Morgunblaðið - 15.01.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 15.01.2005, Síða 10
Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) – sími 588 4545 SIGURSTJARNAN Toppurinn í flotanum Til sölu og sýnis Ford Mustang, árgerð 2005, sunnudaginn 16. janúar milli kl. 14 og 18. Allt í versluninni með 40-60% afsl. í dag laugard. og sunnud. 10 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Dr. Bragi Er ekki bara góðlegt andlit VOLVO XC 90 T6 TURBO AWD 272 hö Sem nýr, skráður 04/04. Ekinn 5.500 km. Inni spegill með sjálfv. dimmingu, hraðanæmt vökvastýri, Subwoofer m/innb. magnara, leðurgírstöng, regnskynjari, gaslugtir Xenon, bakkskynjari. Þvottakerfi á aðalljós, Designline II, málmlitur, Mobilityline, innbyggður GSM-sími. Viður í stýri, stokk og hurðum. Premium hljómtæki, 12 hátalarar, 6 diska geislaspilari. Álfelgur 18“ og vetrardekk. Leður á sætum. Verð kr. 6.400 þús. Tilboð 5.990 þús. BORIST hefur eftirfarandi athuga- semd frá Hjörleifi Guttormssyni, fyrrv. alþingismanni, við ummæli Guðmundar Bjarnasonar, bæjar- stjóra Fjarðabyggðar, í Morgun- blaðinu í gær: „Vegna ummæla Guðmundar Bjarnasonar, bæjarstjóra Fjarða- byggðar, í Morgunblaðinu í gær, 14. janúar, af tilefni nýfallins dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur óska ég eftir að koma á framfæri eftirfar- andi athugasemd. 1. Orðrétt segir bæjarstjórinn: „Í dómnum er fallist á þá aðferð sem notuð var við umhverfismatið, en síðan setur dómarinn sig í sérfræð- ingsstöðu og kemst að þessari nið- urstöðu.“ Hvað er maðurinn að fara? Með dómnum er því hafnað að sleppa Alcoa við að fara í sjálfstætt mat á umhverfisáhrifum fyrirhug- aðrar verksmiðju. Engan sérfræð- ing þarf til að sjá að verksmiðja Al- coa myndi í mikilvægum þáttum valda langtum meiri mengun en áð- ur ráðgerð verksmiðja Norsk Hydro. Það sést af skýrum tölum sem fyrirtækin sjálf lögðu fram til stjórnvalda og hvert grunn- skólabarn getur sannreynt. 2. „Maður taldi að búið væri að leita til okkar færustu sérfræð- inga varðandi loftdreifingu og breytingin sem var gerð er sú að strompar verk- smiðjunnar eru hækkaðir,“ segir bæjarstjórinn. Hefur bæjarstjóri ekki haft fyrir því að setja sig inn í mengunarvarnir verksmiðjunnar? Alcoa sleppir vothreinsun, sem gert var ráð fyrir hjá Norsk Hydro, með þeim afleiðingum m.a. að losun brennisteinsdíoxíðs í andrúmsloftið vex 26-föld miðað við framleitt ál- tonn. 3. „Menn eru komnir alltof langt í framkvæmdinni til að hún verði stöðvuð nú, en að sjálfsögðu þarf að fara yfir málið“ segir bæjarstjóri. Á það að fara eftir umfangi fram- kvæmdar hvort fylgt er lögboðnum leikreglum? 4. „Það er búið að kæra bæjar- stjórnina hér í bak og fyrir af bæði Hjörleifi Guttormssyni og umhverf- issamtökum og þau mál hafa öll fall- ið um sjálft sig,“ segir bæjarstjór- inn. Enn spyr ég, í hvað er verið að vísa? Er bæjarstjórinn að tala upp úr svefni? Ekki kannast ég við að hafa beint kæru að bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrr eða síðar, hvorki vegna þessa máls eða af öðru tilefni. Það er leitt þegar menn í ábyrgð- arstöðu gera sig bera að vankunn- áttu í máli sem miklu varðar. Ég geri ekki ráð fyrir að bæj- arstjórinn sé að halla réttu máli vit- andi vits.“ Langtum meiri mengun frá verksmiðju Alcoa Hjörleifur Guttormsson Athugasemd frá Hjörleifi Guttormssyni ÍSLENSKA útvarpsfélagið og Frétt ehf. hafa fengið ný nöfn, 365 – ljós- vakamiðlar og 365 – prentmiðlar og vísa nöfnin, að sögn Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra 365, til þess að miðlar fyrirtækisins ætla sér að veita þjónustu allan ársins hring. „Við lítum á okkur sem þjón- ustufyrirtæki og ætlum að taka þátt í lífi samfélagsins alla daga ársins. “ Nýju nöfnin eru jafnframt liður í samþættingu rekstrar félaganna, en nýtt skipurit var kynnt á starfs- mannafundi í gærmorgun. Að sögn Gunnars Smára er nýja skipuritinu ætlað að skerpa á því sem áður hefur komið fram. „Við ætlum að samþætta rekstrar-, mark- aðs- og sölustarf til að sækja styrk í sameiningu, en jafnframt að skerpa á aðgreiningu milli miðlanna og tryggja þannig sjálfstæði og fjöl- breytileika fjölmiðlanna.“ Sem dæmi um þetta nefnir Gunnar Smári að settir verða sjónvarpsstjórar yfir þær þrjár sjónvarpsstöðvar sem 365 – ljósvakamiðlar reka og sjálfstæðir útvarpsstjórar yfir útvarpsstöðvar félagsins, þar sem áður var hjá ÍÚ einn útvarpsstjóri yfir öllum miðlum félagsins. Þannig verður Páll Magn- ússon sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Sýnar og Steinn Kári Ragnarsson sjónvarpsstjóri PoppTívi, en Bjarni Arason mun stjórna Bylgjunni og Ill- ugi Jökulsson „Gufunni,“ sem er bráðabirgðanafn á nýju talmálsstöð- inni á vegum fyrirtækisins. Engar mannabreytingar Aðspurður um fréttastofur fyrirtæk- isins segir Gunnar Smári DV og Fréttablaðið sem fyrr vera sjálf- stæðar einingar undir stjórn annars vegar Mikaels Torfasonar og hins vegar Kára Jónassonar. Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun fram- vegis heita Fréttastofan og mun auk fyrrnefndra stöðva einnig sinna „Gufunni“ og fréttavakt Vísis. Að- spurður segir Gunnar Smári engar mannabreytingar verða við skipu- lagsbreytingarnar. Spurður um framtíðaraðsetur fyrirtækisins segir hann stefnt að því að koma starfsem- inni allri á einn stað, þ.e. í Skaftahlíð 24 þar sem DV og Fréttablaðið er nú til húsa, en það er háð því að borg- framkvæmdir að það er í sjálfu sér hagkvæmt fyrir okkur að flytja vegna þess að húsnæðiskostnaður okkar lækkar við þetta. Á tiltölulega skömmum tíma ber sú lækkun þann- ig kostnaðinn við flutninginn,“ segir Gunnar Smári, en vill ekki nefna neinar tölur í því samhengi. Spurður hvað verði um núverandi húsnæði fyrirtækisins við Lyngháls, sem er í helmingseigu ÍÚ og Melkots, segist Gunnar Smári ekki vilja gefa neitt upp um það. Að sögn Gunnars Smára er stefnt að því að nota tækifærið við flutn- ingana til að endurnýja tæknibúnað fyrirtækisins. „Hugmyndin er að niður frá yrði tækni dagsins í dag, en sú tækni sem er að úreldast og er orðin úrelt yrði hreinlega skilin eft- ir.“ aryfirvöld samþykki ákveðnar breyt- ingar á húsnæðinu. Gunnar Smári segir gríðarstóran kjallara á milli Skaftahlíðar 24 og gamla Nýherja- hússins sem fyrirhugað sé að breyta í stúdíó, en til þess þarf að auka loft- hæðina. Einnig er gert ráð fyrir að reisa létta byggingu sem myndi tengja húsin saman og verða eins konar anddyri. Gangi allt eftir megi gera ráð fyrir að starfsemin geti flust í Skaftahlíð innan næstu níu mánuða. Aðspurður segir Gunnar Smári fjárhagslega hagkvæmt fyrir fyr- irtækið að flytja alla starfsemina í Skaftahlíð, fyrir utan þann bónus sem fáist annars vegar með þeirri upplyftingu sem felist í því að flytja í nýtt húsnæði og hins vegar í nálægð- inni við aðra starfsemi fyrirtækisins. „Þetta eru ekki það umfangsmiklar Íslenska útvarpsfélagið og Frétt hafa fengið ný nöfn og breytast í 365 – ljósvakamiðla og 365 – prentmiðla Samþætta á rekstur og skerpa aðgreiningu miðla SAMKVÆMT nýja skipuriti 365 ljósvakamiðla og 365 prentmiðla sem kynnt var á starfsmannafundi í gærmorgun hafa framleiðsludeildir 365 ljósvakamiðla verið klofnar frá öðrum rekstri og um þær stofnað nýtt fyr- irtæki undir heitinu Hvítar myndir, en yfirmaður þess er Baldur Bald- ursson. Að sögn Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra 365, er Hvítum myndum m.a. ætlað að sækja fram við gerð sjónvarpsefnis og aug- lýsinga og atburðastjórnun, auk þess að sinna framleiðslu fyrir 365. Frá og með næstu mánaðamótum verður starfsemi þjónustuvera fjöl- miðlanna og Og Vodafone sameinuð í nýju þjónustuveri undir merkjum Og Vodafone. Framvegis verður fjármálastjórn Og Vodafone og 365 sameig- inleg og rekstur dreifikerfis ljósvakamiðla verður fluttur til Og Vodafone. Hvítar myndir verða til Morgunblaðið/Jim Smart Fjölmennur starfsmannafundur var haldinn í gærmorgun í Vetrargarð- inum í Smáralind þar sem Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, kynnti nýtt skipurit fyrirtækisins fyrir hópnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.