Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VENJULEGA fylgjast útlána- aukning og „sápukúlur“ eða ofmat á markaði að. Stundum hafa lána- reglur breyst (t.d. nýju 100% lánin), stundum hafa ný láns- form komið til (t.d. fjármögnunarleiga), stundum hafa leik- reglur verið gerðar frjálsari (t.d. erlend lán). Það er umhugs- unarefni hvort nóg sé að seðlabankar einblíni á peningamagnið og vaxtastigið en allt ann- að sé látið af- skiptalaust. Ef til vill verður ekki komist hjá að tala um slaka í stjórn peninga- mála við slík skilyrði, þó stýrivöxt- um seðlabanka sé á sama tíma beitt fimlega. Það er að mínum dómi óhjákvæmilegt að seðlabankar hafi augun á þessu, af því að mikil skuldsetning heimilanna getur vald- ið sápukúlu-áhrifum og skapað fólki alveg sérstaka og jafnvel óbærilega áhættu ef verð tekur að falla. Ef haft er eðlilegt eiginfjárframlag (ca. 30%) í íbúðafjárfestingum, þá þola heimilin 30% verðfall án þess að skelfing grípi um sig. Ef hins vegar er lánað 90–95% eins og algengt mun nú, þá getur síðar, þegar harðnar á dalnum, orðið „skulda- drifið verðfall“ eins og í Kreppunni miklu og það er raunar alls ekki svo ólíklegt. Í því felst að nægilega margt fólk sem sér eignastöðu sína skyndilega verða neikvæða grípur í örvæntingu til þess ráðs að selja, til að reyna að lágmarka tap sitt. Á þröngum markaði þarf ekki svo marga skelfingu lostna til að verð- fall verði bæði snöggt og mikið. Ef eðlilegt eigið fé er að baki íbúða- fjárfestingum gerist þetta hins veg- ar ekki. Þá stendur verðið fremur í stað um sinn á meðan beðið er eftir að hagkerfið taki við sér á ný. Fólk þarf á húsnæði að halda og bæði þolir þá og sættir sig við sveifl- urnar. Það þarf þá ekki að selja og heldur sinni sálarró. Þegar hugað er að velferð fólks er nauðsynlegt að taka þetta með í reikn- inginn. Vitað er að fjárhagsáhyggjur eru helsta skilnaðarorsökin og hafi ráðamenn í raun áhyggjur af stöðu fjölskyldunnar ættu þeir að huga að þessu. „Forræðishyggja“ kann einhver að segja. Ekkert okkar hikar þó t.d. við að beita forræði í uppeldis- málum, það er jú ætlast til þess. Því fylgir enginn sjálfkrafa þekking- arauki að verða 18 ára. Bankar munu alltaf þurfa að skammta pen- inga að vissu leyti, því eftirspurnin eftir peningum er aldrei öll út- hugsuð. Það er og verður alltaf fjöldi fólks sem hefur hvorki næga þekkingu á fjármálum né tíma eða aðstöðu til að afla sér hennar. Þetta fólk þarf líka húsnæði. Það er og verður háð leiðsögn bankanna. Barátta bankanna við Íbúðalána- sjóð þarf að verða á ný í formi munnlegs málflutnings. Ekki dugar að láta hendur skipta máli. Sá leik- ur er ójafn og minnir á goðsögnina um það þegar guðinn Þór reyndi að lyfta kettinum. En stjórnmálamenn þurfa að athuga að Íbúðalánasjóður þolir hvorki útlánatöp né ófullnægj- andi vaxtamun betur en aðrar lána- stofnanir, þolandinn í raun er rík- issjóður. Það sem þar er að gerast þessi misserin kann því að vera vís- bending um að eini hluthafi sjóðs- ins, sameiginlegur sjóður lands- manna allra, þurfi í framtíðinni að axla þungar byrðar. Er sjóðurinn kominn út af sporinu? Er gamla góða stefnan um 70% lán á fyrsta veðrétti gleymd og grafin? Er reynt að dylja vanda sjóðsins, e.t.v. með skuldbreytingum? Þeir sem bera þarna pólitíska ábyrgð og fara með atkvæði hluthafans núna ættu að huga vel að þessu og leita til sér- fróðra um álit. Í öllum greinum felst góð fagmennska í því að fara var- lega. Góðir ökumenn, sjómenn og flugmenn fara varlega. Það ættu góðir fjármálamenn líka að gera. Ég ber virðingu fyrir þeirri ákvörð- un Landsbanka Íslands að draga sig út úr kapphlaupinu um 100% lánin. Það er heppilegt heimilum, fyrirtækjum og lánveitendum að hæfilegt eigið fé sé að baki fjárfest- ingum. Þá þola lántakendur sveiflur í vöxtum, gengi og kaupmætti. Þá aukast líkur á skilvíslega greiddum vöxtum og afborgunum. Það er hlutverk banka að veita leiðsögn og styðja góðan fjármálakúltúr. Útlánaaukning og staða fjölskyldunnar Ragnar Önundarson fjallar um efnahagsmál og stöðu fjölskyldunnar ’Það er að mínum dómióhjákvæmilegt að seðla- bankar hafi augun á þessu, af því að mikil skuldsetning heim- ilanna getur valdið sápukúlu-áhrifum og skapað fólki alveg sér- staka og jafnvel óbæri- lega áhættu ef verð tek- ur að falla. ‘ Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og bankamaður. SÁ, sem hér heldur á penna, hef- ir löngum verið þeirrar skoðunar að almenningsálitið hljóti að vera driffjöðrin í fram- kvæmd lýðræðisins; að forsenda lýðræðisins sé að álit meirihluta fólksins ráði ferðinni, með eðlilegu og sann- gjörnu tilliti til skoð- unar minnihluta. Allir þekkja gagn- stæða hlið á ten- ingnum: Einræðið, þar sem valdasjúk fámenn- isklíka fer sínu fram og foraktar álit og vilja almennings. Um reynslu kyn- slóðanna af þessum tveim teg- undum stjórnarfars þarf ekki að fjölyrða. Fyrir því eru þessi augljósu sannindi rifjuð upp að ýmsar til- tektir stjórnarherra hinna síðustu tíma á landi hér bera með sér ógeðfelldan keim af stjórnlyndi, sem ekkert á skylt við lýðræði, né heldur þingræði að sjálfsögðu. Dæmin eru mörg og margvísleg. En hið nýjasta tekur þó steininn úr með öllu. Þegar almenningur er spurður um afstöðu hans til stríðs- ins í Írak svara 84% – áttatíuog- fjórirafhundraði – að þeir séu and- vígir því að nafn Íslands sé á svonefndum lista hinna „staðföstu og viljugu“. Það er að segja að yf- irgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafnar aðild Íslands að innrásinni í Írak. Þegar þetta liggur fyrir talar formaður stærsta stjórn- málaflokks þjóð- arinnar, og ráðandi flokks í landstjórninni, til þessa fólks og segir umbúðalaust: Þið eruð heimskingjar. Ákvörðun um aðild Íslendinga að ókjör- unum í Írak var brot á íslenzkum lögum, og þverbrot á dýrasta eiði sem þjóðin hefir svarið eftir að hún hlaut fullt sjálf- stæði: Að fara aldrei með ófriði á hendur öðrum þjóðum. Meir að segja neituðum við að segja Öx- ulveldunum stríð á hendur á sínum tíma og misstum þessvegna af því að verða stofnaðili Sameinuðu þjóð- anna. Við inngönguna í Nato var þetta skilyrði sett fyrir aðild okkar. Þeg- ar sá samningur var lögtekinn á al- þingi var þetta skilyrði þar með löghelgað. Það voru tveir valdamenn, sem nú hafa uppi einræðistilburði á Ís- landi, sem frömdu þetta löglausa afbrot að næturþeli austur í Prag í Tékklandi. Allt tal þeirra um sam- ráð, sem lög kveða á um, eru rakin ósannindi. Enda mennirnir orðnir margsaga í málinu. Forsætisráð- herra fullyrðir æ ofan í æ að málið hafi verið rætt í Utanríkisnefnd og formaðurinn Solveig Pétursdóttir jarmar undir þau ósannindi. Fyrir skemmstu upplýsti varaformað- urinn Jónína Bjartmarz að málið hefði aldrei verið rætt í nefndinni. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa haldið því fram að málið hafi verið rætt í þingflokkum þeirra og formaður þingflokks Sjálfstæð- isflokksins að sjálfsögðu gengið tin- dilfættur undir þeim ósannindum, en Kristinn H. Gunnarsson hins- vegar upplýst að það hafi aldrei verið rætt í þingflokki Framsókn- arflokksins. Hann hlaut enda mak- leg málagjöld hjá einvaldi flokks- ins. Feluleikir og fimbulfamb land- stjórnarmanna vegna afglapa þeirra í Írak eru býsn og með fá- dæmum. Ef Íslendingar ætla að hafa nú- verandi stjórnarherra lengi enn við völd ætti samræmisins vegna að breyta Stjórnarráðshúsinu í tukt- hús á nýjan leik. Býsn og fádæmi Sverrir Hermannsson fjallar um stríðið í Írak ’Feluleikir og fimb-ulfamb landstjórn- armanna vegna afglapa þeirra í Írak eru býsn og með fádæmum.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins. Útsala Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni SAMKVÆMT íslenskri orðabók notum við orðið „tapa“ þegar við týn- um e-u eða missum e-ð sem við eigum eða höfum umráð yfir, sbr. að tapa e-u. Auðvitað eru fleiri skýringar til- greindar, en þær verða ekki raktar hér. Á undanförnum misserum hefur borið æ meira á því að íþróttafréttamenn, og þá sér í lagi þeir sem hafa beinar fótboltalýs- ingar á hendi, hugsa um orðið „tapa“ út frá allt öðrum forsendum en við eigum að venj- ast. Þegar grannt er skoðað gengur nálgun þeirra engan veginn upp eins og ég mun sýna fram á hér á eftir. Oft og iðulega virðast þeir gefa sér þá for- sendu að liðin byrji með fullt hús stiga í upphafi keppn- istímabilsins og að stig- in reytist af þeim jafnt og þétt. Þannig tala þeir um að lið tapi þremur stigum þegar það bíður lægri hlut eða að lið tapi tveimur stigum þegar það gerir jafntefli. Þetta kalla ég að hafa algjör endaskipti á hlutunum, því eins og kunnugt er byrja öll lið með núll stig og eru stöðugt að bæta við sig stigum (eða standa í stað), en ekki að tapa stigum. Hvenær tölum við til að mynda um að þátttakandi í skákmóti tapi einum vinningi ef hann tapar skák? Hann einfaldlega tapaði. Fékk engan vinning. Punktur. Ef hann tap- aði einum vinningi, ætti þá ekki vinn- ingafjöldi hans að lækka, segjum úr 6 vinningum niður í 5 vinninga? Sama gildir um fótbolta, því ef lið tapar þá fær það ekkert stig, sem er alls ekki það sama og að tapa þremur stigum. Og ef lið gerir jafntefli, þá vinnur það eitt stig, en tapar ekki tveimur. Það er dálítið sérkennilegt þegar lið gerir jafntefli og vinnur þar með eitt stig að það skuli á sama tíma, samkvæmt lýs- ingum íþróttafréttamanna, tapa tveimur stigum. Það þýðir þá vænt- anlega að bæði liðin hafa tapað tveimur stigum eða samtals fjórum stig- um. Hvaðan koma þessi fjögur stig, ef hámarks- stigafjöldi í einum leik er þrjú stig? Og hver er lokaniðurstaðan ef lið vinnur eitt stig og tapar tveimur stigum í sama leiknum? Það má öllum ljóst vera að þessi fram- setning íþróttafrétta- manna gengur aldeilis ekki upp, hvorki mál- farslega né stærð- fræðilega. Það er um- hugsunarefni hvers vegna þeir kjósa að fjalla um málin með þessum skrumskælda hætti, því ekki ætti tungumálið að vefjast fyrir þeim frekar en öðrum. Ef lið tapar leik, þá getur það haft í för með sér að því tókst ekki að saxa á forskot efri liða, tókst ekki að lyfta sér af botnsætinu, tókst ekki að koma sér af hættusvæði, tókst ekki að komast upp fyrir annað lið o.s.frv. Svo einfalt er það. Í stað þess að koma með lýsingu af þessu tagi segja íþróttafréttamenn að liðið hafi tapað þremur stigum í einhverri baráttu. Rifjum að lokum upp að FH-ingar urðu Íslandsmeist- arar í knattspyrnu á síðasta ári, hlutu (unnu) 37 stig. Eða urðu þeir Íslands- meistarar með því að tapa 17 stigum? Fótboltastærðfræði Jón Þorvarðarson skrifar um stærðfræði Jón Þorvarðarson ’Þessi framsetn-ing íþróttafrétta- manna gengur ekki upp …‘ Höfundur er stærðfræðikennari. Í NÝSAMÞYKKTRI fjárhags- áætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir óbreyttu útsvari og fasteignagjöldum frá árinu 2004. Skattalækkanir rík- isstjórnarinnar sem samþykktar voru á Al- þingi fyrir jól munu því að fullu nýtast íbú- um Mosfellsbæjar á árinu 2005. Mosfells- bær er nú orðið eitt fárra sveitarfélaga sem ekki nýta sér há- marks útsvars- prósentu sem er 13,03% en útsvar- sprósentan í Mos- fellsbæ er 12,94%. Mjög mörg sveit- arfélög hækkuðu út- svar sitt upp í hámark nú um áramótin og voru þar á meðal tvö stærstu sveitarfélög landsins, þ.e. Reykja- vík og Kópavogur. Ástæða þessa hækkana sveitarfé- laga eru fyrst og fremst mikil hækk- un launakostnaðar og þar vega hækkanir til kennara hæst. Sem dæmi má nefna að í Mosfellsbæ hækkar launakostnaður vegna grunnskólakennara á árinu 2005 um 70 mkr., fer úr um 465 mkr. í um 535 mkr. En nú kunna menn að spyrja af hverju þarf ekki að hækka skatta í Mosfellsbæ til að standa undir þess- um kostnaðarhækkunum? Ástæðan er sú að síðastliðin þrjú ár hefur mikill metnaður verið lagður í mark- vissa áætlanagerð og afar góður ár- angur hefur náðst í útgjaldastýringu bæjarins samhliða því að veita góða þjónustu. Strax í upphafi kjör- tímabils var hafist handa við að ná tökum á fjárhagsstöðu bæjarins. Rót vandans var að rekstrarafkoma bæj- arins undanfarin kjörtímabil var alls óviðunandi, reksturinn skilaði engan veginn nægu fé til að standa undir fjárfestingum og sum árin nægðu tekjur ekki fyrir venjubundnum gjöldum. Þetta leiddi til mikillar skuldsetningar og lækkaðs eig- infjárhlutfalls. Í upphafi kjörtímabils var strax gripið til aðgerða til að sporna við þessari þró- un. Þjónustugjöld bæj- arins voru aðlöguð í átt að því sem gerist í ná- grannasveitarfélögum, en Mosfellsbær hafði staðið fyrir útsölu, m.a. á leikskólaplássum og leigu á íþróttasölum í allnokkur ár. Þrátt fyrir þessa aðlögun eru þjón- ustugjöld í Mosfellsbæ enn lág í samanburði við nágrannasveitarfélögin. Jafnframt þessu var ráðist í heildarend- urskoðun á öllum kostn- aðarliðum bæjarins sem leiddi til verulegrar út- gjaldalækkunar, m.a. var starfsfólki fækkað og nefndir lagðar niður. Þetta voru sársauka- fullar aðgerðir fyrir suma en al- gjörlega nauðsynlegar til að rétta við rekstur bæjarins. Ásamt þessu var vinnubrögðum við áætlungerð og eftirfylgni með henni gjörbreytt og öllum gert ljóst að fjárhags- áætlun bæjarins var ákvörðun um ráðstöfun útgjalda en ekki plagg sem einvörðungu er haft til hlið- sjónar við rekstur bæjarins. Aðhald og hagræðing í rekstri Mosfellsbæjar undanfarin ár skilar bæjarbúum nú þeim ávinningi að þrátt fyrir mikla kostnaðarhækkanir bæjarsjóðs á árinu 2005 munu skatt- ar ekki hækka í Mosfellsbæ. Engar skattahækk- anir í Mosfellsbæ Haraldur Sverrisson fjallar um skattahækkanir sveitarfélaga Haraldur Sverrisson ’…á árinu 2005munu skattar ekki hækka í Mosfellsbæ. ‘ Höfundur er formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.