Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
Starfsmenn VSB verk-fræðistofu í Hafnarfirði eruduglegir við að krydda til-veruna og skapa sér tæki-
færi til afþreyingar og skemmtunar
þegar þannig liggur á þeim. Dæmi
um slíkar uppákomur eru fjöl-
skylduútilegur á sumrin, jólaboð á
aðventunni og síðast en ekki síst
ferðalög til útlanda. Nokkrir starfs-
menn og makar þeirra tóku stefnuna
á Róm á Ítalíu í nóvember síðast-
liðnum þar sem fjórir dagar voru
fljótir að líða. Sveinn Áki Sverrisson
er tæknifræðingur sem starfar á
VSB verkfræðistofu var í ferðinni.
Hvert var tilefni ferðarinnar?
„Við á VSB verkfræðistofu höfum
í nokkur ár haft þann sið að halda
árshátíð í erlendri stórborg og höf-
um áður heimsótt Búdapest, Lond-
on, Barcelona og Halifax. Nú höfum
við hins vegar ákveðið að hætta
árshátíðarhaldi erlendis, en þess í
stað var ákveðið að búa til ferðasjóð,
sem hver og einn starfsmaður getur
lagt í eftir vild og safnað fyrir ferð. Í
Rómaferðina, sem varði frá 18.–22.
nóvember, fórum við fjórir starfs-
menn ásamt mökum í hópferð á veg-
um Úrvals-Útsýnar.“
Hvers vegna varð Róm
fyrir valinu nú?
„Rómaborg hafði oft lent í um-
ræðunni hjá okkur, en ekkert hefur
orðið úr slíku ferðalagi fyrr en nú
þar sem að okkur hefur fundist flug-
tíminn þangað bæði langur og kostn-
aður mikill samanborið við aðrar
borgir.“
Hvernig var aðbúnaðurinn?
„Við gistum á glænýju glæsihóteli,
sem heitir Exedra og stendur við hið
sögufræga torg Rómaborgar,
Republic Square, steinsnar frá hinni
frægu götu ViaVeneto. Exedra er í
flokki áttatíu bestu hótela í heimi.
Aðbúnaðurinn var mjög góður og
morgunverðarborðið frábært að
hætti Ítala. Gestir geta valið um þrjá
veitingastaði, þar af einn japanskan,
glæsilega bari og á efstu hæðinni er
þakgarður með útsýni yfir borgina.“
Hvernig vörðuð þið
svo Rómardögunum?
„Við fórum í tvær skipulagðar
skoðunarferðir, í hringleikahúsið
Kollosseum og í Vatikanið. Skoðun-
arferðir byrja snemma morguns og
standa fram undir tvö. Seinnihluta
daganna notuðum við svo til að skoða
markverða staði í borginni. Búðaráp
og kaffihúsastopp fylgdi svo auðvit-
að líka. Kaffiunnendur eru í góðum
höndum þarna því kaffið á Ítalíu er
engu líkt. Svo gleymdum við því alls
ekki að slaka vel á uppi á hóteli áður
en haldið var út á kvöldin, en þá fór
hópurinn saman út að borða. Veit-
ingahús í Róm eru frekar mikið á víð
og dreif, en þó fundum við götur með
nokkrum veitingahúsum, sem hægt
var að velja úr, án þess að fara langt.
Maturinn reyndist frábær og sér-
staklega langar mig að nefna ítalska
veitingastaðinn Girarrosto Fiorent-
ino, sem að okkar mati var hreint út
sagt magnaður. Þar áttu þjónarnir
frumkvæði að frábærum forréttum,
sem okkur hefði aldrei dottið í hug
að panta. Aðalréttirnir, góðar steik-
ur og fiskréttir, voru þar heldur ekki
af verri endanum og í eftirrétt má fá
bestu súkkulaðitertu í heimi.“
Hvílst við Campo De Fiori, lítið markaðstorg í hliðargötu við miðborgina.
Sveinn Áki Sverrisson, Herborg Ívarsdóttir, Björn Gústafsson, Helga Krist-
jánsdóttir, Stefán Veturliðason, Unndís Ólafsdóttir og Þorvarður Sigfússon.
HVAÐAN ERTU AÐ KOMA?
Kaffið í Rómar-
ferðinni engu líkt
Sveinn Áki Sverrisson vinnur hjá VSB verk-
fræðistofu og fór fyrir nokkru með vinnu-
félögum sínum og mökum til Rómar.
Veitingastaðurinn
Girarrosto Fiorentino,
Via Sicilia,
46 Roma.
www.girarrostofiorentino.it/
join@mbl.is
Í Vatikansafninu í Róm.
„VIÐBRÖGÐIN hafa ekki látið á sér
standa og um hátíðarnar bókuðu sig
yfir fjögur hundruð manns á Netinu
til Alicante eftir að við kynntum 36%
lækkun á fargjöldum þangað frá
fyrra ári,“ segir Andri Már Ingólfs-
son, forstjóri Heimsferða, sem býður
nú 14.800 króna fargjald til og frá
Alicante, það er bæði fram og til
baka. Flugvallarskattar leggjast ofan
á þetta verð, en þeir nema þrjú þús-
und krónum á einstaklinga yngri en
tólf ára og 4.190 kr. á þá sem eldri
eru. Helst eru það sumarhúsaeigend-
ur á Spáni sem nýta sér þessi ferða-
tilboð, að sögn Andra Más.
„Við erum að njóta hagkvæmni
stærðarinnar og góðra samninga,
sem hefur tekið okkur marga mánuði
að vinna að. Á liðnu ári fluttum við 35
þúsund farþega og erum orðnir lang-
stærstir í leiguflugi á Íslandi. Verðið
okkar hefur lækkað ár hvert und-
anfarin fimm ár. Við hyggjumst
halda áfram á þeirri braut. Þá hafa
samningar tekist við forsvarsmenn
íbúðahótels í strandbænum Fueng-
irola á Costa del Sol.
Heimur út af fyrir sig
„Hótelið, sem heitir Castle Beach
og tilheyrir Myramar-hótelkeðjunni,
er aðeins ársgamalt og er án efa
glæsilegasta íbúðahótelið á strönd-
inni með aðbúnaði, sem menn hafa
vart upplifað áður í hefðbundnum
sólarlandaferðum,“ segir Andri Már
og bætir við að nýi áfangastaðurinn
verði formlega kynntur til sögunnar
um helgina. „Á hótelinu eru 229 rúm-
góðar og fallega innréttaðar íbúðir
fyrir allt að sjö manns sem allar eru
búnar loftkælingu, sjónvarpi, síma,
örbylgjuofni og brauðrist, svo eitt-
hvað sé nefnt. 800 fermetra líkams-
ræktarsalur er á svæðinu auk sauna,
heitra potta, barnaleiksals og vallar.
Veitingastaðir eru innan veggja hót-
elsins og efnt er reglulega til
skemmti- og íþróttadagskrár alla
daga og kvöld, ýmist úti eða inni. Það
má í raun segja að hér sé á ferðinni
heimur út af fyrir sig, en við erum að
bjóða vikuferð til Fuengirola með
gistingu á Castle Beach á 39.780 kr. á
manninn miðað við hjón og tvö börn
án skatta. Fyrir tvo fullorðna í stúd-
íó-íbúð er verðið um 59 þúsund kr.
fyrir vikuna. Þetta er svipað verð og
ódýrasta verðið var í fyrra á ódýr-
ustu gistingunni. Við erum því að
færa gæðin upp um nokkra klassa án
þess að hækka verðið,“ segir Andri
Már.
Heimsferðir munu svo í maí-
mánuði hefja vikulegt flug til Bo-
logna á Ítalíu sem staðsett er í
klukkustundar akstursfjarlægð frá
Rimini, einum af aðaláfangastöðum
ferðaskrifstofunnar. Einnig verður
flogið vikulega til Trieste á Ítalíu í
sumar. Að sögn Andra Más er byrjað
að bóka í Ítalíuferðir, en fargjöldin
þangað nema 19.900 krónum fram og
til baka án skatta.
HEIMSFERÐIR | Verð á flugi til Alicante lækkar um 36% milli ára
Fuengirola er nýr
áfangastaður í sumar
Morgunblaðið/Ómar
Heimsferðir hafa gert samning við íbúðahótel í strandbænum Fuengirola á
Costa del Sol.
join@mbl.is
LONDON er vinsæll áfangastaður
hjá Íslendingum. Þeir eru enda ófáir
sem bregða sér í helgarferðir til
borgarinnar að vetri jafnt sem sumri
og hvort sem um er að ræða menn-
ingar-, verslunar- eða afslöpp-
unarferðir er víst að London hefur
upp á heilmargt að bjóða. Götu-
markaðir borgarinnar eru þá gjarn-
an vinsæll viðkomustaður á helg-
arröltinu og gjarnan komið við ýmist
á Camden- eða Portobello-
markaðnum sem þau Julia Roberts
og Hugh Grant komu svo eft-
irminnilega á kortið í myndinni
Notting Hill.
Fjölda annarra markaða er þó að
finna í London og eru sumir sér-
markaðir þar eingöngu ætlaðir viss-
um vöruflokkum s.s. matvælum, leð-
urvöru o.fl.
Bermondsey-antíkmarkaðurinn
er einn þessara fjölmörgu markaða
sem borgin hefur að geyma. Mark-
aðurinn, sem er í suðurhluta borg-
arinnar í nágrenni London Bridge,
er vel þekktur meðal antíksala og
sérfræðinga sem heimsækja hann
reglulega í leit að forvitnilegum
munum fyrir verslanir sínar. Á Ber-
mondsey má finna úrval ýmiskonar
smáhluta, skartgripa og skrautmuna
frá hinum ýmsu tímabilum þótt
flestir gripanna séu frá 19. eða 20.
öldinni.
Sá sérhæfði hópur viðskiptavina
sem markaðinn sækir á líkast til sinn
þátt í allsérstæðum afgreiðslutíma
hans, en Bermondsey-markaðurinn
er aðeins opinn á föstudags-
morgnum og hefst starfsemin þar þá
kl. 4. Á þessum stað á máltækið
„morgunstund gefur gull í mund“
líka einkar vel við því áhugaverðustu
gripirnir eru fljótir að fara og því um
að gera fyrir þá sem vilja kynnast
þeirri sérstæðu stemningu sem
þarna ríkir að stilla vekjaraklukkuna
snemma og freista gæfunnar.
Antíkmarkaður fyrir
sérfræðingana
LONDON
Bermondsey-markaðurinn: Þar kennir margra grasa.
Bermondsey-antíkmarkaðurinn er
á horni Long Lane og Bermondsey
Street í SE1. Um 10 mínútna gang-
ur er frá næstu neðanjarðarlest-
arstöð sem er London Bridge.