Morgunblaðið - 15.01.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.01.2005, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Nýtt leikfélag, Leikfélagið Tóbías, frum-sýnir í kvöld á litla sviði Borgarleik-hússins, verkið Saumastofan 30 árumsíðar, eftir Agnar Jón Egilsson. Nú kunna einhverjir að hvá – jú, það er rétt, Sauma- stofan er vissulega eftir Kjartan Ragnarsson, og mörgum er í fersku minni að verk hans naut gríðarlegra vinsælda þegar það var sett upp kvennaárið 1975 á dögum heitrar jafnrétt- isumræðu og kvennafrídags. Verkið var þá sýnt meir en 200 sinnum á þriggja ára tímabili. Saumastofan 30 árum síðar, er hins vegar nýtt leikrit sem unnið er upp úr og byggt á Sauma- stofu Kjartans. Höfundur nýja verksins og leik- stjóri er Agnar Jón Egilsson. „Ég var beðinn um að vekja þessar persónur til lífs aftur,“ segir Agnar Jón, en beiðendurnir voru tvær ungar konur, systurnar Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir. „Ég þurfti að velta því fyrir mér hvort þetta væri yfir höfuð áhugavert. Ég las verkið aftur, en það var ekki langt síðan ég hafði séð það sýnt hjá áhuga- leikhópi. Þetta var gamaldags veruleiki, en skemmtilegur andi, skemmtilegur kraftur, skemmtileg skilaboð og skemmtilegar týpur. Það var í rauninni alveg bráðskemmtilegt, en pínulít- ið farið að minna á veruleika sem er ekki í takt við tímann í dag. Ég ákvað samt að slá til, með það fyrir sjónum að færa það til nútímans. Ís- gerður og Gunnhildur eru báðar nýkomnar úr námi í Bretlandi og þegar þær komu til landsins duttu þær inn í kvennaumræðu sem var alveg á milljón. Önnur hver blaðagrein var um kvenna- umræðu, jafnrétti og allan þann pakka, þannig að það voru þær sem stungu upp á þessu verk- efni. Sjálfur var ég nýkominn úr kvennapródúk- sjón – var að klára Faðir vor í Iðnó, og var bara í gírnum og í stuði fyrir kvennaumræðu og konu- vandamál. Týpurnar í gamla verkinu eru skemmtilegar, og mér fannst spennandi að sjá hvert hægt væri að komast með þeirra veruleika. Við lásum verkið saman, toguðum týpurnar út úr því – spunnum afturábak og áfram og úr því varð til veruleiki dagsins í dag, og hann fer með okkur inn í sögur þessara persóna í nútímanum.“ Saumastofulögin á sínum stað Agnar Jón segir að leikhús dagsins í dag sé öðru vísi en var fyrir þrjátíu árum, og leiktexti skrif- aður á annan hátt. „En þetta er fyrst og fremst kabarett og okkur leyfist allt. Lögin hans Kjart- ans eru þarna ennþá, þótt það sé komið nýtt leik- rit utan um þau, en við áttum aðeins við textana til að þeir pössuðu við týpurnar eins og þær eru í dag. Leikhópurinn ásamt Búðabandinu samdi nokkur lög í viðbót en Búðabandið útsetti alla tónlistina fyrir verkið. En allir gullmolarnir sem fólk þekkir eru þarna ennþá. Þeir eru klassískir. Í grunninn erum við að fást við sömu vanda- málin, en þau eru bara uppfærð til dagsins í dag. Partur af jafnréttisumræðu þess tíma var að sýna homma á sviði. Í dag þarf þess ekki – og ekkert sérstakt við að sýna homma á sviði bara vegna þess að hann er hommi. Lagið Kæru syst- ur, sem Karl Guðmundsson söng svo eft- irminnilega fyrir þrjátíu árum, er þarna ennþá, en undir öðrum formerkjum. Það verður enginn svikinn um það. Svo er ólétta unglingsstelpan þarna og fleiri. Þarna er glímt við klassísk ís- lensk vandamál, ástlaus hjónabönd, skilnaði, samviskubit yfir því að hafa ekki nægan tíma fyrir börnin, vera þjónn í karlaveldi og eitt og annað slíkt. Nú eru margar konur orðnar yf- irmenn og við tökum á því. Konur geta vissulega verið konum verstar. Saumastofurnar hafa líka breyst og eru ekki endilega starfræktar á sama grunni og var áður. Verkið gerist ekki á fjölda- framleiðslusaumastofu. Við ákváðum að taka fyr- ir nýríku hönnunargellurnar sem eru með nokkra þræla í vinnu, eins og ég orða það. En auðvitað eru allir með hjarta úr gulli þegar betur er að gáð.“ Mörg láglaunastörf eru unnin af nýbúum í dag, en Agnar Jón segist ekki taka þá með í verkið, þótt það hefði verið frábær hugmynd. „Það verð- ur næsta skref.“ Það var ekkert mál að sögn Agnars Jóns að fá leyfi Kjartans Ragnarssonar til að taka verk hans til þessarar nútímameðferðar. „Kjartan er dásamlegur maður og sagði að gaman yrði að sjá hvert við færum með verkið. Það kæmi svo bara í ljós hve mikið yrði eftir af hans verki.“ Samstöðu heildarinnar vantar Meirihluti leikaranna í verkinu var ekki fæddur þegar Saumastofan var fyrst sett á svið. „Ég var nú bara kerrukrakki á kvennadaginn, og það er gaman að segja frá því að mamma fékk augngot- ur fyrir það að vera með krakkana með sér. Það var eins og að þennan dag fylktu konur liði í sameiginlegu upphafsátaki. Í dag er fem- ínismaumræðan svo margþætt og margt í gangi í einu. Þessi samstaða heildarinnar er ekki til staðar lengur, en út á það gekk verkið á sínum tíma. Við höfum rannsakað þennan tíma vel og talað við konur, alls konar konur; – konur á vinnumarkaðnum, listakonur, og auðvitað mæður okkar. Það skiptir máli að við munum eftir því að margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni, þótt margt sé enn eftir, og sumt virðist jafnvel hafa farið afturábak. En ungt fólk getur hugsað og ungt fólk hefur skoðanir. Við erum frjáls frá því hvar þessi barátta hófst. Við horfum í kringum okkur og metum ástandið í dag, könnum svo hvaða ferli liggur að baki árangurs okkar í jafn- réttisbaráttunni í dag og spyrjum okkur að því hvað þar standi uppúr sem vert sé að segja frá og passi þeim einstaklingum sem Kjartan skap- aði. Mál eins og fegurðardýrkun eru stærri þátt- ur í lífi kvenna í dag, en var fyrir þrjátíu árum. Fegurðardýrkunin er komin út í öfgar og á því þarf að taka. Fæðingarorlofin eru kannski eitt það jákvæðasta sem áunnist hefur. En ég er ekki í leikhúsi til að predika yfir fólki. Ég get hins vegar sagt fólki að þetta sé áhugaverður veru- leiki sem gaman sé að skoða, og hafa gaman af að skoða.“ Saumastofan gerðist á vinnustað þar sem kon- ur voru í meirihluta. Við fengum að sjá þær á óvenjulegum vinnudegi. Í stað hversdagsverk- anna slógu þær upp veislu og deildu lífreynslu sinni og leyndarmálum með hinum. Saumastofan 30 árum síðar segir frá viku í lífi starfsfólks saumastofunnar. Eins og Agnar Jón segir, hefur ýmislegt breyst í þjóðfélaginu og fólk hefur aðrar áherslur og viðhorf. Persón- urnar eru jafn misjafnar og þær eru margar, en í nýja verkinu finna þær þó eftir sem áður til sömu löngunar og áður fyrr, til að leysa frá skjóðunni og segja sínar lífsreynslusögur. En hvað saumað er í dag, þrjátíu árum síðar er ekki gott að segja. „Það eru nefnilega mjög merki- legir og skemmtilegir hlutir, en ég vil ekki ljóstra því upp – það kemur í ljós.“ Þetta er fyrst og fremst kabarett og okkur leyfist allt Leikfélagið Tóbías er nýtt af nálinni og þreytir frumraun sína á Litla sviði Borgarleik- hússins á morgun, í verkinu Saumastofunni, 30 árum síðar. Bergþóra Jónsdóttir komst að því í samtali við höfundinn, Agnar Jón Egilsson, að það fjallar ekki um Saumastofu- fólk Kjartans Ragnarssonar komið undir sjötugt – heldur persónurnar sem hann skap- aði, og hvernig þær pluma sig í nútímanum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir í hlutverki Jóku. Bryndís Ásmundsdóttir, María Pálsdóttir, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og Alexía Björg Jóhann- esdóttir í hlutverkum sínum í Saumastofunni, 30 árum síðar á Litla sviði Borgarleikhússins. begga@mbl.is eftir Agnar Jón Egilsson, byggt á leikriti Kjartans Ragnarssonar. Leikarar: Alexía Björg Jóhannesdóttir Bjartmar Þórðarson Bryndís Ásmundsdóttir Elma Lísa Gunnarsdóttir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir María Pálsdóttir Tónlistarstjóri: Franz Gunnarsson Ljósahönnuður: Jón Þorgeir Kristjánsson Búningar: Harpa Einarsdóttir og Lára Guðnadóttir Sviðsmynd: Marta Macuga Leikstjóri og handritshöfundur: Agnar Jón Egilsson Saumastofan 30 árum síðar ÞAÐ fór ekki mikið fyrir þessari litlu, en snotru bók á jólamarkaðinum. Há- vaðalaus var hún og skrumlaus, en innihaldið þeim mun betra, a.m.k. geðþekkara þeim sem njóta vilja góðrar frásagnargáfu og hreins og þróttmikils tungutaks. Jónas Magnússon, sem lengi var bóndi í Stardal í Mosfellssveit og verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins, fæddist árið 1890 og lést sumarið 1970, nýorðinn áttræður. Síðustu tíu ár ævinnar dvaldist hann í Reykjavík hjá yngsta syni sínum. Frá þeim ár- um eru skrifin, sem birtast í þessari bók. Fleira skrifaði hann að vísu, m.a. margar minningargreinar um horfna samferðamenn og ítarlega ritgerð skrifaði hann um hið átakanlega Ingvarsslys við Viðey vorið 1906, en hann var áhorfandi að því. Sú ritgerð er glötuð og er að því skaði. Rífur helmingur bókarinnar er þrír frásagnaþættir um þrjá merkismenn. Sá fyrsti fjallar um Jónas sterka Jón- asson bónda í Stardal. Jónas þessi fluttist með mikinn búpening norðan úr Húnaþingi um miðja nítjándu öld, keypti Stardal, sem þá var í nið- urníðslu og gerðist þar umsvifamikill búhöldur, bætti jörðina til mikilla muna, en varð jafnframt for- göngumaður um ýmsar bún- aðarframfarir í sveitinni og hjálp- arhella margra. Frá umsvifum hans og mannkostum segir í þessari vel skrifuðu grein. Annar þátturinn er um Eggert Briem bónda í Viðey og búskap hans á fyrsta hluta tuttugustu aldar. Það er lengsti þátturinn. Jónas var hjá Eggert í Viðey laust fyrir tví- tugt. Þetta er langur og ítarlegur þáttur. Er auðsjáanlegt að Jónas hef- ur dáð Eggert mjög og að hann hefur orðið honum mikil fyrirmynd á marga lund. Þriðji þátturinn segir frá Guð- jóni bónda í Laxnesi og vegaverk- stjóra Helgasyni. Jónas var nágranni hans í sveitinni og þekkti vel til Lax- nessheimilisins. Hann var auk þess í vegavinnu hjá Guðjóni og tók raunar við verkstjórn af honum. Hann lýsir Guðjóni vel og ber verkhyggni hans, skipulagsgáfu og stjórnunarhæfi- leikum góða sögu. Hygg ég að þetta sé langbesta lýsingin á Guðjóni í Lax- nesi, kannski sú eina, enda notar Halldór Guðmundsson hana mikið í ævisögu sinni af Halldóri Laxness, syni Guðjóns. Þá koma fjórar endurminn- ingagreinar. Í einni segir frá áætlun um járnbrautarlagningu austur yfir fjall snemma á tuttugustu öldinni og snjómælingum á Mosfellsheiði vegna hennar. Jónas hafði á hendi þessar snjómælingar og segir gerla frá þeim. Önnur grein segir frá lagningu Þing- vallavegarins fyrir alþingishátíðina 1930. Þar var Jónas verkstjóri. Hrað- ar hendur þurfti þá að hafa, því að tími var naumur. Lýsing Jónasar á vegavinnu á þeim tímum – með hand- verkfærum, hestum og kerrum – er með hinum mestu ágætum. Í þriðju greininni segir frá einni vetrarvertíð í Þorlákshöfn veturinn 1916. Það var eina vertíð Jónasar. Hún varð honum eftirminnileg, þó að ekki yrði ferð sú til fjár. Lestina rekur minningaþátt- urinn Þegar ég var 17 ára. Það sem eftir lifir bókar er svo efni um bókarhöfund. Sonur hans, Egill J. Stardal, ritar fallegt æviágrip um föð- ur sinn, auk þess sem hann ritaði Inn- gang að bókinni og nokkur Lokaorð. Tvö skáld minntust Jónasar Magn- ússonar á prenti við andlát hans. Bæðu voru þau heimilisvinir og þekktu hann vel. Halldór Laxness skrifaði stutta minningargrein og Margrét Jónsdóttir orti minning- arljóð. Þessi litla bók, sem hér hefur verið stuttlega lýst var mér kærkominn gestur. Jónas Stardal var vissulega vel ritfær maður og hefði ég svo sann- arlega kosið að sjá fleira frá hans hendi. Jónas Star- dal segir frá BÆKUR Frásögn Útg.: Ís-Land, Reykjavík 2004, 222 bls. Jónas Magnússon Stardal: Menn og minningaþættir Sigurjón Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.