Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 53 DAGBÓK Umhverfisstofnun (UST) gengst ánæstu mánuðum fyrir fyrirlestraröðum fjölbreytt viðfangsefni sem snertaumhverfi mannsins, þar á meðal mat- væli, ferðamennsku, meindýravarnir, sæfiefni, skotveiði og fleira. Efni fyrirlestranna er sett fram á einfaldan og aðgengilegan hátt þannig að allir geti haft gagn og gaman af. Í lokin á fyr- irlestrunum eru síðan umræður og fyrirspurnir. Fyrirlestrarnir eru haldnir tvo þriðjudaga í mán- uði, kl. 15–16, í húsnæði Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð, og eru þeir öllum opnir án kostnaðar. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 11. janúar og lýkur röðinni 31. maí. „Við teljum það mjög mikilvægan hluta af okkar starfsemi að miðla fróðleik frá fagfólki til almennings á skiljanlegu máli þannig að fólk geti nýtt sér það í hinu daglega lífi,“ segir Hrefna Guðmundsdóttir, fræðslu- og upplýsingastjóri UST. „Starfsemi Umhverfisstofnunar er gíf- urlega umfangsmikil og fjölbreytt. Hún skiptist í 7 fagsvið; Matvælasvið, Stjórnsýslusvið, Veiði- stjórnunarsvið, Framkvæmda- og eftirlitssvið, Náttúruverndarsvið, Fjárhags- og rekstrarsvið og Rannsóknarstofu. Hér innanhúss er að finna hóp sérfræðinga á ýmsum sviðum, sem búa yfir miklum fróðleik og er þessi fyrirlestraröð ein af þeim leiðum sem við munum nýta til þess að miðla þekkingu okkar til almennings.“ Hvaða aðrar leiðir eru nýttar til fræðslu? „Þar má nefna heimasíðu okkar þar sem dag- lega eru settar inn nýjustu fréttir og upplýs- ingar um allt sem snertir matvæli og umhverf- ismál, en slóðin á hana er www.ust.is. Þá hófum við útgáfu á „Upplýsinga- og staðreyndariti“ um mitt síðasta sumar. Komin eru út 6 tölublöð og er hægt að nálgast þau í rafrænni útgáfu á heimasíðu UST eða með því að hringja og fá þau send. Þá dreifum við hinum ýmsum bæklingum t.d. á sviði náttúru og matvælamála. Auk þess sem við gefum út fjölda plakata sem margir kannast við, t.d. plakatið „Takið eftir merkjunum“ um merkingu á hættulegum efnavörum. UST er einungis 2ja ára stofnun og heyrir undir umhverfisráðuneyti. Stofnunin tók til starfa 1. janúar 2003 þegar hún tók við verk- efnum Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins og Veiðistjóraembættis, ásamt starfsemi dýraverndarráðs, hreindýraráðs og svokallaðrar villidýranefndar. Frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á fræðsluhlutverk hennar. Eitt af okkar meginmarkmiðum er að auka það hlut- verk jafnt og þétt og eru fyrirlestrar sem þessir áformaðir um ókomna tíð.“ Umhverfisfræðsla | Umhverfisstofnun heldur fyrirlestra um fjölda málefna fyrir almenning Fræðsluhlutverkið sífellt mikilvægara  Hrefna Guðmunds- dóttir er fædd árið 1964 í Reykjavík. Hún lauk BA-gráðu í stjórn- málafræði frá HÍ og prófi í verðbréfamiðlun frá Endurmennt- unarstofnun Íslands. Hún stundar nú kennsluréttindanám í KHÍ. Hrefna starfaði í 3 ár hjá Landsteinum við námskeiðahald og fræðslustjórnun, en gegnir nú starfi fræðslu- og upplýsingastjóra hjá Umhverfisstofnun. Maki Hrefnu er Jens Páll Hafsteinsson verk- fræðingur og eiga þau 4 börn. Fjölskyldustefnan HÁTÍÐASTUNDIR og tímamót. Þá eru haldnar ræður um mikilvægi hinna ýmsu gilda. Vinsælast er menntun og fjölskyldan. Mikið gleð- ur það kennarahjartað enda er sú stétt eflaust best þess umkomin að sjá hvert stefnir og stendur í miðri baráttunni með þessum málaflokk- um. En svo kom athugasemdin sem fékk mér kvíða: Sigrún Júlíusdóttir, prófessor (Mbl. 4.1.05, bls. 6) kallar á grunnskólana til að kenna foreldra- hlutverk og fjölskylduábyrgð. Margir hafa spurt um hvernig haga eigi þeim aðgerðum sem framá- menn okkar hvetja til. Og ég spyr: Hvernig á grunnskólinn að taka á þessum þætti? Skal bæta nýju fagi við? Hvaða fag skal víkja fyrir því nýja? Hvað þarf marga tíma á viku til kennslunnar? Hvaða námskeið verða í boði fyrir kennara fyrir þetta nýja fag? Eins og sést er ég ekki viss um að hægt sé að senda þennan málaflokk til grunnskólanna. Í síðustu kjara- baráttu kennara kom það svo greini- lega fram að stétt okkar er sú síðasta sem ætti að bæta á sig meira vinnu- framlagi. Í augum flestra erum við yfirborg- aðir barnapassarar sem ættum kannski að kenna t.d. þetta eða hitt, svona rétt á meðan við erum að hafa ofan af fyrir börnunum. „Og jú, ætt- uð þið ekki að kenna nemendunum foreldrahlutverk og fjölskyldu- ábyrgð fyrst þau eru nú þarna hjá ykkur yfir hádaginn?“ Og svo kemur að það sé mikilvægt að hlúa að kennarastéttinni sem skipi mikilvægan sess og taki við þung- anum af því sem fjölskyldan geti ekki sinnt með sama hætti og áður. Háttvirta fólk. Lesið nú Ösku- busku eða Litlu ljót og einhverjar stjúpusögur og vitið að hlutverk okk- ar kennaranna er að fá umbun um síðir (í himnaríki?!) og hinir fá sína umbun um síðir (en þeir verða nátt- úrlega ekki til staðar?!) í framtíðinni og afkomendunum. Megið þið öll hafa blessunarríkt ár. Hildur Harðardóttir. Undarleg þjóð HÚN systir mín, mikill dýra- og fuglavinur, hefur alla tíð séð um vel- ferð smáfuglanna í vetrarhörkunni. Hún hefur alltaf búið í austurborg- inni en er nú flutt í fjölbýlishús í Salahverfi í Kópavogi. Nú ber svo við að íbúum í þessu húsi er bannað að gefa smáfuglunum. Af hverju? Veit einhver það? Við vit- um öll að Íslendingar hatast við hunda og sauðkindina þótt við gerum okkur á sama tíma grein fyrir að þessi þjóð hefði ekki, í eymd sinni, komist af án þessara dýra hér áður fyrr. En að svelta smáfuglana?! Þórunn. Fatnaður til Úkraínu ÉG vil gefa fatnað og dót til fátækra í Úkrainu, en veit ekki hvert ég á að snúa mér. Ef einhver veit það þá vin- samlegast sendu mér upplýsingar á ging@simnet.is. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA með einum lykli fannst við Engihjalla í Kópavogi 5. janúar sl. Upplýsingar í síma 661 1178. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Í dag, 8. janúar,er níræð Auðbjörg Guðmunds- dóttir. Hún býr á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðs- firði. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 8. janúar,verður sjötugur myndlist- armaðurinn Teddi, Magnús Theódór Magnússon. Eiginkona hans er Guð- björg Ársælsdóttir og eru þau til heim- ilis að Eskihlíð 18a. Teddi verður með afmælishóf fyrir vini og ættingja á veit- ingahúsinu Sjanghæ, Laugavegi 28b, í dag kl. 15-18 í tilefni af afmælinu. 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Bd6 7. O-O O-O 8. c4 Rf6 9. c5 Be7 10. Dc2 b6 11. c6 Dd6 12. Re5 Rg4 13. Bf4 Rxe5 14. Bxe5 Dxc6 15. Rc3 Be6 16. Bxh7+ Kh8 17. Bd3 Rd7 18. De2 Kg8 19. Bb5 Db7 Staðan kom upp á lokuðu al- þjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Groningen í Hollandi. Friso Nijboer (2567) hafði hvítt gegn Sipke Ernst (2521). 20. Bxg7! Kxg7 21. Bxd7 Bxd7 22. Dxe7 c6 23. Hae1 Hae8 24. Dg5+ Kh7 25. He3 hvítur hefur nú léttunnið tafl þó að hann hafi ekki í framhaldinu valið einföldustu leiðina til að útkljá skákina. 25...Hg8 26. Dh5+ Kg7 27. Hg3+ Kf8 28. Dh6+ Ke7 29. He1+ Kd8 30. Hxg8 Hxg8 31. Df6+ Kc8 32. Dxf7 Hxg2+ 33. Kh1 Hg4 34. f3 Hxd4 35. He8+ Kc7 36. De7 c5 37. De5+ og svartur gafst upp þar sem eftir 37... Kc6 hefur hvítur unnið tafl eftir 38. He6+ Bxe6 39. Dxe6+. Hvítur á leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Skráning er hafin á hið feikivinsæla námskeið Allir þátttakendur fá í hendur leiðbeiningarbók um helstu þætti námskeiðsins. Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimisson. Staður: Hafnarfjarðarkirkja Tími: Mánudagana 17/01, 24/1 og 31/1 kl. 20.00. Upplýsingar og skráning: Alla daga á thorhallur.heimisson@kirkjan.is mánudaga-föstudaga í síma 891 7562. FULLORÐINSFRÆÐSLA HAFNARFJARÐARKIRKJU OG LEIKMANNASKÓLI ÞJÓÐKIRKJUNNAR LYKILLINN AÐ DA VINCI LYKLINUM sem yfir 200 manns sóttu á liðnu hausti. Á námskeiðinu er fjallað um hugmyndir metsölubókarinnar Da Vinci lykilsins um kirkjuna, ritsafn og myndun Nýja testamentisins, Frímúrara, musterisriddara, konur í kirkjunni og þá sérstaklega Maríu Magdalenu, kaþólsk leynifélög og Graal og þær hugmyndir skoðaðar í ljósi hinnar hefðbundnu kirkjusögu. Leitað verður svara m.a. við spurningunum: Er saga kirkjunnar blekking leynireglna karlaveldisins? Hver er hinn sögulegi sannleikur bak við myndun Nýja testamentisins? Hverjir voru Musterisriddarar, Jóhannesarriddarar og Teutónsku riddararnir? Var Jesús Kristur giftur? Hefst 18. janúar - þri. og fim. kl. 20.00. JÓGA GEGN KVÍÐA með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi, traust og yfirgripsmikið námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. S K Ó L I N N Skeifan 3, Reykjavík Símar 544 5560 & 862 5563 www.jogaskolinn.is Viðurkennd jógakennaraþjálfun – jógatímar – grunnnámskeið Allar nánari upplýsingar á www.jogaskolinn.is Nú er lag í Glæsibæ! Harmonikudansleikur kl. 21:30 í kvöld Harmónikuhljómsveitir Þorvaldar Björnssonar og Þórleifs Finnssonar auk Vindbelgjanna, leika fyrir dansi til kl. 02. Allir dansunnendur velkomnir. Félag harmónikuunnenda í Reykjavík. F.H.U.R ÓTUKTIN Námskeið í minningu Önnu Pálínu Árnadóttur fyrir konur sem hafa fengið krabbamein, byggt á bók hennar, kvennaguðfræði og samtölum þátttakenda, hefst mánudaginn 10. janúar og stendur yfir í fjóra mánudaga frá kl. 17.30 til 19.00 í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð. Verð 4.000 krónur. Kvennakirkjan, sími 551 3934. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 8. janúar,er áttræður Hávarður Olgeirs- son, skipstjóri, Skólastíg 9, Bolung- arvík. Brúðkaup | Gefin voru saman 4. september 2004 í Bessastaðakirkju af sr. Hjálmari Jónssyni þau Auður Ýr Sveinsdóttir og William S. Johnstone III. Skugginn/ Barbara Birgis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.