Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 57 MENNING VEITT var í fyrsta sinn í gær úr Styrkt- arsjóði Halldórs Hansen til tónlist- arnema við athöfn í Salnum í Kópavogi, en Halldór arfleiddi Listaháskóla Ís- lands að öllum eig- um sínum með þeim formerkjum að stofnaður yrði styrktarsjóður í hans nafni. Það eru Ingrid Karlsdóttir fiðluleik- ari og Melkorka Ólafsdóttir flautu- leikari sem hljóta styrkinn að þessu sinni, en þær stunda báðar framhalds- nám í tónlist erlend- is. Báðar hljóta þær 300.000 kr. í styrk, en í sjóðnum eru tæpar 90 milljónir króna. Þá var 8 milljóna króna framlag sjóðsins til uppbygg- ingar tónlistarbókasafni Listaháskól- ans afhent við sömu athöfn. „Mér líst ljómandi vel á styrkinn. Hann kemur sér auðvitað mjög vel, en ekki síður er það er mikil hvatning að hljóta hann,“ sagði Ingrid í samtali við Morgunblaðið, og bætti við að hún vildi nota tækifærið til að koma á framfæri þökkum til þeirra sem standa að baki styrknum. „Vonandi stend ég undir væntingum þeirra sem höfðu þessa trú á mér.“ Styrkurinn mun koma að góðum notum, að sögn Ingridar, því fram- undan hjá henni eru inntökupróf í eina fimm háskóla í Bandaríkjunum, sem geta verið kostnaðarsöm. „Síðan er ég að festa kaup á nýju hljóðfæri og það getur verið að ég noti pen- ingana að einhverju leyti til þess,“ segir hún. Ingrid Karlsdóttir er fædd í Reykjavik árið 1984 og hóf fiðlunám sjö ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur. Árið 1996 innritaðist hún í Tónlistar- skólann í Reykjavík og haustið 2001 hóf hún nám við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan síðastliðið vor. Vorið 2003 var Ingrid einn af sigur- vegurunum í einleikarakeppni Listaháskólans og Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og spilaði af því tilefni fiðlukonsert eftir Jean Sibelius með Sinfóníuhljómsveitinni vorið 2004. Ingrid er nú við nám í Bandaríkj- unum þar sem hún sækir einkatíma hjá Sigurbirni Bernharðssyni. Að sögn Melkorku líst henni að sjálfsögðu einnig vel á styrkinn. „Það er rosalega mikill heiður og mikils virði að finna að það hefur einhver trú á manni. Þetta er mikil hvatning í því sem maður er að gera,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið. Aðspurð segist Melkorka ekki enn hafa ákveð- ið hvernig hún hyggst ráðstafa styrknum. „Það getur verið að ég kaupi mér nýtt hljóðfæri, en það er ekki ákveðið,“ sagði hún. Melkorka Ólafsdóttir fæddist árið 1981. Flautunám sitt hóf hún í Tón- skóla Sigursveins hjá Maríu Ceder- borg. Síðar flutti hún sig yfir í Tón- listarskólann í Reykjavík.Haustið 2001 hóf hún nám við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan vorið 2004. Melkorka tók þátt í einleikara- keppni Listaháskólans og Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og lék í fram- haldi af því flautukonsert Jacques Iberts með Sinfóníuhljómsveitinni. Hún stundar nú framhaldsnám hjá Harrie Starreveld við Konservatoríið í Amsterdam og Emily Beynon við Konunglega konservatoríið í Den Haag. Styrkir | Sjóður Halldórs Hansen Hvatning og heiður Morgunblaðið/Þorkell Ingrid Karlsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir. Nokkur hefð hefur myndastfyrir því hér á landi aðmyndlistarlífið leggist í dvala í kringum jól og áramót og víki þá á vissan hátt fyrir bók- menntum og tónlist. Nú, fyrstu helgi eftir áramótin, opna sýning- arsalirnir hver af öðrum áhuga- verðar sýningar ungra listamanna og hefja árið af miklum krafti. Meðal þeirra má nefna sýningu Egils Sæbjörnssonar, Herra Píanó og frú Haugur í 101 Gallerí og sýningu Heimis Björg- úlfssonar Alca torda vs. rest í Kling & Bang gallerí. Þessir tveir myndlistarmenn eiga það sameig- inlegt að sækja reynslu sína víða og leggja stund á myndlist í sín- um víðasta skilningi. Heimir Björgúlfsson hefur kom- ið víða við í listalífinu og m.a. starfað með tilraunahljómsveit- unum Stilluppsteypu og The Vacuum Boys. Þá hefur hann ver- ið ötull myndlistarmaður og starf- að um árabil í Hollandi, en hann gerir út frá Amsterdamborg í Hollandi. List Heimis fjallar um samband hans við umhverfi sitt. „Hún hef- ur mikið mótast af þessum sjónar- og hugsunarmun sem er milli þessara landa, Hollands og Ís- lands. Maður verður meðvitaðri um bakgrunn sinn í skipulagðri og manngerðri náttúru eins og Holland er í raun og veru. Maður er vanur að geta farið eitthvert og sjá ekki neina manneskju, en hver einasti fermetri er skipu- lagður í Hollandi og þessi stað- reynd hefur haft gríðarleg áhrif á það sem ég geri,“ segir Heimir. Á sýningu Heimis í Kling og Bang gallerí má sjá mynd- bandaverk, skúlptúr, veggfóður, ljósmyndir og teikningar, en Heimir vinnur á fjölbreyttan hátt. „Það vegur upp á móti hvort öðru, í stað þess að draga úr hvort öðru finnst mér þetta efla hvert annað innan minnar mynd- listar. Álkan er í aðalhlutverki í þessari sýningu, en Alca Torda er latínuheitið yfir álkuna. Mið- punktur sýningarinnar er skúlpt- úr af álku í aðstæðum sem hún myndi aldrei koma sér sjálf í, en hin verkin má öll rekja aftur í skúlptúrinn,“ segir Heimir. „Fólk getur, ef það vill, séð sjálft sig í þessum klunnalega sjófugli á Norður-Atlantshafi, sem er ekki alls ólíkur geirfuglinum útdauða, þótt hann sé minni og geti flog- ið.“ Egill Sæbjörnsson hefur einnig átt viðkomu í tónlistarlífinu og gaf út plötuna Tonk of the Lawn árið 2000, þar sem hann samdi af- ar áheyrileg popplög við bull- texta, sem náðu þó að hljóma fá- ránlega líkir raunverulegum dægurljóðum. Jafnvel má ganga svo langt að kalla plötuna nokk- urs konar konseptlistaverk. Tónlistin spilar einmitt hlutverk í verkinu Herra Píanó og Frú Haugur, en þar vinnur Egill mikið með texta þar sem tvær sögu- persónur ræða sín á milli um lífið og tilveruna og taka lagið þess á milli. Agli til halds og traust eru þeir Helgi Svavar Helgason trommuleikari og Frank Frede, sem leikur á bassa. Í verkinu er notast við sviðs- mynd og myndbandsvarpanir og leikur Egill öll hlutverk, þar sem samræður snúast um félagsfræði- leg, heimspekileg, fagurfræðileg, tilvistarleg og pólítísk viðfangs- efni. „Ég er að taka á því hvernig lífið er flókið einhvern veginn. Allt þetta dótarí er saman í einum potti. Það er ekki bara hægt að tala um heiminn út frá einum punkti og skýra hann út frá hon- um, þetta fléttast allt saman,“ segir Egill, sem sýndi þetta sama verk í Berlín í desember sl. „Nið- urstaða mín er á vissan hátt sú að það er engin niðurstaða. Lífið heldur áfram að flæða án þess að við komumst nokkurn tíma á ein- hvern endapunkt. Það kemur samt ýmislegt upp á bátinn sem er talað um. Verkið er 26 mínútur að lengd og þeir eru alltaf að spila lög inn á milli. Það fjallar líka heilmikið um myndlist á öld- inni sem leið og margar ólíkar hugmyndir.“ Nýtt misseri myndlistar ’Þessir tveir myndlist-armenn eiga það sameig- inlegt að sækja reynslu sína víða og leggja stund á myndlist í sínum víð- asta skilningi.‘ AF LISTUM Svavar Knútur Kristinsson svavar@mbl.is Heimir Björgúlfsson sýnir Alca Torda vs. rest í Kling & Bang Galleríi. Morgunblaðið/Golli Egill Sæbjörnsson sýnir verkið Herra Píanó og Frú Haugur í 101 Galleríi, en í verkinu ræða tvær sögupersónur saman og taka lagið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.