Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 2
SVARTFUGLINN DREPST Ætla má að mörg hundruð ef ekki allt að þúsund svartfuglar hafi drep- ist í Skagafirði en þetta er fjórði vet- urinn í röð sem vart verður við hungurdauða svartfugls. Ekki er ljóst hvort ástæðan er skortur á átu eða hvort eitthvað hamli því að hann komist í hana. Tíu ár frá snjóflóðunum Á morgun eru liðin tíu ár frá snjó- flóðunum í Súðavík en á þeim tíma hefur verið lokið við að færa byggð- ina sunnar þar sem nú búa 180 manns. Háþrýstingsfaraldur Fram kemur í skýrslu, sem birt verður í dag, að háþrýstingur muni vera orðinn að heimsfaraldri árið 2025. Þá muni rúmur hálfur annar milljarður manna þjást af honum eða um þriðji hver jarðarbúi. Er meginástæðan sögð óheilbrigðir lífs- hættir, reykingar, hreyfingarleysi, of mikið feitmeti og of mikið salt. Aukin hryðjuverkavá Hnattvæðingin getur orðið til að auka hættu á hryðjuverkum um all- an heim og hugsanlegt er að við- brögð við henni verði til að grafa undan grundvallarforsendum vest- rænna samfélaga. Kemur þetta fram í skýrslu um framtíðina, sem Þjóð- arupplýsingaráð Bandaríkjanna hef- ur gert. 450 Íslendingar ráðnir Frá upphafi framkvæmdanna við Kárahnjúka hafa verið ráðnir 2.585 starfsmenn, þar af 1.701 Evrópubúi, 450 Íslendingar og 434 frá löndum utan Evrópu. Þetta kom fram á fundi félagsmálanefndar Alþingis með málsaðilum við Kárahnjúka. Y f i r l i t 2 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #         $         %&' ( )***                             ÓVENJUMIKIÐ álag hefur verið á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) undanfarna daga vegna inflúensu og annarra pesta sem herja á landsmenn. Framkvæmda- stjórn LSH ákvað því í fyrradag að bæta við 24 aukarúmum á spítalan- um í Fossvoginum og við Hring- braut. „Það er búið að vera rosa- lega mikið að gera og við ákváðum að bregðast við því með þessum hætti,“ sagði Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar LSH, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þannig komum við í veg fyrir að fárveikir sjúklingar þurfi að liggja frammi á gangi.“ Álagið náði hámarki á fimmtu- dag og þurfti þá að leggja um fimmtíu sjúklinga inn á bráðadeild- ir spítalans, umfram skráð rúm. Vegna þessa hefur m.a. þurft að fresta skurðaðgerðum á spítalan- um. Til að koma aukarúmunum fyrir hefur gæsludeild í Fossvoginum verið stækkuð og herbergjum sem eru til annarra nota verið breytt í sjúkrastofur. Þá hefur dagdeild við Hringbraut, sem venjulega er opin frá kl. 8 til 16, verið breytt í legu- deild, sem þýðir að hún verður opin allan sólarhringinn. Að sögn Önnu munu þessar ráð- stafanir gilda fram á mánudags- morgun, en þá verður ástandið endurmetið. Flensan leggst þungt á eldra fólk Til að mæta fjölgun rúma hefur, að sögn Önnu, þurft að biðja starfs- fólk spítalans, aðallega lækna og hjúkrunarfræðinga, að bæta á sig vinnu. „Við höfum þurft að kalla inn fólk til að ráða við þetta álag,“ segir hún. „Við höfum t.d. beðið fólk um að mæta til vinnu sem átti frí um helgina.“ Anna segir að inflúensan, sem nú geisar, geti lagst þungt á eldra fólk sem og þá sem eru með langvinna sjúkdóma. Slíka hópa þurfi stund- um að leggja inn á spítala fái þeir inflúensu. „Fólk getur einnig feng- ið lungnabólgu upp úr inflúensu, þá þurfum við að leggja það inn.“ Auk þess hefur, að sögn Önnu, borið á iðrasýkingu, en hún getur sömu- leiðis lagst þungt á aldraða og þá sem eru veikir fyrir. Óvenjumikið álag á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Nauðsynlegt að kalla starfsfólk úr fríum Morgunblaðið/Árni Torfason Mikið álag hefur verið á starfsliði Landspítalans síðustu daga. TÖLUVERT var um umferðaróhöpp víða á landinu í gær og fyrrakvöld í fljúgandi hálku sem var víðast hvar á landinu og nóg var að gera hjá starfsmönnum Gatnamálastofu Reykjavíkur við að bera sand á göt- ur og gangstéttir borgarinnar í gær- morgun og fram eftir degi. Mjög hált var eftir að hitastig hækkaði og breytti snjóalagi í ísbreiðu sem reyndist stórvarasöm þeim sem leið áttu um. Að sögn Guðjóns Jónssonar, verk- stjóra hjá Gatnamálastofu, voru sjö bílar að störfum frá því kl. fjögur í gærmorgun og fram á kvöld. Ísing var á stofnbrautum og svellhált í húsagötum. Þá voru gangstéttir sömuleiðis glerhálar og stór- varasamar gangandi vegfarendum áður en búið var að sandbera þær. Að sögn Sigurðar Geirssonar, verkstjóra hjá Gatnamálastofu og umsjónarmanns með sanddreifingu á gangstéttir, voru ellefu traktorar að störfum í gær. Um 50–60 tonn af sandi eru borin á gangstéttir borg- arinnar á hverjum degi þegar hált er og allt upp undir 100 tonn þegar hálka er mikil. Stór flutningabíll með tengivagn fór út af þjóðveginum við Gljúfurá í Austur-Húnavatnssýslu í roki og mikilli hálku í fyrrakvöld og valt tengivagninn á hliðina. Enginn slas- aðist. Á Selfossi varð óhapp um há- degisbilið í gær þegar vörubíll með malarvagni, sem ætlaði að aka út af til þess að koma í veg fyrir árekstur, snerist þess í stað á veginum og lok- aði fyrir umferð. Ökumaður fólks- bifreiðar sem kom á móti reyndi að beygja framhjá en rakst á vagninn. Að sögn lögreglu skemmdist bíll- inn töluvert en engin slys urðu á fólki. Fimm minniháttar árekstrar urðu á Akureyri í gær, en að sögn lögreglu var þar fljúgandi hált. Þá urðu fjögur umferðaróhöpp í um- dæmi lögreglunnar í Keflavík, eitt í Grindavík og þrjú í Keflavík. Engin slys urðu en eignatjón var töluvert. Morgunblaðið/Jim Smart Víða umferðar- óhöpp í hálkunni STJÓRNENDUR Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík, hafa ákveðið að sækja bætur á hendur ol- íufélögunum vegna skaða sem félag- ið telur sig hafa orðið fyrir af sam- ráði olíufélaganna um viðskipti við álverið, sem leitt sé í ljós í skýrslu samkeppnisráðs um ólögmætt sam- ráð olíufélaganna. Tilbúnir að fara dómstólaleið- ina ef ekki semst við félögin Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Alcan á Íslandi, staðfesti þetta í gær. Að sögn hans er félagið reiðubúið að sækja bætur fyrir dóm- stólum semjist ekki um bætur við ol- íufélögin. Hrannar segir erfitt að segja til um á þessu stigi hversu miklu tjóni álverið hafi orðið fyrir vegna sam- ráðs olíufélaganna en ljóst sé að þar sé um verulegar fjárhæðir að tefla, sem geti hlaupið á tugum milljóna. „Við kaupum vörur af olíufélögunum fyrir 200 til 250 milljónir króna á ári. Menn sjá því í hendi sér að þarna getur verið um háar tölur að ræða,“ segir hann. „Það er niðurstaða lögfræðinga okkar að félögin séu skaðabótaskyld gagnvart okkur,“ segir Hrannar. „Þessu verður haldið til streitu.“ Alcan vill bætur frá olíufélögunum Morgunblaðið/Þorkell HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær hálffertugan mann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í fórum sínum 173,5 grömm af maríjúana, hálfa E-pillu, 0,11 grömm af tóbaksblönduðu hassi, 145,73 grömm af kannabisstöngl- um og 1,35 grömm af amfetamíni. Efnin fundust við húsleit lög- reglu á heimili mannsins í Kópa- vogi í október. Ákærði játaði brotið skýlaust en hann hefur tvisvar áður sætt refs- ingu vegna brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Annars vegar á árinu 1993 og hins vegar 2000. Þótti refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fullnustu refsingarinnar var frest- að og fellur hún niður að liðnum þremur árum haldi hann almennt skilorð. Ólöf Pétursdóttir dómstjóri dæmdi málið. Verjandi var Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlög- maður og sækjandi Karl Vilbergs- son, fulltrúi lögreglustjórans í Kópavogi. 2 mánaða fangelsi fyrir fíkni- efnabrot Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 26 Úr verinu 11 Messur 34/35 Viðskipti 12 Skák 44 Erlent 16/17 Brids 39 Akureyri 23 Dagbók 48 Landið 24 Víkverji 48 Árborg 24 Velvakandi 49 Daglegt líf 25 Staður og stund 50 Ferðalög 26/27 Menning 51/57 Listir 28 Ljósvakamiðlar 58 Umræðan 29/33 Staksteinar 59 Bréf 33 Veður 59 * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.