ingin sent 1.600 þúsund danskar
krónur í neyðarstoð og sænskir
Lionsmenn gefið 800 þúsund
sænskar krónur. Lions er starfandi
í 193 þjóðlöndum heims og hefur
þegar verið úthlutað fyrsta fram-
lagi til neyðarhjálpar úr al-
þjóðahjálparsjóði hreyfingarinnar.
Lionsfélagar í S-Asíu eru um 73
þúsund og leggja þeir einnig fram
fé og vinnu á svæðunum við Bengal-
flóa. Frá Evrópulöndum hafa
nokkrir talsmenn Lions farið á
flóðasvæðin til aðstoðar og könn-
unar á brýnustu neyðaraðstoð.