Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 55

Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 55 DAGBÓK Laugavegi 54, sími 552 5201 1.000 króna dagur í Flash • Peysur • Gallabuxur • Bolir • Kjólar á aðeins 1.000 krónur í dag Kápur 2.990 og margt fleira á ótrúlegu verði Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sunnudagskvöld Caprí–tríó leik- ur fyrir dansi frá kl. 20, leshringur 11. janúar kl. 16, umsjón Sólveig Sören- sen. Síðdegisdans miðvikudag 12. jan- úar kl. 14.30–16.30 Ath. breyttan tíma, Guðmundur Haukur leikur. Dansstjórar Matthildur Guðmundsdóttir og Jón Freyr Þórarinsson. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gönguhópur leggur af stað frá Kirkju- hvolskjallaranum kl. 10.30. Félagsstarf Gerðubergs | Á mánudög- um kl. 10.30 og miðvikudögum kl. 8.45 sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug, á þriðjudögum fyrir hádegi og fimmtudögum eftir hádegi perlusaum- ur án leiðbeinanda. Allar upplýsingar í síma 575 7720, á staðnum og www.gerduberg.is. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Fjölskylduganga Háaleit- ishverfis fer frá Hæðargarði 31 kl. 10. Skráning og sala miða hafin á leiksýn- inguna Híbýli vindanna í Borgarleik- húsinu 22. janúar. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | Jazz–messa í Graf- arvogskirkju sunnudaginn 9. janúar kl. 11. Tríó Björns Thoroddsen flytur sálma Lúthers. Jazz–messurnar hafa verið afar vel sóttar. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Al- menn samkoma sunudaginn 9. janúar kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Aldursskipt barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. Bænastund alla laugardaga kl. 20. Einnig er bænastund alla virka morgna frá kl. 06–07. Kristniboðssambandið | Kynning á Alfa–námskeiðum Biblíuskólans við Holtaveg verður mánudaginn 10. jan- úar kl. 20 í húsi KFUM og K á Holta- vegi 28, gegnt Langholtsskóla. Í boði verður byrjendanámskeið og fram- haldsnámskeið, sem kallast Lífið er áskorun. Kennslan hefst mánudaginn 17. janúar kl. 19. Allir eru velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Skýrar línur. Norður ♠53 ♥K93 A/Allir ♦ÁK652 ♣643 Suður ♠ÁD4 ♥Á65 ♦873 ♣ÁD52 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 spaði 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur kemur með spaðatvist, þriðja hæsta í lit makkers, austur lætur kónginn og suður drepur. Hvernig er best að spila í sporum suðurs? Gosar og tíur eru víðsfjarri, en það þýðir yfirleitt að svíningar og flóknar litaríferðir koma ekki við sögu. Þetta spil er tiltölulega blátt áfram – það blasir við að gera út á tígulinn, því ef hann fellur 3-2 eru níu slagir auðveld- ir. En það væru mistök að dúkka strax tígul í öðrum slag: Norður ♠53 ♥K93 ♦ÁK652 ♣643 Vestur Austur ♠972 ♠KG1086 ♥G108742 ♥D ♦4 ♦DG109 ♣1087 ♣KG9 Suður ♠ÁD4 ♥Á65 ♦873 ♣ÁD52 Sagnhafi á einn aukamöguleika ef tígullinn kemur ekki – að laufið sé 3-3 og austur með kónginn. Þess vegna er rétt að spila fyrst ÁK í tígli og kanna leguna þar. Þegar í ljós kemur að austur á fjórlit, er skipt yfir í lauf- ið: drottningunni svínað, ásinn tekinn og laufi spilað. Það dugir í níu slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is TVÆR merkilegar sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu kl. 16 í dag. Annars vegar er um að ræða sýninguna Carnal Knowledge, samsýningu átta listamanna frá Norðurlönd- unum og Perú og hins vegar sýninguna Gengið niður Klapp- arstíg, þar sem Hlynur Helga- son rýnir í borgarrýmið. Díana Storåsen, sýning- arstjóri Carnal Knowledge, lýs- ir hópnum sem samansafni listamanna, sem tjá sig ljóð- rænt af ævintýralegum fem- ínisma, sem á margan hátt túlkar styrkinn í konunni. Þetta er önnur sýningin í sýn- ingaröð sem hófst í Trollhattan í Svíþjóð 6. nóv. 2004, en markmiðið er að sækja heim öll Norðurlöndin. Hér er um að ræða sýningu í mótun sem jafnframt leitast við að kanna skilyrði listar og listamanna á Norðurlöndunum. Díana bendir fólki á að hafa augun opin í borginni í dag, því aldrei sé að vita nema undarleg fiðrildi birtist fyrirvaralaust. Sýning Hlyns Hallssonar, „Gengið niður Klapparstíg“, er nýr hluti yfirgripsmik- illar myndverkaraðar sem heitir Ímynd borgar. Í heildarverkinu er reynt að sýna fjölbreytta mynd borgarinnar sem rýmis með aðferðum kvikmyndunar og ljós- myndunar. Verkið er unnið að mestu í Reykjavík, en einnig hafa verkhlutar verið gerðir í Prag. Verkið er í tveimur hlutum, ljósmyndaröð á ljósakössum og kvik- mynd sem varpað er á vegg í rýminu. Báðir hlutar verksins eru skrásetning á gönguferð niður Klapparstíg, rótgróna götu í miðborg Reykjavíkur, um sum- arnótt. Ævintýralegir femínistar og gönguferð um rótgróna götu Sýningarnar standa til 30. janúar og eru opnar frá miðvikudögum til sunnudaga kl. 13–17. Morgunblaðið/Þorkell HIP HOP-dúettinn Nina sky, sem skipaður er átján ára tvíburunum Nicole and Natalie Albino, mun í kvöld skemmta gestum Broadway. Þeim til halds og trausts eru helstu hip hop frömuðir Íslands auk Peter Parker, sexföldum heimsmeistara í skífuþeytingi. Höggbylgja á Broadway í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.