Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 9 FRÉTTIR Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 5 1 2040 Silkitré og silkiblóm SMARALIND Útsala 20-70% afsláttur Útsalan í fullum gangi 50-80% afsláttur www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Erum að taka upp nýjar vörur frá Str. 38-60 s i m p l y & Frábær útsala Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Námskeið á vorönn hefjast 24. og 26. janúar BRIDSSKÓLINN ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ Á námskeiðinu er Standardsagnkerfið skoðað í smáatriðum, úrspilstæknin slípuð og vörnin tekin rækilega í gegn. Vönduð og ítarleg kennslugögn fylgja. Örugg og skemmtileg leið til framfara. Byrjendanámskeið: Hefst 26. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20-23. Allir geta lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að komast af stað. Á byrjendanámskeið Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að koma með spilafélaga. Kennari á báðum námskeiðum er Guðmundur Páll Arnarson. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. Framhaldsnámskeið: Hefst 24. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20-23 Matseðill www.graennkostur.is Þri. 18/1: Orkuhleifur m. sinnepssósu, fersku salati og hýðishrísgrjónum. Mið. 19/1: Kasjúkarrý og spínatbuff, salat og hýðishrísgrjón. Fim. 20/1: Fylltir kartöfluklattar m. steiktu baunasalati, fersku salati og hýðishrísgrjónum. Fös. 21/1: Próteinríkur sataypottur og buff m. fersku salati og hýðishrísgrjónum. Helgin 22.-23/1: Indverskar kræsingar. Grænmetislasagna m. heimatilbúnu pestó. ÚTSALA 25-75% afsláttur Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Saumlaust aðhald Þú minnkar um 1 númer Litir: Svart - hvítt - húðlitað Póstsendum Enn meiri verðlækkun á útsölu Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 „VIÐ erum að halda áfram með svokallaða menntasókn Samfylkingarinnar, þar sem við erum að byggja upp stefnu og efnivið í framtíðarskólann,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um heimsókn þingmanna Samfylkingarinnar í Fellaskóla í Reykjavík í gær. „Í fyrra tókum við háskólastigið að stórum hluta, en núna ætlum við að taka grunnskólann,“ segir hann. Heim- sóknin í Fellaskóla í gær, var því sú fyrsta af mörgum í vet- ur. „Við ætlum á nokkrum mánuðum að heimsækja sem flesta grunnskóla og ólíka, stóra og litla, einkarekna og op- inbera, fyrst og fremst til að tala við skólasamfélagið og afla okkur upplýsinga um hvað má til betri vegar færa til að efla grunnskólann ennþá meira.“ Hann segir að þótt grunnskólinn sé ágætur megi gera hann miklu betri. Björgvin segir að allir þingmenn Samfylkingarinnar komi að verkefninu, en fremstir í flokki séu þingmenn flokksins í menntamálanefnd þingsins, þ.e. auk hans þau Katrín Júlíusdóttir og Mörður Árnason. „Við ætlum að funda með foreldrum, kennurum og skólastjórnendum,“ útskýrir hann ennfremur. Þannig vilja þingmenn Samfylk- ingarinnar, segir hann, ná yfirgripsmiklu og heildstæðu yfirliti yfir stöðu grunnskólans á landinu. Þingmenn Samfylkingarinnar Kynna sér stöðu grunnskólans Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingmenn Samfylkingar og starfsmenn Fellaskóla ræddu skólamál í gær. Þorsteinn Hjartarson, skólastjóri Fellaskóla (l.t.v.), Edda Einarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Anna Kristín Gunnars- dóttir, Kristín Jóhannsdóttir aðstoðarskólastjóri, Ágúst Ólafur Ágústsson og Helgi Hjörvar. LÖGMENN Bobby Fischers, fyrr- verandi heimsmeistara í skák, ætla að fara fram á það við héraðsdómstól í Tókýó á morgun, að hann þrýsti á um það að útlendingayfirvöld í Japan svari því hvort Fischer fái að fara til Íslands eða ekki. „Við viljum að yf- irvöld um málefni útlendinga svari því [hvort Fischer fái að fara til Íslands] játandi eða neitandi,“ segir John Bosnitch, stuðningsmaður Fischers í Japan. Bosnitch segir að Bobby Fischer hafi á síðasta ári höfðað mál gegn jap- önskum stjórnvöldum til að koma í veg fyrir að honum yrði vísað úr landi til Bandaríkjanna. Málsóknin hafi fyrst verið tekin fyrir í héraðsdómi í Tókýó sl. haust, en réttarhaldið á morgun, sé framhald þeirra mála- ferla. Í millitíðinni hafi íslensk stjórnvöld hins vegar boðið Fischer dvalarleyfi á Íslandi. Því hafi lögmenn skákmeist- arans ákveðið að byrja réttarhaldið á morgun á því að óska eftir svörum við því hvort hann fái að fara til Íslands eða ekki. Framhald málaferlanna ráð- ist af því hvert svarið verði. Bosnitch segir að lögmenn Fisch- ers hyggist einnig fara fram á það á morgun að skákmeistarinn verði þeg- ar í stað leystur úr varðhaldi. Hann segist þó ekki eiga von á því að við þeirri beiðni verði orðið. „Um hádegi munum við svo halda blaðamannafund,“ segir Bosnitch, en þar verður farið yfir næstu skref í málefnum Fischers. Lögmenn Fischers Vilja svör frá út- lendingayfirvöldum Í FYRRA voru gerðar 1.705 breyt- ingar á trúfélagaskráningu hjá Hagstofu Íslands sem svarar til þess að 0,6% landsmanna hafi skipt um trúfélag á árinu. Þetta er svipað hlutfall og undanfarin ár, hlutfallið var 0,7% árið 2003 og 0,6% árið 2002. Breyting á trúfélagsskráningu var í 65,9% tilvika vegna úrsagna úr þjóðkirkjunni, alls 1.123 eða 0,4% þeirra sem voru í þjóðkirkj- unni 1. desember 2004. Á móti 1.123 brottskráðum voru 170 skráðir í þjóðkirkjuna árið 2004. Brottskráðir umfram nýskráða voru því 953 samanborið við 843 árið 2003 og 686 árið 2002. Ný- skráningar voru flestar í Fríkirkj- una í Reykjavík (345), Fríkirkjuna í Hafnarfirði (218) og Kaþólsku kirkjuna (208). 1.705 skiptu um trúfélag ATKVÆÐAGREIÐSLA um nýjan kjarasamning tónlistar- skólakennara fer fram með raf- rænum hætti. Atkvæðagreiðsl- unni lýkur 21. janúar. Samn- ingurinn var undirritaður 30. desember sl. Ennfremur er að hefjast alls- herjaratkvæðagreiðsla um nýj- an kjarasamning leikskóla- kennara í leikskólum sem sveitarfélög starfrækja. At- kvæðagreiðslunni lýkur 25. jan- úar nk. Kjarasamningurinn var undirritaður 22. desember. Um er að ræða hefðbundna póst- kostningu og hafa kjörseðlar verið sendir til félagsmanna. Greiða at- kvæði með rafrænum hætti TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, sótti í gær hjartveikan mann til Stykkishólms og flutti hann til Reykjavíkur. Læknir á Stykkis- hólmi hafði samband við Neyðar- línu vegna mannsins sem hann taldi að þyrfti nauðsynlega að komast á sjúkrahús í Reykjavík. Þyrlan var kölluð út kl. 12:54 og var komin í loftið um hálftíma síðar. Lent var á Reykjavíkurflugvelli klukkan 15:17 og var maðurinn fluttur þaðan á Landspítalann við Hringbraut. Þyrla sótti hjart- veikan sjúkling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.