Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 21 MINNSTAÐUR AUSTURLAND hefur vaxandi á Ströndum. „Sundið er mikilvæg afþreying ferðafólks og það gerir ráð fyrir að slík þjónusta sé fyrir hendi. Ég veit dæmi um það, áð- ur en laugin kom, að spurt var að því hvar sundlaugin væri en ekki hvort sundlaug væri á staðnum,“ segir Har- aldur. Gunnar segir að þótt aðsókin hafi minnkað í haust hafi heimamenn áfram verið duglegir að koma í sund og alls hafi sex þúsund gestir sótt sundlaugina frá því hún opnaði og til áramóta. Og þeir láta sig hafa það þótt tíðarfarið hafi verið erfitt og synda í byl með snjóskafla á bökk- unum. Þá hefur myndast ákveðin potta- stemmning. Opið er fram á kvöld og kemur ákveðinn hópur saman þar á kvöldin til að spjalla saman. „Þetta er félagsmiðstöðin. Ef þú ætlar að hitta einhvern á þessum tíma skaltu koma hingað,“ segir Gunnar. Utan við þær aðsóknartölur sem Gunnar nefnir er skólasundið. Áður þurfti að aka börnunum úr Grunn- skóla Hólmavíkur inn að Klúku í Bjarnarfirði til að kenna þeim sund. Nú fer sundkennslan fram á staðnum. Í desember var byrjað að nota íþróttasalinn og þreksal. Íþróttasal- urinn rúmar löglegan körfuboltavöll en lítil aðstaða er fyrir áhorfendur. Gunnar segir að salurinn sé strax mikið notaður. Skólinn notar hann á morgnana fyrir íþróttakennslu, þá taka við æfingar hjá Ungmennafélag- inu Geislanum og síðan er salurinn leigður út á kvöldin til annarra hópa. Segir Gunnar að flestir tímar séu not- aðir fram eftir kvöldi. Verður að ganga Bygging Íþróttamiðstöðvarinnar er töluvert átak fyrir fámennt byggð- arlag, með um 460 íbúa og í þorpinu búa innan við 400 manns. Haraldur oddviti segir að peningarnir sem fengust fyrir hlutinn í Orkubúinu hafi verið notaðir til að greiða niður óhag- stæð lán og það hafi lagt grundvöllinn að þessari framkvæmd. Nýrri þjón- ustu fylgir aukinn rekstrarkostnaður. Þannig er orkunotkun Íþróttamið- stöðvarinnar, hiti og ljós, hátt í 300 þúsund krónur á mánuði þótt samn- ingar hafi náðst við Orkubú Vest- fjarða að nota ótryggða raforku við kyndinguna. „Þessi þjónusta er krafa samfélagsins. Við verðum að reyna að koma því þannig fyrir að þetta gangi,“ segir Haraldur oddviti. Á þetta reynir þegar gengið verður frá fjárhags- áætlun ársins en vinna við hana er á lokastigi. „JÚ, það er gleðidagur. Það er fínt að fá þetta,“ segir Árný Huld Haralds- dóttir. Þegar hún og nokkrar vinkonur hennar voru í grunnskólanum á Hólmavík héldu þær hlutaveltur, útbjuggu kort og seldu til að safna pen- ingum fyrir sundlaug. Árný Huld og Sara Benediktsdóttir voru fengnar til að taka fyrstu skóflustunguna að Íþróttamiðstöðinni í júlí 2002 þegar fram- kvæmdir hófust. Árný og vinkonur hennar voru mikið í íþróttum og vildu fá betri aðstöðu til að iðka þær, ekki síst sund. „Það er nauðsynlegt að hafa sundlaug svo fólk geti stundað fleiri íþróttir. Svo var langt í sundkennsluna,“ segir hún. Árný Huld lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi nú um áramótin og er nú í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Þar var hún á vígsludegi Íþróttamiðstöðvarinnar og hélt upp á tvítugsafmæli sitt. „Fínt að fá þetta“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Borðaklipping Hreppsnefndarmennirnir Eysteinn Gunnarsson og Harald- ur V.A. Jónsson opnuðu Íþróttamiðstöðina formlega. Engilbert Ingvarsson og barnabarn hans, Jakob Ingi Sverrisson, strengdu borðann. Stöðvarfjörður | Félagsmiðstöðin Stöðin var formlega opnuð um helgina. Stöðin er í gamla samkomuhús- inu á Stöðvarfirði, sem gert hefur verið upp en það var orðið mjög illa farið. Unglingarnir á Stöðv- arfirði, ásamt Kolbrúnu Einars- dóttur æskulýðsfulltrúa, sáu um endurbæturnar með lítilsháttar að- stoðar iðnaðarmanna. Við opnunina var boðið upp á kaffihlaðborð sem foreldrar barna sáu um og voru allmargir gestir viðstaddir. Unglingahljómsveitinn Lítið eitt spilaði, en þeir sem hljómsveitina skipa eru Agnar Logi, gítar og söngur, Snorri, gítar og söngur, Margeir á trommur og Sindri sem spilar á bassa. Þá las Jón Björgúlfsson upp gamla brand- ara sem fundust við tiltekt í hús- inu. Foreldrafélag Grunnskólans á Stöðvarfirði færði Kolbrúnu gjöf sem þakklætisvott fyrir hennar þátt í uppbyggingu félagsmiðstöðv- arinnar, en almenn ánægja er með hvernig til hefur tekist. Kvöldið endaði svo með dúndr- andi diskóteki sem stóð fram til miðnættis. Ný félags- miðstöð opnuð á Stöðvarfirði Morgunblaðið/Albert Kemp Ástæða til að brosa Þessar ungu stúlkur voru meðal gesta á opnun nýrrar félagsmiðstöðvar á Stöðvarfirði um helgina. Lagarfljótsormur | Málefni Lagar- fljótsormsins voru á dagskrá fundar menningarnefndar Fljótsdalshéraðs á dögunum. Á fundinn mætti Skúli Björn Gunnarsson, talsmaður Ormsskrínsverkefnisins, en Orms- skrínið er félag sem hefur það meðal annars að markmiði að safna og miðla upplýsingum um Lagarfljóts- orminn. Skúli sagði að í undirbún- ingi væri gerð heimildarmyndar um Lagarfljótsorminn. Fyrir liggur vil- yrði Kvikmyndasjóðs um styrk til myndargerðarinnar og verið að leita til annarra sjóða um fjármögnun á verkefninu. Ormsskrínið hefur unn- ið að gerð kynningarskilta með upp- lýsingum og fróðleik um Lagar- fljótsorminn og til uppsetningar í kringum Fljótið. Þegar eru þrjú af þeim fimm skiltum, sem fyrirhuguð hafa verið, komin upp. Frá þessu greinir á vef Fljótsdalshéraðs, egils- stadir.is. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í líkingu við Lagarfljótsorminn? Nú er undirbúin gerð heimildarmyndar um Orminn langa. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 14 82 5 Mallorca Gífurlega vinsæl * M.v. hjón með 2 börn, Aparthotel Brasilia, vikuferð með sköttum og 10.000 kr. afslætti 22. júní, netverð. 10.000 kr. afsláttur af fyrstu 300 sætunum eða meðan íbúðir eru lausar. Aðeins takmarkaður fjöldi sæta í hverju flugi á afslætti. Gildir ekki um flugsæti eingöngu. M.v. bókun og staðfestingu fyrir 7. febrúar 2005 eða meðan afsláttarsæti eru laus. Paguera Alcudia Playa de Palma frá því í fyrra 35% verðlækkun Fyrstu 300 sætin 10.000 kr. afsláttur á mann. Bókaðu núna og tryggðu þér lægsta verðið og vinsælustu gististaðina á Mallorca. 28.590 kr. Flug báðar leiðir, með sköttum, netverð *Frá 33.895kr. Heimsferðir bjóða fjórða sumarið í röð beint flug til Mallorca og stórlækka verðið til þessa vinsælasta áfangastaðar Spánar. Mallorca hefur verið ókrýnd drottning ferðamanna undan- farin 40 ár enda getur enginn áfangastaður státað af jafn heillandi umhverfi og fjölbreyttri náttúrufegurð. Að auki eru strendurnar gull- fallegar og aðstaða fyrir ferðamenn glæsileg. Á Mallorca er frábært að lifa lífinu og njóta þess að vera í fríi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.