Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 37 MINNINGAR ✝ Ólafur SigurvinTryggvason fæddist á Ytra- Hvarfi í Svarfaðar- dal 9. júní 1920. Hann lést á Dalbæ á Dalvík 6. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Jóhannsson, f. á Ytra-Hvarfi í Svarf- aðardal 11. apríl 1882, d. 23. ágúst 1971 og Guðrún Soffía Stefánsdóttir, f. á Urðum í Svarf- aðardal 12. júlí 1885 d. 9. janúar 1963. Systkini Ólafs voru Friðrik Jakob, f. 31. janúar 1907, d. 13. mars 1999, Jóhann, f. 1. október 1908, d. 17. maí 1915, Lilja, f. 26. júlí 1910, d. 16. janúar 1992, Jóhann, f. 20. janúar 1916, d. 26. desember 1997 og Stefán, f. 14. nóvember 1917, d. 21. janúar 1976. Hinn 24. nóvember 1950 kvæntist Ólafur Friðriku Vigdísi Haraldsdóttur frá Ytra-Garðs- horni í Svarfaðardal, f. 2. janúar 1915, d. 21. október 1992. For- eldrar hennar voru Haraldur Stefánsson frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, f. 20. desember 1883, d. 21. júní 1958 og kona hans Anna Jóhannesdóttir, f. 9. júní 1890, d. 5. októ- ber 1974. Börn Ólafs og Friðriku eru: Krist- ín, f. 6. maí 1951, bú- sett á Akureyri og á hún þrjú börn og fimm barnabörn, Jó- hann, f. 2. október 1952, búsettur á Ytra-Hvarfi í Svarf- aðardal, sambýlis- kona hans er Herdís Geirsdóttir, hann á sex börn og fimm barnabörn, Jón Har- aldur, f. 9. mars 1958, d. 5. desember 2002. Stjúp- sonur Ólafs og sonur Friðriku er Hafsteinn Ævarr Hjartarson, f. 26. júní 1940, búsettur á Akur- eyri, eiginkona hans er Freydís Laxdal og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. Ólafur stundaði búskap á Ytra- Hvarfi í Svarfaðardal allt til árs- ins 1981 þegar þau hjónin fluttust til Dalvíkur þar sem þau bjuggu til æviloka. Ólafur var organisti við kirkjur Svarfaðardals í 49 ár, lengst af við Vallakirkju. Útför Ólafs fer fram frá Dal- víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jarðsett verður að Völlum. Það er skrýtið til þess að hugsa að þú skulir vera farinn. Sorgin og söknuðurinn fylgja okkur hvert fót- mál þessa dagana en þær tilfinn- ingar vekja einnig gleði og þakklæti því engin væri sorgin ef gleðin hefði ekki farið á undan. Ein mesta gæfa hvers barns er að eiga afa og ömmu. Það er ómet- anlegt að hafa fengið að vera með annan fótinn í sveitinni hjá ykkur ömmu í uppvextinum. Þið virtust eiga til óendanlega mikinn tíma og þolinmæði til að leyfa litlu fólki að taka þátt í því sem fram fór inni sem úti, þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf verið mikil hjálp í því. Smám saman lærðust þó hin ýmsu verk og það var mikið stolt sem fylgdi því þegar mér voru falin ábyrgðarmikil störf eins og að sækja eggin, gefa hænunum og bera mjólkuföturnar fram í mjólkurhús. Hvað þá þegar þú af- hentir mér „fullorðinshrífu“ og ég var orðin fullgild í heyskapnum. Stundum varð árangurinn þó ekki eins og til var ætlast. Eggin voru stundum sett í vasann og á leiðinni heim í hús rakst táin í þúfu með til- heyrandi afleiðingum. Stundum fór líka mjólkin óvart í flórinn. Aldrei minnist ég þess þó að hafa fengið til- tal fyrir heldur faðmlag og þakkir fyrir hjálpina þegar ég hélt heim á leið og alltaf var mér tekið fagnandi þegar ég kom aftur og bauð fram hjálp mína. Það var líka ljúft að hlusta á tónana þína þegar þú spil- aðir á orgelið og þótti mér vænt um að þú skyldir spila undir við skírn Ævarrs Freys. Ég á sennilega aldr- ei eftir að heyra orgeltóna án þess að minnast þín því þeir hafa alltaf fylgt þér. Þetta eru bara örfá brot af þeim minningum sem ég á og geymi með mér og höfum við mæðginin átt góð- ar stundir síðustu kvöld þar sem ég rifja upp sögur úr sveitinni og hann skemmtir sér yfir þeim. En nú ertu farinn, sáttur við guð og menn. Þú fékkst að fara eins og þú vildir og það ber að þakka. Við kveðjum þig með virðingu og þakk- læti fyrir það sem þú gafst okkur og hefur gert okkur að því sem við er- um í dag. Harpa og Ævarr Freyr. ÓLAFUR SIGURVIN TRYGGVASON ✝ Ingveldur ÓlafíaBjörnsdóttir hús- freyja á Skútustöð- um fæddist á Ósi í Skilmannahreppi 10. febrúar 1919. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga á Húsavík 9. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Björn Lárusson, f. á Kóngsbakka í Helga- fellssveit 13. október 1882, d. á Akranesi 9. september 1965, bóndi og hreppstjóri á Heggsstöðum í Andakíl, Ósi í Skilmannahreppi og síðar á Akra- nesi, og Aldís Jónsdóttir húsfreyja á Ósi og síðar á Akranesi, f. á Stokkseyri 14. apríl 1886, d. 5. nóvember 1968. Systkini Ingveldar voru: Rósa, f. 8. mars 1915, d. 19. febrúar 1997, Lárus, f. 3. maí 1916, d. 18. nóv- ember 2003, Ragnar, f. 12. júlí 1920, d. 28.febrúar 1962, Sigurjón, f. 13. júní 1923, d. 22. nóvember 1987, og Ingibjörg Þórdís, f. 10. janúar 1927, d. 28. maí 1977. Öll bjuggu þau á Akranesi. Árið 1943 giftist Ingveldur, Yngva Kristjánssyni frá Skútu- stöðum í Mývatnssveit, f. 17. mars 1916, d. 9. apríl 1999, og bjuggu og Sigrúnar eru: a) Yngvi Ragnar framkvæmdastjóri, f. 7. ágúst 1970, maki Ásdís E. Jóhannesdótt- ir hótelstjóri, f. 2. júní 1972. Börn þeirra eru Elvar Goði, f. 15. mars 2001 og Anna Marý, f. 16. október 2004. b) Jóhanna Sigríður hjúkr- unarfræðingur, f. 19. apríl 1974, maki Garðar Héðinsson vélstjóri, f. 18. ágúst 1973. Synir þeirra eru Kristján Helgi, f. 28. október 1997 og Héðinn Mari, f. 20. júlí 1999. c) Ólafur Helgi matreiðslumaður, f. 5. mars 1980, sambýliskona Sól- veig Júlíana Guðmundsdóttir nemi, f. 18. september 1985. 3) Pétur Vignir vélfræðingur, f. 8. apríl 1952, maki Hildur Björns- dóttir, f. 13. september 1958. Börn þeirra eru Yngvi Hrafn rafvirki, f. 22. júlí 1980, Inga Gerða nemi, f. 18. febrúar 1983, og Jón Sigur- björn, f. 3. október 1995. 4) Ingi Þór smiður, f. 8. apríl 1952, maki Sigrún Birna Skarphéðinsdóttir sjúkraliði, f. 17. desember 1948. Dóttir þeirra er Íris Dögg nemi, f. 29. apríl 1973, maki Einar Georgsson viðskiptafræðingur, f. 20. febrúar 1969. Börn þeirra eru Irena, f. 8. júlí 1999, og Georg Ingi, f. 4. apríl 2003. 5) Gylfi Hrafnkell bóndi, f. 18. september 1956, maki Auður Jónsdóttir kennari, f. 23. júní 1962. Börn þeirra eru Hjalti nemi, f. 25. júlí 1987, Elísabet, f. 13. júlí 1989, Katrín Inga, f. 11. október 1993 og Hjörtur Jón, f. 9. júní 1997. Útför Ingveldar fer fram frá Skútustaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þau á Skútustöðum frá árinu 1952. Þau eignuðust fimm syni: 1) Björn bóndi á Skútustöðum, f. 15. maí 1944, maki Ásta Þórey Lárusdóttir, f. 25. febrúar 1948. Börn þeirra eru: a) Lárus vélvirki, f. 9. desember 1969, sam- býliskona Þórhalla Valgeirsdóttir starfs- stúlka, f. 21. mars 1969. Börn hennar: Sylvia Ósk Sigurðar- dóttir, f. 17. janúar 1991 og Hjörtur Smári Sigurðar- son, f. 29. mars 1997. b) Aldís bók- menntafræðingur, f. 26. mars 1973, maki Christof Völksen verk- fræðingur, f. 24. febrúar 1964. Börn þeirra Lárus Máni, f. 13. febrúar 1999, og Sunna Bjarklind, f. 16. maí 2003. c) Ingibjörg búfræðikandidat, f. 5. október 1978, d) Soffía nemi, f. 18. júlí 1984, og e) Júlíus nemi, f. 3. júní 1987. 2) Kristján Elvar húsasmíða- meistari, f. 8. febrúar 1947, maki Sigrún L. Jóhannsdóttir verslun- arstjóri, f. 5. apríl 1950. Þau skildu. Sambýliskona Kristjáns Elvars er Guðrún Guðmunda Egg- ertsdóttir yfirljósmóðir, f. 15. september 1947. Börn Kristjáns Við systkinin vorum svo heppin að Inga og Yngvi settust að á Skútustöðum um svipað leyti og for- eldrar okkar og ákváðu að sjá okkur fyrir leikfélögum. Þau ólu þar upp fimm syni og reyndu að skipta þeim á milli okkar. Þess vegna sögðum við ýmist: Ég er að fara til Bjössa og Kidda, megum við fara heim til tvíbbanna? eða; ég ætla að skreppa til Gylfa. Heimili þeirra Ingu og Yngva var okkar annað heimili. Sjaldan var hastað á okkur þótt við værum í myrkrannafeluleik inni í hjónaherbergi eða í fótbolta og handbolta á ganginum. Ýmislegt hlýtur þó að hafa farið úr skorðum. Við tókum heil herbergi undir leik- sýningar, héldum skákmót og briddsmót í stofunni, lögðum undir okkur háaloftið eða kjallarann eða komum með alla skólakrakkana með okkur, umkringdum húsið og notuðum tröppurnar fyrir borg í útileikjum. Eftir öll ærslin var gott að fá sér hressingu. Inga stóð við eldhúsbekkinn og smurði ofan í okkur heimsins besta hveitibrauð með saltreyði. Skorpan af brauðinu lenti stundum í vasann en hitt rann ljúflega niður. Hún bakaði líka ótrú- lega gott vínarbrauð með bleikum glassúr, líka snúða og kleinur, og piparkökurnar hennar voru alveg sérstakar. Og svo var það Yngvi. Hann fylgdist stundum með úr fjarlægð, laumaði kannski út úr sér einhverri athugasemd, ræskti sig aðeins um leið og brosti í kampinn. Hann hef- ur sjálfsagt stundum haft áhyggjur af því að við færum okkur að voða og verið tilbúinn að skakka leikinn ef á þyrfti að halda. Og svo passaði hann okkur fyrir draugunum sem okkur var sagt að kæmu upp úr kirkjugarðinum og tækju okkur þegar við færum heim á kvöldin. Hann leyfði okkur líka að koma með í ýmis verk og ævintýri, hvort sem það var að sækja hey út í Mikley eða skreppa á dorg. Nú eru þau bæði farin, Inga og Yngvi, og ekki annað eftir en þakka þeim fyrir uppeldið og alla vinsemd fyrr og síðar. Um leið viljum við og fjölskyldur okkar votta sonum þeirra og fjölskyldum innilega sam- úð. Höskuldur, Brynhildur, Sólveig, Steinþór og Hjörtur Þráinsbörn. Mig langar að minnast hennar ömmu Ingu eins og ég hef fengið að kalla hana síðastliðin 26 ár, eða frá því að ég stóð 7 ára gömul á eldhús- gólfinu hjá henni. Ég var svo heppin að fá að fara í sveit þegar ég var lítil. Ég hlakkaði mikið til dvalarinnar, fór ein í flug- vélina á leið norður, og stóð síðan allt í einu í eldhúsdyrunum og var þá orðin allt í einu lítil í mér. Heyrði ég þá hljóma frá manni sem sat við eldhúsborðið: Hvað heitir þú vina mín? Já, kallaðu okkur bara afa og ömmu! Þá var ísinn brotinn og var ég strax tekin í hópinn. Ég átti fyrst að vera í 2 vikur en ömmu fannst það vera allt of lítill tími og hringdi í mömmu mína og bað hana að leyfa mér að vera í 1 mánuð. Svona var hún amma og lýs- ir þetta vel því að henni fannst mað- ur aldrei nógu lengi í heimsókn. Ég var í 6 sumur hjá þeim og fékk aldrei heimþrá. Við amma vor- um mjög góðar vinkonur, við gátum setið í eldhúsinu fram á rauðanótt, sérstaklega í seinni tíð og talað um allt milli himins og jarðar. Amma mín, mig langar bara að þakka fyrir allar mínar skemmti- legu æskuminningar úr sveitinni. Að fá að koma og vera í fallegu sveitinni ykkar fyrir norðan sumar eftir sumar er það besta sem gat komið fyrir mig. Að fá tækifæri til að kynnast ykkur öllum og halda góðu sambandi í gegnum árin er mér og fjölskyldu minni ómetan- legt. Það verður skrítið að koma norð- ur á Skútustaði og engin amma Inga þar til að taka á móti okkur. Vertu sæl, stórkostlega viljasterka kona. Minninguna um þig mun ég varðveita og geyma í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín Sigga Dís, Sigríður Herdís. INGVELDUR Ó. BJÖRNSDÓTTIR Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku amma okkar, alltaf varst þú svo góð við okkur. Ísabella og Natalía. HINSTA KVEÐJA Ástkær bróðir okkar og mágur, RAGNAR GUÐBJARTUR ÁRNASON, Laugarnesvegi 76, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 31. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sigurður K. Árnason, Vilborg Vigfúsdóttir, Magnea Sv. Árnadóttir, Jakob Marteinsson, Helga Árnadóttir, Ragnhildur Árnadóttir og fjölskyldur. Kæru vinir. Við færum ykkur öllum innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vin- áttu við sviplegt andlát eiginmanns míns og besta vinar, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR verkfræðings frá Reykjum, Reykjaborg, Mosfellsbæ, f. 13. apríl 1926, d. 12. desember 2004. Sérstaklega þökkum við Karlakórnum Stefni í Mosfellsbæ, kór eldri félaga í Karlakór Reykjavíkur og starfsfélögum hjá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir þá aðstoð og virðingu er þeir sýndu í minningu Þórðar. Megi nýja árið færa ykkur öllum frið og farsæld. Freyja Norðdahl, Guðbjörg Þórðardóttir, Guðni Már Henningsson, Kjartan Þórðarson, Sigrún Ragna Sveinsdóttir, Þórður Freyr Hilmarsson, Sonja Berg, Guðmundur Jón Þórðarson, Haukur Ingi Þórðarson, Katrín Ísold Guðnadóttir, Tinna Kjartansdóttir, Freyja Kjartansdóttir, Sigurjón Örn Ólafsson, Sæunn Kjartansdóttir, Ásta Kristín Andrésdóttir, Björgvin Marinó Pétursson, Guðmundur Páll Andrésson, Berglind Andrésdóttir, Ævar Valgeirsson, Sigurjón Hákon Andrésson, Guðmundur Atli Pálsson, Emilía Björg Björgvinsdóttir. Ástkær vinur okkar, RAGNAR ÖRN, Fellsmúla 11, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 11. janúar. Minningarathöfn fer fram í Grensáskirkju, Reykjavík, fimmtudaginn 20. janúar kl. 15.00. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 22. janúar kl. 14.00. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.