Morgunblaðið - 15.01.2005, Page 54

Morgunblaðið - 15.01.2005, Page 54
54 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 13.30 VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , !  "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 .. l t , rí fj r... r  Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Yfir 25.000 gestir Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10 ára QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. Í takt við tímann er tekjuhæðsta jólamyndin, yfir 20.000.000. í tekjur frá öðrum degi jóla til dagsins í dag.   Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20. Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og leikari í aðalhlutverki. Einstök mynd um höfund hinnar sígildu sögu um Pétur Pan. Stórkostleg upplifun! Sýnd kl. 6 og 10. QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r Sýnd kl. 8 og 10.10. Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og leikari í aðalhlutverki. Einstök mynd um höfund hinnar sígildu sögu um Pétur Pan. Stórkostleg upplifun! Sýnd kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 4. ÍSLENSKT TAL, Vel þekkt fyrirbæri er að fyr-irsætur reyni að hasla sérvöll í kvikmyndum. Oftast er það með slæmum árangri en nýj- asta dæmið er brasilíska ofurfyr- irsætan Gisele Bündchen í mynd- inni Taxi, sem verið er að sýna hérlendis. Líka má nefna Cindy Crawford (Fair Game) og Dev- on Aoki (2 Fast 2 Furious). Dæmi um fyr- irsætur sem ná góðum árangri í leiklistinni eru líka til og má þar helst nefna Cameron Diaz og Chloë Sevigny. Núna liggur straumurinn í hina áttina. Nokkrar þekktar kvik- myndaleikkonur eru um þessar mundir að hasla sér völl í tónlist- inni. Juliette Lewis (Natural Born Killers) hefur gengið vel með hljómsveit sinni Juliette & the Licks. Hún lánar The Prodigy rödd sína á nýjustu plötu sveitarinnar, Always Outnumbered, Never Out- gunned. Liam Howlett, forsprakki sveitarinnar, sá hljómsveit hennar spila á hinum þekkta stað the Viper Room í Los Angeles. Juliette þykir hafa sterka rödd og frábæra sviðs- framkomu, sem gefi hetjunni henn- ar, Patti Smith, lítið eftir. Hún seg- ir að hana hafi alltaf langað til að verða rokkstjarna og það virðist vera að takast. Juliette & the Licks eru á leiðinni í hljóðver í síðustu viku janúar til að taka upp fyrstu breiðskífu sína þannig að líklegt er að það eigi eftir að heyrast meira frá þeim.    Önnur þekkt leikkona, sem hefursannað sig í kvikmyndum, og er nú að reyna fyrir sér í tónlistinni er Minnie Driver (Good Will Hunt- ing). Minnie er í öllu rólegri tónlist heldur en Juliette og hefur henni verið líkt við söngkonur á borð við Noruh Jones, Dido og Karen Carpenter. Hún er sögð hafa verið „uppgötvuð“ af tónlistargagnrýn- anda. James Roberts frá Music Week sá Minnie koma fram á hátíð- inni South by Southwest í Texas á síðasta ári. Hún fékk glimrandi dóma hjá honum og þá tóku útgáfu- fyrirtækin við sér en EMI vann stríðið á endanum. „Við sáum Minnie Driver á listan- um og hugsuðum að þetta gæti ekki verið hún. Við héldum að þetta væri indíband sem kallaði sig Minnie Driver. Við fórum á þetta fyrir for- vitnissakir og hún reyndist vera frábær,“ sagði James í samtali við breska Elle. Minnie er ekki nýbúin að fá tón- listaráhuga heldur var hún t.d. í hljómsveit á unglingsárunum, í sveitinni Puff, Rocks and Brown. Hún hefur því verið söngkona mun lengur en leikkona en fyrsta plata hennar kom út í október á síðasta ári og ber nafnið Everything I’ve Got in My Pocket.    Búast má við því að fleiri leik-konusöngkonur verði áber- andi á þessu ári. Plata er á leiðinni frá Brittany Murphy (8 Mile) sem er sögð vera djössuð hipp hopp-plata. Búið er að bjóða frönsku leikkon- unni Julie Delpy plötusamning eftir að hún söng svo fallega í myndinni Before Sunset, þar sem hún leikur á móti Ethan Hawke. Ekki hefur gengið vel hjá Jada Pinkett, eig- inkonu Will Smith, og hljómsveit hennar Wicked Wisdom. Einn gagnrýnandi lýsti tónlistinni sem „mitt á milli Evanescence og ælu- poka“. Auðvitað er auðveldara fyrir þekktar leikkonur heldur en aðra að hasla sér völl í tónlistinni en hæfileikarnir verða að vera til stað- ar. Juliette, Brittany og allar hinar eiga sér stóran aðdáendahóp og áreiðanlega einhverjir úr þeim hópi festa kaup á plötum þeirra. Þær hafa því forskot en spurningin er hversu langt það dugar. Ástæðan fyrir því að leikkonur sem njóta velgengni á sínu sviði fara út í eitthvað annað er e.t.v. að hluta til sú að núna eru margar helstu stjörnur búnar að hasla sér völl víða. Beyoncé syngur, dansar, leikur, er með fatalínu og það sama gildir um Jennifer Lopez og stjörn- ur þeirra skína skærar en flestra annarra. Svo getur líka verið að leikkonurnar séu bara að hefna sín á öllum poppurunum sem hafa reynt fyrir sér í kvikmyndum með misjöfnum árangri. Leikkonur með plötusamning ’Auðvitað er auðveld-ara fyrir þekktar leik- konur heldur en aðra að hasla sér völl í tónlist- inni en hæfileikarnir verða að vera til staðar.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Juliette Lewis þykir vera mikill rokkari og góð söngkona. ReutersMinnie Driver ReutersJada Pinkett VERÐLAUNASTUTTMYND Hjálmars Einarssonar, Löglegir krimmar, verður frumsýnd í Laug- arásbíói í dag. Myndin er í léttum dúr með smá hasar og segir frá tveimur félögum sem litaðir eru af amerísku sjónvarpsglápi. Þeim finnst þeir hafa verið arðrændir af hvítflibbum samtímans og ákveða að gera eitthvað í því. Spurningin er hvort veruleikinn eins og hann kem- ur fyrir í bandarískum bíómyndum virki hér. Leikendur eru Atli Þór Alberts- son, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Sólrún María Arnardóttir og Bryn- dís Ásmundsdóttir. Myndin vann til stuttmyndaverðlauna Kvik- myndaháskólans í Prag í Tékklandi á hátíðinni Famufest, þar sem um 200 myndir víðsvegar að voru sýndar. Kvikmyndir | Verð- launastuttmynd frum- sýnd í Laugarásbíói Atli Þór Albertsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson eru í aðal- hlutverkum í myndinni en þeir eru báðir að útskrifast úr leiklistardeild LHÍ. Löglegir krimmar Löglegir krimmar er frumsýnd í dag og verður sýnd á öllum sýn- ingum Laugarásbíós kl. 18 á undan kvikmyndinni Old Boy, út næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.