Morgunblaðið - 08.01.2005, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 43
MINNINGAR
andlát hans var átakalaust og frið-
sælt.
Eg votta frænda mínum Friðriki
Baldvin yngra hluttekningu mína og
innilega samhryggð, svo og Steini
bróður Frissa og öðrum skyldmenn-
um hans.
Blessuð sé minning Friðriks Bald-
vins Jónssonar.
Björn G. Eiríksson.
Fjallahringurinn er fagur, horft
frá Hraunkoti í Lóni. Bærinn stend-
ur niðri á flatlendinu, í skjóli kletta-
borga, eða „hrauna“ eins og sýslubú-
ar nefna þær. Sjóndeildarhringurinn
nær frá Eystrahorni eða Hvalnesi í
austri, til Vestrahorns í vestri og
milli þeirra dalir og tindar, með
Stafafellsfjöllin fyrir miðri mynd.
Engan skyldi undra að hér hafi lifað
og starfað fólk með sterkar taugar til
heimkynna sinna.
Kynni okkar af Hraunkotsfólkinu
eru löng og góð. En tíminn líður og
gefur engum grið, gamlir vinir
kveðja og halda á braut úr þessu
jarðlífi. Áður voru gengin heiðurs-
hjónin Skafti Benediktsson og Sig-
urlaug Árnadóttir og systir Skafta,
Guðlaug Benediktsdóttir. Nú kveðj-
um við kæran vin okkar, Friðrik
Baldvin Jónsson.
Hér mun lífshlaup Friðriks ekki
rakið í neinum smáatriðum, því verða
gerð betri skil annars staðar. En
komu hans að Hraunkoti bar þannig
til, að eftir lát eiginkonu hans, Krist-
ínar Jónsdóttur, tóku Skafti mágur
hans og Sigurlaug kona hans í fóstur
son Friðriks á fyrsta ári. Friðrik
fylgdi syni sínum, Friðriki B. Frið-
rikssyni í Hraunkot og átti þar heim-
ili síðan. Það var gæfa hans, eftir það
áfall sem lát konu hans var honum,
að sjá syni sínum borgið í faðmi sam-
heldinnar „stórfjölskyldu“ og hafa
tækifæri til að sinna áhugamálum
sínum í faðmi Lónssveitar. Friðrik
var sannkallað náttúrubarn, ef hægt
er að gefa einhverjum slíka einkunn.
Veiðiskapur og útivera var honum
alla tíð nautn. Og þegar líða tók á æv-
ina, og margir jafnaldrar hans tóku
að hætta störfum og leita eftir plássi
á elliheimili, þá byrjaði hann af krafti
á skógrækt í Hraunkoti. Ýmsir urðu
til að furða sig á að svo aldraður mað-
ur væri að gróðursetja tré – hann
myndi tæpast lifa það að sjá þau vaxa
upp og verða stór. Eða eins og ágæt-
ur maður sagði við hann: „Ja, þú
verður þá bara að horfa á þau ofan
frá, þegar þar að kemur.“ Og Friðrik
svaraði að bragði: „Nú, eða þá horfa í
ræturnar á þeim.“ En hvað sem öll-
um efasemdum líður, þá eru nú að
vaxa upp í Hraunkoti stórir skógar-
reitir, sem vafalaust munu í framtíð-
inni prýða þennan bæ enn frekar en
nú er – og er þó fallegt þar fyrir.
Margar voru þær ferðir sem Frið-
rik fór með okkur vítt og breitt um
Lónið og í eina hringferð um landið.
Hann átti ágætan Land-Rover jeppa,
óragur við að leggja í misjafna vegi
og þekkti reyndar götuslóðana flest-
um öðrum betur eftir ferðir á hverju
vori í grenjavinnslu um fjöll og dali í
Lóni. Þessar ferðir eru okkur
ógleymanlegar. Friðrik var besti fé-
lagi á ferðalögum sem hægt er að
hugsa sér, kátur og fróður um landið
sjálft og flesta aðra hluti. Úrræða-
góður ef eitthvað bjátaði á og þegar
þeir félagar, hann og Ingvar heitinn,
lögðu saman var fátt sem ekki var
hægt. Hann var kærkominn gestur,
hvort heldur var heima á Höfn eða í
sumarbústaðnum okkar í Laxárdal í
Lóni. Reyndar var hann ekki talinn
til gesta, hann var eins og einn úr
fjölskyldunni. Þau Agnes glettust oft
með, hvernig fyrstu komu hans á
heimili foreldra hennar bar að. Þegar
bankað var þaut hún, lítið stelpu-
korn, til dyra, leit út og sá þar
ókunnan mann sem spurði eftir Ingv-
ari Þorlákssyni. Hún þaut inn aftur
og kallaði: „Pabbi, pabbi, það er kom-
inn útlendingur hér.“ Höfn var á
þessum tíma fámennari en nú er og
smáfólkið taldi aðkomumenn vera út-
lendinga. En þessi „meinti“ útlend-
ingur var fljótur að vinna traust og
trúnað heimasætunnar ungu, eins og
annarra heimilismanna. Næsta vetur
á eftir var Friðrik í vertíðarvinnu á
Höfn og bjó þá á heimili foreldra
Agnesar, sem hefur alla tíð síðan ver-
ið eins og hans annað barn. Hann var
einstaklega barngóður og gaf sér
alltaf tíma til að ræða við hana og út-
skýra hlutina. Mörg kvöldin, þegar
heiðskírt var, fór hann með henni út
og kenndi henni nöfnin á stjörnun-
um.
Friðrik var einstaklega fjölfróður
maður, sama var hvað um var rætt,
hann var heima í flestum hlutum.
Hann las mikið, ekki aðeins á ís-
lenzku, heldur hafði hann tileinkað
sér góða þekkingu í ensku og norð-
urlandamálum og las bækur á þeim
málum sér til fulls gagns. Og hann
hafði það umfram marga, að hann
mundi og skildi til hlítar það sem
hann las. Allt sem laut að náttúru- og
landafræði var þó í sérstöku uppá-
haldi hjá honum.
Síðustu árin hafa þeir verið tveir í
Hraunkoti, feðgarnir Friðrik eldri og
Friðrik yngri. Það voru viðbrigði frá
því sem áður var, þegar húsið var
fullt af fólki. Áfram var þó jafngott að
koma að Hraunkoti, gestrisnin
óbreytt frá því sem áður var og við-
mótið hið sama. Og þó að Friðrik
yngri sé nú einn orðinn eftir, þá held-
ur hann uppi merki fósturforeldra
sinna og föður. Við vottum honum
samúð á þessum degi og biðjum hon-
um Guðs blessunar.
Hugur Friðriks heitins var löngum
bundinn við óbyggðirnar og drjúgur
hluti ævistarfs hans var unninn á
þeim vettvangi. Því þykir okkur við
hæfi að kveðja hann með litlu ljóði:
Efst á öræfatindum
ennþá má greina spor,
máð af veðri og vindum
en vitna um styrk og þor
veiðimannsins sem víðernin dáði
og vökustundir á fjöllunum þráði,
hin nóttlausu, norrænu vor.
Þarna í gamalli gjótu
er greni sem fáir sjá,
hreindýrin fimu og fljótu
fara þar stundum hjá.
Lá hann og beið um langar nætur
á lágfótu þurfti að hafa gætur.
Í fjarskanum fjöllin blá.
Spor í óbyggðum eyðast
sem annað í veröld hér,
en minningin merlar heiðast
og mönnunum styrkinn ber.
Kæri vinur, þér kveðju sendum
við könnun á nýjum veiðilendum
og vináttu þökkum við þér.
(G.Ö.)
Guðrún, Agnes og Guðbjartur.
Nú er elsku Geiri
farinn. Vil ég með
nokkrum orðum til
hans þakka honum fyr-
ir allar þær gleði-, vinnu- og uppeld-
isstundir sem við systkinin áttum
með honum.
Hann Geiri okkar í Holti átti viða-
mikinn þátt í uppeldi okkar systk-
inanna í Laxárdal, kenndi hann okk-
ur til verka í fjárhúsunum sínum,
Hólmahúsunum, sem við vorum svo
heppin að hafa okkar megin í dalnum
þannig að alltaf var stutt fyrir okkur
að hlaupa til Geira. Hann hafði ein-
staka lund og átti mjög auðvelt með
að ná til barna. Á sinn einstaka hátt
gerði hann öll verk auðveld og
skemmtileg. Aldrei var nein kvöð að
hjálpa Geira í húsunum og alltaf lét
hann okkur finnast við vera ómiss-
andi þannig að verkin urðu enn þýð-
ingarmeiri fyrir okkur.
Geiri kenndi okkur margt, að
keyra Löduna sína, vélsleðann og
Ferguna, að spila, ófáum morgnum
eftir morgunverkin eyddi hann í að
kenna okkur að spila. Kom skilning-
ur hans á börnum vel fram þar því
hann hafði fullan skilning á hvaða
spil hentaði hverjum aldri og hvenær
væri kominn tími til að læra nýtt og
jafnvel erfiðara spil. Á veturna
þreyttist hann aldrei við að keyra
okkur um á vélsleðanum sínum og
oft var hann með okkur í eftirdragi á
sleðum eða skíðum. Þolinmæðin
gagnvart okkur þraut hann aldrei.
Á hverju sumri fór Geiri með okk-
ur í heiðartúr, oft var farið um versl-
unarmannahelgi og þá lærðum við
fljótt hver þekkti heiðina best og
hver ætti innsta rúmstæðið í gagna-
kofanum. Eigum við okkur skýra
FRIÐGEIR
GUÐJÓNSSON
✝ Friðgeir Guð-jónsson fæddist
að Hermundarfelli í
Þistilfirði 3. ágúst
1919. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Nausti á Þórshöfn
20. desember síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Sval-
barðskirkju 28. des-
ember.
mynd í huganum af
Geira á kollinum sínum
undir glugganum með
kaffikrúsina sína í
hendi. Alltaf var lang
skemmtilegast að fá að
vera í bílnum með
Geira því hann átti allt-
af molapoka í hanska-
hólfinu á Lödunni og
alltaf þóttist hann vera
jafnhissa þegar við
fundum pokann.
Elsku Geiri, þín
verður ætíð sárt sakn-
að í Laxárdal og mun
minning þín lifa í okkar
hjarta. Hvíl í friði, kæri frændi.
Vilborg Stefánsdóttir.
Kæri frændi, þegar maður hugsar
til baka og ætlar að rifja upp ein-
hverjar eftirminnilegar stundir sem
við áttum saman er erfitt að velja
eitthvað sérstakt, því allar stundir
með þér voru sérstakar, eftirminni-
legar og skemmtilegar. Fyrstu
minningar mínar um þig voru þegar
við systkinin komum í gömlu fjár-
húsin þín á Hólmanum. Þar var al-
veg sérstaklega gaman leika sér. Á
veturna var vinsælast að fara upp á
þak og stökkva niður af stafninum,
niður í skaflinn. Einnig var mikið
sport að klifra niður strompinn, því
þú sagðist oft fara niður strompinn
ef dyrnar væru á kafi í snjó, ef þú
gerðir það þá hljótum við að geta það
líka, var oft hugsað. Það skemmti-
legasta sem þú gast gert fyrir okkur
krakkana var að koma í kaffi eftir
morgunverkin, grípa aðeins í spil og
fara út og skreppa rúnt á sleðanum,
stundum var farið á næstu bæi en ef
veðrið var bjart og gott var vinsælast
að fara inn í Dalsheiðarkofa, svona
rétt til að skrifa í gestabókina og
halda síðan heim. Eftir að ég fór að
keyra sleða sjálfur var það ein af
mínum fyrstu ferðum út fyrir tún-
garðinn þegar ég fékk að fara með
þér inn að heiðargirðingu með girð-
ingarefni, staura og gaddavír. Þessu
var hlaðið á aftanídrögurnar og síðan
brunað af stað, þú á undan og valdir
leiðina en ég fast á eftir. Þegar við
vorum staddir vestan undir Selásn-
um, á Sellæknum, brotnaði undan
drögunni hjá þér svo myndaðist mik-
ið gat, en ég keyrði svo nálægt að ég
lenti ofan í gatið. Ekki leist mér á
blikuna, að við mundum geta lyft
sleðanum upp á skörina. Á meðan við
vorum að lyfta sleðanum skildi ég
ekki hvað þú virtist hafa gaman af
þessu brasi, en ég var alveg niður-
brotinn yfir þessu öllu. En þetta
hafðist nú allt og kláruðum við ferð-
ina en ég talaði um að fara aldrei aft-
ur á vélsleða, nema í mesta lagi á
túninu heima. Það þótti þér fyndið að
heyra mig segja enda urðu ferðirnar
margar eftir þetta. Elsku Geiri
minn, ég vil þakka fyrir að hafa feng-
ið að umgangast þig á uppvaxtarár-
um mínum. Þú hefur kennt mér svo
margt og á ég eftir að búa að því alla
ævi.
Eggert Stefánsson.
Þökkum hlýhug og samúðarkveðjur vegna
andláts eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, systur og ömmu,
ÓLÍNU INGVELDAR JÓNSDÓTTUR
frá Skipanesi,
Höfðagrund 2,
Akranesi.
Stefán Gunnarsson,
Sigurbjörg Kristjánsdóttir,
Ármann Árni Stefánsson, Ingibjörg Valdimardóttir,
Svandís Guðrún Stefánsdóttir,
Jóhanna Gunnhildur Stefánsdóttir,
Ásta Jónsdóttir
og ömmubörn.
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu
okkur hlýhug og vináttu við fráfall ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
JÓNS KRISTINS PÁLSSONAR
skipstjóra,
Botnahlíð 21,
Seyðisfirði.
Helga Þorgeirsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Árni Kristinn Magnússon,
Jónas Pétur Jónsson, Anna Maren Sveinbjörnsdóttir,
Páll Sigurgeir Jónsson, Bettina Nielsen,
Kristján Jónsson, Birna Guðmundsdóttir,
Unnur Jónsdóttir, Þórður Þórisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hugheilar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu
og systur,
KRISTÍNAR HELGADÓTTUR
frá Fróðhúsum,
Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi.
Kristvin Guðmundsson,
Ólöf Ágústsdóttir,
Elsabet Jónsdóttir,
Þórir Jónsson,
tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn
og Gunnar Helgason.
MINNINGARSJÓÐUR UM
GUÐLAUG BERGMANN
RÉTT reikningsnúmer
minningarsjóðsins er:
1143-18-640230, kt. 430105-2130
Aðstandendur
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd-
ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn-
ingargreinunum.
Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda
hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar