Morgunblaðið - 15.01.2005, Page 20

Morgunblaðið - 15.01.2005, Page 20
20 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ TÍU ÁR FRÁ SNJÓFLÓÐUNUM Í SÚÐAVÍK ÞJÓÐIN mun aldrei gleyma mánudeginum 16. janúar 1995. Í geysilegu illviðri á Vestfjörðum sem átti eftir að standa dögum saman féll 200 metra breitt snjóflóð á mitt þorpið í Súðavík og lenti á 15 íbúðarhúsum við Túngötu, Nesveg og Njarðarbraut. 14 manns fórust, þar af átta börn, en tólf manns komust lífs af. Flóðið kom í morgunsárið en að kvöldi sama dags féll annað snjóflóð úr Traðargili sunnar í bænum sem olli eignatjóni en engu manntjóni. Þriðja flóðið féll 19. janúar úr Traðargili og skemmdi eitt hús. Alls eyðilögðust því 22 hús í flóðunum. Á morgun, sunnudag, verða liðin 10 ár frá snjóflóðunum í Súðavík. Í tilefni þess verður haldin minningarguðsþjónusta í íþróttahúsinu í Súðavík og hefst hún kl. 14. Kirkjugestum er boðið að kveikja á kertum við athöfnina til minningar um hina látnu. Prestarnir Valdimar Hreiðarsson og Magnús Erlingsson þjóna við athöfnina. Mannskæðasta snjóflóðið í áratugi Snjóflóðið í Súðavík var það mannskæðasta síðan 1919 þegar 18 manns fórust í flóði á Siglufirði. Nokkrum mínútum eftir að flóðið féll hófu heimamenn björgunarstörf og almannavarna- nefnd Ísafjarðar var gert viðvart og síðar um morguninn kom- ust fyrstu björgunarsveitarmennirnir frá Ísafirði á vettvang. Fjölgaði björgunarfólki eftir því sem leið á daginn og komu á fjórða hundrað manns að björguninni. Unnið var við mjög erf- iðar aðstæður og komu sérþjálfaðir leitarhundar mjög við sögu. Hættuástandi var ekki aflýst í Súðavík fyrr en fjórum dögum eftir flóðin en Súðvíkingar dvöldu á Ísafirði fyrst um sinn eftir flóðin. Fljótlega hófst uppbygging á nýjum stað í þorpinu á Eyr- ardalssvæðinu og stóðu miklar framkvæmdir yfir næstu árin. Hreppsnefnd og Ofanflóðasjóður keyptu upp þau 55 íbúðahús sem eftir stóðu á gamla bæjarstæðinu og fyrsta nýja húsið var afhent í mars 1996. Í kjölfarið reis hvert húsið á fætur öðru í Súðavík. Þjóðin efndi til landssöfnunarinnar Samhugur í verki strax í kjölfar flóðanna og söfnuðust um 290 milljónir króna og rík- isstjórnin veitti 166 milljóna króna framlag til uppbyggingar á staðnum. Á þeim tíu árum sem liðin eru hefur mikið breyst. Gömlu hús- in gegna nú hlutverki vinsælla sumarhúsa og íbúatalan marg- faldast á sumrin. Sveitarstjórn hefur margt á prjónunum en glímir við húsnæðisvanda í bænum. Í máli Súðvíkinga sem Morgunblaðið heimsótti í vikunni kemur fram að þeir líta fram- tíðina björtum augum þótt atburðirnir fyrir áratug séu hvergi nærri gleymdir. 200 metra breitt flóðið tók með sér 14 manns Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Ómar Már Jónsson Það leitaði sú hugsun á mann eftir flutning byggðarinnar að það vantaði kraft til að takast á við nauðsynleg verkefni. Súðavík er gullkista hvað varðar tæki-færi til uppbyggingar að mati sveit-arstjórans Ómars Más Jónssonar semtók við sveitarstjórastarfinu í október 2002. Hann var valinn úr hópi 13 umsækjenda en var á þeim tíma með fyrirtækjarekstur í Reykjavík og vildi breyta til og halda á æsku- slóðir vestur á firði. Þegar snjóflóðin féllu var Ómar til sjós á Bessanum frá Ísafirði og hann minnist þess að veðurhamurinn, sem setti sterkan svip á aðdraganda og kjölfar snjóflóð- anna, hamlaði því að togarinn gæti lagst að í Súðavík. „Um morguninn bárust okkur óljósar fréttir um borð að það hefðu fallið snjóflóð í Súðavík,“ segir hann. „Við héldum í fyrstu að þarna hefði e.t.v. fallið spýja inn um glugga hjá einhverjum en síðar varð okkur ljóst hversu alvarlegt málið var.“ Systir Ómars, Sigríður, bjó þá í Súðavík eins og fram kemur í frásögn hennar hér á opn- unni sem og foreldrar hans. Þegar Ómar varð sveitarstjóri var búið að færa byggð af snjóflóðahættusvæði innar í Álftafjörðinn þar sem hún stendur nú á öruggu svæði. Óhemju mikil vinna lá að baki þessum flutn- ingum og má segja að þeim hafi lokið árið 2001 þegar þjónustuhúsið Álftaver var byggt. Færsla byggðarinnar mikið þrekvirki „Færsla byggðarinnar var mikið þrekvirki og það má segja að sveitarfélagið hafi að mörgu leyti ofkeyrt sig á þeirri framkvæmd,“ segir hann. „Það var sem krafturinn hefði klárast að þessu loknu, en á sama tíma má segja að nauð- synlegt hafi verið að draga andann á nýjan leik og taka stöðuna áður en áfram yrði haldið. Það leitaði sú hugsun á mann eftir flutning byggð- arinnar að það vantaði kraft til að takast á við nauðsynleg verkefni, er sneru m.a. að atvinnu- málum og við að fjölga íbúum sem er mjög mik- ilvægt verkefni, með tilliti til þeirrar byggða- röskunar og fækkunar starfa sem víða hefur verið að eiga sér stað á landsbyggðinni. Ég veit að menn reyndu að takast á við þessi verkefni eftir að flutningi byggðarinnar lauk en það vantaði upp á að það bæri árangur. Þegar ég tók við fannst mér ég vera kominn í gullkistu því það var á svo mörgu að taka og mörg þeirra mála þess eðlis að auðvelt var að ná árangri í þeim. Má t.d. nefna að vegna þeirra miklu framkvæmda sem áttu sér stað í flutningi byggðarinnar á árunum á undan var allt kapp lagt á að gera það vel en þættir eins og bók- hald, innheimtukerfi og álagningarkerfi fast- eignagjalda, þessi innri starfsemi sveitarfé- lagsins, hafði ekki fylgt þeirri þróun sem hafði átt sér stað og verið fært til nútímalegra horfs. Fóru djúpt í atvinnumálin Sveitarstjórnin hefur nú einnig farið djúpt í at- vinnumálin og ferðatengda þjónustu og hugði um leið að ímynd sveitarfélagsins, bæði inn á við og út á við. Við tókum því mjög markvisst á málum sem við töldum skipta sveitarfélagið mestu máli.“ Meðal þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á undanförnum árum nefnir Ómar deiliskipulag fyrir iðnaðar- og atvinnu- svæði á Langeyri og í framhaldi var tekin ákvörðun um að byggja tvö 520 fm hús undir atvinnustarfsemi. Annað húsið er hugsað sem frumkvöðlasetur og hefur verið leitað eftir samvinnu við Ísafjarðarbæ og Bolungarvík um rekstur þess en hitt húsið er hugsað að hluta fyrir áhaldahús og slökkvistöð, en annað rými þess húss verði leigt út eða selt undir starfsemi fyrirtækja. Áætlað er því að rúmlega 1.000 fm af at- vinnuhúsnæði verði tilbúið til notkunar seint á þessu ári. „Við bindum miklar vonir við að í frumkvöðlasetrinu megi verða til nýjar rekstr- areiningar sem annars hefðu ekki orðið til,“ segir Ómar. Unnið hefur verið að þessum hug- myndum í samvinnu við atvinnuþróunarfélag Vestfjarða en hugmyndin er sótt til Impru. „Staðreyndin er sú að eitt fyrirtæki er helsti at- vinnurekandinn í Súðavík sem allt snýst meira og minna um þ.e. rækjuverksmiðjan Frosti hf. en fyrirtækið útvegar um 35 manns vinnu og þótt fyrirtækið hafi staðið sig ágætlega í frekar erfiðu starfsumhverfi, minnkandi veiði og lægra afurðaverði er mikilvægt að fjölga at- vinnumöguleikum á svæðinu og dreifa þannig áhættunni. Við sóttum um og fengum inn á svæðið 30 tonna byggðakvóta á síðasta fisk- veiðiári og síðan var okkur úthlutað 150 tonna byggðakvóta á núverandi fiskveiðiári. Við bind- um miklar vonir til þess að þessi aðgerð eigi eftir að efla atvinnuástand hér og fjölga þannig atvinnutækifærum. 180 manns búa nú í Súðavík en frá því flóðin urðu, má áætla að um 30 manns hafi flutt burt í kjölfar flóðanna og 14 fórust. Á sumrin marg- faldast íbúatalan hér í Súðavík þegar ytri byggðin, eða gamla byggðin eins og sumir kalla hana, fyllist af sumargestum, bæði í húsum sem eru í einkaeigu og í eigu Sumarbyggðar hf. Helsta verkefnið okkar þessa dagana er að bregðast við húsnæðisskorti í Súðavík. Allt íbúðarhúsnæði hefur verið fullnýtt um árabil og hefur sveitarstjórnin kannað möguleika á að fjölga hér íbúðarhúsnæði. Til að auka líkurnar á því að þeir sem eru í leiguhúsnæði myndu byggja hækkuðum við m.a. á sínum tíma við- miðin í tengslum við viðbótarlán til íbúðakaupa eða bygginga þannig að nær allir hefðu aðgang að 90% lánum. Einhverjir nýttu sér tækifærið og nokkrar eignir skiptu um eigendur, en það dugði ekki til þess að fermetrum fjölgaði. Því var gengið frá samningi rétt fyrir síðustu ára- mót um að sveitarfélagið ráðist í byggingu tveggja einbýlishúsa sem munu verða leigð út. Munu þau hús verða tilbúin í ágúst á þessu ári. Til að fjármagna þau mun m.a. verða gert átak í að selja þær íbúðir í félagslega kerfinu sem Súðavíkurhreppur á og hefur verið að leigja út og á síðsta ári voru þess vegna seldar tvær íbúðir í eigu Súðavíkurhrepps og er ætlunin að selja fleiri, en Súðavíkurhreppur á og rekur tíu íbúðir í félagslega kerfinu. Húsnæðismálin hafa einnig verið ákveðið vandamál þegar maður horfir til þess að byggðin getur vel rekið sig með 230 manns án þess að fastur kostnaður hækki að neinu ráði. Þess vegna höfum við sett okkur það markmið að fjölga íbúum í 230 manns sem er okkur mjög mikilvægt að náist.“ Allir meðvitaðir um mikilvægi ferðaþjónustunnar Í Súðavík er starfrækt fyrirtækið Sumarbyggð hf. sem fyrr var getið en það sprettur upp úr þeim miklu breytingum sem bærinn gekk í gegnum eftir flóðin. Á hættusvæðinu þar sem gamla byggðin var eru um 50 íbúðarhús. Sum- „Höfum aðlagast breyttum aðstæðum“ arbyggð hf. á af þeim tíu íbúðir og eitt gistiheimili sem er leigt út á sumrin og fara um 150 manns í gegn hjá félaginu í viku hverri. „Það voru allir meðvitaðir um mik- ilvægi ferðaþjónustunnar þegar ég kom til starfa og Súðavík var þá orðinn kunnur og vinsæll staður til dvalar og einnig fyrir samkomur eins og ættarmót. Þetta var þróun sem hafði að mestu átt sér stað af sjálfu sér en þegar við fórum ofan í þessi mál var ákveðið að styðja við þessa þróun og efla hana frekar með margvíslegum hætti. Við tókum í því sambandi ákvörðum um að byggja vandað tjaldstæði og þjónustu- hús og í vor verður síðan hafist handa við síðasta áfangann sem er að útbúa vandaða aðstöðu fyrir fellihýsi, hjólhýsi og tjald- vagna og er stefnt að því að hér verði eitt af betri tjaldstæðum á landinu. Það hefur borið mikið á áhuga fólks um sögu stað- arins, og því sem hér gerðist og í hugum margra er Súðavík staðurinn þar sem mannskæð snjóflóð féllu. Sú mynd er sterk, en við viljum vekja athygli á Súðavík og sveitarfélaginu á öðrum forsendum, s.s. hversu mikil náttúrufegurð, kyrrð og ró sé hér, en samt á margan hátt um mjög kraft- mikið samfélag að ræða. Við höfum í því sambandi ákveðið að kynna okkur betur með því t.d. að setja upp upplýsingaskilti í Súðavík um sveitarfélagið ásamt skiltum sem segja frá upphafi byggðar hér í Súða- vík, snjóflóðunum hér 16. janúar 1995 og síðan flutningi byggðarinnar þar á eftir.“ Þess má líka geta að ákveðið hefur verið að rita sögu fyrrum Súðavíkurhrepps og hef- ur Eiríkur P. Jörundsson sagnfræðingur verið ráðinn til verksins. Hér má einnig nefna uppbyggingu gamla Eyrardalsbæj- arins sem Súðavík mun standa fyrir á næstu 5–6 árum og hefur fengið góðan styrk á fjárlögum til verkefnisins. „Þannig má segja að við séum með margt í eldinum á þessum tímamótum,“ segir Ómar. Ímynd Súðavíkur sérstök Um þá spurningu hvort erfitt hafi verið að fjalla um ímynd Súðavíkur þann áratug sem liðinn er frá flóðunum segir Ómar að ímyndin hafi verið sérstök að mörgu leyti. „Þegar við berum saman snjóflóðin í Súða- vík í janúar 1995 og flóðin á Flateyri í októ- ber sama ár, þá virðast Súðavíkurflóðin mun sterkari í hugum fólks einhverra hluta vegna, þrátt fyrir að bæði flóðin voru mjög mannskæð. E.t.v. getur það verið vegna þess að strax eftir flóðin var hafist handa við flutning byggð- arinnar sem vel var fylgst með og kannski vegna þeirrar miklu og þungu umræðu sem varð í kjölfar Súðavíkurflóðanna.“ Eitt af því sem gerir sveitarfélaginu kleift að huga að þessum málum er að það stendur þokkalega fjárhagslega og er áætlað að það muni skila 9 milljóna kr. hagnaði samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 að sögn Ómars. „Þessi staða er önnur en hjá mörgum sveit- arfélögum,“ segir Ómar. „Það sem hefur hjálp- að til við það er m.a. sala Orkubús Vestfjarða sem sveitarfélögin fengu ágætis verð fyrir og einnig losaði Súðavíkurhreppur um 200 millj- ónir þegar hlutur sveitarfélagsins var seldur í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru og fyrirtækið Frosti var stofnaður utan um rækjuveiðar og vinnslu í Súðavík þar sem Súðavíkurhreppur er nú 45% hluthafi. Reksturinn af sveitarfélaginu hefur verið réttum megin við núllið og viðunandi og fé sveitarfélagsins hefur einnig verið að ávaxta sig vel. Við hefðum getað farið öruggu leiðina, haldið sem mestu óbreyttu, ávaxtað fé sveit- arsjóðs og siglt þannig lygnan sjó án þess að breyta til að ráði eða að taka á þeim þáttum sem við höfum gert. En það er mín skoðun að þá hefði samfélagið smátt og smátt dofnað og stoðirnar veikst enn frekar að sama skapi. Það má einnig nefna húsnæði Súðavík- urskóla sem er veglegt og vel búið mannvirki. 38 börn eru þar í grunnskóla og 14 börn á leik- skóla. Árin 1999/2000 voru grunnskólabörnin 25 talsins og við þær aðstæður er erfitt að rétt- læta rekstrarkostnað grunnskóla á staðnum.“ Um hvort ekki komi til greina sameining við Ísafjarðarbæ segir Ómar ekki útlit fyrir að það myndi styrkja eða efla hag Súðvíkinga, bæði vegna núverandi samgangna og einnig er lík- legt að þær hagræðingarkröfur sem yrði að gera myndu leiða til breytinga í grunnskóla- rekstri hér og þar með gætu forsendur fyrir búsetu fjölskyldufólks brostið og það myndi veikja byggðina. „Í heildina má segja að Súðavík hafi aðlagast breyttum aðstæðum nokkuð vel. Bæjarbrag- urinn hefur tekið á sig nýjan blæ með komu allra ferðamannanna á sumrin og með fyr- irhugaðri uppbyggingu er ástæðulaust að ótt- ast afturkipp ef menn halda rétt á málum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.