Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 23 MINNSTAÐUR Grindavík | „Það verður sjálfsagt enginn kraftur í þessu fyrr en loðnan kemur í mars, ef þeir verða þá ekki búnir að veiða hana alla, loðnubátarnir,“ segir Viktor Jónsson sjómaður í Grindavík. Hann var ásamt fé- laga sínum, Brynjólfi Gíslasyni, að greiða flækjur úr netum á bryggjunni á Grindavík. Þeir félagarnir komu í fyrra- dag úr fyrstu vitjun í netin á nýju ári, með um eitt tonn. Voru þeir ekkert óánægðir með það miðað við árstíma, sérstaklega af því fiskurinn var stór og fal- legur, eins og Viktor tók til orða. Þeir höfðu hins vegar ekki mörg orð um ástæður þess að netið var svona flækt, mátti skilja að það væri eitthvert sjálf- skaparvíti. Þeir félagarnir keyptu Hraunsvík GK-75, 14 brúttólesta bát, og hófu útgerð frá Grinda- vík í október síðastliðnum. Þeir höfðu lengi verið saman á sjó á svipuðum bát. „Við fáum sjálf- sagt bjartsýnisverðlaunin fyrir að byrja útgerð á þessum tíma,“ segir Viktor. Báturinn er kvóta- laus en þeir hyggjast kaupa á hann kvóta. „Við ætlum að byrja rólega og kaupa kvótann smám saman,“ segir Viktor. Ekki leynir sér hvaða knatt- spyrnulið á Englandi á stuðning Viktors. Arsenal er skrifað með stórum stöfum á bak vinnugall- ans. „Ég hef haldið með Arsenal frá því ég man eftir mér,“ segir Viktor og upplýsir að Brynjólfur félagi hans sé einnig Arsen- alaðdáandi. Fáum sjálfsagt bjartsýnisverðlaunin Morgunblaðið/Helgi Bjarnason SUÐURNES Sandgerði | Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar Sandgerðis hafna sameiningu við önnur sveitarfélög að svo komnu máli. Fulltrúar minni- hlutans vilja að íbúunum verði gefinn kostur á að kjósa um sameiningu. Sameiningarnefnd félagsmála- ráðuneytisins hefur lagt til að íbúum allra sveitarfélaganna fimm á Suð- urnesjum verði gefinn kostur á því að greiða atkvæði um sameiningu síðar í vetur. Af því tilefni kaus bæj- arstjórn Sandgerðis starfshóp til að fara yfir kosti þess og galla að sam- einast. Fulltrúarnir voru sammála um reifun málsins en klofnuðu eftir meirihlutalínum í bæjarstjórn um túlkun þeirra í niðurstöðum. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra og Sjálfstæðisflokks töldu ekki tíma- bært eða réttlætanlegt að sameina sveitarfélögin að svo komnu máli. Í rökstuðningi er meðal annars vísað til verkefna sveitarfélagisins, hárra tekna sveitarfélagsins og að þjón- ustugjöld íbúa í Sandgerði myndu væntanlega hækka. Þeirri skoðun er lýst að sameining við Reykjanesbæ sé ekki góður kostur og vísað í því efni til umræðna um fjárhagsstöðu. Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sandgerðislistans röktu í sinni niðurstöðu kosti og galla sameining- ar. Þeir sögðust styðja það að íbúar Sandgerðisbæjar fengju tækifæri til þess að skoða kosti þess og galla að sameinast öðrum sveitarfélögum og gætu lýst afstöðu sinni í kosningum. Bæjarstjórnin samþykki sam- hljóða að senda skýrsluna til samein- ingarnefndar ráðuneytisins. Skiptar skoðanir á sameiningu Reykjanesbær | Stjórn Heimis, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, hefur ályktað gegn breytingum á niðurgreiðslum vegna dagvistar í heimahúsum og afnámi ferðastyrks námsmanna. Báðar breytingarnar voru ákveðnar af bæj- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins. Fram kemur í ályktun stjórnar Heimis að mörkuð hafi verið sú stefna að fjölga menntuðum íbúum og störfum. Það skjóti því skökku við að hætta öllum stuðningi við náms- menn sem vilji búa í bænum en þurfi að leita út fyrir bæjarmörkin í nám. Leggur stjórnin til að fallið verði frá áformum um afnám ferðastyrkja. Stjórn félagsins hvetur bæjar- stjórn til að endurskoða áætlaðar breytingar á niðurgreiðslu vegna dagvistar barna í heimahúsum. Breytingarnar hafi í för með sér fjár- hagslegar þrengingar hjá stórum hluta ungs barnafólks og séu úr takti við fjölskyldustefnu meirihlutans. Þá er hvatt til þess að tekjuviðmiðið, sem er áformað 200 þúsund kr. á mánuði, verði hækkað. Álykta gegn ráðstöfunum meirihlutans ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.