Morgunblaðið - 08.01.2005, Side 27

Morgunblaðið - 08.01.2005, Side 27
BARNASKÓLI Hjallastefnunnar er hálfgerður sveitaskóli sem er til húsa á Vífilsstöðum. Þessi litli skóli hefur starfað í tvö ár, en í honum eru nem- endur á aldrinum fimm til sjö ára. Foreldrafélag skólans stendur fyrir ýmsum uppákomum í skól- anum, leikhús koma í heimsókn, jólagleði og vorhá- tíð eru haldin svo eitthvað sé nefnt, og allt kostar það sitt. Til að fjármagna slíkar uppákomur brá for- eldrafélagið á það ráð að gefa út matreiðslubók með myndum af öllum nemendum skólans og kennurum. Elín Þórhallsdóttir er formaður félagsins og hún sagði að á hverri síðu væri mynd af einum nemanda eða kennara, einni uppskrift frá viðkomandi, lífs- mottói, uppáhaldslit og hvað hann eða hún ætlaði að verða þegar þau yrðu stór eða stærri. Eins eru gull- korn sem hrotið hafa af vörum barnanna sem og brandarar. „Krakkarnir gefa ýmist mjög einfaldar uppskriftir af réttum eða kökum sem þau geta gert sjálf eða þá flóknari uppskriftir af til dæmis uppáhaldsmatnum heima. Og sumir gefa bara einhverja sniðuga upp- skrift. Þarna má finna fiskrétti, kjötrétti, súpur, sal- öt, pitsur, pasta, grauta, ís, drykki, brauð og bakst- ur. Lífsmottóin og sögurnar eru auka krydd í matinn og því er þetta óvenjuskemmtileg matreiðslubók fyr- ir alla fjölskylduna en alveg sérstaklega góð fyrir krakka, enda heitir hún Orka fyrir káta krakka. Auk þess er þetta í leiðinni minningabók fyrir krakkana sem gaman verður að eiga þegar þau verða stærri og þess vegna stefnum við að því að gefa út svona bók á tveggja til þriggja ára fresti.“ Á forsíðu matreiðslubókarinnar er stór auður rammi og þar getur gefandinn eða þiggjandinn teiknað mynd. „Dóttir mín teiknaði til dæmis myndir í þennan ramma á nokkur eintök og fyrir vikið verða bækurnar enn persónulegri og svo gefum við ömmu, afa og öðru skyldfólki og engar tvær bækur eru eins.“ Sleikjókökur 190 g smjörlíki 170 g sykur 170 g púðursykur 2 egg 340 g hveiti 1 tsk. salt 1 tsk. matarsódi Allt hrært saman, súkkulaðibitar og mulið smar- ties sett saman við. Sett á ofnplötu í litla toppa og íspinna priki stungið í hvern topp, bakað í 6–8 mín. við 185 gráður. Uppáhaldslitur: Blár og rauður Þegar ég verð stór ætla ég að verða: Hjúkrunarkona eða dagmamma. Brandari: Maður og kona voru að bíða eftir að fara yfir götuna, svo kom grænikarlinn og maðurinn labbar yfir og þá kallar konan HVENÆR KEMUR GRÆNA KONAN? Glaðningur fyrir maga og hjörtu  SKÓLI Hægt er að nálgast Matreiðslubók Barnaskóla Hjalla- stefnunnar, Orka fyrir káta krakka, á skrifstofu skólans við Vífilsstaðaveg og kostar hún 1.000 krónur. Lífsmottó: Maður á alltaf að vera í góðu skapi og vera góður við aðra og gera betur khk@mbl.is Thelma Rut Guðbrandsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 27 DAGLEGT LÍF Fjarnám allt árið Skráning stendur yfir á heimasíðu skólans www.fa.is Skólameistari ÁRAMÓT sjá margir sem upphaf að nýju tímabili og þá um leið vettvang til að taka til í ,,geymslunni. Árið sem er að líða er gert upp og lín- urnar lagðar fyrir það sem er að renna upp. Margir gera þetta bók- staflega og leggja línur fyrir lín- urnar, finnst þeir hafa verið í full- nánu sambandi við sófann en nú skal tekið á því og bumbunni breytt í bretti. Vissulega er göfugt markmið út af fyrir sig að vilja minnka um- málið og komast í betra líkamlegt form en til þess að hreyfingin sé raunveruleg heilsurækt er fyrst og fremst mikilvægt að hún skili hverj- um og einum aukinni vellíðan og lífs- gleði almennt. Samkvæmt skilgrein- ingu WHO er heilsa þríþætt: þ.e. líkamleg, andleg og félagsleg. Þessir þættir hafa áhrif hver á annan og þar með heilsufar fólks. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hreyfing getur styrkt alla þessa þætti og er því frá- bær leið til að efla heilsuna. Í hraða hversdagsins finnum við flest á einhverjum tímapunkti fyrir streitu, kvíða og jafnvel votti af þunglyndi. Því er áríðandi að gefa sér tíma til að losa um andlega spennu með því að fá líkamlega út- rás. Þannig verðum við betur í stakk búin til að takast á við daglegt líf og leggja jafnframt grunn að bættri heilsu í framtíðinni. Á sama tíma er mikilvægt að tryggja sér næga hvíld og svefn, drekka nóg af vatni og borða reglulega (5–6 sinnum á dag) fjölbreytt fæði úr öllum fæðuflokk- um. Markmiðið er 13.000 skref á dag En hvað er skynsamleg hreyfing og hvernig getur maður hreyft sig meira? Almennt er gott að miða við að hreyfa sig í minnst 30 mínútur sem flesta daga. Þessu markmiði er auðveldlega hægt að ná með því að vera meðvituð/-aður um að velja hreyfingu í stað hreyfingarleysis í daglega lífinu. Reyna að skipuleggja sig og takmarka bílnotkun eins og hægt er – ganga þess í stað, hjóla eða taka strætó, nota stiga í staðinn fyrir lyftu eða rúllustiga. Takið svo eftir því hvað úthaldið er fljótt að aukast. Fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa skrefamæli er æskilegt að ná minnst 9.000 skrefum yfir daginn en 13.000 skref eru ákjósanlegt markmið. Auk þess að hreyfa sig meira í daglega lífinu er gott að hreyfa sig rösklegar, helst 3 sinnum í viku eða oftar. Velja þá hreyfingu sem manni finnst skemmtileg; fara rólega af stað og setja sér raunhæf, einföld markmið sem miklar líkur eru á að maður nái. Of háleit markmið geta verið kvíðavekjandi og valdið því að fólk gefst upp eða kemst jafnvel aldrei af stað. Gott er að setja niður á blað fasta daga og tíma til hreyf- ingar og ekki er síðra ef maður nær að draga einhvern skemmtilegan og jákvæðan með sér. Það veitir gagn- kvæmt aðhald og eykur á ánægjuna. Efla vináttuna með gönguferðum Tilvalið er að slá tvær flugur í einu höggi og efla fjölskyldu- og/eða vina- bönd með t.d. reglulegum göngu- eða sundferðum. Það er mikilvægt að gefast ekki upp þó svo að maður missi ein- hverja daga úr – öll skyn- samleg hreyfing er betri en eng- in hreyfing. Til aðstoðar við að halda utan um hreyfinguna er hægt að nálgast forritið Heilsufélagann án endurgjalds á heimasíðu ÍSÍ, www.isisport.is. Það er göfugt ára- mótaheit að ætla sér að efla heils- una. Verum bara viss um að hafa hugfast hvað heilsa er og að hafa það að leiðarljósi þegar markmið fyrir árið 2005 eru sett.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Hreyfingin eflir andann Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gígja Gunnarsdóttir, íþróttafræð- ingur, sviðsstjóri almennings- íþróttasviðs ÍSÍ. Guðrún Guðmundsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, verkefnisstjóri Geð- ræktar, Lýðheilsustöð. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina (5. geðorðið) BÚIÐ er að opna tónlistarvef á heimasíðu Námsgagnastofnunar www.nams.is. Vefurinn sem heitir Tónlist í tímans rás er nýr tónlist- arvefur sem Námsgagnastofnun gefur út og er opinn fyrir alla á heimasíðu stofnunarinnar. Hann er þó einkum ætlaður sem fjölþætt námsgagn í tónmenntakennslu fyr- ir eldri bekki grunnskóla. Meg- inviðfangsefnið eru tónsmíðar með aðferðum sem rætur eiga í verkum helstu tónskálda sögunnar. Sam- hliða er fjallað um tónlistarsöguna í stórum dráttum, sem er oft tengd samtímaviðburðum og áhrifavöld- um. Í fréttatilkynningu frá Náms- gagnastofnun kemur fram að öll megintímabil vestrænnar tónlist- arsögu eru kynnt með stuttum textum. Þeim fylgja bæði tóndæmi og spurningar úr textunum. Áhersla er lögð á hlustun ásamt upplýsingum um tónfræðileg atriði og á tóndæmi. Ekki síður ætlað nemendum Allar eru tónsmíðaaðferðirnar miðaðar við nemendur sem ekki hafa fengið annað formlegt nám í tónlist en það sem grunnskólinn býður. Leiðbeiningarnar eru þrepaskiptar og fylgja þeim fjöl- mörg tóndæmi til útskýringar. Nemendur fá leiðbeiningar við að vinna organum, mótettu, passa- kaglíu, sönglag og atónalt verk svo dæmi séu tekin. Vefnum er ætlað að vera kenn- urum handhægt aðstoðartæki. Hægt verður að prenta út allar síður, próf og tóndæmi og nota í kennslu. En ekki er hann síður ætlaður nemendum sem ráða við að vinna sjálfstætt og eru óhrædd- ir við það álag sem fylgir skapandi vinnu. Höfundur texta og tóndæma á vefnum er Sigfríður Björnsdóttir. Vinnsla tóndæma var í höndum Bjarka Sveinbjörnssonar. Halldóra Björnsdóttir sá um vinnslu mynda. Tónlistarvefur á heimasíðu Náms- gagnastofnunar  MENNTUN Morgunblaðið/Golli Vefurinn er ætlaður sem fjölþætt námsgagn í tónmenntakennslu fyr- ir eldri bekki grunnskóla. Hægt er að komast á tónlistarvef- inn með því að fara á heimsíðu Námsgagnastofnunar: www.nams.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.