Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF GREINING Íslandsbanka spáir 15% hækkun á Úrvalsvísitölu Aðallista Kauphallar Íslands á árinu 2005. Í spánni segir að góður gangur sé í efnahagslífinu og horfur í rekstri fyr- irtækja almennt góðar. Útrás og hröð framþróun stærstu fyrirtækjanna muni áfram spila stórt hlutverk á markaðnum. Afkomuspá Greiningar Íslands- banka var kynnt í gær. Á kynning- arfundinum kom fram að talsvert skiptar skoðanir voru innan hópsins sem vann afkomuspána, um það hve hækkun Úrvalsvísitölunnar yrði á þessu ári, eða frá 8% í 24%, og var það einkum háð mati á því hvað yrði með stærstu félögin í vísitölunni en fimm stærstu félögin vega samtals 77% í Úrvalsvísitölunni. Kom fram að útrás stærstu fyrirtækjanna væri einn þeirra þátta sem hefðu hvað mest áhrif á hlutabréfaverð í bráð. Útrásin hefði verið stóra málið á síðasta ári og yrði það áfram á árinu 2005. Þá ættu aukin erlend umsvif bankanna eftir að hafa áhrif á verð hlutabréfa. Þau mundu aukast og stutt í að innlend starfsemi bankanna yrði í minnihluta. Eins mundi væntanlegur vöxtur hjá Bakkavör og Actavis hafa áhrif á hlutabréfaverð til skemmri tíma. Greining Íslandsbanka telur að hlutafjárútboð síðustu mánaða muni halda aftur af hækkunum. Framund- an sé von á stóru hlutafjárútboði Bakkavarar og einkavæðingu Sím- ans. Þetta dragi kraft úr markaðnum til skamms tíma, flestir fjárfestur séu yfirvigtaðir í innlendum hlutabréfum sem birtist í minnkandi veltu á hluta- bréfamarkaði og auknum skiptum á bréfum þeirra á milli. Þá hafi verð- lækkun á hlutabréfamarkaðnum í október sl. í raun verið leiðrétting sem haldi aftur af hækkun þegar horft er fram á veginn. Greining Ís- landsbanka telur að fjármögnun hlutabréfa verði dýrari, m.a. vegna hækkandi stýrivaxta hér heima, og að dragi úr erlendri skuldsetningu með sterkri krónu. Afkomuspá Greiningar Íslandsbanka Spáir 15% hækk- un Úrvalsvísitölu Morgunblaðið/Árni Sæberg Greining Íslandsbanka Kynnti afkomuspá sína fyrir árið 2005 í gær. GÓÐAR horfur eru í rekstri fyrirtækja í Kauphöll Íslands á þessu ári, að mati Grein- ingardeildar Lands- bankans, sem gerir ráð fyrir að samanlögð velta tólf stærstu félaga í framleiðslu, þjónustu og iðnaði aukist um ríflega 12% á milli ára og nemi samtals 344 milljörðum króna árið 2005. Mest verður veltuaukningin hjá Kögun og Og Voda- fone, en bæði félögin standa í yfirtökum á öðrum fyrirtækjum. Gert er ráð fyrir að hagnaður félaganna tólf, fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, aukist tölu- vert meira en velta eða um 31%. Sem hlutfall af veltu er talið að framlegðin aukist úr 10,6% árið 2004 í 12,4% árið 2005. Mest aukning í krónum talið er hjá Kögun og SÍF. Þrátt fyrir mikla tekjuaukningu gerir Greiningardeild Landsbank- ans ráð fyrir að samanlagður hagn- aður fyrirtækjanna dragist saman um 2% á milli ára. Mikill munur er hins vegar á þróun hagnaðar eftir fyrirtækjum. Hagnaður hjá Flug- leiðum, HB Granda og Samherja dregst mikið saman milli ára, bæði vegna óhagstæðra rekstrarskilyrða í sjávarútvegi og vegna þess hve gengishagnaður vó þungt í hagnaði félaganna árið 2004. Ger er ráð fyrir að hagnaður Actavis, Bakkavarar, Kögunar og SÍF aukist talsvert vegna samein- inga við önnur félög, innri vaxtar og bættrar framlegðar. Samanlagður hagnaður sex stærstu fyrirtækjanna í banka-, trygginga- og fjárfestingastarfsemi, að Landsbanka undanskildum, er talinn munu dragast saman um 21% á milli ára. Greiningardeild Landsbankans segir þetta athyglisverða niðurstöðu í ljósi þess að bæði KB banki og Ís- landsbanki hafa tvöfaldað stærð sína á árinu með kaupum á dönskum og norskum bönkum. Skýring lækkandi hagnaðar liggi hins vegar í því að gert er ráð fyrir mun minni geng- ishagnaði af hlutabréfa- og skulda- bréfaeign í ár, enda var síðasta ár með eindæmum hagfellt á verðbréfa- markaði. Spá Greiningardeildar Landsbankans Velta 12 stærstu eykst um 12% Morgunblaðið/Brynjar Gauti Velta eykst Greiningardeild LÍ spáir aukinni veltu 12 stærstu fyrirtækja í Kauphöllinni. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● GENGIÐ hefur verið frá samningum um kaup Bílanausts hf. á hjólbarða- fyrirtækinu Ísdekk hf. samkvæmt fréttatilkynningu frá Bílanaust. Seljendur eru Gúmmívinnustofan, Viðar Halldórsson, Jóhann Krist- jánsson auk smærri hluthafa selj- endur Ísdekks sem er stærsti sölu- aðili hjólbarða á Íslandi. „Þessi kaup eru í samræmi við stefnu Bílanausts að vera leiðandi fyr- irtæki á sviði bíla- og iðnaðarvöru,“ segir í tilkynningunni. Bílanaust kaupir Ísdekk ● KAUPHÖLL Íslands hefur samþykkt fram komna beiðni um afskráningu hlutabréfa Opinna kerfa Group hf. af Aðallista Kauphallarinnar. Kögun hf. hefur eftir yfirtökutilboð eignast 97,16% af heildarhlutafé félagsins. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að Opin kerfi uppfylli því ekki skilyrði skráningar um dreifingu hlutafjár. Fé- lagið var afskráð úr Kauphöllinni eftir lokun viðskipta sl. þriðjudag með vís- an til liðar 7.5.2 í reglum fyrir útgef- endur verðbréfa í Kauphöll Íslands. Opin kerfi afskráð úr Kauphöllinni ÚTGEFENDUR bandaríska dag- blaðsins Boston Herald hyggjast reyna að koma í veg fyrir að fjöl- miðlasamsteypan New York Tim- es Co., sem m.a. á dagblaðið Bost- on Globe, kaupi 49% hlut í dagblaðinu Metro Boston sem dreift er ókeypis. Segja þeir að kaupin beinist fyrst og fremst að Boston Herald og muni skekkja samkeppnisstöðu á dagblaða- markaði. Halda þeir því fram að með kaupunum verði New York Times Co. komið að stærri hlut í dreifingu í Massachusetts-fylki en samkeppnislög gera ráð fyrir. Útgefendur Boston Globe segja aftur á móti ekkert athugavert við kaupin. Alls séu gefin út 18 dag- blöð í Boston og þar af séu nokkur í eigu sömu aðila og eiga Boston Herald. Tilboðið upp á milljarð króna Tilkynnt var um kaupin fyrr í vikunni en tilboð New York Times Co. í hlutinn hljóðaði upp á rúman einn milljarð króna. Metro Boston kom fyrst út árið 2001 og höfðar einkum til ungra, vel menntaðra lesenda. Talið er að um 300 þúsund manns lesi blaðið daglega. Dagblöð takast á um Boston Boston. AP. ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu tæplega 7,8 millj- örðum króna. Mest voru viðskipti með íbúðabréf en viðskipti með hlutabréf námu ríflega 3 milljörðum króna. Úrvalsvísitala hækkaði um 1,69% og er nú 3.436 stig. Mest viðskipti vorum með bréf KB banka, fyrir um 1,4 milljarða króna. Mest hækkun varð á bréfum Bakka- varar (5,8%) en mest lækkun varð á bréfum Actavis Group (-1,3%). Bakkavör hækkaði mest ● ÁREIÐANLEIKAKÖNNUN sem Ís- landsbanki hefur unnið á BN banka í Noregi er nú lokið. Könnunin var eitt af skilyrðum Íslandsbanka fyrir því að yfirtökutilboð í BN banka skyldi standa. Niðurstaða áreiðanleika- könnunarinnar var fullnægjandi og er skilyrði yfirtökutilboðsins því upp- fyllt. Annað skilyrði tilboðsins er samþykki norskra yfirvalda en því hefur enn ekki verið fullnægt. Áreiðanleikakönnun lokið                     %&' () *++'! () *,- . - / %+ . ,  "+ 0* "+ 0! 1 "+   2  2 & . 3  +) 4    . - "/ 5  !"#  .++,   (  ),  ,6/ 7$4 8 9," 1:;+ $, <=4   . -> ,  !,!, 4,64/ ?  ?6,!, @!, 7$, 8 ;"  $%#&  #' %"++ .+   A6  , 1 :   ?;+; '  (   # BCAD :, ',+/' ,               8 8 8 8  8    8 8 8 8 8 8 8 8 8 * 6 - 6 ',+/' , 8 8   8 8  8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 E 8 FG E FG E FG E 8 FG E  FG E FG E  FG E FG E FG E 8 FG E 8 FG E FG 8 E 8 FG E  FG 8 8 8 8 8 8 8 8 8 E FG 8 8 8 8 8 8 8 8 8  ',+)  ?", : +  0)   /  / /  /  / /  / / /  / /  /  / / /  / 8 8 8 8  8 / /  8 /  8 8 8 8 8 8  8 8                8  8     8                        8   8     @,+) : H#/ +/ %? / I %4 . !  ',+)      8 8 8 8  8   8  8 8 8 8 8 8  8 8 %? /8 J'  -4   ! 4 -/ %? /8 +6   ,     6!+", 4  / %? /8  $ > 4  H6++  ', * (  4/    >!    * (  4/ SAMHERJI hf. hefur verið dæmdur til að greiða norska ríkinu 14 millj- ónir norskra króna, sem samsvarar tæplega 142 milljónum króna í skaðabætur samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands. Málsatvik eru þau að Samherji gerði árið 1997 samning við skipa- smíðastöðina Th. Hellesöy Skips- byggeri um smíði á Vilhelmi Þor- steinssyni EA-11. Skipasmíðastöðin varð svo gjaldþrota og í kjölfarið höfðuðu norsk stjórnvöld mál á hend- ur fyrirtækjunum vegna ríkisstyrks sem stöðin hafði fengið úthlutað. Forsenda skaðabótakröfunnar var sú að vegna viðbótarákvæðis í samn- ingnum hafi hann ekki tekið gildi fyrr en þremur mánuðum eftir und- irritun og því hafi hann ekki verið bindandi gagnvart styrktarreglum þeim sem þá voru í gildi. Í máli norska ríkisins á hendur skipasmíða- stöðinni sem lauk á síðasta ári var stöðin sýknuð á þeirri forsendu að samningurinn hafi verið gildur innan þess tímabils sem styrkjarreglurnar leyfðu. Samherji hf. hefur ákveðið að áfrýja dómnum. Samherji áfrýjar ● Atlantsskip munu frá 15. janúar nk. hefja vikulegar viðkomur í Kollafirði í Færeyjum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það sé í takt við vöxt Evr- ópulínu þess. Helst sé litið til tæki- færa í útflutningi frá Íslandi til Færeyja og frá Færeyjum til meginlands Evr- ópu. Nú þegar hafi verið undirritaðir samningar við fyrirtæki um flutning af- urða á báða þessa markaði. Haft er eftir Eggerti H. Kjartanssyni, sölustjóra útflutnings hjá Atlants- skipum, að þetta sé mjög gott tæki- færi fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Þjónusta við viðskiptavinina stórauk- ist. Atlantsskip vikulega til Færeyja < K LM         F F .? A N%O       F F C%C 32O        F F 0.O <++       F F BCAO NP 9         F F
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.