Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 17 ERLENT RÉTTARHÖLD yfir fyrrverandi sjóliðsforingja í her Argentínu hófust á Spáni í gær. Maðurinn er sakaður um að hafa tekið af lífi pólitíska andstæð- inga stjórnvalda í „skítuga stríðinu“ svonefnda þegar herforingjar réðu lögum og lofum í Róm- önsku-Ameríku. Læknar sem skoðuðu hinn 58 ára gamla Adolfo Scilingo sögðu hann færan um að mæta til rétt- arhaldanna þrátt fyrir að hann hafi að undanförnu verið í mótmælasvelti. Réttarhöldin eru þau fyrstu sem fram fara er- lendis yfir manni sem beinlínis er bendlaður við glæpaverk herforingjastjórnarinnar í Argentínu. Samkvæmt spænskum lögum frá árinu 1998 má efna til réttarhalda þar í landi yfir útlendingum sem sakaðir eru um þjóðarmorð og viðlíka glæpa- verk í öðru ríki. Scilingo komst í fréttirnar fyrir sjö árum þegar hann greindi spænskum blaðamanni frá því að hann hefði tekið þátt í svonefndum „flugferðum dauðans“ í Argentínu. Herforingjastjórnin sem þar var við völd á árunum 1976-1983 safnaði þá nokkrum sinnum saman pólitískum andstæðing- um sínum. Fangarnir voru fluttir undir áhrifum deyfilyfja um borð í flugvélar sem floti Argentínu réð yfir. Flogið var út yfir Atlantshafið og þar var föngunum varpað út úr flugvélunum. „Við klæddum þá úr fötunum og köstuðum þeim út“ „Þeir voru meðvitundarlausir. Við klæddum þá úr fötunum og þegar foringinn gaf fyrirskipunina, opnuðum við dyrnar og köstuðum þeim út, einum í einu,“ sagði Scilingo m.a. í viðtali við argentínska blaðamanninn Horacio Verbitsky en hann ritaði bók um málið sem nefnist „Flugferðin“ („El Vuelo“ á spænsku). Á þessum árum starfaði Scilingo við Vélvirkja- skóla flota Argentínu, ESMA („Escuela de Mec- ánica de la Armada Argentina“), þar sem fram fóru aftökur, nauðganir og pyntingar. Síðar dró Scilingo til baka ummæli sín og heldur hann nú fram sakleysi sínu. Hann hefur neitað að meðtaka fæðu frá því í desember og síðustu dag- ana hefur hann ennfremur hafnað vökva. Á mið- vikudag leið yfir hann í fangaklefanum. Scilingo var afar þreytulegur að sjá þegar hann kom til dómshússins í Madríd í gær og þurftu tveir lögregluþjónar að bera hann í sæti sitt. Var gert hlé á meðan læknar skoðuðu hann að nýju en stuttu síðar var því lýst yfir að hann gæti haldið áfram. Var hann þá kominn í hjólastól. Scilingo neitaði að svara spurningum dómarans og var réttarhaldinu frestað til mánudags. Krefjast 6.626 ára fangelsis Þekktasti dómari Spánar, Baltasar Garzón, hef- ur undanfarin sjö ár rannsakað mál Scilingo. Hann hefur jafnframt reynt að fá Augusto Pinoch- et, leiðtoga herforingjastjórnarinnar í Chile, fyrir rétt á Spáni en ekki haft erindi sem erfiði. Kærurnar sem lagðar hafa verið fram gegn Scil- ingo eru viðamiklar. Hann er m.a. sakaður um 30 morð og ógnarverk, og að hafa pyntað 286 manns. Lögfræðingar mannréttindasamtaka og ættingja fórnarlamba hafa krafist þess að Scilingo verði dæmdur í 6.626 ára fangelsi. Afstaða ákæruvalds- ins liggur ekki fyrir í þessu efni. Sem fyrr sagði voru glæpaverk þessi unnin á ár- unum 1976-1983. Þá er talið að tíu til þrjátíu þús- und manns hafi verið tekin af lífi eða „horfið“ í Argentínu. Stjórnvöld segja að þar ræði um 13.000 andstæðinga herforingjastjórnarinnar en mann- réttindasamtök telja að allt að 30.000 vinstrisinnar hafi verið myrtir á þessu sjö ára tímabili. Réttarhöldin yfir Scilingo þykja marka þátta- skil í réttarsögu Spánar. Áður hefur verið reynt að fá menn sem báru ábyrgð á glæpaverkum í Chile og Argentínu leidda fyrir rétt þar í landi en það ekki tekist fyrr en nú. Foringi úr „skítuga stríðinu“ fyrir rétt á Spáni Reuters Tveir lögregluþjónar hjálpa Adolfo Scilingo, fyrrverandi sjóliðsforingja í her Argentínu, þegar hann kom fyrir rétt á Spáni í gær. Sakaður um að hafa tekið þátt í „flugferðum dauð- ans“ í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu Neita að greiða í sjóð ESB Genf. AFP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Sviss lýsti yfir því í gær að ekki kæmi til greina að landsmenn inntu af hendi framlag í þróun- arsjóð Evrópusambandsins vegna nýrra aðildarríkja þess í álfunni austanverðri. „Við erum ekki strengjabrúð- ur,“ sagði Micheline Calmy-Rey í viðtali við dagblaðið Tages-An- zeiger. „Við munum ekki inna af hendi neinar greiðslur í þróun- arsjóð ESB en við munum fjár- magna ákveðnar áætlanir í ein- stökum ríkjum,“ bætti hún við. Sviss stendur utan ESB. Í tví- hliða samningaviðræðum við embættismenn ESB hafa fulltrúar Sviss boðist til að leggja fram allt að 200 milljónir svissneskra franka (tæpa 11 milljarða króna) til verkefna í hinum nýju ríkjum ESB í Mið- og Austur-Evrópu. Fulltrúar ESB hafa á hinn bóginn krafist þess allt frá því í júní 2003 að Sviss greiði framlag sitt í svo- kallaðan þróunarsjóð ESB. Calmy-Rey, sem sögð er Evr- ópusinnuð, sagði að stjórnvöld í Bern hygðust ekki gefa eftir fullveldi landsmanna í þessu efni. „Framkvæmdastjórn ESB veit að Svisslendingar standa við gefin loforð. En þrátt fyrir það ætla Evrópumennirnir að vaða yfir okkur og krefjast samnings sem er bindandi fyrir Sviss,“ sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.