Morgunblaðið - 15.01.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 15.01.2005, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Ingibjörgu Aldísi sem er að ljúka söngnámi í Þýskalandi. „Ég var í sveit á Fjalli á Skeið- um þegar ég var barn og hef síð- an haldið tengslum við þessar sveitir,“ segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Hann segist oft semja lögin fyrir hreppana af gefnum tilefnum og semji alla textana sjálfur. Hann á í fórum sínum fjórða lagið um sveitir Suðurlands. Þegar móðir hans, Sigurveig Hjaltested óp- erusöngkona, stjórnaði kór í Landsveitinni samdi hann lag um sveitina sem kórinn söng oft. „Þessi lög eru töluvert öðruvísi en sú tónlist sem ég hef mest ver- ið að semja,“ segir Ólafur. Hann hefur meðal annars unnið að Flúðir | Ólafur B. Ólafsson, tón- menntakennari og harmónikku- leikari, færði Hrunamannahreppi að gjöf lag á Baðstofukvöldi sem efnt var til í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum á dög- unum. Flutti hann lagið ásamt dóttur sinni, Ingibjörgu Aldísi. Áður hefur hann fært Skeiða- og Gnúpverjahreppum hvorum sitt lagið. Segist hann gera þetta vegna hlýhugar til þessara sveita og áralangrar vináttu við íbúa þeirra. Ólafur starfar sem tón- menntakennari við Öskjuhlíð- arskólann í Reykjavík. Hann hef- ur samið töluvert af tónlist, af ýmsu tagi, og mikið leikið undir með einsöngvurum, meðal annars verkefnum í grunnskólum Reykjavíkur. Hann fékk styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla til að gera tónverk um vináttuna og flutti það ásamt Ingibjörgu Aldísi og börnum úr Öskjuhlíðarskól- anum í haust. Næst verður það flutt með börnum úr Háteigs- skóla. Nokkrir einstaklingar hafa staðið fyrir svokölluðum Bað- stofukvöldum á Flúðum mörg undangengin ár. Að þessu sinni voru tónleikar Ingibjargar Aldís- ar Ólafsdóttur og Ólafs B. Ólafs- sonar á dagskrá fyrrihluta kvöldsins og á eftir skemmtu Baðstofugestir sér við gam- ansögur og söng við undirleik Ólafs. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Lag Hrunamanna Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, þakkaði Ólafi B. Ólafssyni og Ingi- björgu Aldísi Ólafsdóttur fyrir lagið um hreppinn og flutning þess með blómum að loknu Baðstofukvöldi. Hef alltaf haldið góðum tengslum við sveitirnar Færði Hrunamönnum eigið lag og texta á Baðstofukvöldi Hveragerði | „Við höfðum orðið varir við áhuga á þessum lóðum en eftir- spurnin kom þó skemmtilega á óvart. Það er öfundsvert að vera í þessari stöðu,“ segir Orri Hlöðversson, bæj- arstjóri í Hveragerði, en mikil eftir- spurn var eftir lóðum sem bærinn auglýsti á dögunum og bæjarráð hef- ur nú úthlutað. Auglýstar voru 32 lóðir með 65 íbúðum við Valsheiði, Hraunbæ og Birkimörk. Er hér um að ræða síð- asta hluta hverfis vestan við núver- andi byggð, upp undir Kömbunum. 214 umsóknir bárust frá 96 umsækj- endum í þessar 32 lóðir. Einstaklingar höfðu forgang að einbýlishúsalóðum en verktakar sóttu um rað- og parhúsalóðirnar. Dregið var úr umsóknum á fundi bæjarráðs í fyrradag og verður lóð- unum úthlutað samkvæmt því. Verktaki vinnur að gatnagerð og lögnum og verða lóðirnar byggingar- hæfar 1. júní þegar hann á að skila götunum. Orri Hlöðversson segir að umsækjendur hafi komið víða að og á lista þeirra hafi verið mikið af nýjum nöfnum í bæjarfélaginu. „Það virtust margir vilja koma af höfuðborgar- svæðinu og það er ekki síður ánægju- efni að yngra fólk héðan úr Hvera- gerði vill koma sér hér fyrir. Það er dýrmætt því meiri líkur eru á því að það setjist hér að varanlega,“ segir Orri. Hann segir að þessi mikla ásókn í lóðirnar sé nokkuð í takt við það sem menn hafi séð í bæjarfélögunum fyrir austan fjall að undanförnu, áhugi á svæðinu hafi mjög vaxið. Bæjar- stjórnin telur að áhuginn á svæðinu, ekki síst einbýlishúsalóðum, stafi meðal annars af geysiháu lóðaverði á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að kostnaður við að gera lóðirnar bygg- ingarhæfar hafi verið reiknaður út og greiði húsbyggjendurnir þann kostn- að. Á eftirsóttustu stöðunum sé þó innheimt ákveðið álag. Hann segir að verð fyrir 200 fermetra einbýlishús sé um tvær milljónir kr. Það er aðeins brot af verði einbýlishúsalóða á höf- uðborgarsvæðinu. Næst byggt að Varmá Bæjaryfirvöld eru byrjuð að huga að næstu hverfum. Orri segir að land sé á þrotum vestan við byggðina og næst verði að fara alveg austur fyrir bæinn og byggja að Varmánni. Fyrst verður þó unnið að gatna- gerð á þjónustusvæðinu við Suður- landsveg og á eldri götum inni í bæn- um sem Orri nefnir „gamlar syndir“. Á einni þeirra er fyrirhugað að byggja sautján íbúða fjölbýlishús. Verktakafyrirtækið Bræðratunga hefur fest kaup á húsnæði ullar- þvottastöðvar Ístex hf. að Dynskóg- um 17 til niðurrifs. Hefur hann í hyggju að byggja þar hverfi íbúðar- húsa og óskað eftir því við bæjar- stjórn að fá viðbótarlóð. Lóðin er ætl- uð fyrir stofnanir samkvæmt aðalskipulagi og þarf því að breyta því ef byggja á íbúðarhús. Orri segir mikilvægt að rífa þetta hús og þar sé fallegt byggingarland. Hins vegar hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvort íbúðarbyggð verði skipulögð á svæðinu eða hvort það verði skilið eft- ir sem útivistarsvæði. Að sögn Orra er einnig töluverður áhugi á lóðum á þjónustusvæðinu við Suðurlandsveg. Atlantsolía hefur meðal annars sótt þar um lóð og verið er að byggja við verslunarmiðstöðina Sunnumörk sem orðin er fullnýtt. Segir hann mik- ilvægt að byggja þar upp og fegra þar með andlit bæjarins út á við. „Öfundsvert að vera í þessari stöðu“ Nærri 100 sóttu um 32 lóðir Mývatnssveit | Hafin er vinna við verkefnið Snow Magic eða Snjór og menning eins og verkefnið hefur verið nefnt í Mývatnssveit. Þetta er átaksverkefni sem standa mun í fimm vetur og er Gunnar Jóhann- esson hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga verkefnisstjóri. Leitast verður við að þróa vetrarferða- mennsku sem sumar hafa verið á til- raunastigi á undanförnum árum. Hið fyrsta áþreifanlega er að fæð- ast þessa dagana, tröllvaxnir snjó- karlar, sem risið hafa á fjórum stöð- um í sveitinni og nokkrir fleiri munu fæðast á næstunni við skíðasvæðið hjá Kröflu. Unnið er að snjóhúsi á Álftabáru og fleira er í mótun. Einn karlinn er við Skjólbrekku en hann á eftir að fá andlitsförðun, húfu og trefil. Við verkefnið hafa skapast störf fyrir allt að 10 manns í fimm mánuði. Bundnar eru vonir við að það geti eflt atvinnulífið umtalsvert í framtíð- inni. Morgunblaðið/BFH Vinir Sverrir Karlsson á Skútustöðum bar sig saman við snjókarlinn um leið og hann tók fram að hann hefði ekki átt neinn þátt í að gera hann. Risavaxnir snjókarlar Þorlákshöfn | Mikill fögnuður, gleði og eftirvænting var hjá nemendum Grunnskólans í Þorlákshöfn þegar formlega voru teknar í notkun sjö kennslustofur í viðbyggingu við skólann, þar á meðal eru raunvís- indastofa og skólaeldhús. Þarna er um að ræða neðri hæð í liðlega 1.300 fermetra viðbyggingu. Það voru nemendur skólans sem klipptu á borða sem strengdur var þvert yf- ir gang sem tengir eldri bygg- inguna við þá nýju. Þetta er fyrsti áfangi af þrem. Þegar verkinu er lokið verður Grunnskólinn í Þor- lákshöfn fullkominn tveggja hlið- stæðna skóli, það er að tvær bekkj- ardeildir verða þá í hverjum árgangi. Í næsta áfanga verður stjórnunarálma skólans tekin í gegn, tölvustofa og bókasafn stækka og nýjar skrifstofur fyrir stjórnendur og aðstaða fyrir sál- fræðing og hjúkrunarfræðing. Í þessum áfanga verður einnig byggt nýtt anddyri austan við skólann en lengi hefur verið talað um að skól- ann vantaði andlit og skemmtilegri aðkomu. Í þriðja áfanga verða aðrar sjö stofur á efri hæð teknar í notk- un. Reiknað er með að verkinu ljúki 2006. Halldór Sigurðsson skólastjóri sagði að vissulega væri þörf á þess- ari viðbót, „kennsluhættir í dag eru með allt öðrum hætti en var fyrir nokkrum árum þegar um og yfir 30 nemendur voru í hverjum bekk, nú er námið meira einstaklingsmiðað og það kallar á marga fámenna hópa.“ „Starfsfólki í skólunum hef- ur fjölgað, stuðningsfulltrúar og skólaliðar taka nú fullan þátt í starf- inu með kennurunum, þessi aukning á starfsfólki er að miklu leiti velvilja og skilningi sveitarstjórnarmanna að þakka,“ sagði Halldór og bætti við: „Samhliða þessum breytingum verður unnið að endurbótum á lóð- inni, en síðastliðið sumar var gervi- grasvöllur byggður og næsta sumar verður farið í bílastæði en mikil þörf er á úrbótum þar því oft er mikil ör- tröð við skólann.“ Í Grunnskólanum í Þorlákshöfn eru um 250 nemendur í dag, þeim hefur ekki fjölgað mikið síðustu árin en börnum af erlendu bergi brotnum hefur fjölgað veru- lega og í dag eru þau um 10% nem- enda skólans og fer fjölgandi dag frá degi. Sóknarpresturinn séra Baldur Kristjánsson blessaði bygg- inguna og þá starfsemi sem fara mun fram í henni. Trésmiðja Sæmundar Gíslasonar, Þorlákshöfn, var verktaki að fyrsta áfanganum en arkitekt var Sig- urður Hallgrímsson hjá Arkþing. Kostnaður við verkið í heild er áætl- aður um 280 milljónir en það sem búið er að framkvæma mun vera komið í um 150 milljónir. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Viðbygging Nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn klippa á borða og taka þar með nýja álmu við skólann í notk- un. Halldór Sigurðsson skólastjóri og sóknarpresturinn séra Baldur Kristjánsson aðstoða þau. Sjö nýjar kennslustofur teknar í notkun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.