Morgunblaðið - 08.01.2005, Page 24
24 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Blönduós | Það er eðli grágæsa að
fara suður á bóginn, annaðhvort til
Bretlandseyja eða Noregs þegar
hausta tekur. Þetta ferli getur rask-
ast af ýmsum ástæðum og kemur
þar margt til. Grágæsin sem gistir
nú hjá Jónasi Skaftasyni á Blöndu-
ósi yfir hörðustu vetrarmánuðina
varð að öllum líkindum fyrir slysi
sem kom í veg fyrir suðurferð henn-
ar.
Lengi vel voru tvær gæsir á vappi
um bæjarfélagið löngu eftir að aðr-
ar gæsir voru farnar en nú er ein-
ungis ein eftir og hefur hún fundið
vin í Jónasi. Hefur hann opnað
heimili sitt fyrir gæsinni, nánar til-
tekið viðbyggingu sem áður gegndi
hlutverki haughúss og er henni
frjálst að fara allra sinna ferða þeg-
ar henni hentar en hún leitar gjarn-
an skjóls þegar harðnar á dalnum.
Jónas hefur gert braut eða rennu
fyrir gæsina þannig að leið hennar
ofan í Blöndu og heim aftur er til
þess að gera greið. Í fyrradag var
Jónas farinn að óttast um gæsina
því hún hafði ekki skilað sér um
hríð. Fór hann því að huga að gæs-
inni og fann hana við enda renn-
unnar (heimreiðarinnar) í ánni
Blöndu. Kom þá í ljós að brautin var
orðin ófær fyrir gæsina, einkum
vegna hálku, þannig að fyrir lá að
lagfæra þurfti leiðina. Bæklaða
gæsin beið hin rólegasta eftir því að
samgöngubótum þessum lyki, og
sjá, þegar Jónas var búinn að greiða
götuna fyrir grágæsina þá kjagaði
hún heim í skjól hjá vini sínum á
bakka Blöndu.
Jónas segir mjög ánægjulegt að
hafa þennan vetrargest og finnst
honum afar óvenjulegt að villtur
fugl skuli skynja aðstæður sínar svo
fljótt og finna leiðina sem eykur lík-
urnar á því að komast af. Auk þess
að veita gæsinni skjól fóðrar Jónas
Skaftason hana með því sem til fell-
ur í eldhúsinu, allt frá kart-
öfluskrælingi til grænna bauna.
Grágæs í vetrargistingu
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Vinur í raun Jónas Skaftason fylgist með fiðruðum vini sínum við Blöndu. Þar hefur hann útbúið nýja heimreið.
Útsala Útsala
Útsala
Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505,
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Opið laugardaga kl. 10-16
Hveragerði | Sparisjóður Vest-
mannaeyja er að færa út kvíarnar á
fastalandinu. Nýlega var opnuð af-
greiðsla í verslunarmiðstöðinni
Sunnumörk í Hveragerði. Sjóður-
inn er nú með starfsemi þremur
stöðum á Suðurlandi, utan Eyja.
Sparisjóður Vestmannaeyja hóf
útrás sína á árinu 2000 með opnun
útibús á Selfossi. Ólafur Elísson,
sparisjóðsstjóri í Vestmannaeyjum,
segir að sjóðnum hafi vegnað ágæt-
lega þar. Nú séu fimm starfsmenn á
Selfossi. Afgreiðslan í Hveragerði
sé eðlilegt framhald þess starfs en
þar eru tveir starfsmenn. Spari-
sjóðurinn þjónar einkum einstak-
lingum og minni fyrirtækjum á
Suðurlandi. Þá annast afgreiðslan í
Hveragerði upplýsingagjöf fyrir
Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur
yfirtekið veiturnar í Hveragerði en
er ekki með skrifstofu þar.
Vaxtarbroddarnir
á Suðurlandi
„Við höfum verið hér í Vest-
mannaeyjum síðan 1942 og vegnað
ágætlega. Við sjáum tækifæri til að
dafna á okkar nærsvæði en vaxt-
arbroddarnir á Suðurlandi eru á
þessum tveimur stöðum. Þá hefur
enginn sparisjóður verið starfandi í
tugi ára á svæð-
inu frá Reykjavík
og austur á
Hornafjörð,“
segir Ólafur þeg-
ar hann er spurð-
ur um markmiðið
með aukinni
starfsemi á fasta-
landinu. Spurður
að því hvort
Rangárvallasýsla sé næst á dag-
skrá segir Ólafur að ekkert hafi
verið ákveðið um það. Þangað sé
vissulega greið leið frá Vestmanna-
eyjum og muni sparisjóðurinn
fylgjast með markaðnum þar.
Auk þessara staða tengist Spari-
sjóður Vestmannaeyja sparisjóðn-
um á Hornafirði sterkum böndum.
Hefur hann átt mikinn meirihluta
stofnfjár í Sparisjóði Hornafjarðar,
eða um 77%, í hálft annað ár en þá
var stofnfé þess sparisjóðs aukið
verulega. Sparisjóðurinn í Horna-
firði er áfram rekinn sem sjálfstæð
stofnun en í nánu samstarfi við
stjórnendur Sparisjóðs Vest-
mannaeyja. Ólafur segir samein-
ingu ekki á dagskrá, hún sé erfið
vegna ólíkrar uppbyggingar eign-
arhalds þessarra tveggja spari-
sjóða.
Sparisjóður Vestmannaeyja
færir út kvíarnar á fastalandinu
Starfsemi á þremur
stöðum utan Eyja
Ólafur Elísson
AKUREYRI
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra og Vilhjálmur Egilsson,
ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, voru í Eyjafirði í gær
í boði Samherja. Þeir skoðuðu
landvinnslu félagsins á Dalvík og
fóru um borð í fjölveiðiskipið
Baldvin Þorsteinsson EA og Vil-
helm Þorsteinsson EA, fylgdust
m.a. með loðnufrystingu sem var í
fullum gangi í báðum skipum og
snæddu hádegisverð um borð í
Baldvini úti á Eyjafirði. Sjáv-
arútvegsráðherra var ánægður
með ferðina og sagði að þessi tvö
skip sköpuðu mikil verðmæti en
slíkt gerðist ekki af sjálfu sér.
„Það er vel fyrir öllu séð og vel
þjálfað starfsfólk alls staðar.“ Árni
sagði það mjög sérstakt að fjöl-
veiðiskip Samherja skyldu bæði
hafa verið við loðnufrystingu í
firðinum á sama tíma, slíkt gerðist
ekki á hverjum degi.
Kristján Vilhelmsson, útgerð-
arstjóri Samherja, sagði mikið um
að vera hjá fyrirtækinu. „Við er-
um að frysta, landa og skipa út,
þannig að það gengur mikið á.“
Vilhelm Þorsteinsson og Baldvin
Þorsteinsson lönduðu samtals um
1.200 tonnum af frystum loðnu-
afurðum í gær og er aflaverðmæt-
ið um 35–40 milljónir króna. Þá er
von á Þorsteini ÞH til Akureyrar í
dag, með um 400 tonn af frystri
loðnu.
Loðnufrysting í Eyjafirði
Sjávarút-
vegsráð-
herra fylgd-
ist með
Morgunblaðið/Kristján
Loðnuvinnsla Þorsteinn Már Bald-
vinsson, Vilhjálmur Egilsson, Árni
M. Mathiesen, Hákon Þröstur Guð-
mundsson og Kristján Vilhelmsson
kanna ástand loðnunnar á vinnslu-
línunni um borð í Baldvini Þor-
steinssyni EA.
AFKOMA Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri er í samræmi við fjárlög
að því er fram kemur í rekstrarupp-
gjöri spítalans fyrir tímabilið janúar
til nóvember á nýliðnu ári, en gjöld
umfram tekjur í lok nóvember nema
3,5 milljónum króna þannig að frávik
miðað við fjárlög eru 0,1%.
Rekstur sjúkrahússins er því í
jafnvægi og ekki útlit fyrir annað en
svo verði út allt árið að því er fram
kemur í yfirlitinu. Reksturinn í heild
er 1% innan áætlunar og starfsemin
svipuð og gert hafði verið ráð fyrir.
Í yfirlitinu kemur fram að launa-
kostnaður hafi hækkað um tæp 2%
milli ára, nam 2.050 milljónum króna
og yfirvinna hækkað um 1,2%.
Launakostnaður er um 72% af heild-
argjöldum sjúkrahússins. Setnum
stöðum hefur fækkað um 11 og er
einkum um að ræða stöður innan
hjúkrunar. Almenn rekstrargjöld
námu í lok nóvember síðastliðins
tæpum 729 milljónum og hækkuðu
um 5,8%. Margs konar hagræðing
náðist hvað varðar rekstarvörur og
þá dró úr lagerhaldi, auk þess sem
ferðakostnaður lækkaði um 3 millj-
ónir eða um 10%.
Sértekjur hafa vaxið verulega
milli ára eða um 19%. Fyrst og
fremst er um að ræða aukna þjón-
ustu við útlendinga en einnig hafa
komugjöld sjúklinga hækkað nokk-
uð. Fram kemur í yfirlitinu að aukn-
ar sértekjur eigi stóran þátt í góðri
afkomu sjúkrahússins.
Fjöldi sjúklinga hefur aukist um
1,2% miðað við sama tímabil í fyrra,
en legudögum fækkaði um 3,3%.
Skurðaðgerðum fækkað um 100 frá
fyrra ári og fæðingum um 20, eða
5%. Hins vegar komu fleiri á slysa-
deild en árið á undan og starfsemi
myndgreiningadeildar hefur aukist
með tilkomu segulómstækis. Velta
FSA er áætluð um 3 milljarðar á
árinu 2004.
Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri
Rekstur
í samræmi
við fjárlög
Svarfaðardalur | Margmenni var
við þrettándabrennuna á Húsa-
bakka á þrettándakvöld.
Brennuvargar Foreldrafélagsins
höfðu safnað í veglega brennu
sem logaði glatt á meðan mann-
fjöldinn fylgdist með flugeldum,
söng álfa- og huldufólkssöngva,
drakk kakó, maulaði kex og ósk-
aði sveitungum sínum gleðilegs
árs.
Þrettándabrennan er ein af
þeim samkomum sem Húsabakka-
skóli og Foreldrafélagið samein-
ast um og eru viðburðir af þessu
tagi því nauðsynlegri sem sam-
félögin eru fámennari, þáttakan
og samveran gefa lífinu gildi.
Glatt logaði í
þrettándabrennu