Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Fáar sögur eru íslensku þjóðinni hjart-fólgnari en Egla, sagan af hreysti-menninu og dróttkvæðaskáldinuAgli Skallagrímssyni sem bar hróð- ur lands og lýðs út á meðal þjóða. Engir kapp- ar stóðu honum á sporði. Í dag kl. 14 leggur leikhúsið Sögusvuntan af stað í ferðalag með þessa dýrmætu gersemi í gamalli tösku. Töskunni verður lokið upp á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, þaðan liggur leiðin í grunnskólana og síðan ef að líkum læt- ur í kjölfar Egils – til útlanda. Hallveig Thorlacius er sem fyrr potturinn og pannan í starfi Sögusvuntunnar og stýrir brúðunum á sviðinu. Það er Þórhallur Sigurðs- son sem er leikstjóri en Hallveig segir að hann sé tvímælalaust langreyndastur allra íslenskra leikstjóra á sviði brúðuleikhúss, hefur leikstýrt níu brúðuleiksýningum í ýmsum leikhúsum. Helga Arnalds býr til brúður og leikmynd en hún rekur eigið brúðuleikhús, Leikhúsið 10 fingur. Hallveigu hafði lengi langað að setja Eglu á svið en vissi ekki hvernig hún átti að nálgast verkið fyrr en hún fékk skothelda hugmynd á óvæntum stað – trúðanámskeiði. „Þetta var algjör himnasending. Aðaltrúður Cirque de Soleil kom hingað til lands síðast- liðið sumar og hélt námskeið fyrir íslenskt leikhúsfólk sem raunar fór ekki hátt. Á þessu námskeiði komst ég í tæri við trúðinn í sjálfri mér og varð ljóst að það væri engin önnur leið til að nálgast þessa blóðugu víkingasögu.“ Dæmir engan Og Hallveig heldur áfram: „Trúðurinn er með huga byrjandans, eins og búddistar segja. Hugur hans er hreinn. Hann dæmir engan. Þetta þótti mér skemmtileg leið til að segja svona grimma sögu. Það má vitaskuld ekki segja við börnin: Þetta er allt saman í lagi! Við höfum nefnilega þroskast frá þessum hugs- unarhætti sem kemur fram í fornsögunum, hefndinni, sæmdinni og öllu því. Eða það skul- um við vona. Egill var barn síns tíma. Stór- kostlegt barn. Það má bara ekki dæma hann út frá okkar tíma. Hið hryggilega er hins vegar að allur óhugnaðurinn, sem frá er sagt í sög- unni, er ekki horfinn úr heiminum í dag. Um hann er fjallað í fréttum á hverjum degi. Hann hefur bara tekið á sig aðra mynd.“ Hallveig veltir sér samt ekki upp úr hinum myrku hliðum mannsins. Enda er sýningin fyrir börn. „Hlutverk mitt er að segja þessa sögu og ég verð að stikla á stóru þar sem sýn- ingin tekur aðeins um fimmtíu mínútur, miðast við eina kennslustund. Það sem var erfiðast við þetta var að skera niður. Það var t.d. sorglegt að kveðja margar söguhetjur, svo sem Brák, ambátt Skallagríms, og sleppa atburðum, eins og aðdragandanum að Höfuðlausn. En það var ekki um annað að velja, ég varð að taka upp sverðið og höggva. Það er svo merkilegt að trúðsvinkillinn leiddi mig sjálfkrafa áfram í þeirri vinnu.“ Njála næst á dagskrá? Eftir frumsýninguna á Smíðaverkstæðinu er ferðalaginu heitið út í grunnskólana. Hallveig segir sýninguna henta fyrir sex til tólf ára börn og jafnvel unglingadeildirnar líka. Það muni koma í ljós. „Og svo er sýningin auðvitað líka fyrir fullorðna.“ Og Íslendingar eru ekki eini markhópurinn. „Ég held að þessi sýning geti hentað fyrir út- lendinga og stefni að því að fara með hana ut- an. Það hefur þegar komið ein pöntun frá Norðurlöndunum en ég get einnig leikið sýn- inguna á ensku, frönsku og jafnvel þýsku. Einu sinni æfði ég meira að segja og lék sýn- ingu á færeysku. Það gekk bara vel, þannig að það er allt hægt í þessu,“ segir Hallveig og hlær þegar hún rifjar þetta upp. Hallveig reiknar með að ferðast með Eglu næstu mánuðina. Hvað þá tekur við er óráðið. En hefur hún áhuga á því að þróa trúðinn áfram? „Það er aldrei að vita. Ég er nú alltaf að lofa sjálfri mér því að hætta. Snúa mér að ein- hverju öðru. Það gengur hægt. Íslendingasög- urnar hafa hins vegar alltaf heillað mig og á sínum tíma var ég komin hálfa leið inn í Njálu. Þá fékk ég áskorun frá Eglusérfræðingi fyrir vestan sem langaði í brúðu-Egil og ég hlýddi því kalli. Og ef þetta gengur upp gæti ég alveg hugsað mér að taka Njálu líka. Ég lofa samt engu!“ Sýningin á Smíðaverkstæðinu í dag er að- eins fyrir boðsgesti. Höfundar leikgerðar: Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd og brúður: Helga Arnalds. Sögumaður: Hallveig Thorlacius. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Egla í nýjum spegli Leikhús | Sögusvuntan frumsýnir brúðuleikinn Egla í nýjum spegli sem byggður er á Egilssögu Hinn hreini hugur Hallveig Thorlacius í hlutverki sögumannsins í Egla í nýjum spegli. orri@mbl.is „ÞETTA kemur mér mjög á óvart. Ég steingleymdi þessu eftir að ég sendi inn umsóknina,“ sagði Helgi Þórsson myndlistarmaður í samtali við Morgunblaðið, en hann hlaut í gær 500.000 króna styrk úr Lista- sjóði Pennans. „En það er mjög hvetjandi að fá svona styrk, því ég er stöðugt að gera eitthvað. Þá er enn meiri pressa á mann að halda áfram að vinna.“ Helgi vinnur meðal annars skúlpt- úra og innsetningar, sem hann segir marga telja kitch þótt hann sé því ekki alltaf sammála sjálfur, og reyn- ir að skapa sinn eigin heim. „Ég reyni að halda öllu opnu, enda er ég með svo mörg áhugasvið. Ég geri það sem mér dettur í hug og fæ inn- blástur á alls konar stöðum – stund- um er maður að krota í bók, stund- um sér maður eitthvað í sjónvarpinu eða úti í búð. Allt getur þetta nýst mér,“ segir hann. Helgi fæddist í Reykjavík 1975. Hann stundaði nám í Hollandi og lauk nýverið mastersnámi í myndlist frá Sandberg Institute í Amst- erdam. Áður hafði hann lokið BA- gráðu frá Gerrit Rietveldt Academie í Amsterdam og stundað nám við hið Konunglega Conservatorium Den Haag. Á síðasta ári tók Helgi þátt í átta samsýningum og hélt tvær einka- sýningar, m.a. í Galleri Van Gelder í Amsterdam. Helgi er félagi í hljóm- sveitinni Stilluppsteypu. Að mati dómnefndar er ljóst að Helgi muni láta að sér kveða í mynd- listinni. Í umsögn hennar segir m.a.: „Hann kemur til leiks fullur af áræði. Í myndlistinni skapar Helgi ævintýraheima. Litríkar innsetn- ingar þar sem gálgahúmor ræður ríkjum og allt getur gerst.“ Nýtist í næstu mynd „Styrkurinn mun nýtast mér í næsta verk sem ég er að fara að vinna, sem er nýtt myndbandsverk,“ sagði Sig- urður Guðjónsson þegar Morg- unblaðið náði af honum tali, en hann hlaut 300.000 kr. styrk úr sjóðnum og vinnur með myndbönd, hljóð, ljósmyndir og skúlptúra. „Ég vinn grunnhandrit að myndbandsverk- unum sem ég tek síðan upp. Í ferlinu reyni ég að skapa ákveðið ástand í verkin sem mætti kalla draugkennt ástand. Myndbandsverkunum er hægt að líkja við litlar bíómyndir með óljósri frásögn og þau leiða síðan af sér ný verk, til dæmis ljósmyndir og skúlptúra.“ Sigurður Guðjónsson fæddist í Reykjavík 1975. Hann stundaði nám við Billedskolen í Kaupmannahöfn 1998 til 1999 og útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Ís- lands 2003. Veturinn 2003 til 2004 nam Sigurður við Akademie der bil- denden Künste í Vínarborg hjá Frans Graf. Fyrr á árinu tók hann meðal ann- ars þátt í samsýningunum Berlin North í Hamburger Bahnhof- safninu í Berlín, og Behind the Eyes í Bergen Kunsthall, og nýverið lauk einkasýningu Sigurðar, Hýsli, í gall- eríi Kling og Bang. Framundan eru einkasýningar á Íslandi og í Vín- arborg. Að mati dómnefndar ber nýaf- staðin einkasýning Sigurðar í gall- eríi Kling og Bang því vitni að hann er ört vaxandi listamaður. Í sýning- arskrá hefur Þórhallur Magnússon ritað: „Sigurður Guðjónsson á sér bakgrunn í tónlist, þar sem hann meðal annars spilaði í einni hörðustu og þéttustu dauðarokkhljómsveit í manna minnum, Cranium. Sú gagn- lega reynsla ómar augljóslega í verkum hans, þar sem orka og djúp alvara sameinast ásamt undarlegri kímnigáfu. Sigurður tekst í verkum sínum með áhrifamiklum hætti á við tvö hrá náttúruöfl. Þau sem búa í eðli mannsins og þau í náttúrunni sjálfri.“ Dómnefnd skipuðu Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Ís- lands, formaður, Guðrún Ein- arsdóttir, myndlistarmaður, fulltrúi SÍM, og Gunnar B. Dungal, forstjóri Pennans. „Það er merkilegt með þessa tvo styrkþega, að hjá þeim báðum er mjög sterk tenging í tónlist,“ segir Kristján Steingrímur, formaður dómnefndar. „Það er líka merkilegt hve mikið þeir hafa sýnt þrátt fyrir ungan aldur, og hve margar þeirra sýninga hafa verið í útlöndum. Helgi Þórsson hefur til dæmis sama og ekkert sýnt hér á landi, en samt tók hann þátt í tíu sýningum á síðasta ári. Þetta er merkilegt og segir okk- ur ef til vill hvað starfsumhverfi myndlistarmanna hefur breyst.“ Að mati dómnefndar eru Helgi Þórsson og Sigurður Guðjónsson verðugir fulltrúar yngstu kynslóðar listamanna. „Þeir hafa báðir náð góðum árangri, haldið fjölda sýninga og tekið þátt í margvíslegum uppá- komum þar sem blandað er saman ólíkum miðlum. List þeirra á það sameiginlegt að endurspegla þær hræringar sem eiga sér stað í sam- tímanum. Þeir velta upp áleitnum spurningum um manninn, náttúruna og samfélagið sem við búum í,“ segir í áliti hennar. Veitt hefur verið árlega úr Lista- sjóði Pennans undanfarin ellefu ár og er styrknum ætlað að styðja við bakið á upprennandi listamönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref á myndlistarbrautinni. Það er athygl- isvert að af þeim tuttugu listamönn- um sem verk eiga á sýningunni Nýrri íslenskri myndlist, sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, hafa tólf hlotið styrk úr Listasjóði Pennans. Hvað það varðar segir Kristján Steingrímur að vissulega sé hægt að skilgreina og tala um mynd- list að ákveðnu marki og ef til vill beri þessi tengsl þess merki að dóm- nefndin hafi verið nösk. „En þrátt fyrir þetta vitum við ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Kannski hafa verðandi meistarar íslenskrar myndlistar hvorki fengið Penna- verðlaunin né sýnt í Listasafni Ís- lands.“ Styrkir | Myndlistarmennirnir Sigurður Guðjónsson og Helgi Þórsson hljóta styrk úr Listasjóði Pennans Sterk tenging í tónlist Morgunblaðið/Golli Verðlaunahafarnir Helgi Þórsson og Sigurður Guðjónsson, ásamt Gunnari Dungal, forstjóra Pennans, og eiginkonu hans Þórdísi A. Sigurðardóttur, myndlistarmanni, við verðlaunaafhendinguna í gær. SAMHLIÐA sýningunni Ný íslensk myndlist; um veruleikann, manninn og ímyndina, hefur gestum Listasafns Íslands gefist kostur á að hlýða á lista- mennina sem þar sýna, eiga „samtal við listaverk“ – eins og það er orðað af hálfu safnsins. Á morgun, sunnudag, er komið að þeim Erlingi Klingenberg, Hildi Bjarnadóttur, Helga Hjaltalín og Pétri Erni Friðrikssyni að ræða um verk sín og verða þau í safninu frá kl. 15 til 16. Egill Sæbjörnsson mun jafnframt leika og syngja í verkinu sínu „You take all my time“. Þess ber að geta að þessari sýningu yngri kynslóðarinnar í Listasafn- inu lýkur sunnudaginn 16. janúar og fer því hver að verða síðastur að sækja hana heim til að kynnast mörgu því sem hæst ber í listum sam- tímans hér á landi. Myndlist | Listasafn Íslands á morgun Samtöl við listaverk Verk Helga Hjaltalín í Listasafni Ís- lands, en hann er einn þeirra sem munu ræða um verk sín í safninu á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.