Morgunblaðið - 15.01.2005, Side 8

Morgunblaðið - 15.01.2005, Side 8
8 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landssöfnun vegna hamfaranna í Asíu Samtökin sem a› flessari söfnun koma eru hver um sig a›ilar a› alfljó›a hjálparneti sinna samtaka. Hjá fleim starfar fólk me› mikla reynslu og faglega flekkingu á fleim vandamálum sem taka flarf á vi› svona hörmulegar a›stæ›ur. Samtökin einbeita sér öll a› flví a› hjálpa fleim sem verst eru settir. fiá skipta trúarbrög› ekki máli, stjórnmál, kyn e›a hva› anna› sem a›greinir fólk. fietta eru mannú›arsamtök me› sk‡r markmi›, si›a- og starfsreglur, sem skila árangri. E N N E M M / S ÍA / N M 14 7 9 0 Hámark söfnunarinnar er í beinni sjónvarpsútsendingu Sjónvarpsins, Stö›var 2 og Skjás eins sem hefst í kvöld kl. 19.40. Söfnunarsími sjónvarpsútsendingarinnar er: Hægt er a› leggja beint inn á reikning söfnunarinnar sem Landsbankinn gætir. Reikningsnúmeri› er: 0101 - 26 - 755500 og kennitala: 470105-3990. Notendur Einkabanka geta lagt beint inn á söfnunarreikninginn. Nánari uppl‡singar um söfnunina er a› finna á visir.is og á mbl.is. Enn er hægt a› hringja í söfnunarnúmerin: fiú velur flér upphæ›, 1.000, 3.000 e›a 5.000 kr., hringir í vi›eigandi símanúmer og upphæ›in bætist vi› símreikninginn flinn. Allur kostna›ur vegna söfnunarinnar er í bo›i vi›komandi a›ila og renna framlög flví óskipt til ney›arhjálparinnar. Verndari söfnunarinnar er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Sjálfbo›ali›ar taka vi› framlögum í Smáralind, í Kringlunni og á Glerártorgi í dag og bo›i› er upp á skemmtilega dagskrá. Í Smáralind: Í Kringlunni: Á Glerártorgi: 901-1000 901-3000 901-5000 1.000 kr. 3.000 kr. 5.000 kr. · Töframa›urinn Bjarni · Nemendur úr Söngskóla Maríu og Siggu · Fóstbræ›ur undir stjórn Árna Har›ar · Skoppa og Skrítla · Hljómskálakvintettinn · Bjössi bolla · Au›ur Hafsteinsdóttir fi›luleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir · Tenórarnir flrír og Steinunn Birna Ragnarsdóttir · Bjössi bolla · Diddú og Steinunn Birna Ragnarsdóttir · KK · Óskar Pétursson skemmtir me› einsöng · Helgi fiórsson kve›ur rímur · Börn úr Tónlistarskóla Akureyrar og Tónlistarskóla Dalvíkur syngja © D O M IN IC S A N SO N I/ K am or i S ri L an ka NEYÐARHJÁLP ÚR NORÐRI 755 5000 Nei, nei, Sigga mín, þetta hefur ekkert með litla, sæta grísinn að gera. FramkvæmdastjórnEvrópusambands-ins, ESB, hefur sent frá sér árlega skýrslu um hvernig gengur að mark- aðsvæða raforkumarkaðinn í aðildarríkjunum 25 og framfylgja tilskipunum sem settar hafa verið. Noregur er þar talinn með til viðbót- ar sem hluti af EES-svæð- inu. Íslensk stjórnvöld hafa nú fylgt þessum tilskipun- um eftir og sem kunnugt er tekið í gildi ný raforkulög um aðskilnað framleiðslu og sölu raforkunnar frá flutn- ingi hennar og dreifingu. Tóku lögin fyrst gildi um mitt ár 2003 en stærsta breytingin varð nú um áramótin með stofnun Lands- nets, sem annast flutning og dreif- ingu rafmagns um landið. Á vef BSRB er vakin athygli á þessari skýrslu framkvæmdastjórn- ar ESB og hún sögð staðfesta helstu gagnrýnisraddir sem fram hafa komið, bæði hér á landi og er- lendis, á þessar tilskipanir ESB og mögulegar afleiðingar þeirra, þ.e. að fákeppni verði ríkjandi, raforku- verð hækki, afhendingaröryggi raf- orku verði ábótavant, fjárfestingar takmarkaðar sem og óviðunandi viðhald og loks ófullkomnar upplýs- ingar til viðskiptavina orkufyrir- tækjanna. Í skýrslunni kemur fram að nýjar tilskipanir ESB hafi í síðasta lagi átt að taka gildi í aðildarríkjunum í júlí 2004. Þrátt fyrir aukna framleiðni í raforkuiðnaði lýsa skýrsluhöfundar yfir vonbrigðum með marga þætti markaðsvæðingarinnar. Bent er á að í október sl. hafi 18 aðildarríkjum verið send aðvörun um að þau hafi ekki tilkynnt framkvæmdastjórn- inni um innleiðingu allra þátta nýj- ustu tilskipunar ESB. Óviðunandi töf Framkvæmdastjórnin segir þessa töf vera óviðunandi, ekki síst í ljósi þess að ákvæði fyrri tilskipunar hafi ekki fullnægt markmiðum um samkeppni, jafnvel fyrir stórnot- endur raforku. Búast hefði mátt við því að slíkir kaupendur myndu semja við orkuheildsala um raforku á hefðbundnum markaði. Engu að síður hefði aðeins innan við helm- ingur stórnotenda í flestum ríkjum ESB skipt um orkusala, nú fimm árum eftir að markaðsvæðing raf- orkumarkaðarins hófst. Að auki séu margir stórnotendur raforku óánægðir með þá þjónustu sem þeir fá. Ríkin sem skýrsluhöfundar und- anskilja frá þessu eru Svíþjóð, Finn- land, Noregur, Danmörk og Bret- land. Þar séu engin teljandi vandamál við að innleiða samkeppni í raforkusölu og meira en 50% stór- notenda hafi skipt um orkusala á síðustu árum. Hins vegar er tekið sérstaklega fram að eyríkin Malta og Kýpur hafi takmarkaða mögu- leika á að þróa samkeppni á raf- orkumarkaðnum. Fram kemur í skýrslunni að sala á raforku milli landa hafi ekki tekið miklum breytingum. Í flestum ríkj- um sé hlutur erlendra orkufyrir- tækja innan við 20% af markaðnum. Einnig er bent á að þótt raforku- verð í Evrópu sé að meðaltali lægra en árið 1995 hafi gjaldskrár verið að hækka á síðustu 18 mánuðum. Þess- ar hækkanir séu neytendum þvert um geð og þeir eigi í sumum tilvik- um erfitt með að skipta um orku- sala, m.a. vegna hindrana í reglu- gerðum. Benda skýrsluhöfundar á að þörf sé á frekari fjárfestingum hjá orku- fyrirtækjunum, í þeim efnum sé þróunin of hægfara, og ítrekað er úr fyrri skýrslum að í of mörgum ríkj- um ESB séu eitt eða tvö fyrirtæki með markaðsráðandi stöðu og sam- keppni þar af leiðandi lítil. „Það er áríðandi að finna lausnir á þessum vanda,“ segir í skýrslu ESB. Ekkert kerfi fullkomið Pétur Örn Sverrisson, lögfræð- ingur á orkusviði í iðnaðarráðuneyt- inu, hefur kynnt sér skýrsluna og segir hana sýna að íslensk stjórn- völd þurfi að fylgjast vel með gangi mála í Evrópu. Ekkert kerfi sé þó svo fullkomið að á því séu engir agnúar. Við breytingu á raforku- kerfi vakni ávallt ýmsar spurningar. Stjórnvöld hafi hins vegar miðað sína aðlögun að tilskipunum ESB við bestu reynsluna frá Evrópu, og þá einkum við Noreg sem hafi verið í fararbroddi í markaðsvæðingu raf- orkumála. Kerfið geti ekki orðið lakara en það var hér á landi. Pétur segir menn hafa vitað af annmörkum á markaðsvæðingunni, s.s. litlum fjárfestingum og lélegu viðhaldi orkumannvirkja. Þetta eigi að fyrirbyggja á Íslandi með því m.a. að styrkja Orkustofnun sem öflugan eftirlitsaðila. „Auðvitað eiga raforkulögin eftir að mótast hér og við eigum áreið- anlega eftir að gera einhverjar breytingar á okkar kerfi eftir því sem meiri reynsla fæst,“ segir Pét- ur og telur það hafa komið sér vel fyrir Ísland að hafa dregið innleið- ingu á tilskipunum ESB. Þannig hafi gefist færi á að fylgjast með kostum og göllum markaðsvæðing- arinnar og miða frekar við jákvæða reynslu á Norðurlöndunum. Skýrsla ESB staðfesti að það hafi verið rétt leið. Fréttaskýring | Innleiðing samkeppni á raforkumarkaði ESB Aðvörun send til átján ríkja Íslensk stjórnvöld reyndu að miða við bestu reynsluna frá Evrópu Brotinn rafmagnsstaur í Bretlandi. Eini ljósi punkturinn að mati BSRB en þó ekki  Á vef BSRB segir að eini ljósi punkturinn í skýrslu ESB virðist vera tafla sem sýni framleiðni- aukningu í orkuiðnaði Evrópu vel umfram Bandaríkin. Árin 1979–1990 jókst framleiðnin um 2,7% hjá 15 fyrstu ESB- ríkjunum, um 3,6% 1990–1995 og 5,7% árin 1995–2001. Þegar nán- ar sé að gáð virðist raforkuiðn- aðurinn hafa verið í góðu standi fyrir gildistöku tilskipana ESB árin 1997–2001 en versnað síðan. bjb@mbl.is  Meira á mbl.is/itarefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.