Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 55 DAGBÓK Laugavegi 54, sími 552 5201 1.000 króna dagur í Flash • Peysur • Gallabuxur • Bolir • Kjólar á aðeins 1.000 krónur í dag Kápur 2.990 og margt fleira á ótrúlegu verði Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sunnudagskvöld Caprí–tríó leik- ur fyrir dansi frá kl. 20, leshringur 11. janúar kl. 16, umsjón Sólveig Sören- sen. Síðdegisdans miðvikudag 12. jan- úar kl. 14.30–16.30 Ath. breyttan tíma, Guðmundur Haukur leikur. Dansstjórar Matthildur Guðmundsdóttir og Jón Freyr Þórarinsson. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gönguhópur leggur af stað frá Kirkju- hvolskjallaranum kl. 10.30. Félagsstarf Gerðubergs | Á mánudög- um kl. 10.30 og miðvikudögum kl. 8.45 sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug, á þriðjudögum fyrir hádegi og fimmtudögum eftir hádegi perlusaum- ur án leiðbeinanda. Allar upplýsingar í síma 575 7720, á staðnum og www.gerduberg.is. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Fjölskylduganga Háaleit- ishverfis fer frá Hæðargarði 31 kl. 10. Skráning og sala miða hafin á leiksýn- inguna Híbýli vindanna í Borgarleik- húsinu 22. janúar. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | Jazz–messa í Graf- arvogskirkju sunnudaginn 9. janúar kl. 11. Tríó Björns Thoroddsen flytur sálma Lúthers. Jazz–messurnar hafa verið afar vel sóttar. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Al- menn samkoma sunudaginn 9. janúar kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Aldursskipt barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. Bænastund alla laugardaga kl. 20. Einnig er bænastund alla virka morgna frá kl. 06–07. Kristniboðssambandið | Kynning á Alfa–námskeiðum Biblíuskólans við Holtaveg verður mánudaginn 10. jan- úar kl. 20 í húsi KFUM og K á Holta- vegi 28, gegnt Langholtsskóla. Í boði verður byrjendanámskeið og fram- haldsnámskeið, sem kallast Lífið er áskorun. Kennslan hefst mánudaginn 17. janúar kl. 19. Allir eru velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Skýrar línur. Norður ♠53 ♥K93 A/Allir ♦ÁK652 ♣643 Suður ♠ÁD4 ♥Á65 ♦873 ♣ÁD52 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 spaði 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur kemur með spaðatvist, þriðja hæsta í lit makkers, austur lætur kónginn og suður drepur. Hvernig er best að spila í sporum suðurs? Gosar og tíur eru víðsfjarri, en það þýðir yfirleitt að svíningar og flóknar litaríferðir koma ekki við sögu. Þetta spil er tiltölulega blátt áfram – það blasir við að gera út á tígulinn, því ef hann fellur 3-2 eru níu slagir auðveld- ir. En það væru mistök að dúkka strax tígul í öðrum slag: Norður ♠53 ♥K93 ♦ÁK652 ♣643 Vestur Austur ♠972 ♠KG1086 ♥G108742 ♥D ♦4 ♦DG109 ♣1087 ♣KG9 Suður ♠ÁD4 ♥Á65 ♦873 ♣ÁD52 Sagnhafi á einn aukamöguleika ef tígullinn kemur ekki – að laufið sé 3-3 og austur með kónginn. Þess vegna er rétt að spila fyrst ÁK í tígli og kanna leguna þar. Þegar í ljós kemur að austur á fjórlit, er skipt yfir í lauf- ið: drottningunni svínað, ásinn tekinn og laufi spilað. Það dugir í níu slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is TVÆR merkilegar sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu kl. 16 í dag. Annars vegar er um að ræða sýninguna Carnal Knowledge, samsýningu átta listamanna frá Norðurlönd- unum og Perú og hins vegar sýninguna Gengið niður Klapp- arstíg, þar sem Hlynur Helga- son rýnir í borgarrýmið. Díana Storåsen, sýning- arstjóri Carnal Knowledge, lýs- ir hópnum sem samansafni listamanna, sem tjá sig ljóð- rænt af ævintýralegum fem- ínisma, sem á margan hátt túlkar styrkinn í konunni. Þetta er önnur sýningin í sýn- ingaröð sem hófst í Trollhattan í Svíþjóð 6. nóv. 2004, en markmiðið er að sækja heim öll Norðurlöndin. Hér er um að ræða sýningu í mótun sem jafnframt leitast við að kanna skilyrði listar og listamanna á Norðurlöndunum. Díana bendir fólki á að hafa augun opin í borginni í dag, því aldrei sé að vita nema undarleg fiðrildi birtist fyrirvaralaust. Sýning Hlyns Hallssonar, „Gengið niður Klapparstíg“, er nýr hluti yfirgripsmik- illar myndverkaraðar sem heitir Ímynd borgar. Í heildarverkinu er reynt að sýna fjölbreytta mynd borgarinnar sem rýmis með aðferðum kvikmyndunar og ljós- myndunar. Verkið er unnið að mestu í Reykjavík, en einnig hafa verkhlutar verið gerðir í Prag. Verkið er í tveimur hlutum, ljósmyndaröð á ljósakössum og kvik- mynd sem varpað er á vegg í rýminu. Báðir hlutar verksins eru skrásetning á gönguferð niður Klapparstíg, rótgróna götu í miðborg Reykjavíkur, um sum- arnótt. Ævintýralegir femínistar og gönguferð um rótgróna götu Sýningarnar standa til 30. janúar og eru opnar frá miðvikudögum til sunnudaga kl. 13–17. Morgunblaðið/Þorkell HIP HOP-dúettinn Nina sky, sem skipaður er átján ára tvíburunum Nicole and Natalie Albino, mun í kvöld skemmta gestum Broadway. Þeim til halds og trausts eru helstu hip hop frömuðir Íslands auk Peter Parker, sexföldum heimsmeistara í skífuþeytingi. Höggbylgja á Broadway í kvöld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.