Morgunblaðið - 18.01.2005, Side 39

Morgunblaðið - 18.01.2005, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 39 FRÉTTIR Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftir- talinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 17. janúar 2005, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 17. janúar 2005 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 17. janúar 2005 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda utan stað- greiðslu, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, trygginga- gjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekju- skatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fiskisjúkdóma- gjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreidd- ur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg- inn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrr- greindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 18. janúar 2005. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Bridsfélag Kópavogs Sveitakeppnin hófst sl. fimmtudag og mættu 9 sveitir til leiks. Það vant- ar því eina sveit og mættu áhuga- samir hafa samband við Loft í síma 897 0881 sem fyrst. Röð efstu sveita: Vinir 40 Sigurður Sigurjónsson 39 Ragnar Jónsson 39 Jens Jensson 38 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni, önnur umferð af tuttugu í stigakeppni, var spiluð í Ásgarði í Glæsibæ fimmtud. 13. jan. sl. Spilað var á ellefu borðum. Með- alskor 216 stig. Árangur N–S: Sæmundur Björnss. – Oliver Kristófss. 276 Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 232 Eysteinn Einarss. – Kári Sigurjónsson 231 Árangur A–V: Kristján Jónsson – Alfreð Kristjánsson 280 Magnús Jóhannsson – Erla Sigurðard. 248 Bjarni Ásmundss. – Þröstur Sveinsson 237 Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spil- aði tvímenning á 13 borðum fimmtu- daginn 13. janúar. Efst vóru: NS: Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 310 Guðrún Gestsdóttir – Helgi Sigurðsson 309 Páll Ólason – Elís Kristánsson 299 Steindór Árnason – Einar Markússon 277 AV: Kristinn Guðmss. – Guðm. Magnússon 318 Auðunn Bergsvss. – Sigurður Björnss. 313 Páll Guðmundsson – Páll Höskuldsson 301 Jón Bjarnar – Ólafur Oddsson 280 Frá bridsdeild FEBK Gjábakka Þriðjudaginn 11. jan. var spilaður tvímenningur á fjórum borðum. Úrslit urðu þessi: Guðjón Kristjánsson – Magnús Oddsson 59 Lúðvík Ólafsson – Þorleifur Þórarinsson 58 Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 54 Föstudaginn 14. jan. var spilaður tvímenningur á níu borðum. Meðal- skor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S: Sigurður Pálsson – Ólafur Lárusson 279 Eysteinn Enarsson – Jón Stefánsson 224 Ingibjörg Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 223 A/V: Einar Einarsson – Þórður Jörundsson 270 Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 242 Guðjón Kristjánsson – Magnús Oddsson 241 Ath. breyttan spilatíma á þriðju- dögum. Framvegis hefst spila- mennskan kl. 13:15 á þriðjudögum í stað kl. 19:00 eins og var áður. Frá eldriborgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 14. janúar var spilað á níu borðum. Meðalskor var 216. Úr- slit: N/S Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 251 Oddur Jónsson – Katarinus Jónsson 241 Árni Guðmunds. – Sigurður Hallgríms. 238 Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 224 A/V Ingimundur Jónsson – Helgi Einarsson 252 Sófus Berthelsen – Haukur Guðmundss. 241 Sigurður Herlufsen – Steinmóður Einars. 233 Anton Jónsson – Einar Sveinsson 233 Bridskvöld nýliða Nýliðakvöldin hefjast aftur föstu- daginn 21. janúar. Spilað verður alla föstudaga kl. 19:30 í Síðumúla 37, 3. hæð. Allir sem kunna undirstöðuat- riðin í brids eru velkomnir. Umsjónarmenn í vetur verða Sig- urbjörn Haraldsson og Björgvin Már Kristinsson og aðstoða þeir staka við að finna spilafélaga. Bridskvöld yngri spilara Fyrsta spilakvöld ársins verður miðvikudaginn 19. janúar kl. 19:00. Spilað er í Síðumúla 37, 3. hæð. Allir yngri spilarar eru velkomnir, sérstaklega framhaldsskólanemend- ur sem hafa eða hafa haft brids sem valgrein. Umsjónarmaður í vetur verður Sigurbjörn Haraldsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FÉLAG CP á Íslandi hefur opnað skrifstofuaðstöðu í hús- næði Sjónarhóls, Háaleitis- braut 11. Verður hún fyrst um sinn opin annan hvern fimmtudag milli kl. 15 og 17, næst fimmtudaginn 27. jan- úar. Þá hefur félagið einnig opnað endurbætta vefsíðu á slóðinni www.cp.is, þar sem finna má m.a. upplýsingar um CP og starfsemi félagsins. Af þessu tilefni var fé- lagsmönnum og velunnurum félagsins boðið til móttöku fimmtudaginn 13. janúar sl. þar sem veitt voru í fyrsta sinn fyrirmyndarverðlaun fé- lagsins, en þau eru veitt einstakling- um sem skarað hafa fram úr og eru öðrum til fyrirmyndar. Verðlaunin hlutu að þessu sinni Kristín Rós Há- konardóttir og Jón Oddur Halldórs- son, sem náðu frábærum árangri á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu nú ný- verið. Þá tók félagið við sama tækifæri á móti veglegri peningagjöf frá fjöl- skyldu Auðar Eiríksdóttur, sem lést í október sl., en barnabarn hennar er með CP. Gjöfin verður lögð í sjóð sem notaður verður til að gefa út barnabók, þar sem fatlað barn verð- ur eitt af söguhetjunum. CP, sem stundum er nefnt heila- lömun, er algengasta tegund hreyfi- hömlunar. Félag CP á Íslandi var stofnað árið 2001 og eru félagar nú rúmlega 200 talsins; fatlaðir, að- standendur og fagaðilar. Jón Oddur Halldórsson og Kristín Rós Há- konardóttir með hvatningarverðlaunin. Opna skrifstofu í Sjónarhóli LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eft- ir vitnum að árekstri sem varð á vega- mótum Arnarnesvegar og Bæjar- brautar miðvikudaginn 12. janúar sl. Þar rákust saman hvítur Toyota Land Cruiser-jeppi, sem ekið var austur Arnarnesveg, og grár Volkswagen Golf, sem ekið var norð- ur Bæjarbraut með áætlaða aksturs- stefnu vestur Arnarnesveg. Þeir veg- farendur er kunna að hafa orðið vitni að óhappinu eru beðnir að hafa sam- band við lögreglu í síma 525 3300. Lýst eftir vitnum FIMMTUDAGINN 20. janúar munu allar Intercoiffure-hársnyrti- stofurnar láta ákveðna prósentu- tölu af tekjum renna í sjóð til hjálpar á flóðasvæðunum í SA-As- íu. Í fréttatilkynningu frá Inter- coiffure-stofunum segir að þær vilji með þessu taka þátt í að styðja við fólk á hörmungasvæðunum. Intercoiffure gefa til SA-Asíu brögðin hafa ekki látið á sér standa því viðskiptavinir Veiði- hornsins á landsbyggðinni hafa tekið þessari nýjung afskaplega vel og eru starfsmenn Veiði- hornsins á þönum með sendingar á póst, flug og flutningabíla.“ Ólafur segir að veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu hafi einnig séð sér leik á borði því í veiðibúð- inni á Netinu sé hægt að panta vörur og óska eftir því að þær verði sóttar í verslanirnar. Út- sala í verslunum Veiðihornsins hófst um síðustu helgi. Í TILEFNI af opnun nýs vefset- urs Veiðihornsins (veidihorn- id.is) var ákveðið að hefja árlega vetrarútsölu verslunarinnar á Netinu. Að sögn Ólafs Vigfús- sonar annars eiganda verslunar- innar hefur honum vitanlega aldrei áður verið haldin sérstök útsala á Netinu hér á landi. „Það má segja að veiðimenn á lands- byggðinni og á höfuðborgar- svæðinu hafi ekki setið við sama borð hingað til hvað varðar að- gang að vöruvali og útsölum en nú hefur verið bætt þar úr. Við- Halda útsölu á Netinu ÍSLENSKA kristskirkjan stendur fyrir svonefndu Alfa-námskeiði á næstunni og hefst það í kvöld, þriðjudagskvöld. Öllum er heimill aðgangur en námskeiðsgjald er 6 þúsund krónur og eru kennslugögn innifalin og veitingar. Þetta er í tólfta sinn sem Íslenska kristskirkjan býður Alfa-námskeið en í haust var vígður nýr kirkjusalur og safnaðarheimili. Aðalkennari á námskeiðunum er Friðrik Schram og segir hann jafnan mikinn áhuga á þessum námskeiðum. Þau henti önn- um köfnu og and- lega leitandi fólki sem vilji velta fyrir sér spurn- ingum um tilgang lífsins og gildi trúarinnar. Námskeiðin standa í tíu kvöld og hefjast með léttum kvöld- verði. Í framhaldi er fyrirlestur og síðan umræður. Hverju námskeiðs- kvöldi lýkur með stuttri helgistund. Friðrik Schram Alfa-námskeið í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.