Morgunblaðið - 08.01.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 19
ERLENT
FASTEIGNASALA
Skeifan 19 • Sími 533 1060
Hentug jörð fyrir
ferðaþjónustu, tamninga-
stöð eða félagasamtök
Til sölu vel hýst jörð við fjölfarna ferðamannaleið í uppsveitum Ár-
nessýslu. Jörðin mundi henta vel aðilum í ferðaþjónustu, sem tamn-
ingastöð eða fyrir félagasamtök. Myndarlegt og fallegt íbúðarhús
með fallegum garði og heitum potti. Glæsileg útihús með plássi fyrir
48 hross, stórri hlöðu og góðri skemmu, alls ca 600 fm. Fjögur ný-
byggð smáhýsi með fullkominni aðstöðu fyrir 6 manns í hverju húsi.
Myndarlega hefur verið gengið frá öllu, skipt um jarðveg í hlaði
o.s.frv.
Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir þjónustusvæði við þjóðveg-
inn, 17 sumarbústaðalóðum og um 20 smáhýsum. Hugmyndir eru
um 18 holu golfvöll. Um 100 ha ræktuð tún.
Upplýsingar gefur Valdimar Jóhannesson
í síma 533 1060 eða gsm 897 2514. Verslun Dalvegi 2 • Kópavogi • Sími 564 2000 • www. quelle.is
Blússur Kr. 990
Peysur Kr. 990
Bolir Kr. 990
Buxur Kr. 990
Bolirstutterma Kr. 690
Yfirhafnir Kr. 2.990
Dragtir Kr. 1.890
Útsala
kr. 990,-
Blússa og vesti
Útsala
kr. 399,-
Quarz – úr með
2 aukaólum
Stór og
lítil númer
Hnífasett í fallegum hnífastandi.
Skæri fylgja með. Hnífar sem endast
og prýða hvert eldhús.
Útsala
kr. 990,-
Bolir 2 í setti
Útsala
kr. 1.490,-
Jogging – galli Útsala 2 sett saman
kr. 1.890,-
Vandaður
undirfatnaður
Útsala
kr. 1.290,-
Vandaðar svart-
röndóttar buxur
Útsala
kr. 990,-
Jeans - leggings
Gerðu góð kaup strax, athugið takmarkað magn!
Útsala
kr. 2.290,-
Hnífasett
fi‡skur gæ›a-
fatna›ur í úrvali!
Þýsk
gæði!
TALIÐ er að fjórtán manns hafi
farist í árekstri farþegalestar og
flutningalestar um 40 kílómetra
norður af borginni Bologna á
Ítalíu í gær. Slysið átti sér stað
skömmu eftir hádegi í gær. Tala
látinna var ekki fyllilega ljós en
vitað var að fjöldi manna slas-
aðist illa. Ekki er kunnugt um or-
sök árekstrarins en mikil þoka
var á þessum slóðum og lítið
skyggni. Á myndinni má sjá
björgunarmenn vinna að því að
bjarga fólki úr braki farþegalest-
arinnar.
AP
Fjórtán fórust í lestarslysi á Ítalíu
GEORGE W. Bush
Bandaríkjaforseti til-
kynnti í gær að Robert
Zoellick, viðskipta-
fulltrúi Bandaríkj-
anna, yrði varautan-
ríkisráðherra og
nánasti samstarfsmað-
ur Condoleezzu Rice,
sem tekur senn við ut-
anríkisráðherraemb-
ættinu af Colin Powell.
Skipan Zoellicks kem-
ur nokkuð á óvart,
hann missir við þessi
vistaskipti sæti sitt í
ríkisstjórn Bush, auk
þess sem hann hafði
verið talinn koma til greina sem
næsti bankastjóri Alþjóðabankans.
Áhugamenn um bandarísk
stjórnmál hafa beðið þess með eft-
irvæntingu að Rice veldi næstráð-
anda sinn í utanríkisráðuneytinu.
Uppstokkun sú sem Bush forseti
hefur gert á ríkisstjórn sinni hafði
þótt til marks um að svonefndir
„haukar“ – þeir sem litla trú hafa
á gildi alþjóðasamninga og sam-
starfi eins og því sem á sér stað á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna –
hefðu tekið öll völd í Bandaríkj-
unum.
Töldu menn öruggt að harðari
stefnu í utanríkismálum yrði áfram
fylgt ef Rice skipaði
t.d. mann eins og
John Bolton, einn af
aðstoðarráðherrum
Powells, í embætti
varautanríkisráð-
herra; Bolton er
nefnilega sagður hafa
mótað þá hörðu
stefnu sem fylgt hef-
ur verið gagnvart
stjórnvöldum í Norð-
ur-Kóreu og Íran.
Bolton hverfur
frá störfum
Ekki er hins vegar
víst að þetta verði nú
ofan á, jafnhliða skipan Zoellicks í
gær var nefnilega tilkynnt að Bolt-
on myndi hverfa frá störfum í ut-
anríkisráðuneytinu og á það er
bent að Zoellick sjálfur trúir statt
og stöðugt á mikilvægi samstarfs
þjóða við Atlantshafið og þykir
hófsemdarmaður í skoðunum.
Tilkynnt hefur verið að við starfi
Boltons taki Bob Joseph, gamall
samstarfsmaður Rice. Þá er haft
eftir embættismönnum að Nichol-
as Burns, sendiherra Bandaríkj-
anna hjá Atlantshafsbandalaginu
(NATO), yrði þriðji valdamesti
maðurinn í utanríkisráðuneytinu, á
eftir þeim Zoellick og Rice.
Zoellick verður
varautanríkis-
ráðherra
Gæti bent til að Condoleezza Rice
hyggist fylgja mýkri utanríkisstefnu
Washington. AP.
Robert Zoellick
HUGH Orde, lögreglustjóri á Norð-
ur-Írlandi, fullyrti í gær að Írski
lýðveldisherinn (IRA) hefði staðið
fyrir bankaráni í
útibúi Northern
Bank í Belfast
20. desember sl.
en ræningjarnir
höfðu rúmlega
22 milljónir
punda, um 2,67
milljarða ísl. kr.,
upp úr krafsinu.
IRA hefur ítrek-
að neitað allri
aðild að bankaráninu.
„Á grundvelli rannsóknarvinnu
okkar til dagsins í dag og þeirra
gagna sem við höfum safnað saman
þá er það mitt mat að IRA hafi stað-
ið fyrir þessum glæp,“ sagði Orde.
Hann rakti hins vegar ekki hvað ylli
því að lögreglan teldi víst að IRA
hefði staðið fyrir bankaráninu, sem
er eitt hið mesta á Bretlandseyjum
fyrr og síðar.
Talsmaður Tonys Blairs, for-
sætisráðherra Bretlands, sagði
Blair líta þessi tíðindi alvarlegum
augum. „Hann hefur ítrekað gert
grein fyrir því á síðustu tveimur ár-
um að ekki verði hægt að endur-
reisa heimastjórnina á Norður-Ír-
landi nema vopnaðar sveitir manna
hætti allri starfsemi og það tekur
líka til glæpaverka eins og þessara,“
sagði talsmaðurinn.
Gæti skaðað friðarferlið
Enginn hefur verið handtekinn
vegna bankaránsins en húsleit hefur
verið gerð á nokkrum heimilum lýð-
veldissinna í Belfast. Fyrir yfirlýs-
ingu Ordes í gær hafði Martin
McGuinness, einn forystumanna
Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA,
sagt að það myndi skaða friðarferlið
á Norður-Írlandi ef menn bæru upp
ásakanir um meinta aðild IRA.
Hann sagðist sjálfur hafa rætt við
erindreka IRA og að þeir hefðu
neitað aðild að ráninu. „Það vita all-
ir að innan breska stjórnkerfisins og
í röðum sambandssinna [á Norður-
Írlandi] eru menn sem vilja eyði-
leggja friðarferlið og vilja nota ránið
í Belfast til þess að ná markmiðum
sínum. Þeim má ekki takast ætl-
unarverk sitt,“ sagði McGuinness
við BBC.
Nigel Dodds, einn þingmanna
sambandssinnaflokks klerksins Ians
Paisleys, sagði hins vegar að ef
staðfesting fengist á því að IRA
hefði staðið fyrir ráninu þá bæri að
halda friðarumleitunum áfram án
þátttöku Sinn Féin.
Segir IRA bera ábyrgð
á bankaráni í Belfast
Belfast. AFP.
Hugh Orde